II. KAFLI
Skattskyldir aðilar, aðilar undanþegnir skatti og
tilkynningarskylda.
(1) Skylda til að innheimta virðisaukaskatt og standa skil á honum í ríkissjóð hvílir á þessum aðilum:
- Þeim sem í atvinnuskyni eða með sjálfstæðri starfsemi sinni selja eða afhenda vörur eða verðmæti ellegar inna af hendi skattskylda vinnu eða þjónustu.
- [Samvinnufélögum, svo og öðrum félögum og stofnunum, enda þótt þau séu undanþegin skattskyldu samkvæmt [lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt],5) eða sérstökum lögum, að því leyti sem þessir aðilar selja vörur eða skattskylda þjónustu í samkeppni við atvinnufyrirtæki. Skattskyldan tekur einnig til þess þegar einungis er selt félagsmönnum eða eingöngu eru seldar skattskyldar vörur og þjónusta félagsmanna.]1)
- Opinberum orku- og veitufyrirtækjum að því leyti sem þau selja skattskyldar vörur og þjónustu. [Sama á við um hafnir með hafnarstjórn í eigu sveitarfélags.]4)
- Ríki, bæjar- og sveitarfélögum og stofnunum eða fyrirtækjum þeirra að því leyti sem þeir aðilar selja vörur eða skattskylda þjónustu í samkeppni við atvinnufyrirtæki.
- Uppboðshöldurum.
- Umboðsmönnum og öðrum sem eru í fyrirsvari fyrir erlenda aðila sem reka hér á landi skattskyld viðskipti.
- [Rekstraraðilum alþjóðaflugvalla hér á landi vegna þjónustu við millilandaloftför og farþega þeirra.]9)
(2) [Aðilar, sem hafa með höndum starfsemi sem fellur undir 3. og 5. mgr. 2. gr., skulu greiða virðisaukaskatt af skattskyldum vörum og þjónustu þegar vara er framleidd eða þjónusta innt af hendi eingöngu til eigin nota og í samkeppni við skattskylda aðila skv. 1. mgr. Jafnframt skulu aðilar sem stunda byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð á eigin kostnað, þar með talið viðhald og endurbætur, greiða virðisaukaskatt af eigin vinnu, vinnu starfsmanna og [---]6) tækjanotkun, hvort sem byggt er til sölu, leigu eða til eigin nota. Eigin vinna byggingaraðila er þó ekki skattskyld þegar aðili byggir eingöngu til eigin nota, enda noti hann ekki vinnuafl launþega við hönnun eða framkvæmdir og vinnan er ekki í iðn- eða sérfræðigrein hans eða sambærilegri grein. Þá skulu ríki, sveitarfélög og stofnanir þeirra greiða virðisaukaskatt af skattskyldum vörum og þjónustu vegna eigin nota, enda sé ekki um að ræða vinnu eða þjónustu skv. 3. mgr. 42. gr. sem innt er af hendi utan sérstaks fyrirtækis eða þjónustudeildar. [Jafnframt skulu ríki, sveitarfélög, stofnanir þeirra og fyrirtæki greiða virðisaukaskatt af framleiðsluverði á mat sem tilreiddur er í mötuneytum þeirra og seldur er starfsmönnum eða öðrum á verði undir framleiðsluverði.]3) [Ráðherra]7) er heimilt að setja nánari reglura) um framkvæmd ákvæðisins, þar með talið um það hvenær starfsemi geti verið í samkeppni við atvinnufyrirtæki, skattverð, bókhald o.fl.]2) [Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. skulu aðilar sem falla undir [---]10) 10. tölul. 3. mgr. 2. gr. ekki greiða virðisaukaskatt af skattskyldum vörum og þjónustu þegar vara er framleidd eða þjónusta innt af hendi eingöngu til eigin nota og í samkeppni við skattskylda aðila skv. 1. mgr.]8)
1)Sbr. 47. gr. laga nr. 111/1992. 2)Sbr. 2. gr. laga nr. 55/1997. 3)Sbr. 2. gr. laga nr. 105/2000. 4)Sbr. 1. gr. laga nr. 77/2003. 5)Sbr. 74. gr. laga nr. 129/2004. 6)Sbr. 1. gr. laga nr. 45/2006. 7)Sbr. 127. gr. laga nr. 126/2011. 8)Sbr. 18. gr. laga nr. 165/2011. 9)Sbr. 1. gr. laga nr. 143/2018. 10)Sbr. 2. gr. laga nr. 141/2020. a)Reglugerðir nr. 562/1989, 576/1989 og 248/1990.
Undanþegnir skattskyldu skv. 3. gr. eru:
- Aðilar sem eingöngu selja vöru eða þjónustu sem undanþegin er virðisaukaskatti.
- [Listamenn, að því er varðar sölu þeirra á eigin listaverkum, enda falli listaverkin undir tollskrárnúmer 9701.1000 - 9703.0000, svo og uppboðshaldarar að því er varðar sölu þessara verka á listmunauppboðum, sbr. lög nr. 36/1987.*1)]1)
- Þeir sem selja skattskylda vöru eða þjónustu fyrir [[2.000.000 kr.]3) eða minna á hverju 12 mánaða tímabili frá því að starfsemi hefst.]2)
- [Skólamötuneyti.]1)
1)Sbr. 2. gr. laga nr. 119/1989. 2)Sbr. 1. gr. laga nr. 163/2010. 3)Sbr. 1. gr. laga nr. 57/2016. *1)Nú lög nr. 28/1998, um verslunaratvinnu.
(1) Hver sá, sem skattskyldur er skv. 3. gr., sbr. 4. gr., skal ótilkvaddur og eigi síðar en átta dögum áður en starfsemi hefst tilkynna atvinnurekstur sinn eða starfsemi til skráningar hjá [ríkisskattstjóra]4). Breytingar, sem verða á starfsemi eftir að skráning hefur farið fram, skal tilkynna eigi síðar en átta dögum eftir að breyting á sér stað [,þ.m.t þegar aðili hættir skráningarskyldri starfsemi]7).
(2) [Ríkisskattstjóri]4) gefur út staðfestingu til skráningarskylds aðila um að skráning hafi átt sér stað.
(3) Tilkynningar skv. 1. mgr. skal senda á þar til gerðum eyðublöðum sem ríkisskattstjóri lætur gera. Ríkisskattstjóri ákveður hvaða upplýsingar skuli gefa á þessum eyðublöðum.
(4) [Nú hefur aðili, sem að mati [ríkisskattstjóra]4) bar að tilkynna atvinnurekstur sinn eða starfsemi skv. 1. mgr., eigi sinnt umræddri tilkynningarskyldu og skal þá [ríkisskattstjóri]4) úrskurða hann sem skattskyldan aðila samkvæmt ákvæðum 3. gr. og tilkynna aðilanum þar um.]1)
(5) [Eigi skal skrá aðila samkvæmt þessari grein ef samanlagðar tekjur hans af sölu skattskyldrar vöru og þjónustu eru að jafnaði lægri en kostnaður við aðföng sem keypt eru með virðisaukaskatti til starfseminnar, þar með talið vegna kaupa varanlegra rekstrarfjármuna. Þó á aðili rétt á skráningu ef hann sýnir fram á að kaup á fjárfestingarvörum standa í beinu sambandi við [sölu á skattskyldri vöru eða þjónustu í atvinnuskyni á síðari rekstrartímabilum.]3)
[(6) Ríkisskattstjóra er heimilt að synja aðila um skráningu á virðisaukaskattsskrá liggi fyrir að opinber gjöld hans séu áætluð á einhverju ári af næstliðnum þremur tekjuárum á undan því ári sem sótt er um skráningu á virðisaukaskattsskrá.]5)
[(7) Ríkisskattstjóri skal úrskurða aðila af virðisaukaskattsskrá liggi fyrir að hann hafi eigi sinnt tilkynningarskyldu sinni skv. 2. málsl. 1. mgr. um lok skráningarskyldrar starfsemi eða ef hann af öðrum ástæðum uppfyllir ekki lengur skilyrði skráningar að mati ríkisskattstjóra, þ.m.t. skv. 1. málsl. 5. mgr.]7)
(8) [Ráðherra]6) er heimilt að setja í reglugerða) nánari ákvæði um skráningu, þar með talið um afturvirka skráningu til allt að sex ára og um tryggingu vegna skráningar skv. 2. málsl. 5. mgr.]2) *1)
1)Sbr. 3. gr. laga nr. 119/1989. 2)Sbr. 1. gr. laga nr. 40/1995. 3)Sbr. 4. gr. laga nr. 55/1997. 4)Sbr. 52. gr. laga nr. 136/2009. 5)Sbr. 2. gr. laga nr. 163/2010. 6)Sbr. 127. gr. laga nr. 126/2011. 7)Sbr. 2. gr. laga nr. 143/2018. a)Reglugerð nr. 515/1996. *1)Var 6. mgr. en varð að 7. mgr. með breytingu skv. 2. gr. laga nr. 163/2010 og svo 8. mgr. með breytingu skv. 2. gr. laga nr. 143/2018.
(1) [Ríkisskattstjóri]3) getur heimilað að tvö eða fleiri hlutafélög og einkahlutafélög verði samskráð. Skilyrði samskráningar eru að eigi minna en 90% hlutafjár í dótturfélögum sé í eigu móðurfélagsins sem óskar samskráningar eða annarra dótturfélaga sem einnig taka þátt í samskráningunni. Jafnframt hafi öll félögin sama reikningsár. Samskráning skal vera í nafni móðurfélagsins og skal að lágmarki standa í fimm ár. Ef samskráningu er slitið er ekki heimilt að fallast á slíka skráningu að nýju fyrr en að liðnum fimm árum frá því að fyrri samskráningu var slitið.
(2) Umsókn um samskráningu skal beint til [ríkisskattstjóra]3) eigi síðar en átta dögum fyrir upphaf fyrsta reikningsárs sem samskráningu er ætlað að taka til. Breytingar á forsendum samskráningar, svo sem breytt eignarhald, skal tilkynna eigi síðar en átta dögum eftir að breyting á sér stað.
(3) Með samskráningu falla á móðurfélagið allar skyldur varðandi uppgjör, skil og álagningu virðisaukaskatts skv. VII. og IX. kafla laga þessara vegna allra þeirra félaga sem samskráð eru. Öll bera félögin þó óskipta ábyrgð á greiðslu virðisaukaskatts á grundvelli samskráningarinnar.
(4) Við uppgjör virðisaukaskatts samskráðra félaga skal litið á þau sem eina lögpersónu. Viðskipti milli samskráðra félaga hafa þannig ekki í för með sér skyldu til að greiða virðisaukaskatt nema velta sé skattskyld, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 11. gr.]1)
[(5) Nú er dótturfélag í eigu sparisjóðs og gilda þá ákvæði þessarar greinar, enda sé skilyrðum hennar fullnægt.]2)
1)Sbr. 1. gr. laga nr. 20/2005. 2)Sbr. 2. gr. laga nr. 175/2006. 3)Sbr. 53. gr. laga nr. 136/2009.
(1) Erlent atvinnufyrirtæki með heimilisfesti eða fasta starfsstöð erlendis, sem selur þjónustu sem veitt er rafrænt, fjarskiptaþjónustu eða útvarps- og sjónvarpsþjónustu til annarra en atvinnufyrirtækja hér á landi, getur valið á milli almennrar skráningar skv. 5. gr. eða einfaldrar skráningar vegna skila á virðisaukaskatti hér á landi samkvæmt þessari grein. Einföld skráning skal fara fram í rafrænu skráningarkerfi á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
(2) Erlendu atvinnufyrirtæki sem selur hingað til lands í áskrift blöð og tímarit á pappírsformi og erlendum ferðaþjónustuaðila sem selur virðisaukaskattsskylda þjónustu hingað til lands er heimilt að skrá sig með einfaldri skráningu ef salan á sér stað til annarra en atvinnufyrirtækja.
(3) Erlendu atvinnufyrirtæki sem skráir sig með einfaldri skráningu skal ekki heimilt að færa virðisaukaskatt af aðföngum sínum til innskatts samkvæmt ákvæðum 3. og 4. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 16. gr.
(4) Ákvæði 1.–3. mgr. skulu á sama hátt taka til umboðsmanna og annarra þeirra aðila sem eru í fyrirsvari fyrir erlend atvinnufyrirtæki.
(5) Ráðherra er heimilt að setja með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar, þ.m.t. um skilgreiningu á hugtökum og um uppgjör, tilhögun bókhalds og tekjuskráningu, gjalddaga, kærur, form og efni sölureikninga, gengisviðmið o.fl.]1)*1)
1)Sbr. 3. gr. laga nr. 77/2018. *1)Ákvæðið tók gildi við birtingu í Stjórnartíðindum en kemur til framkvæmda 1. júlí 2019.
(1) [Ráðherra]2) getur sett reglura) um að fyrirtæki, sem selja aðra þjónustu en þá sem skattskyld er skv. 2. gr., geti farið fram á skráningu (frjáls skráning).
(2) Fyrirtæki, sem skráð eru samkvæmt heimild í 1. mgr., skulu greiða virðisaukaskatt af sölu þeirrar þjónustu sem hin frjálsa skráning nær til.
(3) Skráning skv. 1. mgr. getur aldrei verið til skemmri tíma en tveggja ára.
(4) Þeim, sem stunda byggingarstarfsemi eða mannvirkjagerð á eigin kostnað í þeim tilgangi að selja fasteignir skráðum aðilum samkvæmt lögum þessum, er heimilt að sækja um sérstaka skráningu til [ríkisskattstjóra.]1) Heimili [ríkisskattstjóri]1) slíka skráningu er aðila heimilt að færa til frádráttar sem innskatt virðisaukaskatt af öllum aðföngum er varða sölu hans á fasteign til hins skráða kaupanda, sbr. 1. mgr. 16. gr. Ráðherra setur nánari reglurb) um skilyrði sem uppfylla þarf til að öðlast skráningu samkvæmt þessari málsgrein, svo og um reikningshald og uppgjör til virðisaukaskatts samkvæmt henni.
1)Sbr. 54. gr. laga nr. 136/2009. 2)Sbr. 127. gr. laga nr. 126/2011. a)Reglugerð nr. 63/1994. b)Reglugerð nr. 577/1989.