Skattalagasafn ríkisskattstjóra 19.3.2024 09:36:18

Lög nr. 139/2005 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=139.2005.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum
nr. 139/2005, um starfsmannaleigur.*1)

*1)Sbr. lög nr. 45/2007, 77/2010, 137/2011, 34/2013 og 75/2018.

4. gr.
[Upplýsingaskylda.]5)

(1) [Starfsmannaleiga sem hyggst veita þjónustu hér á landi samtals lengur en tíu virka daga á hverjum tólf mánuðum skal veita Vinnumálastofnun eftirfarandi upplýsingar [og/eða aðgang að gögnum, eftir því sem við á],5) eigi síðar en [sama dag og starfsemi hefst hér á landi]3) í hvert skipti. [M.a. skal eftirfarandi koma fram]5):

  1. Yfirlit yfir starfsmenn sem starfa munu á vegum starfsmannaleigunnar hér á landi þar sem fram kemur nafn, fæðingardagur, heimilisfang í heimaríki, ríkisfang, [upplýsingar um hvort viðkomandi starfsmenn njóti almannatryggingaverndar í heimaríki]3) og starfsréttindi eftir því sem við á.

  2. Upplýsingar um dvalarstað og áætlaðan [starfstíma]5) starfsmanna [starfsmannaleigunnar]5) hér á landi þegar um erlenda starfsmenn er að ræða.

  3. Gildi atvinnuleyfa starfsmanna í heimaríki þegar um er að ræða starfsmenn sem ekki eru ríkisborgarar ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu eða EFTA-ríkja eða Færeyingar.

  4. Nafn og kennitölu notendafyrirtækis eða annað sambærilegt auðkenni þess.

  5. [Afrit af ráðningarsamningum þeirra starfsmanna sem starfa munu á vegum starfsmannaleigunnar hér á landi.]4)5)

  6. Aðrar upplýsingar sem Vinnumálastofnun kann að óska eftir til að ganga úr skugga um að starfsmannaleiga veiti sannanlega þjónustu hér á grundvelli 36. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða samnings milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og heimastjórnar Færeyja hins vegar og að um sé að ræða starfsmenn hennar, svo sem afrit af þjónustusamningum og ráðningarsamningum.

[(2) Starfsmannaleiga sem hyggst ekki veita þjónustu hér á landi í samtals lengur en tíu virka daga á hverjum 12 mánuðum en veitir samt sem áður þjónustu hér á landi sem varir lengur skal veita Vinnumálastofnun upplýsingar og/eða aðgang að gögnum, eftir því sem við á, skv. 1. mgr. eigi síðar en á ellefta virka degi sem þjónustan hefur varað hér á landi í hvert skipti.]5)

(3) Vinnumálastofnun skal veita starfsmannaleigunni skriflega staðfestingu um að stofnunin hafi móttekið gögn skv. [1.–6. tölul. 1. mgr. og ber starfsmannaleigunni að afhenda notendafyrirtækinu staðfestinguna, sbr. 4. gr. a.]5) [eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir að starfsmannaleigan hefur mótteið staðfestinguna frá Vinnumálastofnun.]3)5)*1)

(4) Starfsmannaleiga skal tilkynna [um það]5) til Vinnumálastofnunar [án ástæðulausrar tafar]5) verði breytingar á áður veittum upplýsingum til stofnunarinnar skv. 1. mgr.*1)

[(5) Á þeim tíma sem starfsmannaleiga veitir þjónustu hér á landi og í einn mánuð eftir að hún hættir að veita þjónustu hér á landi ber henni að hafa ávallt tiltæk afrit af launaseðlum hvers starfsmanns og staðfestingu á að laun hvers starfsmanns hafi verið greidd í samræmi við það sem fram kemur á launaseðlum, m.a. hvað varðar launafjárhæð, sem og afrit af vinnutímaskýrslum sem sýna vinnutíma hvers starfsmanns. Ber starfsmannaleigu að afhenda fyrrnefnd gögn til Vinnumálastofnunar eigi síðar en tveimur virkum dögum frá því að beiðni stofnunarinnar þess efnis berst starfsmannaleigunni. Eigi síðar en sama dag og starfsemin hefst hér á landi í hvert skipti skal starfsmannaleiga upplýsa Vinnumálastofnun um hvernig stofnunin geti nálgast framangreindar upplýsingar.]5)

(6) [Vinnumálastofnun skal afhenda viðeigandi stjórnvöldum, svo sem lögreglu, skattyfirvöldum, tollyfirvöldum, Tryggingastofnun ríkisins, Útlendingastofnun, Vinnueftirliti ríkisins og Þjóðskrá Íslands, upplýsingar skv. 1.–5. tölul. 1. mgr. og 4. mgr., enda sé eingöngu um að ræða upplýsingar sem ætla má að falli undir málefnasvið viðkomandi stjórnvalds og nýtist þannig stjórnvaldinu, svo sem við lögbundið eftirlit þess. ]5)]1)*1)

1)Sbr. 22. gr. laga nr. 45/2007. 2)Sbr. 5. gr. laga nr. 77/20103)Sbr. 3. gr. laga nr. 137/2011. 4)Sbr. 2. gr. laga nr. 34/2013. 5)Sbr. 34. laga nr. 75/2018. *1)Númer málsgreina breyttist með 34. gr. laga nr. 75/2018.

Fara efst á síðuna ⇑