Skattalagasafn ríkisskattstjóra 23.11.2017 03:45:22

Lög nr. 139/2005 (slóđ: www.skattalagasafn.is?log=139.2005.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum
nr. 139/2005, um starfsmannaleigur.*1)

*1)Sbr. lög nr. 45/2007, 77/2010, 137/2011 og 34/2013.

4. gr.
Tilkynningarskylda.

(1) [Starfsmannaleiga sem hyggst veita ţjónustu hér á landi samtals lengur en tíu virka daga á hverjum tólf mánuđum skal veita Vinnumálastofnun eftirfarandi upplýsingar eigi síđar en [sama dag og starfsemi hefst hér á landi]3) í hvert skipti:

  1. Yfirlit yfir starfsmenn sem starfa munu á vegum starfsmannaleigunnar hér á landi ţar sem fram kemur nafn, fćđingardagur, heimilisfang í heimaríki, ríkisfang, [upplýsingar um hvort viđkomandi starfsmenn njóti almannatryggingaverndar í heimaríki]3) og starfsréttindi eftir ţví sem viđ á.

  2. Upplýsingar um dvalarstađ og áćtlađan dvalartíma starfsmanna fyrirtćkisins hér á landi ţegar um erlenda starfsmenn er ađ rćđa.

  3. Gildi atvinnuleyfa starfsmanna í heimaríki ţegar um er ađ rćđa starfsmenn sem ekki eru ríkisborgarar ríkja á Evrópska efnahagssvćđinu eđa EFTA-ríkja eđa Fćreyingar.

  4. Nafn og kennitölu notendafyrirtćkis eđa annađ sambćrilegt auđkenni ţess.

  5. [---]4)

  6. Ađrar upplýsingar sem Vinnumálastofnun kann ađ óska eftir til ađ ganga úr skugga um ađ starfsmannaleiga veiti sannanlega ţjónustu hér á grundvelli 36. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvćđiđ, stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eđa samnings milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og heimastjórnar Fćreyja hins vegar og ađ um sé ađ rćđa starfsmenn hennar, svo sem afrit af ţjónustusamningum og ráđningarsamningum.

(2) Vinnumálastofnun skal veita starfsmannaleigunni skriflega stađfestingu um ađ stofnunin hafi móttekiđ gögn skv. 1.–4. tölul. 1. mgr. sem starfsmannaleigunni ber ađ afhenda notendafyrirtćkinu [eigi síđar en tveimur virkum dögum eftir ađ starfsemi starfsmannaleigunnar hófst hér á landi]3), sbr. 4. gr. a.

(3) Starfsmannaleiga skal tilkynna til Vinnumálastofnunar verđi breytingar á áđur veittum upplýsingum til stofnunarinnar skv. 1. mgr.

(4) Vinnumálastofnun er heimilt ađ afhenda hlutađeigandi stjórnvöldum, einkum skattyfirvöldum, Tryggingastofnun ríkisins, Útlendingastofnun, Vinnueftirliti ríkisins og [Ţjóđskrá Íslands]2), upplýsingar skv. 1.–4. tölul. 1. mgr. og 3. mgr. eftir ţví sem viđ á.]1)

1)Sbr. 22. gr. laga nr. 45/2007. 2)Sbr. 5. gr. laga nr. 77/20103)Sbr. 3. gr. laga nr. 137/2011. 4)Sbr. 2. gr. laga nr. 34/2013.
 

Fara efst á síđuna ⇑