Skattalagasafn ríkisskattstjóra 19.3.2024 06:50:22

Lög nr. 84/1997 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=84.1997.0)
Ξ Valmynd

Lög um búnaðargjald falla brott 1. janúar 2017. Þau halda þó gildi sínu vegna framtals og álagningar 2017 á gjaldskylda búvöruframleiðendur vegna tekjuársins 2016 og endurákvarðana vegna eldri gjaldára. Sjá 41. gr. laga nr. 126/2016.


Lög
nr. 84/1997, um búnaðargjald.*1)

*1)Sbr. lög nr. 139/1997, 112/1999, 59/2002, 166/2002, 129/2004, 120/2005145/2008, 136/2009, 126/2011, 33/2015 og 124/2015.
 

1. gr.

[Innheimta skal sérstakt búnaðargjald af búvöruframleiðendum eins og þeir eru skilgreindir í lögum þessum og skal það nema [1,2%]3) af gjaldsstofni skv. 3. gr.]1) Búnaðargjald er rekstrarkostnaður skv. 31. gr. [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]2), og frádráttarbært frá tekjum þess árs sem það reiknast af.

1)Sbr. 24. gr. laga nr. 112/1999. 2)Sbr. 124. gr. laga nr. 129/2004. 3)Sbr. 1. gr. laga nr. 120/2005.

2. gr.

Gjaldskyldir búvöruframleiðendur eru þeir sem stunda rekstur sem fellur undir atvinnugreinanúmer 01 og 02 í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands, [sbr. ÍSAT2008 , þó ekki starfsemi í undirflokkum 01.61, 01.62, 01.63, 01.64, 01.70 og 02.40.]2) Undanþegnir gjaldskyldu eru þeir sem hvorki eru skráningarskyldir né á skrá yfir virðisaukaskattsskylda aðila samkvæmt lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. [Annist framleiðandi sjálfur vinnslu og/eða sölu afurða sinna, eða annar aðili í hans nafni, er framleiðanda heimilt að draga frá stofni til búnaðargjalds kostnað/virðisauka af þeirri starfsemi samkvæmt matsreglum ríkisskattstjóra. Enn fremur er heimilt að draga frá stofni til búnaðargjalds kaupverð lífdýra sem keypt eru til áframeldis til framleiðslu búfjárafurða.]1)

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 59/2002. 2)Sbr. 1. gr. laga nr. 145/2008.

3. gr.

(1) Gjaldstofn búnaðargjalds er velta búvöru og tengdrar þjónustu hjá búvöruframleiðendum, sbr. 2. gr. Til gjaldskyldrar veltu telst velta skv. 11.–13. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, að frádregnu andvirði seldra varanlegra rekstrarfjármuna sem talið hefur verið með í gjaldstofni til virðisaukaskatts.

(2) Reki framleiðandi búvöru aðra starfsemi en gjaldskyld er skv. 2. gr. ber honum að halda þeirri starfsemi aðskildri í bókhaldi sínu eða færa hana á sérstakan rekstrarreikning utan landbúnaðarframtals.

(3) [Á framtali til búnaðargjalds ber gjaldskyldum aðilum að sundurliða gjaldstofn sinn eftir búgreinum, samkvæmt skilgreiningu í reglugerða) sem ráðherra setur. Enn fremur skal sundurgreina gjaldstofn eftir starfsstöðvum ef aðsetur þeirra er annað en lögheimili framleiðanda og á starfssvæði annars búnaðarsambands sem þá skal tilgreint.]1)

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 59/2002. a)Sbr. reglugerð nr. 37/1999.

4. gr.

(1) [Gjaldskyldir búvöruframleiðendur skulu greiða fyrir fram upp í væntanlega álagningu með [sex]4) jöfnum mánaðarlegum greiðslum mánuðina [júlí]4) til desember á tekjuárinu. Fyrirframgreiðslan skal nema [1,2%]2) af búnaðargjaldsstofni á næstliðnu tekjuári.

(2) Gjalddagar fyrirframgreiðslu skv. 1. mgr. skulu vera fyrsti dagur mánaðanna [júlí]4) til og með desember. Heimilt er gjaldanda að sækja um breytingu á fyrirframgreiðslu sem honum hefur verið gert að greiða skv. 1. mgr. Slíka umsókn skal senda ríkisskattstjóra]3) er úrskurðar um breytingu greiðsluskyldunnar innan hæfilegs frests. [Ríkisskattstjóri]3) skal taka til greina umsókn gjaldanda ef fyrirsjáanlegt er að búnaðargjald breytist um sem nemur a.m.k. 25%, þó að lágmarki 10.000 kr. á milli ára.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 139/1997. 2)Sbr. 2. gr. laga nr. 120/2005. 3)Sbr. 89. gr. laga nr. 136/2009. 4)Sbr. 21. gr. laga nr. 124/2015.

5. gr.

(1) Gjaldskyldir búvöruframleiðendur skulu innan þess framtalsfrests sem kveðið er á um í 93. gr. [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]3), skila framtali til [ríkisskattstjóra]4) þar sem gjaldskyldar fjárhæðir eru tilgreindar eftir búgreinum. [---]4)

(2) Að loknum framtalsfresti skal [ríkisskattstjóri]4) leggja á búnaðargjald í samræmi við lög þessi og skulu um þá álagningu gilda sömu ákvæði og er að finna í X. kafla um álagningu, kærur o.fl. í [lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt.]3)

(3) Ef greiðandi búnaðargjalds telur að álagning hafi ekki verið rétt ákvörðuð getur hann kært álagninguna til [ríkisskattstjóra,]4) sbr. X. kafla [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.]3)

(4) [Frá álögðu búnaðargjaldi skal draga þá fjárhæð sem greidd hefur verið fyrir fram skv. 4. gr. Greiði gjaldskyldur aðili ekki fyrirframgreiðslu á tilskildum tíma eða vangreiði hann skal innheimtumaður ríkissjóðs reikna hæstu leyfilegu dráttarvexti samkvæmt auglýsingu Seðlabanka Íslands á þá fjárhæð sem vangoldin er frá gjalddaga, sbr. 4. gr. Ef álagning er hærri en ákvörðuð fyrirframgreiðsla skal gjaldandi greiða mismuninn með sem næst jöfnum greiðslum á gjalddögum þinggjalda. [Við mismun sem á rætur að rekja til of hárrar fyrirframgreiðslu skal reikna vexti jafnháa vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður og birtir á hverjum tíma skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu.]5)]1)

(5) [Að lokinni álagningu ár hvert skal ríkisskattstjóri láta Bændasamtökum Íslands í té skrá um greiðendur búnaðargjalds eftir sveitarfélögum þar sem fram komi af hvaða búgreinum hver og einn hefur greitt. Skrána er samtökunum aðeins heimilt að nota til að sinna lögbundnum verkefnum sínum og þjónustu við bændur. Óheimilt er að veita öðrum aðgang að skránni. Einstakir greiðendur gjaldsins geta andmælt því við ríkisskattstjóra að nöfn þeirra verði birt í skránni, enda liggi til þess lögmætar ástæður eða sérstakar aðstæður að mati ríkisskattstjóra.]2)

(6) Um ábyrgð á greiðslu, [innheimtu],1) upplýsingaskyldu, eftirlitsheimildir og málsmeðferð skulu gilda ákvæði [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.]3)

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 139/1997. 2)Sbr. 1. gr. laga nr. 166/2002. 3)Sbr. 125. gr. laga nr. 129/2004. 4)Sbr. 90. gr. laga nr. 136/2009. 5)Sbr. 19. gr. laga nr. 33/2015. Ákvæði 19. gr. öðlaðist þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu 2016 vegna mismunar á fyrirframgreiðslu 2015 og álagningu 2016.

6. gr.

(1) [Tekjum af búnaðargjaldi skal skipt í samræmi við viðauka við lög þessi, sbr. þó 3. mgr.]2)

(2) [Ráðherra]3) stendur skil á gjaldinu mánaðarlega, þó aldrei lægri fjárhæð en nemur 6,67% af álagningu næstliðins árs.

(3) Af óskiptum tekjum búnaðargjalds skulu 0,5% renna í ríkissjóð til að standa straum af kostnaði við framkvæmd laga þessara.

(4) [[Ráðherra]3) er heimilt að setja í reglugerð nánari reglur um fyrirframgreiðslur, álagningu, innheimtu og annað er varðar skattalega framkvæmd laga þessara.]1)

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 139/1997. 2)Sbr. 2. gr. laga nr. 166/2002. 3)Sbr. 249. gr. laga nr. 126/2011.

7. gr.

Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1998 og koma til framkvæmda við innheimtu [fyrirframgreiðslna]1) búnaðargjalds [---]1) á því ári og álagningu þess á árinu 1999. Jafnframt falla úr gildi lög nr. 41/1990, um Búnaðarmálasjóð, og 25. gr. laga nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum.

1)Sbr.4. gr. laga nr. 139/1997.

Fara efst á síðuna ⇑