Skattalagasafn ríkisskattstjóra 3.12.2024 18:17:51

Lög nr. 95/2000 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=95.2000.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum
nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof.*1)

*1)Sbr. lög nr. 90/2004, 65/2006, 155/2006, 74/2008, 134/2009, 162/2010, 126/2011136/2011, 85/2015 og 150/2019.

15. gr.
Umsókn til [Vinnumálastofnunar].2)

(1) Foreldri, sbr. 1. mgr. 1. gr., skal sækja um greiðslu í fæðingarorlofi til [Vinnumálastofnunar]2) sex vikum fyrir áætlaðan fæðingardag barns. [Vilji foreldri hefja fæðingarorlof fyrir áætlaðan fæðingardag, sbr. 2. mgr. 8. gr., ber því að tilkynna það Vinnumálastofnun þremur vikum fyrir fyrirhugaðan upphafsdag fæðingarorlofs.]3)

(2) [Umsóknin skal vera skrifleg á þar til gerðu eyðublaði og skal fylgja henni afrit af tilkynningum um fæðingarorlof skv. 9. gr. sem foreldrar hafa fengið samþykktar hjá vinnuveitendum sínum þar sem fram kemur fyrirhugaður upphafsdagur, lengd og tilhögun fæðingarorlofs hvors foreldris fyrir sig. Þegar foreldri er sjálfstætt starfandi einstaklingur skal það tekið fram í umsókninni og tilgreint um fyrirhugaðan upphafsdag, lengd og tilhögun fæðingarorlofs. Umsóknin skal undirrituð af foreldrum, enda fari þeir báðir með forsjá barnsins. Skal forsjárlaust foreldri undirrita umsókn uppfylli það skilyrði 7. mgr. 8. gr. Gildir hið sama þótt annað foreldri sé utan vinnumarkaðar eða í námi, sbr. 2. mgr. 1. gr., en skal þess getið í umsókn sé jafnframt sótt um fæðingarstyrk fyrir það foreldri skv. VI. kafla.]3)

(3) [Útreikningur á greiðslum til foreldris í fæðingarorlofi skal byggjast á upplýsingum sem [Vinnumálastofnun]2) aflar um tekjur foreldra úr skattframtölum, staðgreiðsluskrá og tryggingagjaldsskrá skattyfirvalda. [Vinnumálastofnun]2) skal leita staðfestingar hjá skattyfirvöldum á því að upplýsingar úr staðgreiðsluskrá og tryggingagjaldsskrá hafi verið í samræmi við álagningu skattyfirvalda [vegna viðmiðunartímabila]3) skv. [2., 5. og 6. mgr. ]4) 13. gr. [Samþykki umsækjanda þarf fyrir öflun gagnanna.]3)

(4) Skattyfirvöld skulu láta [Vinnumálastofnun]2) í té upplýsingar sem nauðsynlegar eru við framkvæmd laga þessara.

(5) [Þegar foreldri getur ekki tekið fæðingarorlof á þeim tíma er það tilkynnti Vinnumálastofnun um skv. 2. mgr. vegna ófyrirsjáanlegra ástæðna ber foreldri að tilkynna Vinnumálastofnun skriflega um breytinguna á þar til gerðu eyðublaði. Vinnuveitandi foreldris skal staðfesta samþykki sitt um breytingu á tilhögun fæðingarorlofs foreldris með undirritun sinni.]3)]1)

(6) Ráðherra er heimilt að kveða í reglugerða) nánar á um framkvæmd þessa ákvæðis.

1)Sbr. 5. gr. laga nr. 90/2004. 2)Sbr. 3. gr. laga nr. 155/2006. 3)Sbr. 11. gr. laga nr. 74/20084)Sbr. 5. gr. laga nr. 136/2011. a)Reglugerð nr. 1218/2008, sbr. 632/2009.

[15. gr. a.
Leiðrétting á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði.

(1) Hafi breytingar orðið á tekjuskattsálagningu foreldris vegna tekna sem greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði eru byggðar á, sbr. 3. mgr. 15. gr., skal [Vinnumálastofnun]3) leiðrétta greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði til samræmis við álagningu skattyfirvalda.

(2) Hafi foreldri fengið hærri greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði en því bar samkvæmt álagningu skattyfirvalda eða af öðrum ástæðum ber foreldri að endurgreiða þá fjárhæð sem ofgreidd var að viðbættu 15% álagi. Fella skal niður álagið samkvæmt þessari málsgrein færi foreldri rök fyrir því að því verði eigi kennt um þá annmarka er leiddu til ákvörðunar [Vinnumálastofnunar].3)

(3) Heimilt er að skuldajafna ofgreiddum greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði á móti inneign foreldris vegna ofgreiddra skatta, barnabóta og vaxtabóta samkvæmt lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt [---]2) [Ráðherra er fer með tekjuöflun ríkisins]7) skal setja í reglugerða) nánari reglur um skuldajöfnun og forgangsröð.

(4) Um innheimtu ofgreidds fjár úr Fæðingarorlofssjóði fer skv. [3. gr. laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda]9) [---]2). [Ráðherra]4)6) getur þó falið sérstökum innheimtuaðila að annast innheimtu.

(5) Hafi foreldri fengið lægri greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði en því bar samkvæmt álagningu skattyfirvalda ber [Vinnumálastofnun]3) að greiða þá fjárhæð sem vangreidd var til foreldris ásamt vöxtum fyrir það tímabil sem féð var í vörslu Fæðingarorlofssjóðs. Skulu vextir þessir vera jafnháir vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður og birtir á hverjum tíma skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Sama á við þegar niðurstaða úrskurðarnefndar [velferðarmála]8) leiðir til þess að foreldri hafi átt rétt á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði en hafi áður verið synjað um greiðslur eða reiknaðar lægri greiðslur. Þegar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði eru vangreiddar vegna skorts á upplýsingum falla vextir niður.]1)

(6) [Ákvarðanir Vinnumálastofnunar um endurkröfu ofgreiddra greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði skv. 2. mgr. eru aðfararhæfar.]5)

1)Sbr. 6. gr. laga nr. 90/2004. 2)Sbr. 139. gr. laga nr. 129/2004. 3)Sbr. 4. gr. laga nr. 155/2006. 4)Sbr. 12. gr. laga nr. 74/2008. 5)Sbr. 30. gr. laga nr. 134/2009. 6)Sbr. 22. gr. laga nr. 162/2010. 7) Sbr. 310. gr. laga nr. 126/2011. 8)Sbr. 13. gr. laga nr. 85/2015. 9)Sbr. 22. gr. laga nr. 150/2019. a)Reglugerðir nr. 990/2001, 555/2004, og 1218/2008.

[15. gr. b.
Eftirlit.

(1) [Vinnumálastofnun skal annast eftirlit með framkvæmd laganna. [Ráðherra]3) er þó heimilt að ákveða annað fyrirkomulag í reglugerð.]2)

(2) [Skattyfirvöld skulu láta Vinnumálastofnun í té upplýsingar sem nauðsynlegar eru eftirliti með framkvæmd laganna enda hafi umsækjandi verið upplýstur um það.]2)

(3) [Ráðherra]2)3) setur nánari reglura) í reglugerð um framkvæmd eftirlitsins.]1)

1)Sbr. 6. gr. laga nr. 90/2004. 2)Sbr. 13. gr. laga nr. 74/2008. 3)Sbr. 22. gr. laga nr. 162/2010a)Reglugerð 1218/2008.

Fara efst á síðuna ⇑