Skattalagasafn ríkisskattstjóra 27.4.2024 07:37:03

Lög nr. 134/1993 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=134.1993.0)
Ξ Valmynd

Lög
nr. 134/1993, um iðnaðarmálagjald.*1)

*1)Sbr. lög nr. 81/1996, 129/2004, 21/2009 og 124/2010

Lögin féllu úr gildi 1. janúar 2011, sbr. 3. gr. laga nr. 124/2010. Lögin halda þó gildi sínu vegna álagningar 2010 á einstaklinga og lögaðila vegna rekstrarársins 2009 og endurákvarðana vegna eldri gjaldára.

1. gr.

(1) Leggja skal 0,08% gjald, iðnaðarmálagjald, á allan iðnað í landinu eins og hann er skilgreindur í 2. gr. Skal gjaldstofn þess vera velta skv. 11. gr. laga um virðisaukaskatt að meðtalinni veltu sem undanþegin er virðisaukaskatti skv. 12. gr. þeirra laga.
[---]1)

(2) Um álagningu og innheimtu iðnaðarmálagjalds fer samkvæmt ákvæðum VIII.-XIV. kafla laga um tekjuskatt [---]2) eftir því sem við á.

(3) [---]3)

(4) Iðnaðarmálagjald má draga frá tekjum þess rekstrarárs þegar stofn til þess myndast.

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 81/1996. 2)Sbr. 102. gr. laga nr. 129/2004.  3)Sbr. 1. gr. laga nr. 124/2010.

2. gr.

(1) [Til iðnaðar telst öll starfsemi sem fellur undir atvinnugreinanúmer sem upp eru talin í viðauka við lög þessi.

(2) Undanþegin gjaldinu eru fyrirtæki sem að öllu leyti eru í eign opinberra aðila, svo og fyrirtæki sem stofnuð eru samkvæmt sérstökum lögum til að vera eign opinberra aðila að verulegu leyti nema annars sé getið í þeim lögum.]1)

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 81/1996.

3. gr.

(1) [Iðnaðarmálagjald vegna rekstrarársins 2009 rennur í ríkissjóð. Tekjunum skal varið til verkefna á sviði menntunar og nýsköpunar í iðnaði eftir því sem nánar er ákveðið í fjárlögum.

(2) Iðnaðarmálagjald sem innheimtist eftir gildistöku laga þessara en var lagt á vegna rekstrarársins 2008 og fyrr rennur einnit í ríkissjóð og skal ráðstafað með saman hætti.]1)

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 124/2010.

4. gr.

Lög þessi öðlast þegar gildi...

Fara efst á síðuna ⇑