Skattalagasafn ríkisskattstjóra 11.10.2024 20:28:28

Lög nr. 26/2004 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=26.2004.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum
nr. 26/2004, um Evrópufélög.
 

2. gr.
Bókhald og ársreikningar.

(1) Evrópufélag, sem skráð er hér á landi, skal færa bókhald og semja ársreikninga samkvæmt lögum um bókhald og lögum um ársreikninga sé eigi kveðið á um annað í Evrópufélagareglugerðinni. Evrópufélag getur fengið heimild ársreikningaskrár til að færa bókhald sitt í erlendum gjaldmiðli í samræmi við ákvæði laga um bókhald og semja og birta ársreikning sinn í erlendum gjaldmiðli í samræmi við lög um ársreikninga.

(2) Sé Evrópufélag með skráða skrifstofu í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu en stundar starfsemi í formi útibús hér á landi skal bókhald og ársreikningur útibúsins vera í samræmi við lög um bókhald og lög um ársreikninga. Heimild 2. málsl. 1. mgr. gildir einnig um þessi útibú.
 

Fylgiskjal.

ÚR REGLUGERÐ RÁÐSINS (EB) nr. 2157/2001
frá 8. október 2001
um samþykktir fyrir Evrópufélög (SE)

IV. BÁLKUR
ÁRSREIKNINGAR OG SAMSTÆÐUREIKNINGAR
61. gr.

     Með fyrirvara um 62. gr. skal Evrópufélag heyra undir reglur um hlutafélög samkvæmt lögum í aðildarríkinu, þar sem Evrópufélagið er með skráða skrifstofu, að því er snertir gerð ársreikninga og, þegar við á, samstæðureikninga ásamt meðfylgjandi ársskýrslu svo og endurskoðun og birtingu þessara reikninga.
 

62. gr.

  1. Um gerð ársreikninga, og eftir atvikum samstæðureikninga ásamt meðfylgjandi ársskýrslu, svo og um endurskoðun og birtingu þessara reikninga skal Evrópufélag, sem er lána- eða fjármálastofnun, fara eftir reglum sem mælt hefur verið fyrir um í þeim landslögum aðildarríkisins, þar sem Evrópufélagið er með skráða skrifstofu, sem sett eru til framkvæmdar tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/12/EB frá 20. mars 2000 um stofnun og rekstur lánastofnana.1)
  2. Um gerð ársreikninga, og eftir atvikum, samstæðureikninga ásamt meðfylgjandi ársskýrslu svo og um endurskoðun og birtingu þessara reikninga skal Evrópufélag, sem er vátryggingafélag, fara eftir reglum sem mælt hefur verið fyrir um í þeim landslögum aðildarríkisins, þar sem Evrópufélagið er með skráða skrifstofu, sem sett eru til framkvæmdar tilskipun ráðsins 91/674/EBE frá 19. desember 1991 um ársreikninga og samstæðureikninga vátryggingafélaga.2)

1)Sjá nánar í neðanmálsgrein nr. 9 í reglugerð ráðsins nr. 2157/2001.   2)Sjá nánar í neðanmálsgrein nr. 10 í reglugerð ráðsins nr. 2157/2001.
 

Fara efst á síðuna ⇑