Skattalagasafn ríkisskattstjóra 5.12.2024 03:01:59

Lög nr. 38/2010 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=38.2010.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum

nr. 38/2010, um Íslandsstofu.*1)

*1)Sbr. lög nr. 133/2012, 47/2018 og 94/2018.

5. gr.

Tekjur.

(1) Tekjur Útflutningsráðs eru:

  1. [---]1)

  2. [Fjárveiting sem ákvörðuð er af ráðherra á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum.]1)

  3. Þóknun fyrir veitta þjónustu.

  4. Þjónustusamningar við stofnanir og samtök.

  5. Sérstök framlög og aðrar tekjur. [---]2)

[(2) Markaðsgjald, 0,5%, skal lagt á gjaldstofn til greiðslu tryggingagjalds eins og hann er skilgreindur í III. kafla laga nr. 113/1990, um tryggingagjald. Um álagningu og innheimtu markaðsgjalds fer eftir ákvæðum þeirra laga. Markaðsgjald má draga frá tekjum þess rekstrarárs þegar stofn þess myndaðist.

(3) Tekjur Íslandsstofu skv. 2. tölul. 1. mgr. skulu aldrei vera lægri en sem nemur markaðsgjaldi skv. 2. mgr.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 47/2018. 2)Sbr. 6. gr. laga nr. 94/2018.

Ákvæði til bráðabirgða

[I.

(1) Stjórn Íslandsstofu starfar til bráðabirgða fram að stofnfundi 1. september 2018 þegar ný stjórn er skipuð í samræmi við ákvæði 3. gr. Stjórnin skal undirbúa stofnun Íslandsstofu, sjálfseignarstofnunar, og boða til stofnfundar hennar. 
 
(2) Á stofnfundi Íslandsstofu, sjálfseignarstofnunar, 1. september 2018, skulu eignir og skuldbindingar Íslandsstofu renna til hinnar nýju sjálfseignarstofnunar sem tekur við réttindum og skyldum Íslandsstofu. Þá er Íslandsstofu, sjálfseignarstofnun, heimilt að taka við eignum sem henni kunna að verða lagðar til og samræmast hlutverki hennar skv. 2. gr. og annast rekstur þeirra.
 
(3) Stofnaðilar Íslandsstofu, sjálfseignarstofnunar, skulu á stofnfundi 1. september 2018 taka ákvörðun um starfsemi og skipulag hennar í skipulagsskrá skv. 6. gr. Ný stjórn Íslandsstofu skal 1. desember 2018 leggja fram fyrstu tillögu að langtímastefnu stjórnvalda og atvinnulífs fyrir útflutning skv. 3. gr. a og skal sú stefna gilda til loka árs 2023.
 

II.

 Þjónustusamningur skv. 2. mgr. 5. gr. skal liggja fyrir eigi síðar en 1. september 2018.
 

III.

 Ráðherra skal gera úttekt innan þriggja ára á starfsemi Íslandsstofu og útflutnings- og markaðsráðs auk þess sem lagt skal mat á hvort markmið laganna hafi náð fram að ganga. Þjónustusamning skv. 5. gr. skal ekki endurgera fyrr en að lokinni slíkri úttekt.
 

IV.

Ráðherra skal skipa starfshóp í samráði við forsætisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra þar sem eiga m.a. sæti sérfræðingar þeirra ráðuneyta. Starfshópnum skal falið að undirbúa lagasetningu um nýtt félagaform sem taki til starfsemi stjórnvalda og atvinnulífs, líkt og í tilfelli Íslandsstofu. Tilgangur þeirrar lagasetningar er að skýra lagaumgjörð félagaforms stjórnvalda og atvinnulífs.]1) 2)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 133/2012. 2)Sbr. 8. gr. laga nr. 94/2018.

 

Fara efst á síðuna ⇑