Skattalagasafn ríkisskattstjóra 19.3.2024 10:31:01

Lög nr. 21/1992 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=21.1992.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum
nr. 21/1992, um Lánasjóð íslenskra námsmanna.*1)

*1)Sbr. lög nr. 136/2009.

14. gr.

(1) Umsækjendur um lán skulu láta fylgja umsókn sinni allar þær upplýsingar sem sjóðstjórn telur máli skipta við ákvörðun um veitingu námsláns.

(2) Umsækjendur skulu tilgreina í lánsumsókn hvort þeir óski eftir fullu láni samkvæmt reglum sjóðsins eða lægri fjárhæð.

(3) Innlendum skólum, sem lög þessi taka til, er skylt að láta Lánasjóði í té nauðsynlega aðstoð við framkvæmd laganna, þar á meðal upplýsingar um framvindu náms umsækjenda.

(4) [Ríkisskattstjóra]1) er skylt að láta Lánasjóði í té upplýsingar sem nauðsynlegar eru við framkvæmd laga þessara.

(5) Með einstaklingsbundnar upplýsingar, sem Lánasjóði eru látnar í té samkvæmt þessari grein, skal farið með sem trúnaðarmál. 

1)Sbr. 65. gr. laga nr. 136/2009.
 

Fara efst á síðuna ⇑