Úr lögum
nr. 22/2006, um greiðslur til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna.*1)
*1)Sbr. lög nr. 158/2007, 162/2010 og 126/2011.
[30. gr.]1)
Skuldajöfnuður.
(1) Hafi foreldri fengið hærri greiðslur en því bar samkvæmt lögum þessum er heimilt að skuldajafna ofgreiddum greiðslum á móti inneign foreldris vegna ofgreiddra skatta, barnabóta og vaxtabóta samkvæmt lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt. [Ráðherra er fer með tekjuöflun ríkisins]3) skal setja í reglugerð nánari reglur um skuldajöfnun og forgangsröð.
(2) Um innheimtu ofgreidds fjár samkvæmt lögum þessum fer skv. 111. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. [Ráðherra]2) getur þó falið sérstökum innheimtuaðila að annast innheimtu.
1)Sbr. 18. gr. laga nr. 158/2007. 2)Sbr. 31. gr. laga nr. 162/2010. 3)Sbr. 415. gr. laga nr. 126/2011.