Skattalagasafn ríkisskattstjóra 19.3.2024 05:24:09

Lög nr. 97/2002 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=97.2002.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum
nr. 97/2002, um atvinnuréttindi útlendinga.*1)

*1)Sbr. lög nr. 78/2008, 80/2016 og 75/2018.

[25. gr.]1)
Meðferð upplýsinga.

(1) [Vinnumálastofnun og lögreglu er heimil vinnsla persónuupplýsinga, þar á meðal þeirra sem viðkvæmar geta talist, að því marki sem slík vinnsla telst nauðsynleg við framkvæmd laganna.

[(2) Upplýsingar sem veittar eru Vinnumálastofnun samkvæmt lögum þessum, og reglugerðum settum samkvæmt þeim, skulu vera skriflegar, hvort sem er á rafrænu formi eða á pappír.

(3) Vinnumálastofnun getur aflað upplýsinga og miðlað þeim að því marki sem stofnuninni er það heimilt samkvæmt lögum þessum, rafrænt eða á annan hátt sem stofnunin ákveður.

(4) Vinnumálastofnun skal afhenda viðeigandi stjórnvöldum upplýsingar sem stofnuninni berast á grundvelli laga þessara, enda óski viðkomandi stjórnvald eftir því í tengslum við lögbundið eftirlit þess. Berist Vinnumálastofnun upplýsingar á grundvelli laga þessara sem gefa til kynna að brotið sé gegn ákvæðum íslenskra laga eða reglugerða er stofnuninni skylt að afhenda viðeigandi stjórnvaldi upplýsingarnar án ástæðulausrar tafar.

(5) Í þeim tilvikum þegar Vinnumálastofnun býr ekki yfir upplýsingum sem eru nauðsynlegar að mati stofnunarinnar til að hún geti haft eftirlit með framkvæmd laga þessara skv. 26. gr. skal stofnunin óska eftir upplýsingum frá stjórnvöldum eða eftirlitsfulltrúum samtaka aðila vinnumarkaðarins, sbr. lög um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum, sem koma stofnuninni að gagni, svo sem við mat á því hvort ákvæði laga þessara hafi verði brotin, þ.m.t. hvort hér á landi starfi útlendingar án tilskilinna atvinnuleyfa, og ber hlutaðeigandi aðilum að veita Vinnumálastofnun umbeðnar upplýsingar, búi þeir yfir þeim. Berist stjórnvöldum eða eftirlitsfulltrúum samtaka aðila vinnumarkaðarins upplýsingar sem gefa til kynna að brotið sé gegn lögum þessum er þeim skylt að afhenda Vinnumálastofnun upplýsingarnar án ástæðulausrar tafar.

(6) Starfsmönnum Vinnumálastofnunar er óheimilt að nota aðstöðu sína til að afla annarra upplýsinga en þeirra sem eru nauðsynlegar eða kunna að vera nauðsynlegar í þágu eftirlits skv. 26. gr. að mati stofnunarinnar. Starfsmenn Vinnumálastofnunar eru bundnir þagnarskyldu hvað varðar upplýsingar sem stofnunin hefur til meðferðar á grundvelli laga þessara, sbr. þó 3. mgr., og helst þagnarskylda þeirra eftir að þeir hætta störfum hjá stofnuninni.]3)]1)

1)Sbr. 13. gr. laga nr. 78/2008. 2)Sbr. 122. gr. laga nr. 80/2016. 3)Sbr. 60. gr. laga nr. 75/2018.

Fara efst á síðuna ⇑