Skattalagasafn rÝkisskattstjˇra 19.8.2022 15:02:47

Regluger­ nr. 63/1994 (slˇ­: www.skattalagasafn.is?reg=63.1994)
Ξ Valmynd

Reglugerð
nr. 63/1994, um frjálsa skráningu vegna fólksflutninga á milli landa.*1)

*1)Sbr. reglugerð nr. 786/2003 og 85/2004.

1. gr.

     [[Þeir sem í atvinnuskyni hafa með höndum reglubundna fólksflutninga milli landa geta sótt um frjálsa skráningu til skattstjóra. Heimild til skráningar samkvæmt reglugerð þessari nær til flugfélaga, skipafélaga og annarra sem halda uppi reglubundnum fólksflutningum á milli landa. Með reglubundnum fólksflutningum er átt við flug og siglingar með farþega gegn gjaldi samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun um fastar og tíðar ferðir.]1) ]2)

1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 786/2003. 2)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 85/2004. Efnislega er ekki um breytingu að ræða á ákvæði 1. gr., þ.e. eins og ákvæðið var orðað eftir breytingu með reglugerð nr. 786/2003. Hins vegar er með 2. gr. reglugerðar nr. 85/2004 gildistöku 1. gr. flýtt til 1. janúar 2003 og reglugerð nr. 786/2003 felld úr gildi.

2. gr.

     Aðili sem fær heimild til frjálsrar skráningar skal ekki innheimta útskatt af fargjöldum vegna fólksflutninga á milli landa. Til fólksflutninga á milli landa teljast fólksflutningar innanlands þegar þeir eru í beinum tengslum við fólksflutninga á milli landa.
 

3. gr.

     Aðili sem skráður er frjálsri skráningu skv. 1. gr. getur samkvæmt almennum ákvæðum laga nr. 50/1988 og reglugerða, sem settar eru samkvæmt þeim, talið til innskatts þann virðisaukaskatt sem eftir skráninguna fellur á kaup hans á vörum og þjónustu er varða umrædda starfsemi.
 

4. gr.

     Umsóknir um frjálsa skráningu skal senda skattstjóra í því skattumdæmi þar sem aðili er heimilisfastur.
 

5. gr.

     Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varðar refsingu skv. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.
 

6. gr.

     Reglugerð þessi er sett með stoð í 6. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, og gildir frá 1. janúar 1994.
 

Fara efst ß sÝ­una ⇑