Skattalagasafn ríkisskattstjóra 19.3.2024 11:17:39

Lög nr. 110/2007 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=110.2007.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum
nr. 110/2007, um kauphallir.*1)

*1)Sbr. lög nr. 96/2008.


16. gr.
Ársreikningur.

(1) Ársreikningur kauphallar skal endurskoðaður af löggiltum endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki.

(2) Skylt er að veita endurskoðanda aðgang að öllum eignum, bókum og fylgiskjölum og öðrum gögnum félagsins og jafnframt skulu stjórn og starfsmenn veita honum allar umbeðnar upplýsingar sem unnt er að láta í té.

(3) Endurskoðaður ársreikningur ásamt [skýrslu stjórnar]1) skal sendur Fjármálaeftirlitinu innan þriggja mánaða frá lokum reikningsárs á því formi sem sem það ákveður.

(4) Verði endurskoðandi var við verulega ágalla í rekstri eða atriði sem veikt geta fjárhagsstöðu kauphallar eða atriði sem leiða til þess að hann mundi synja um áritun eða gera fyrirvara, svo og ef endurskoðandi hefur ástæðu til að ætla að lög, reglugerðir eða reglur sem gilda um félagið hafi verið brotnar, skal endurskoðandi gera stjórn þess og Fjármálaeftirlitinu viðvart. Þetta á einnig við um sambærileg atriði sem endurskoðandi fær vitneskju um og varða fyrirtæki sem er í nánum tengslum við hlutaðeigandi kauphöll.

(5) Tilkynning endurskoðanda skv. 4. mgr. felur ekki í sér brot gegn þagnarskyldu hvort sem hún er reist á lögum eða samningi.

1)Sbr. 10. gr. laga nr. 96/2008.
 

Fara efst á síðuna ⇑