Úr sveitastjórnarlögum
nr. 138/2011
VII. kafli
Fjármál sveitarfélaga.
Fjármál sveitarfélaga.
58. gr.
Fjárstjórnarvald sveitastjórnar.
(1) Einvörðungu sveitarstjórn getur tekið ákvarðanir um málefni sem varða verulega fjármál sveitarfélagsins. Til slíkra málefna teljast m.a. ákvarðanir um eftirtalin atriði séu ekki gerðar beinar undantekningar þar á með lögum:- staðfestingu ársreiknings,
- fjárhagsáætlun næstkomandi árs,
- fjárhagsáætlun til fjögurra ára,
- viðauka við fjárhagsáætlanir skv. 2. og 3. tölul.,
- lán, ábyrgðir eða aðrar fjárhagslegar skuldbindingar sveitarfélags,
- sölu eigna sveitarfélagsins og annarra réttinda þess,
- álagningu skatta og gjalda,
- ráðningu eða uppsögn endurskoðanda.
59. gr.
Reikningsárið og bókhaldsskylda.
Reikningsár sveitarfélaga er almanaksárið. Sveitarfélög, stofnanir þeirra og fyrirtæki eru bókhaldsskyld og gilda ákvæði laga um bókhald og laga um ársreikninga, svo og aðrar góðar bókhalds- og reikningsskilavenjur, um bókhald og reikningsskil sveitarfélaga. Bókhaldi sveitarfélags skal hagað á skýran og aðgengilegan hátt og skulu reikningsskil gefa glögga mynd af rekstri, efnahag og sjóðstreymi.Reikningsárið og bókhaldsskylda.
60. gr.
Flokkun í bókhaldi og reikningsskilum.
(1) Í reikningsskilum sveitarfélaga skal skipta starfsemi þeirra þannig:Flokkun í bókhaldi og reikningsskilum.
- A-hluti, sem í lögum þessum merkir aðalsjóð sveitarfélags auk annarra sjóða og stofnana sem sinna starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð af skatttekjum.
- B-hluti, sem í falla stofnanir sveitarfélaga, fyrirtæki og aðrar rekstrareiningar sem að hálfu eða meiri hluta eru í eigu sveitarfélaga og eru reknar sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar.
61. gr.
Ársreikningur.
(1) Gera skal ársreikning fyrir sveitarsjóð, stofnanir sveitarfélagsins og fyrirtæki þess. Jafnframt skal gera samstæðureikning fyrir sveitarfélagið, þ.e. sveitarsjóð, stofnanir þess og fyrirtæki með sjálfstætt reikningshald, sbr. 60. gr. Ársreikningur skal gerður samkvæmt lögum um ársreikninga, reglum settum samkvæmt þeim lögum og lögum þessum, sem og góðri reikningsskilavenju.Ársreikningur.
(2) Í ársreikningi skal koma fram samanburður við
- ársreikning undanfarins árs,
- upphaflega fjárhagsáætlun ársins,
- fjárhagsáætlun ársins ásamt viðaukum.
(4) Sveitarstjórn skal hafa lokið staðfestingu ársreiknings sveitarfélags, stofnana sveitarfélags og fyrirtækja þess eigi síðar en 15. maí ár hvert.
- - - - - - -
72. gr.
Endurskoðun.
(1) Sveitarstjórn ræður löggiltan endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki sem annast skal endurskoðun ársreikninga hjá sveitarfélaginu. Endurskoðun fer eftir lögum um endurskoðendur, lögum um ársreikninga og alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum, sem og fyrirmælum laga þessara.Endurskoðun.
(2) Endurskoðandi skal endurskoða ársreikning sveitarfélags skv. 61. gr. í samræmi við 1. mgr. og í því sambandi kanna bókhaldsgögn sveitarfélagsins og aðra þætti er varða rekstur þess og stöðu. Endurskoðandi skal gera grein fyrir áliti sínu í áritun sinni á ársreikninginn.
(3) Endurskoðandi sveitarfélags skal jafnframt kanna hvort fullnægjandi heimildir hafi verið fyrir útgjöldum og hvort almenn stjórnsýsla sveitarfélags og einstakar ákvarðanir af hálfu þess eru í samræmi við reglur um fjármál sveitarfélags, ábyrga fjármálastjórn og upplýsingaskyldu sveitarfélaga.
(4) Endurskoðandi sveitarfélags skal skila skriflegri skýrslu til sveitarstjórnar um mikilvæg atriði sem fram hafa komið við endurskoðun ársreiknings og könnun skv. 3. mgr. Í skýrslunni skal sérstaklega, ef við á, geta um veikleika í innra eftirliti í vinnuferli við gerð reikningsskila.
(5) Sveitarstjórn skal veita endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki aðgang að öllum þeim upplýsingum og gögnum sem þörf er á vegna endurskoðunar. Reglur um þagnarskyldu takmarka ekki rétt endurskoðenda í þessu efni.
(6) Endurskoðandi sem ber ábyrgð á endurskoðun sveitarfélags skal taka sér hlé frá endurskoðun þess í a.m.k. tvö ár samfellt eigi síðar en sjö árum eftir að hann var ráðinn til verksins.
(7) Endurskoðandi sveitarfélags skal vera óháður sveitarfélaginu, bæði í reynd og ásýnd, sbr. lög um endurskoðendur. Endurskoðanda er óheimilt að taka þátt í ákvörðunum sveitarstjórnar eða stjórnenda sveitarfélags sem geta leitt til þess að hlutleysi hans við framkvæmd endurskoðunarstarfa sé stefnt í hættu.
73. gr.
Álitsgerðir endurskoðanda og meðferð þeirra.
(1) Verði endurskoðandi var við að reikningsskil og fjármál sveitarfélags séu ekki í samræmi við kröfur laga og reglna skal hann þá þegar, einnig innan ársins ef við á, greina sveitarstjórn og eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga frá því með skriflegri álitsgerð. Þagnarskylda samkvæmt lögum þessum eða öðrum lögum stendur þeirri skyldu ekki í vegi.Álitsgerðir endurskoðanda og meðferð þeirra.
(2) Berist sveitarstjórn skriflegt álit endurskoðanda um að reikningsskil eða fjármál sveitarfélags séu ekki í samræmi við kröfur skal oddviti tryggja að álitið hafi borist öllum aðalmönnum í sveitarstjórn ekki síðar en sjö dögum eftir að það liggur fyrir.
(3) Endurskoðandi sveitarfélags getur krafist þess sérstaklega að álit hans sé tekið til umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar. Enn fremur skal taka slíkt álit til umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar ef sveitarstjórnarmaður krefst þess.
74. gr.
Reikningsskila- og upplýsinganefnd.
(1) Ráðherra skipar fimm manna reikningsskila- og upplýsinganefnd sveitarfélaga til fimm ára í senn. Nefndarmenn skulu hafa þekkingu á reikningsskilum sveitarfélaga. Tvo skal skipa samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga, einn samkvæmt tillögu Hagstofu Íslands og tvo án tilnefningar. Skal annar þeirra vera löggiltur endurskoðandi. Fimm varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Ráðherra skipar formann nefndarinnar.Reikningsskila- og upplýsinganefnd.
(2) Nefndin skal í störfum sínum stuðla að samræmingu í reikningsskilum sveitarfélaga og öðrum fjárhagslegum ráðstöfunum þeirra. Þá sinnir hún öðrum verkefnum sem ráðherra felur henni á þessu sviði.
75. gr.
Reglur um bókhald og reikningsskil.
(1) Að fengnum tillögum reikningsskila- og upplýsinganefndar skal ráðherraa) setja reglugerð um:Reglur um bókhald og reikningsskil.
- bókhald sveitarfélaga, þar á meðal um samræmdan upplýsingalykil,
- vinnslu, meðferð, form og efni fjárhagsáætlana,
- vinnslu, meðferð, form og innihald ársreiknings og meðferð á skýrslum endurskoðanda um hann.
a)Sbr. reglugerð nr. 944/2000.
76. gr.
Skil á upplýsingum um fjármál.
(1) Fjárhagsáætlanir skal senda ráðuneytinu innan 15 daga frá afgreiðslu þeirra. Hið sama á við um viðauka sem eru gerðir við slíkar áætlanir.Skil á upplýsingum um fjármál.
(2) Ársreikning sveitarfélags, ásamt skýrslu endurskoðanda, skal senda ráðuneytinu og Hagstofu Íslands ekki síðar en 20. maí ár hvert. Álit endurskoðanda skv. 73. gr. skal hann sjálfur senda ráðuneytinu jafnskjótt og það er afhent sveitarfélagi.
(3) Að fengnum tillögum reikningsskila- og upplýsinganefndar skal ráðherra setja reglugerð um ársfjórðungsleg skil sveitarfélaga á upplýsingum úr bókhaldi og reikningsskilum til afnota fyrir ráðuneytið, aðra opinbera aðila og Samband íslenskra sveitarfélaga. Í reglugerð skal m.a. mælt fyrir um framsetningu og form slíkra upplýsinga, sem og um rafræn skil þeirra eftir því sem við á. Haft skal samráð við Hagstofu Íslands um setningu reglugerðarinnar.