Skattalagasafn ríkisskattstjóra 3.11.2024 00:22:59

Lög nr. 36/2001 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=36.2001.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum
nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands.

VII. KAFLI
Reikningsskil og ráðstöfun hagnaðar.
32. gr.

(1) Reikningsár Seðlabanka Íslands er almanaksárið. Fyrir hvert reikningsár skal gera ársreikning og skal gerð hans lokið innan þriggja mánaða frá lokum reikningsárs. Um gerð ársreiknings fer eftir lögum, reglum og góðri reikningsskilavenju.

(2) Forsætisráðherra skal setja nánari reglura) um reikningsskil og ársreikning að fengnum tillögum Seðlabankans, sbr. 28. gr.

1)Reglur nr. 1088/2005.

33. gr.

(1) Innri endurskoðun í Seðlabanka Íslands er í höndum aðalendurskoðanda, sbr. 28. gr. Auk þess skal Ríkisendurskoðun annast endurskoðun hjá Seðlabankanum.

(2) Að lokinni endurskoðun á ársreikningi bankans skal hann undirritaður af bankastjórn og staðfestur af bankaráði, sbr. 28. gr. Hafi bankaráðsmaður fram að færa athugasemdir við ársreikning skal hann undirritaður með fyrirvara og koma skal fram hvers eðlis fyrirvarinn er.

(3) Endurskoðaður reikningur skal lagður fyrir forsætisráðherra til áritunar eigi síðar en þremur mánuðum eftir lok reikningsárs.

(4) Ársreikning Seðlabankans skal birta í ársskýrslu bankans, sbr. 30. gr. Enn fremur skal bankinn birta mánaðarlegt efnahagsyfirlit.
 

34. gr.

(1) Árlega skal fjárhæð sem svarar til tveggja þriðju hluta hagnaðar Seðlabanka Íslands á liðnu reikningsári greidd í ríkissjóð. Greiðsla fer fram eigi síðar en 1. júní ár hvert.

(2) Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal Seðlabankinn aðeins greiða þriðjung hagnaðar síns í ríkissjóð ef eigið fé bankans í lok reikningsárs svarar ekki að lágmarki til 2,25% af fjárhæð útlána og innlendrar verðbréfeignar lánakerfisins í lok reikningsársins á undan.
 

Fara efst á síðuna ⇑