Skattalagasafn ríkisskattstjóra 20.7.2024 12:49:47

Lög nr. 36/2001 (slóđ: www.skattalagasafn.is?log=36.2001.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum
nr. 36/2001 um Seđlabanka Íslands.

VII. KAFLI
Reikningsskil og ráđstöfun hagnađar.
32. gr.

(1) Reikningsár Seđlabanka Íslands er almanaksáriđ. Fyrir hvert reikningsár skal gera ársreikning og skal gerđ hans lokiđ innan ţriggja mánađa frá lokum reikningsárs. Um gerđ ársreiknings fer eftir lögum, reglum og góđri reikningsskilavenju.

(2) Forsćtisráđherra skal setja nánari reglura) um reikningsskil og ársreikning ađ fengnum tillögum Seđlabankans, sbr. 28. gr.

1)Reglur nr. 1088/2005.

33. gr.

(1) Innri endurskođun í Seđlabanka Íslands er í höndum ađalendurskođanda, sbr. 28. gr. Auk ţess skal Ríkisendurskođun annast endurskođun hjá Seđlabankanum.

(2) Ađ lokinni endurskođun á ársreikningi bankans skal hann undirritađur af bankastjórn og stađfestur af bankaráđi, sbr. 28. gr. Hafi bankaráđsmađur fram ađ fćra athugasemdir viđ ársreikning skal hann undirritađur međ fyrirvara og koma skal fram hvers eđlis fyrirvarinn er.

(3) Endurskođađur reikningur skal lagđur fyrir forsćtisráđherra til áritunar eigi síđar en ţremur mánuđum eftir lok reikningsárs.

(4) Ársreikning Seđlabankans skal birta í ársskýrslu bankans, sbr. 30. gr. Enn fremur skal bankinn birta mánađarlegt efnahagsyfirlit.
 

34. gr.

(1) Árlega skal fjárhćđ sem svarar til tveggja ţriđju hluta hagnađar Seđlabanka Íslands á liđnu reikningsári greidd í ríkissjóđ. Greiđsla fer fram eigi síđar en 1. júní ár hvert.

(2) Ţrátt fyrir ákvćđi 1. mgr. skal Seđlabankinn ađeins greiđa ţriđjung hagnađar síns í ríkissjóđ ef eigiđ fé bankans í lok reikningsárs svarar ekki ađ lágmarki til 2,25% af fjárhćđ útlána og innlendrar verđbréfeignar lánakerfisins í lok reikningsársins á undan.
 

Fara efst á síđuna ⇑