Skattalagasafn ríkisskattstjóra 19.3.2024 07:40:04

Lög nr. 57/2005 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=57.2005.0)
Ξ Valmynd

Úr [lögum
nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu]1)*1)

1) Sbr. lög nr. 50/2008.

*1)Sbr. lög nr. 57/2007 og 88/2008. 

------------------

20. gr.

(1) Neytendastofa getur krafið þá sem lög þessi taka til um allar upplýsingar sem nauðsynlegar þykja við athugun einstakra mála. Upplýsinga er hægt að krefjast munnlega eða skriflega og skulu þær gefnar innan hæfilegs frests sem stofnunin setur.

(2) Neytendastofa getur með sömu skilyrðum og í 1. mgr. krafist þess að fá gögn afhent til athugunar. Skulu þau afhent innan hæfilegs frests sem stofnunin setur.

(3) Neytendastofa getur í starfi sínu krafist upplýsinga og gagna frá öðrum stjórnvöldum, þar á meðal frá skattyfirvöldum og tollyfirvöldum, óháð þagnarskyldu þeirra.

(4) Neytendastofa getur einnig lagt skyldu á þá aðila sem um getur í 1. mgr. að upplýsa stofnunina reglulega um atriði sem máli skipta við framkvæmd laga þessara. Neytendastofa getur gefið slík fyrirmæli með opinberri tilkynningu. 
 

[20. gr. a.

(1) Neytendastofa getur við rannsókn máls gert nauðsynlegar athuganir á starfsstöðvum þeirra sem lög þessi taka til og lagt hald á gögn þegar ríkar ástæður eru til að ætla að brotið hafi verið gegn lögum þessum eða ákvörðunum Neytendastofu.

(2) Við framkvæmd aðgerða skal fylgja ákvæðum laga um meðferð [sakamála]1) um leit og hald á munum.]2)

1) Sbr 234. gr. laga nr. 88/2008. 2) Sbr. 1. gr. laga nr. 57/2007.

Fara efst á síðuna ⇑