Skattalagasafn ríkisskattstjóra 19.3.2024 10:08:05

Lög nr. 113/1994 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=113.1994.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum
nr. 113/1994, um eftirlaun til aldraðra.*1)

*1)Sbr. lög nr. 122/2009 og 136/2009.

17. gr.

(1) [---]1)

(2) [Tryggingastofnun ríkisins]1) hefur yfirumsjón með úthlutun eftirlauna og úthlutar stjórnum lífeyrissjóða, sbr. 16. gr., fé því, sem þarf til greiðslu eftirlaunanna. Skylt er umsækjendum, stjórnum lífeyrissjóða og [ríkisskattstjóra]2) að veita [Tryggingastofnun ríkisins]1) þær upplýsingar, er þessir aðilar hafa tök á að veita og [stofnunin]1) telur mega að gagni verða við ákvörðun eftirlaunaréttinda. [---]1)

(3) Lífeyrissjóði bænda er skylt að endurgreiða eftir kröfu [Tryggingastofnunar ríkisins]1) að sínum hluta eftirlaun er að nokkru leyti miðast við réttindatíma hlutaðeigandi sem bónda. Á sama hátt skal [stofnunin]1) greiða Lífeyrissjóði bænda viðbót við eftirlaun sem greidd eru úr þeim sjóði bændum sem áunnið hafa sér réttindatíma samkvæmt lögum þessum og fá að sama skapi skert réttindi hjá Lífeyrissjóði bænda.

(4) [Heimilt er að kæra ákvarðanir Tryggingastofnunar ríkisins sem teknar eru á grundvelli laga þessara til úrskurðarnefndar almannatrygginga.]1)  

1)Sbr. 7. gr. laga nr. 122/2009. 2)Sbr. 78. gr. laga nr. 136/2009. 

Fara efst á síðuna ⇑