Skattalagasafn ríkisskattstjóra 10.9.2024 23:55:48

Lög nr. 54/2006 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=54.2006.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum
nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar.*1)

*1)Sbr. lög nr. 37/2009, 134/2009, 162/2010, 126/2011 og 150/2019.

I. KAFLI.
Gildissvið, markmið og orðskýringar.

1. gr.
Gildissvið.

Lög þessi gilda um atvinnuleysistryggingar launamanna eða sjálfstætt starfandi einstaklinga á innlendum vinnumarkaði þegar þeir verða atvinnulausir.

2. gr.
Markmið.

Markmið laga þessara er að tryggja launamönnum eða sjálfstætt starfandi einstaklingum tímabundna fjárhagsaðstoð meðan þeir eru að leita sér að nýju starfi eftir að hafa misst fyrra starf sitt.

3. gr.
Orðskýringar.

  1. Launamaður: Hver sá sem vinnur launuð störf í annarra þjónustu í a.m.k. 25% starfshlutfalli í hverjum mánuði og greitt er tryggingagjald vegna starfsins samkvæmt lögum um tryggingagjald.
     
  2. [Sjálfstætt starfandi einstaklingur: Hver sá sem starfar við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi í því umfangi að honum sjálfum er gert að standa mánaðarlega, eða með öðrum reglulegum hætti samkvæmt reglum [ríkisskattstjóra um reiknað endurgjald]2)3), skil á staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi og tryggingagjaldi vegna starfs síns. 
     
  3. Nám: Samfellt nám, verklegt eða bóklegt, í viðurkenndri menntastofnun innan hins almenna menntakerfis á Íslandi sem stendur yfir í a.m.k. sex mánuði. Enn fremur er átt við nám á háskólastigi og það nám annað sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Einstök námskeið teljast ekki til náms.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 37/20092)Sbr. 423. gr. laga nr. 126/2011. 3)Sbr. 1. gr. laga nr. 142/2012.

II. KAFLI.
Stjórnsýsla.

4. gr.
Yfirstjórn.

[Ráðherra]1) 2) fer með yfirstjórn atvinnuleysistrygginga samkvæmt lögum þessum. 

1)Sbr. 32. gr. laga nr. 162/2010. 2)Sbr. 423. gr. laga nr. 126/2011.

5. gr.
Atvinnuleysistryggingasjóður.

(1) Atvinnuleysisbætur skulu greiddar úr Atvinnuleysistryggingasjóði sem fjármagnaður er með atvinnutryggingagjaldi, sbr. lög um tryggingagjald, auk vaxta af innstæðufé sjóðsins.

(2) Vinnumálastofnun skal annast fjárvörslu Atvinnuleysistryggingasjóðs og framkvæmd laga þessara á grundvelli þjónustusamnings við stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs. [Ráðherra]1) er þó heimilt að ákveða annað fyrirkomulag að fenginni umsögn stjórnar sjóðsins.

(3) Stjórn Vinnumálastofnunar skal skipa fimm manna úthlutunarnefnd að fengnum tilnefningum til fjögurra ára í senn. Einn nefndarmaður skal tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands, einn tilnefndur sameiginlega af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og Bandalagi háskólamanna, einn tilnefndur af [ráðherra]1), einn tilnefndur sameiginlega af [því ráðuneyti sem fer með starfsmannamál ríkisins]2) og Sambandi íslenskra sveitarfélaga og einn tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins. Tilnefna skal jafnmarga fulltrúa til vara. Stjórn Vinnumálastofnunar skipar formann og varaformann úthlutunarnefndar úr hópi þeirra sem tilnefndir hafa verið sem aðalmenn. Hlutverk nefndarinnar er meðal annars að tryggja samræmi við ákvarðanir um réttindi og viðurlög á grundvelli laga þessara og annast afgreiðslu mála. Nefndarmönnum er óheimilt að skýra óviðkomandi aðilum frá persónuupplýsingum sem þeir komast að í starfi sínu í nefndinni og leynt eiga að fara. Þagnarskylda helst þótt látið sé af nefndarsetu.

(4) Reikningar Atvinnuleysistryggingasjóðs skulu endurskoðaðir af Ríkisendurskoðun.

(5) Kostnaður af rekstri sjóðsins greiðist af tekjum hans. 

1)Sbr. 32. gr. laga nr. 162/2010. 2)Sbr. 423. gr. laga nr. 126/2011.

------------------------

7. gr.
Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga.

(1) Atvinnuleysisbætur til bænda, smábátaeigenda og vörubifreiðastjóra skulu greiddar úr sérstökum sjóði, Tryggingasjóði sjálfstætt starfandi einstaklinga, sem fjármagnaður er með atvinnutryggingagjaldi þessara stétta, sbr. lög um tryggingagjald, auk vaxta af innstæðufé sjóðsins.

(2) Vinnumálastofnun skal annast fjárvörslu Tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga og framkvæmd laga þessara á grundvelli þjónustusamnings við stjórn Tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga. [Ráðherra]1) er þó heimilt að ákveða annað fyrirkomulag að fenginni umsögn stjórnar sjóðsins.

(3) Úthlutunarnefnd skv. 3. mgr. 5. gr. skal jafnframt tryggja samræmi við ákvarðanir um réttindi og viðurlög á grundvelli laga þessara og annast afgreiðslu mála er varða Tryggingasjóð sjálfstætt starfandi einstaklinga.

(4) Reikningar Tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga skulu endurskoðaðir af Ríkisendurskoðun.

(5) Kostnaður af rekstri sjóðsins greiðist af tekjum hans. 

1)Sbr. 32. gr. laga nr. 162/2010.

------------------------

39. gr.
Leiðrétting á atvinnuleysisbótum.

(1) Hafi breytingar orðið á tekjuskattsálagningu hins tryggða vegna tekna sem tekjutengdar atvinnuleysisbætur eru byggðar á, sbr. 32. gr., skal Vinnumálastofnun leiðrétta fjárhæð bótanna til samræmis við álagningu skattyfirvalda.

(2) Hafi hinn tryggði fengið hærri atvinnuleysisbætur skv. 32. eða 33. gr. en hann átti rétt á samkvæmt álagningu skattyfirvalda eða öðrum ástæðum ber honum að endurgreiða þá fjárhæð sem ofgreidd var að viðbættu 15% álagi. Hið sama gildir um atvinnuleysisbætur sem hinn tryggði hefur fengið greiddar fyrir tímabil er hann uppfyllti ekki skilyrði laganna. Fella skal niður álagið samkvæmt þessari málsgrein færi hinn tryggði rök fyrir því að honum verði ekki kennt um þá annmarka er leiddu til ákvörðunar Vinnumálastofnunar.

(3) Heimilt er að skuldajafna ofgreiddum atvinnuleysisbótum á móti síðar tilkomnum atvinnuleysisbótum sama einstaklings en þó aldrei hærri fjárhæð en sem nemur 25% af síðarnefndu atvinnuleysisbótunum í hverjum mánuði. Enn fremur er heimilt að skuldajafna ofgreiddum atvinnuleysisbótum á móti inneign hins tryggða vegna ofgreiddra skatta, barnabóta og vaxtabóta samkvæmt lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt. [Sá ráðherra er fer með tekjuöflun ríkisins]3) setur í reglugerð nánari reglur um skuldajöfnun og forgangsröð.

(4) Um innheimtu ofgreidds fjár úr Atvinnuleysistryggingasjóði fer skv. [3. gr. laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda]5). [Ráðherra]2) getur þó falið sérstökum innheimtuaðila að annast innheimtu.

(5) Hafi hinn tryggði fengið lægri atvinnuleysisbætur en honum bar samkvæmt álagningu skattyfirvalda eða öðrum ástæðum ber Vinnumálastofnun að greiða þá fjárhæð sem vangreidd var til hins tryggða ásamt vöxtum fyrir það tímabil sem féð var í vörslu Atvinnuleysistryggingasjóðs. Skulu vextir þessir vera jafnháir vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður og birtir á hverjum tíma skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Sama á við þegar niðurstaða úrskurðarnefndar [velferðarmála]4) leiðir til þess að hinn tryggði hafi átt rétt á atvinnuleysisbótum samkvæmt lögum þessum en hafði áður verið synjað um þær eða reiknaðar lægri atvinnuleysisbætur. Þegar greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði eru vangreiddar vegna skorts á upplýsingum frá hinum tryggða falla vextir niður. 

(6) [Ákvarðanir Vinnumálastofnunar um endurkröfu ofgreiddra atvinnuleysisbóta skv. 2. mgr. eru aðfararhæfar, sbr. þó 4. mgr. 12. gr.]2)

1)Sbr. 13. gr. laga nr. 134/2009. 2)Sbr. 32. gr. laga nr. 162/2010. 3)Sbr. 423. gr. laga nr. 126/2011. 4)Sbr. 13. gr. laga nr. 85/20155)Sbr. 22. gr. laga nr. 150/2019.

Fara efst á síðuna ⇑