Skattalagasafn ríkisskattstjóra 19.3.2024 11:05:45

Lög nr. 155/1998 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=155.1998.0)
Ξ Valmynd

Úr lögum
nr. 155/1998, um Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda.*1)

*1)Sbr. lög nr. 129/2004 og 167/2006.

5. gr.

(1) [Iðgjald til sjóðsins skal að lágmarki nema 12% af iðgjaldsstofni, sbr. 2. mgr., sem skiptist þannig að launþegi greiðir 4% en launagreiðandi að lágmarki 8%.]2)

(2) Iðgjald skv. 1. mgr. skal reiknað af heildarfjárhæð greiddra launa og endurgjalds fyrir hvers konar vinnu, starf og þjónustu. Stofn til iðgjalds skal vera allar tegundir launa eða þóknana fyrir störf sem skattskyld eru skv. 1. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt].1) Til gjaldstofns skal þó ekki telja hlunnindi sem greidd eru í fríðu, svo sem fatnað, fæði og húsnæði, eða greiðslur sem ætlaðar eru til endurgreiðslu á útlögðum kostnaði, t.d. ökutækjastyrki, dagpeninga og fæðispeninga. Enn fremur skal ekki telja til gjaldstofns eftirlaun. Þá skal telja til iðgjaldsstofns atvinnuleysisbætur samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar. Iðgjaldsstofn manns vegna vinnu hans við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi skal vera jafnhár fjárhæð skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, sbr. 58. gr. þeirra laga].1)

1)Sbr. 131. gr. laga nr. 129/2004. 2)Sbr. 11. gr. laga nr. 167/2006.
 

Fara efst á síðuna ⇑