Skattalagasafn ríkisskattstjóra 19.3.2024 03:42:11

Lög nr. 19/1940 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=19.1940.0)
Ξ Valmynd

Úr almennum hegningarlögum
nr. 19/1940.*1)

*1)Sbr. lög nr. 39/1995, 30/1998, 82/1998129/2004 og 69/2021.

158. gr.

(1) Ef maður tilgreinir eitthvað ranglega í opinberu skjali eða í bók eða í annars konar skjölum eða bókum, sem honum er skylt að gefa út eða rita, eða maður tilgreinir eitthvað ranglega í skjali eða bók, sem hann gefur út eða heldur í starfi, sem opinbera löggildingu þarf til að rækja, og það er gert til þess að blekkja með því í lögskiptum, þá varðar það [---]2) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.

(2) Sömu refsingu varðar það að nota þess háttar röng gögn í lögskiptum, sem væru þau rétt að efni til.

(3) [Ákvæði 1. og 2. mgr. eiga einnig við um rangfærslu og notkun upplýsinga og gagna sem geymd eru á tölvutæku formi.]1)

1)Sbr. 3. gr. laga 30/1998. 2)Sbr. 74. gr. laga 82/1998.

- - - - - -

262. gr.

(1) [Hver sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi gerist sekur um meiri háttar brot gegn 1., 2. eða 5. mgr. [109. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt,]3) sbr. og 2. mgr. 22. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, 1., 2. eða 7. mgr. 30. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. og 11. gr. laga um tryggingagjald, og gegn 1. eða 6. mgr. 40. gr. laga um virðisaukaskatt [sbr. og 1. og 2. mgr. 19. gr. laga um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, 1. mgr. 16. gr. laga um erfðafjárskatt, sbr. og 1. mgr. 13. gr. laga um fjársýsluskatt, og 1. mgr. 12. gr. laga um stimpilgjald]4) skal sæta [---]2) fangelsi allt að 6 árum. Heimilt er að dæma fésekt að auki samkvæmt þeim ákvæðum skattalaga er fyrr greinir.

(2) Sömu refsingu skal sá sæta sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi gerist sekur um meiri háttar brot gegn 3. mgr. 30. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, 2. mgr. 40. gr. laga um virðisaukaskatt, [3. mgr. 19. gr. laga um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, 2. mgr. 13. gr. laga um fjársýsluskatt]4)37. og 38. gr., sbr. 36. gr., laga um bókhald eða 83.-85. gr., sbr. 82. gr., laga um ársreikninga*1), þar á meðal til þess að leyna auðgunarbroti sínu eða annarra.

(3) Verknaður telst meiri háttar brot skv. 1. og 2. mgr. þessarar greinar ef brotið lýtur að verulegum fjárhæðum, ef verknaður er framinn með sérstaklega vítaverðum hætti eða við aðstæður sem auka mjög saknæmi brotsins, svo og ef maður, sem til refsingar skal dæma fyrir eitthvert þeirra brota sem getur í 1. eða 2. mgr., hefur áður verið dæmdur sekur fyrir sams konar brot eða eitthvert annað brot sem undir þau ákvæði fellur.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995. 2)Sbr. 139. gr. laga nr. 82/1998. 3)Sbr. 33. gr. laga nr. 129/2004. 4)Sbr. 13. gr. laga nr. 69/2021. *1)Sjá nú 121.–123. gr., sbr. 120. gr. laga nr. 3/2006.

Fara efst á síðuna ⇑