Skattalagasafn ríkisskattstjóra 30.5.2024 00:35:12

Lög nr. 111/2016 (slóđ: www.skattalagasafn.is?log=111.2016.0)
Ξ Valmynd

Lög
nr. 111/2016, um stuđning til kaupa á fyrstu íbúđ 1)

1)Sbr. lög nr. 63/2017.

1. gr.
Gildissviđ.

Lög ţessi gilda um skattfrjálsa úttekt séreignarsparnađar, sbr. 8. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóđa, til kaupa á fyrstu íbúđ. 
 

2. gr.
Ráđstöfun og skilyrđi fyrir úttekt séreignarsparnađar.

(1) Rétthafa séreignarsparnađar er heimilt ađ nýta viđbótariđgjald, sem greitt er á samfelldu tíu ára tímabili, eftir gildistöku laga ţessara, ađ tilteknu hámarki á ári, sbr. 4. gr., međ ţví ađ:

 1. verja uppsöfnuđu iđgjaldi til kaupa á fyrstu íbúđ og/eđa
   
 2. ráđstafa iđgjaldi inn á höfuđstól láns sem tryggt er međ veđi í fyrstu íbúđ.

Ţá er rétthafa heimilt ađ nýta iđgjald sem afborgun inn á óverđtryggt lán, sem tryggt er međ veđi í fyrstu íbúđ, og sem greiđslu inn á höfuđstól ţess eftir ţví sem nánar er kveđiđ á um í 3. gr. 

(2) Skilyrđi úttektar á séreignarsparnađi er ađ rétthafi hafi ekki áđur átt íbúđ og ađ hann afli sér íbúđarhúsnćđis annađhvort einn eđa í félagi viđ annan einstakling. Ţá skal rétthafi eiga ađ minnsta kosti 30% eignarhlut í ţeirri íbúđ sem aflađ er. 

(3) Rétthafi velur upphafsdag hins samfellda tíu ára tímabils međ ţví ađ tiltaka í umsókn uppsafnađ iđgjald sem hann hyggst verja til kaupa á fyrstu íbúđ, sbr. a-liđ 1. málsl. 1. mgr., eđa međ ţví ađ hefja ráđstöfun iđgjalds inn á höfuđstól láns sem tryggt er međ veđi í fyrstu íbúđ, sbr. b-liđ 1. málsl. 1. mgr. Sama gildir um ráđstöfun iđgjalds inn á óverđtryggt lán, sbr. 2. málsl. 1. mgr. Međ hugtakinu tíu ára samfellt tímabil er átt viđ 120 mánađa samfellt tímabil frá upphafsdegi eins og hann er skilgreindur í 1. málsl. Verđi rof hjá rétthafa á greiđslu iđgjalda leiđir ţađ til ţess ađ rétturinn fellur niđur en hann getur stofnast ađ nýju hefji hann iđgjaldagreiđslur áđur en tíu ára tímabilinu er lokiđ. Hafi orđiđ rof á greiđslu iđgjalda í lengri tíma en [tólf]1) mánuđi skal rétthafi sćkja um réttinn ađ nýju. 

(4) Heimild rétthafa til ađ ráđstafa viđbótariđgjaldi samkvćmt lögum ţessum fellur ekki niđur ţótt rétthafi selji íbúđina og kaupi sér nýja íbúđ í stađ ţeirrar sem seld var. Skilyrđi er ađ skipti á íbúđ fari fram innan tíu ára tímabilsins, sbr. 3. mgr., og ađ kaup rétthafa á nýrri íbúđ fari fram innan tólf mánađa frá síđustu sölu ţeirrar íbúđar sem veitti rétt til úttektar séreignarsparnađar samkvćmt lögunum. Rétthafa er heimilt ađ ráđstafa viđbótariđgjaldi inn á lán međ veđi í hinni nýju íbúđ ţangađ til hinu tíu ára samfellda tímabili lýkur. 

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 63/2017.

3. gr.
Ráđstöfun inn á óverđtryggt lán.

Velji rétthafi ađ greiđa bćđi inn á afborgun og höfuđstól óverđtryggđs láns, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 2. gr., skal viđbótariđgjald rétthafa fyrst koma til ráđstöfunar sem afborgun óverđtryggđs láns áđur en iđgjaldi er ráđstafađ inn á höfuđstól á fyrstu tólf mánuđum samfellds tíu ára tímabils. Eftir ţađ lćkkar ráđstöfun iđgjalds til greiđslu afborgunar um sem nemur 10 prósentustigum af viđbótariđgjaldi á hverju ári. Hafi rétthafi áđur nýtt sér heimild skv. a- og b-liđ 1. málsl. 1. mgr. 2. gr. skal hlutfall ţess sem ráđstafađ er til afborgunar láns og inn á höfuđstól láns breytast miđađ viđ ţann fjölda ára sem eftir er af tíu ára samfelldu tímabili. 

4. gr.
Hámarksfjárhćđir.

(1) Heimild rétthafa skv. 2. gr. takmarkast viđ allt ađ 4% framlag hans, ađ hámarki 333 ţús. kr., og allt ađ 2% framlag launagreiđanda, ađ hámarki 167 ţús. kr., af iđgjaldsstofni, samanlagt ađ hámarki 500 ţús. kr. fyrir hverja tólf mánuđi [á almanaksári]1) á samfelldu tíu ára tímabili. [Verđi ávöxtun iđgjalda neikvćđ á tímabilinu getur komiđ til skerđingar sem ţví nemur.]1)

(2) Framlag rétthafa má ekki vera lćgra en framlag launagreiđanda. 

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 63/2017.  

5. gr.
Umsókn og ráđstöfun.

(1) Umsókn rétthafa um nýtingu séreignarsparnađar til kaupa á fyrstu íbúđ skv. 2. gr. skal beint rafrćnt til ríkisskattstjóra á ţví formi sem hann ákveđur. [Sćkja skal um úttekt á uppsöfnuđum iđgjöldum eigi síđar en tólf mánuđum frá undirritun kaupsamnings. Sama gildir um ráđstöfun iđgjalda inn á lán.]1)

(2) Umsćkjandi skal í umsókn framvísa gögnum sem sýna fram á ađ skilyrđi 2. gr. séu uppfyllt. Ríkisskattstjóra er heimilt ađ byggja á rafrćnum upplýsingum frá umsćkjanda og viđeigandi stofnunum, til ađ mynda úr fasteignaskrá Ţjóđskrár, til stađfestingar á ađ skilyrđi 2. gr. séu uppfyllt. Ţá skulu vörsluađilar og lánveitendur, eftir ţví sem viđ á, ađ beiđni ríkisskattstjóra stađfesta hvort ţćr upplýsingar sem umsćkjandi veitir séu réttar.

(3) Umsćkjanda er skylt ađ upplýsa ríkisskattstjóra rafrćnt um breytingar á forsendum umsóknar, svo sem um lán og vörsluađila séreignarsparnađar.

(4) Ríkisskattstjóri skal halda skrá yfir nauđsynlegar upplýsingar vegna greiđslu viđbótariđgjalda inn á afborgun og höfuđstól lána sem umsćkjendur hafa valiđ. Skráin skal m.a. byggjast á eftirfarandi:

 1. Upplýsingum frá umsćkjanda sem stađfestar hafa veriđ af vörsluađilum séreignarsparnađar og lánveitendum, eftir ţví sem viđ á.
   
 2. Upplýsingum frá lánveitendum um greiđsluskilmála lána.
   
 3. Upplýsingum sem ríkisskattstjóri rćđur yfir á grundvelli skattframkvćmdar, eftir ţví sem nauđsynlegt er.

(5) Ađ uppfylltum skilyrđum 2. gr. og ađ fengnum upplýsingum skv. 4. mgr. miđlar ríkisskattstjóri á öruggan hátt nauđsynlegum upplýsingum til viđeigandi vörsluađila sem stađfestir greiđslusögu viđbótariđgjalda. Ţá sendir vörsluađili tilkynningu til viđeigandi lánveitanda ásamt greiđslu á viđbótariđgjöldum rétthafa sem lánveitandi ráđstafar inn á höfuđstól valinna lána og afborgana eftir ţví sem viđ á. Ef lán eru í vanskilum fer um greiđsluna eftir hefđbundinni greiđsluröđ samkvćmt lánaskilmálum. 

(6) Vörsluađilar skulu ráđstafa greiddum viđbótariđgjöldum til lánveitenda eigi sjaldnar en fjórum sinnum á ári enda hafi rétthafi ekki gert hlé á greiđslu viđbótariđgjalda. Vörsluađilum er ţó heimilt ađ ráđstafa greiddum viđbótariđgjöldum til lánveitenda sjaldnar en á ţriggja mánađa fresti enda hafi valin lán umsćkjenda fćrri en fjóra gjalddaga á ári. Vörsluađilar skulu ráđstafa viđbótariđgjöldum til lánveitenda á ţeim tíma ţegar iđgjöld geta fariđ inn á höfuđstól valinna lána í skilum skv. 5. mgr. og á gjalddaga afborgana eftir ţví sem viđ á. Upplýsingar um greiđslur viđbótariđgjalda skulu sendar rafrćnt til ríkisskattstjóra. Vörsluađili skal senda rétthafa yfirlit um ráđstöfun viđbótariđgjalda samkvćmt lögum ţessum í samrćmi viđ III. kafla laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóđa, ţó ekki sjaldnar en einu sinni á ári. 

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 63/2017.

6. gr.
Ýmis ákvćđi.

(1) Ríkisskattstjóri hefur eftirlit međ útgreiđslu iđgjalda samkvćmt lögum ţessum. 

(2) Ráđherra er heimilt međ reglugerđ ađ kveđa nánar á um framkvćmd laganna, m.a. um umsóknarferli, ráđstöfun, eftirlit og kostnađ. 

(3) Skuldheimtumönnum er óheimilt ađ krefjast ţess ađ skuldarar ráđstafi séreignarsparnađi samkvćmt lögum ţessum. 

7. gr.
Kćruheimild.

Ákvarđanir ríkisskattstjóra sem teknar eru á grundvelli laga ţessara eru kćranlegar til yfirskattanefndar. 

8. gr.
Gildistaka.

(1) Lög ţessi öđlast gildi 1. júlí 2017. 

(2) Rétthafa sem hefur ekki nýtt sér heimild ákvćđis til bráđabirgđa XVII í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóđa fyrir 1. júlí 2017 er heimilt ađ verja ţeim iđgjöldum á grundvelli ákvćđa ţessara laga. Skilyrđi er ađ um kaup á fyrstu íbúđ sé ađ rćđa. Tímabil uppsöfnunar samkvćmt ákvćđi til bráđabirgđa XVII í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóđa kemur til frádráttar samfelldu tíu ára tímabili sem kveđiđ er á um í 1. mgr. 2. gr. laga ţessara. 

(3) Rétthafa sem hefur nýtt sér ákvćđi til bráđabirgđa XVII í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóđa og/eđa eftir atvikum ákvćđi til bráđabirgđa XVI sömu laga til öflunar á íbúđarhúsnćđi til eigin nota er heimilt ađ ráđstafa viđbótariđgjaldi inn á höfuđstól láns sem tryggt er međ veđi í íbúđinni og eftir ţví sem viđ á afborganir láns uns samfelldu tíu ára tímabili er náđ, sbr. 3. mgr. 2. gr. laga ţessara. Skilyrđi er ađ um fyrstu kaup á íbúđarhúsnćđi hafi veriđ ađ rćđa, ađ rétthafi afli sér íbúđarhúsnćđis annađhvort einn eđa í félagi viđ annan einstakling og ađ hann eigi ađ minnsta kosti 30% eignarhlut í húsnćđinu. Tímabil ráđstöfunar samkvćmt ákvćđi til bráđabirgđa XVII og eftir atvikum ákvćđi til bráđabirgđa XVI í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóđa kemur til frádráttar samfelldu tíu ára tímabili skv. 1. mgr. 2. gr. laga ţessara. [Sama gildir um búseturéttarhafa sem hafa nýtt sér ákvćđin til kaupa á búseturétti.]1)

(4) Rétthafi sem fellur undir 3. mgr. skal [eigi síđar en sex mánuđum frá gildistöku laga ţessara]1) sćkja um áframhaldandi ráđstöfun viđbótariđgjalda, sbr. 5. gr. laga ţessara. 

1)Sbr. 4. gr. laga nr. 63/2017.

9. gr.
Breyting á öđrum lögum.

Viđ gildistöku laga ţessara verđa eftirfarandi breytingar á öđrum lögum:

 1. Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003, međ síđari breytingum:
  1. Viđ 28. gr. laganna bćtist nýr töluliđur, svohljóđandi: Úttekt viđbótariđgjalds af iđgjaldsstofni manna skv. II. kafla laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóđa, ef öll skilyrđi laga um stuđning til kaupa á fyrstu íbúđ eru uppfyllt.
        Heimild manna takmarkast viđ allt ađ 4% framlag ţeirra af iđgjaldsstofni, ađ hámarki 333 ţús. kr., og allt ađ 2% framlag launagreiđanda, ađ hámarki 167 ţús. kr., af iđgjaldsstofni, samanlagt ađ hámarki 500 ţús. kr. fyrir tólf mánuđi [á almanaksári]1) á samfelldu tíu ára tímabili, sbr. 4. gr. laga um stuđning til kaupa á fyrstu íbúđ. Ef útgreiđsla séreignarsparnađar fer fram úr ţví hámarki telst ţađ sem er umfram til skattskyldra tekna á greiđsluári.
    
  2. Ráđherra er heimilt međ reglugerđ ađ kveđa nánar á um framkvćmd ákvćđisins.
    
  3. Eftirfarandi breytingar verđa á ákvćđi til bráđabirgđa LV í lögunum:
    
   1. Í stađ „30. júní 2017“ í 1. mgr. kemur: 30. júní 2019.
     
   2. Í stađ „1,5 millj. kr.“ og „2.250.000 kr.“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: 2,5 millj. kr.; og: 3.750.000 kr.
     
 2. Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóđa, nr. 129/1997, međ síđari breytingum:
  1. Í stađ „30. júní 2017“ í 1. mgr. ákvćđis til bráđabirgđa XVI í lögunum kemur: 30. júní 2019.
    
  2. Í stađ „30. júní 2017“ í 1. mgr. ákvćđis til bráđabirgđa XVII í lögunum kemur: 30. júní 2019.
    
  3. [Í stađ dagsetningarinnar „30. júní 2017“ í 3. málsl. 2. mgr. ákvćđis til bráđabirgđa XVII í lögunum kemur: 30. júní 2019]1)

1)Sbr. 5. gr. laga nr. 63/2017.

Fara efst á síđuna ⇑