Úr lögum
nr. 121/2008, um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands.
Ákvæði til bráðabirgða.
I.
II.
Ráðuneytið, eða sendiráð í samstarfslöndum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu eftir því sem við á, yfirtekur allar skuldbindingar vegna samninga, þ.m.t. ráðningarsamninga við staðarráðna starfsmenn í umdæmisskrifstofum, áætlana og annarra gerninga sem gerðir hafa verið af hálfu Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og í gildi eru þegar stofnunin er lögð niður. Halda þeir óbreyttu gildi sínu, þ.m.t. gildistíma, þrátt fyrir lagabreytingu þessa, nema annað sé sérstaklega ákveðið eða viðeigandi ráðstafanir gerðar. Ráðuneytið yfirtekur jafnframt tímabundna ráðningarsamninga við starfsmenn sem eru við störf á aðalskrifstofu Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og erlendis sem í gildi eru þegar stofnunin er lögð niður.
III.
Ráðherra skal bjóða fastráðnum starfsmönnum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands við störf á aðalskrifstofu og í umdæmisskrifstofum sem eru í ráðningarsambandi við stofnunina við gildistöku laga þessara störf í ráðuneytinu frá þeim tíma er stofnunin er lögð niður. Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, með síðari breytingum, gilda um starfsmennina og störfin að undanskildu ákvæði 7. gr.]1)