Ýmis ákvæði og gildistaka.
(1) Að því leyti sem ekki er öðruvísi kveðið á um í lögum þessum gilda ákvæði laga um virðisaukaskatt. Varðandi álagningu og innheimtu olíugjalds við tollafgreiðslu skulu gilda ákvæði tollalaga.
(2) Innheimtar tekjur af [olíugjaldi, kílómetragjaldi og sérstöku kílómetragjaldi]1) samkvæmt lögum þessum renna [í ríkissjóð]2).
(3) Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um framkvæmd laga þessara með reglugerð.a)
1)Sbr. 12. gr. laga nr. 136/2005. 2)Sbr. 5. gr. laga nr. 47/2018. a)Reglugerðir nr. 283/2005, 599/2005, 627/2005 og 628/2005.
Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2005. [---]
[---]