Reglugerð
nr. 627/2005, um ákvörðun kílómetragjalds og skyldur ökumanna.*1)
*1)Sbr. reglugerð nr. 1009/2017, 1167/2018, 1106/2019 og 1412/2021.
I. KAFLI
Skattskylda og skattskyldir aðilar.
(1) Greiða skal í ríkissjóð sérstakan skatt, kílómetragjald, af eftirtöldum ökutækjum:
-
Bifreiðum sem skráðar eru hér á landi sem eru 10.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd, þó ekki af bifreiðum sem ætlaðar eru til fólksflutninga.
-
Eftirvögnum sem skráðir eru hér á landi og eru 10.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd.
-
Bifreiðum og eftirvögnum, sbr. a. og b. lið, sem skráð eru erlendis og flutt hingað til lands.
(2) Við ákvörðun á því hvort greiða eigi kílómetragjald af ökutæki, sem skráð er hér á landi, skal líta til skráningar þess í ökutækjaskrá.
(3) Bifreiðar sem ætlaðar eru til fólksflutninga eru undanþegnar skattskyldu.
(1) Skylda til greiðslu kílómetragjalds af ökutæki sem skráð er hér á landi hvílir á skráðum eiganda þess á álestrardegi eða afskráningardegi hafi ökutæki verið afskráð sem ónýtt. Hafi ökutæki skipt um eiganda án þess að það hafi verið tilkynnt til skráningar hvílir greiðsluskyldan jafnframt á hinum nýja eiganda. Ef annar aðili en skráður eigandi hefur umráðarétt yfir skráningarskyldu ökutæki ber hann óskipta ábyrgð með skráðum eiganda á greiðslu kílómetragjalds.
(2) Skylda til greiðslu kílómetragjalds af ökutæki sem skráð er erlendis hvílir á innflytjanda þess.
II. KAFLI
Fjárhæð kílómetragjalds.
(1) Af bifreiðum og eftirvögnum sem skráð eru hér á landi og eru 10.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd skal greiða kílómetragjald, þ.e. gjald fyrir hvern ekinn kílómetra samkvæmt ökumæli, þó ekki af bifreiðum sem ætlaðar eru til fólksflutninga.
(2) Eigendur eða umráðamenn ökutækja til sérstakra nota, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald o.fl.*1), skulu greiða kílómetragjald.
(3) Upphæð kílómetragjalds ræðst af gjaldþyngd ökutækisins. Gjaldþyngd ökutækisins skal vera leyfð heildarþyngd þess, sbr. ákvæði reglugerðar nr. 528/1998, um stærð og þyngd ökutækja*1).
(4) Kílómetragjald skal vera sem hér segir:
Leyfð heildar- |
Kílómetra- |
Leyfð heildar- |
Kílómetra- |
10.000–11.000 |
0,29 |
21.001–22.000 |
6,89 |
11.001–12.000 |
0,89 |
22.001–23.000 |
7,49 |
12.001–13.000 |
1,49 |
23.001–24.000 |
8,09 |
13.001–14.000 |
2,09 |
24.001–25.000 |
8,69 |
14.001–15.000 |
2,69 |
25.001–26.000 |
9,29 |
15.001–16.000 |
3,29 |
26.001–27.000 |
9,89 |
16.001–17.000 |
3,89 |
27.001–28.000 |
10,49 |
17.001–18.000 |
4,49 |
28.001–29.000 |
11,09 |
18.001–19.000 |
5,09 |
29.001–30.000 |
11,69 |
19.001–20.000 |
5,69 |
30.001–31.000 |
12,29 |
20.001–21.000 |
6,29 |
31.001 og yfir |
12,89 |
(5) Samanlögð gjaldþyngd samtengdra ökutækja skal vera að hámarki 40.000 kg fyrir fimm ása samtengd ökutæki og 44.000 kg fyrir sex ása samtengd ökutæki.
(6) Ef taka þarf ökumæli úr til viðgerðar skal greiða daggjald sem svarar til 200 km aksturs fyrir hvern dag sem ekið er án ökumælis. Þó skal heimilt að miða gjaldið við raunverulegan akstur, verði því við komið. Heimild til aksturs án ökumælis er ekki veitt til lengri tíma en fimm virkra daga.
*1)Sjá nú reglugerð nr. 155/2007, um stærð og þyngd ökutækja. *2)Nú 7. tölul. sömu málsgreinar.
4. gr.
Gjald af ökutækjum skráðum erlendis.
(1) Af bifreiðum og eftirvögnum sem skráð eru erlendis og flutt hingað til lands og eru 10.000 kg eða meira að leyfðri heildarþyngd skal greiða kílómetragjald skv. 3. gr., þ.e. gjald fyrir hvern ekinn kílómetra samkvæmt ökumæli, þó ekki af bifreiðum sem ætlaðar eru til fólksflutninga.
(2) Tollstjóri skal við komu og brottför ökutækis lesa af ökumæli þess og ákvarða kílómetragjald í samræmi við ekinn kílómetrafjölda.
(3) Innheimtumönnum ríkissjóðs er heimilt að taka við greiðslukortum og erlendum gjaldeyri vegna greiðslu kílómetragjalds samkvæmt þessari grein. Ef greiðsla er innt af hendi í formi erlends gjaldeyris skal miða við sölugengi eins og Seðlabankinn auglýsir hverju sinni.
(4) Skylda til greiðslu kílómetragjalds af ökutæki sem skráð er erlendis hvílir á innflytjanda þess.
(5) Kílómetragjald af ökutæki sem skráð er erlendis skal greiða við brottför bifreiðar eða vagns úr landi.
III. KAFLI
Eftirgjöf kílómetragjalds.
(1) Ef gjaldskylt ökutæki er flutt tímabundið úr landi, skal ekki greiða kílómetragjald vegna þess aksturs sem sannanlega hefur átt sér stað erlendis, enda framvísi eigandi eða umráðamaður ökutækis staðfestingu tollyfirvalda, á skráningu kílómetrastöðu ökurita eða ökumælis og hraðamælis við útflutning og innflutning.
(2) Óheimilt er að skipa ökutæki úr landi nema greitt hafi verið álagt kílómetragjald.
IV. KAFLI
Akstursbækur, álestur, eigendaskipti o.fl.
(1) Eigandi eða umráðamaður ökutækis, sem kílómetragjald er greitt af skv. 3. gr., skal á eigin kostnað láta setja ökumæli í ökutæki sitt, sbr. ákvæði reglugerðar nr. 599/2005, um ökumæla, verkstæði, álestraraðila og eftirlitsaðila kílómetragjalds.
(2) Ríkisskattstjóri getur, ef sérstaklega stendur á, veitt undanþágu frá því að ökumælisskyld bifreið eða eftirvagn sé útbúin ökumæli, enda fari ákvörðun kílómetragjalds fram á annan jafntryggan hátt.
(1) Ökumaður skal við lok hvers dags, sem ökutæki er ekið, lesa kílómetrastöðu af ökumæli og skrá hana í sérstaka akstursbók sem ríkisskattstjóri gefur út. Ef annars konar ökumælir en ökuriti er notaður, skal ökumaður skrá kílómetrastöðu hraðamælis daglega í akstursbókina, hins vegar er honum einungis skylt að skrá kílómetrastöðu ökumælis einu sinni í viku. Ökumaður skal athuga hvort ökuriti eða ökumælir og hraðamælir hafi talið rétt og að kílómetrastöðu beri saman við akstur dagsins. Ökumaður skal staðfesta skráningu með nafnritun sinni.
(2) Ef sérstakur ökumælir er í eftirvagni skal ökumaður einu sinni í viku, sem eftirvagn hefur verið hreyfður, skrá kílómetrastöðu ökumælis eftirvagns og athuga hvort mælir hafi talið rétt. Ökumaður skal staðfesta skráningu með nafnritun sinni.
(3) Eigandi og umráðamaður ökutækis bera ábyrgð á að ökumælir telji rétt og að akstur sé skráður í akstursbók skv. ákvæðum 1. og 2. mgr.
(4) Ef í ljós kemur við skráningu á kílómetrastöðu ökurita eða ökumælis og hraðamælis, eða við skoðun á skráningarblöðum ökurita, að einhver fyrrgreindra mæla telur rangt eða telur ekki, skal ökumaður þá svo fljótt sem honum er unnt tilkynna um bilun mælis til Vegagerðarinnar. Jafnframt skal hann, innan tveggja virkra daga frá því er bilun í mæli kom fram, fara með hann á löggilt verkstæði til viðgerðar.
(5) Ef taka þarf ökumæli úr ökutæki til viðgerðar skal lesið af ökumælinum áður en hann er tekinn úr og annar settur í stað hins bilaða. Tilkynna skal þegar í stað til Vegagerðarinnar ef nýr ökumælir er settur í ökutæki. Jafnframt skal lesið af mælinum.
(1) Eiganda eða umráðamanni ber ávallt að hafa akstursbókina í ökutækinu. Óheimilt er að breyta því, sem skráð hefur verið í akstursbók, eða fjarlægja blaðsíður úr henni.
(2) Eiganda eða umráðamanni ökutækis ber að varðveita skráningarblöð ökurita og akstursbók í sjö ár frá lokum gjaldárs.
(1) Eiganda eða umráðamanni ökutækis er skylt án sérstakrar tilkynningar að koma á álestrartímabili hvers gjaldtímabils með ökutæki til aðila, sem fjármálaráðherra hefur falið að annast álestur, sbr. ákvæði reglugerðar nr. 599/2005, um ökumæla, verkstæði, álestraraðila og eftirlitsaðila kílómetragjalds, til að láta lesa af ökumæli og akstursbók ökutækisins. Álestrartímabil eru frá 1. desember til 15. desember og frá 1. júní til 15. júní ár hvert.
(2) Almennt skal ekki lesið af ökumælum utan þeirra tímabila sem um getur í 1. mgr. nema eigandi eða umráðamaður hafi vanrækt að láta lesa af ökumæli á síðasta álestrartímabili eða til standi að skrá eigendaskipti að ökutæki eða skipta um ökumæli.
(3) Álestur utan álestrartímabils leysir eiganda eða umráðamann ekki undan skyldu til að koma með ökutæki til álestrar skv. 1. mgr.
Óheimilt er að skrá eigendaskipti að ökutæki, nema lesið hafi verið af ökumæli og kílómetragjald vegna þess álestrar greitt til þess dags sem álestur er skráður í álestrarskrá ökumæla. Við eigendaskipti ökutækis er gjalddagi og álestrardagur sá sami.
(1) Við aðalskoðun bifreiðar ár hvert skal eigandi hennar eða umráðamaður færa sönnur á að greitt hafi verið af henni kílómetragjald sem fallið er í eindaga á skoðunardegi. Að öðrum kosti skal skoðunarmaður neita um skoðun á henni og tilkynna lögreglu um það þegar í stað. Eiganda eða umráðamanni bifreiðar er þó ekki skylt að færa sönnur á að hafa greitt gjaldfallið kílómetragjald fyrr en eftir eindaga.
(2) Óheimilt er að skrá eigendaskipti að ökutæki nema gjaldfallið kílómetragjald hafi verið greitt og lesið hafi verið af ökumæli og kílómetragjald vegna þess álestrar greitt.
(3) Hafi kílómetragjald ekki verið greitt á eindaga skal lögreglustjóri að kröfu innheimtumanns ríkissjóðs stöðva ökutækið hvar sem það fer og taka skráningarmerki þess til geymslu.
(4) Skráning bifreiðar skal ekki fara fram nema gjaldfallið kílómetragjald hafi áður verið greitt af henni.
(5) Óheimilt er að afhenda skráningarmerki sem afhent hafa verið skráningaraðila til varðveislu nema gjaldfallið kílómetragjald hafi áður verið greitt.
(6) Kílómetragjaldi fylgir lögveðsréttur í viðkomandi ökutæki.
V. KAFLI
Gjalddagar, álagning og áætlun.
(1) Gjalddagi kílómetragjalds fyrir álestrartímabilið 1. desember til 15. desember er 1. janúar þar á eftir og gjalddagi kílómetragjalds fyrir álestrartímabilið 1. júní til 15. júní er 1. júlí þar á eftir.
(2) Við eigendaskipti ökutækis er gjalddagi og álestrardagur sá sami, sbr. 2. mgr. 11. gr.
(3) Eindagar skattsins eru 15. febrúar og 15. ágúst.
(1) Ríkisskattstjóri ákvarðar að loknu hverju álestrartímabili kílómetragjald ökutækja, sem færð hafa verið til álestrar, vegna aksturs þeirra frá síðasta álestrartímabili þar á undan til álestrardags. Ríkisskattstjóri skal jafnframt, sé lesið af ökumæli ökutækis utan álestrartímabils, ákvarða kílómetragjald vegna aksturs frá síðasta álestri til álestrardags.
(2) Ef eigandi eða umráðamaður ökutækis lætur ekki lesa af ökumæli þess á álestrartímabili, skal ríkisskattstjóri áætla kílómetragjald. Áætlun skal svara til þess að ökutækinu hafi verið ekið 8.000 km á mánuði, nema fyrirliggjandi gögn bendi til þess að akstur kunni að hafa verið meiri. Ríkisskattstjóri skal tilkynna innheimtumanni og gjaldanda um áætlanir sem gerðar hafa verið. Komi eigandi eða umráðamaður með ökutæki til álestrar utan álestrartímabils skal álestur tekinn sem kæra og sendur ríkisskattstjóra til ákvörðunar. Komi eigandi eða umráðamaður, sem sætt hefur áætlun á fyrri gjaldtímabilum, með ökutæki til álestrar á álestrartímabili tímabils sem ekki hefur verið áætlað fyrir, skal álagning miðast við að allur aksturinn hafi átt sér stað á því.
(1) Komi í ljós eftir ákvörðun kílómetragjalds að ökutæki hafi heimildarlaust verið í umferð án þess að vera búið ökumæli, akstur hafi verið ranglega færður eða ekki færður í akstursbók, ökumælir hafi verið óvirkur, innsigli verið rofið eða mælir talið of lítið, eða telji ríkisskattstjóri að öðru leyti að kílómetragjald hafi ekki verið réttilega ákvarðað skal hann tilkynna eiganda eða umráðamanni ökutækisins skriflega um fyrirhugaða endurákvörðun vegna vantalins aksturs og skora á hann að láta í té skýringar og gögn innan a.m.k. 15 daga. Berist ríkisskattstjóra fullnægjandi skýringar eða gögn innan þess tíma endurákvarðar hann skatt á grundvelli fyrirliggjandi gagna, en að öðrum kosti endurákvarðar hann skatt skv. 2. mgr.
(2) Endurákvörðun vegna vantalins aksturs skal miðast við 2.000 km akstur fyrir hverja byrjaða viku sem talið verður að akstur hafi verið vantalinn, nema fyrirliggjandi gögn bendi til þess að akstur kunni að hafa verið meiri. Ríkisskattstjóri skal að jafnaði innan tveggja mánaða frá lokum þess frests sem hann hefur veitt aðila til að tjá sig um fyrirhugaðar breytingar kveða upp rökstuddan úrskurð um endurákvörðunina og tilkynna hana í ábyrgðarbréfi.
(3) Verði talið að akstur á því tímabili sem endurákvörðun nær til hafi að einhverju leyti komið fram á kílómetrastöðu ökumælis skal sá akstur koma til frádráttar við endurákvörðun.
(1) Berist ríkisskattstjóra tilkynning eftirlitsmanna um að heildarþyngd ökutækis með farmi hafi mælst vera meiri en sem nemur gjaldþyngd þess, skal hann tilkynna eiganda eða umráðamanni ökutækisins skriflega um fyrirhugaða endurákvörðun vegna vanreiknaðrar gjaldþyngdar og skora á hann að láta í té skýringar og gögn innan a.m.k. fimmtán daga. Berist ríkisskattstjóra ekki fullnægjandi skýringar eða gögn eiganda eða umráðamanns innan tilskilins frests, endurákvarðar ríkisskattstjóri skatt vegna vanreiknaðrar gjaldþyngdar.
(2) Endurákvörðun vegna of lágrar gjaldþyngdar, sbr. 1. mgr., skal nema sem svarar til mismunar á kílómetragjaldi gjaldþyngdar og þeirrar þyngdar er mælist við eftirlit. Endurákvörðun skal ná til alls aksturs ökutækisins á síðustu sextíu dögum áður en mæling fer fram.
(3) Hafi gjaldþyngd ökutækis verið rangt skráð í álestrarskrá ökutækja er heimilt að endurákvarða þungaskatt miðað við rétta gjaldþyngd vegna aksturs ökutækisins frá því er gjaldþyngd var skráð.
Heimild til endurákvörðunar skatts skv. 14. og 15. gr. nær til kílómetragjalds síðustu sex ára sem næst eru á undan því ári er endurákvörðun fer fram. Verði skattskyldum aðila eigi um það kennt að kílómetragjald var vanálagt og/eða hafi hann látið í té við álagningu eða álestur fullnægjandi upplýsingar og/eða gögn sem byggja mátti rétta álagningu á, er þó eigi heimilt að endurákvarða honum skatt nema vegna síðustu tveggja ára sem næst eru á undan því ári sem endurákvörðun fer fram á.
VI. KAFLI
Kæruheimildir, eftirlit og refsiábyrgð.
(1) Eiganda og/eða umráðamanni ökutækis er heimilt að kæra til ríkisskattstjóra álagningu kílómetragjalds skv. 13 gr. innan þrjátíu daga frá því að skatturinn var ákvarðaður.
(2) Endurákvörðun skv. 14. og 15. gr. og úrskurði ríkisskattstjóra um kæru skv. 1. mgr. má skjóta til yfirskattanefndar samkvæmt ákvæðum laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.
(3) Ákvörðun tollstjóra skv. 2. mgr. 4. gr. er kæranleg til hans innan 30 daga frá gjalddaga. Að öðru leyti skulu ákvæði 18. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald o.fl. gilda um ákvarðanir skv. 2. mgr. 4. gr. eftir því sem við á, þ.m.t. kærur til yfirskattanefndar.
(1) Vegagerðin annast eftirlit með því að gjaldskyld ökutæki, skráning þeirra og búnaður, svo og skráning ökumanna á akstri, sé í samræmi við fyrirmæli laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald o.fl., reglur um ökumæla og skráningu ökutækisins í ökutækjaskrá.
(2) Eftirlitsmönnum er heimilt að stöðva ökutæki og gera þær athuganir á því sem taldar eru nauðsynlegar til að staðreyna að ökutæki, mælabúnaður þess og skráning ökumanns á akstri sé í samræmi við skráningu ökutækisins í álestrarskrá ökumæla. Þá er eftirlitsmönnum heimilt að leggja hald á skráningarblöð ökurita, afriti úr ökuritakorti og akstursbók.
Um dráttarvexti, refsingu o.fl. fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald o.fl.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 3. mgr. 23. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald o.fl., og öðlast gildi 1. júlí 2005.
Ákvæði til bráðabirgða með reglugerð nr. 1009/2017
Vegna ákvörðunar kílómetragjalds og sérstaks kílómetragjalds á árunum [2017 til 2022]1) 2) 3) er ríkisskattstjóra heimilt að gefa út akstursbók, skv. 15. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, í formi eyðublaða. Skráning upplýsinga skv. 7. gr. reglugerðarinnar á slík eyðublöð telst fullgild skráning í akstursbók. Um aðra skráningu, varðveislu og aflestur eyðublaðanna gilda eftir því sem við geta átt þær reglur sem við eiga um skráningu, eftirlit og varðveislu akstursbókar.*1)
1)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 1167/2018. 2)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 1106/2019. 3)Sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 1412/2021. *1)Ákvæðið öðlaðist þegar gildi og kom til framkvæmda við álagningu kílómetragjalds og sérstaks kílómetragjalds 2017.