Reglugerð
nr. 599/2005, um ökumæla, verkstæði, álestraraðila og eftirlitsaðila kílómetragjalds.*1)
*1)Sbr. reglugerð nr. 1008/2017.
I. KAFLI
Ökumælar, verkstæði o.fl.
(1) Ökutæki, sem greiða skal kílómetragjald af skv. 13. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald o.fl., skulu vera búin ökumælum til ákvörðunar kílómetragjalds. Eigandi eða umráðamaður ökutækis skal á eigin kostnað láta setja ökumæli í ökutæki sitt. Hann ber ábyrgð á að ökumælir telji rétt. Hann skal sjá til þess að allar tengingar milli aflrásar og ökumælis séu innsiglaðar.
(2) Einungis er heimilt að nota ökumæla sem samþykktir hafa verið af Vegagerðinni, að undangenginni prófun faggilts verkstæðis.
(3) Heimilt er að skrá ökumæli bifreiðar sem dregur eftirvagn, fyrir bæði bifreiðina og eftirvagninn. Ákvarðar ökumælirinn þá akstur bifreiðar og eftirvagns og er ekki skylt að setja ökumæli í eftirvagninn.
(4) Ríkisskattstjóri getur, ef sérstaklega stendur á, veitt undanþágu frá því að ökutækið sé útbúið ökumæli, enda fari ákvörðun kílómetragjalds fram á annan jafntryggan hátt.
(1) Ef skylt er að búa ökutæki ökurita skv. reglugerð nr. 136/1995, um aksturs- og hvíldartíma ökumanna o.fl. í innanlandsflutningum og við flutning innan Evrópska efnahagssvæðisins, með síðari breytingum*1) og þeim EBE-gerðum sem vísað er til þar, skal ökuritinn notaður sem ökumælir, sbr. 1. gr.
(2) Ef ökutæki er búið ökurita, án þess að það sé skylt skv. reglugerð nr. 136/1995*1), skal eiganda eða umráðamanni þó heimilt að nota ökuritann sem ökumæli, enda sé hann innsiglaður. Heimilt er að nota ökurita enda þótt hann hafi ekki hlotið tilskilda viðurkenningu fyrrgreindrar reglugerðar ef hann er innsiglaður.
(3) Ef ökuriti er notaður sem ökumælir skv. 1. mgr. er ökumanni skylt að hafa skráningarblað (skífu) í ökuritanum eða ökuritakort (rafrænn ökuriti), þar sem skráðar eru upplýsingar um akstur ökutækis. Um notkun ökuritans, ökuritakorta og skráningarblaða hans skulu að öðru leyti gilda ákvæði reglugerðar nr. 136/1995 með síðari breytingum*1) og ákvæði þeirra EBE-gerða sem þar er vísað til.
*1)Nú reglugerð nr. 605/2010, um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit.
(1) Ísetning, úrtaka og viðgerð ökumæla er óheimil öðrum verkstæðum en þeim sem hafa hlotið faggildingu Neytendastofu, sbr. reglugerð nr. 572/1995, um prófun á ökuritum og reglugerð nr. 41/1996, um starfsemi verkstæða með B-faggildingu til prófunar á ökuritum.
(2) Þó skal verkstæðum sem ekki hafa hlotið faggildingu heimilt að taka úr og setja í ökumæla að undangenginni heimild frá Vegagerðinni.
(3) Viðgerðir og breytingar á teljara í ökumæli má einungis framkvæma hjá faggiltu verkstæði.
(1) Verkstæði, sem setur ökumæli í ökutæki samkvæmt reglugerð þessari, skal skrá eftirfarandi upplýsingar í akstursbók, sem ríkisskattstjóri gefur út:
-
Skráningarnúmer ökutækis.
-
Nafn og heimilisfang eiganda.
-
Nafn og heimilisfang umráðamanns.
-
Gerð ökumælis og númer.
-
Stærð hjólbarða á því hjóli eða hjólum, sem ökumælir er knúinn af.
-
Drifhlutfall, margfeldi eða kvörðunarstuðul ökumælis.
-
Hvar og hvenær ökumælir var settur í ökutækið.
-
Nafn og heimilisfang þess verkstæðis, sem setti ökumælinn í bifreiðina.
-
Stöðu ökumælis.
(2) Verkstæðið skal senda tilkynningu til Vegagerðarinnar um að ökumælir hafi verið settur í bifreiðina og stöðu ökumælis á eyðublaði í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
Áður en nýr ökumælir eða ökumælir sem gert hefur verið við er tekinn til notkunar skal hann prófaður af ísetningaraðila er staðfesta skal í akstursbók að mælirinn telji rétt.
Ökumælar skulu settir í og innsiglaðir eftir reglum sem ríkisskattstjóri setur í samráði við Vegagerðina.
(1) Verkstæðum sem hlotið hafa faggildingu og þeim sem veitt hefur verið heimild til ísetningar og úrtöku ökumæla skulu afhentar sérstakar innsiglistangir til að innsigla ökumæla.
(2) Merki á innsiglistöngum skal vera með bókstöfunum ÍS, þremur tölustöfum og merki samkvæmt nánari fyrirmælum Vegagerðarinnar. Innsiglistöngin skal marka skýrt merki á innsiglið. Óheimilt er að nota innsiglistangir með annars konar innsiglum.
(3) Vegagerðin annast afhendingu innsiglistanga og heldur skrá yfir ábyrgðarmenn þeirra. Glatist eða skemmist innsiglistöng skal Vegagerðinni þegar gert viðvart.
Ef verkstæði eða aðrir þeir sem hafa heimild til að innsigla ökumæla verða uppvísir að misnotkun með innsiglistangir eða brjóta á annan hátt gegn ákvæðum reglugerðar þessarar, skulu þeir sviptir innsiglistöngum og heimild til ísetningar og úrtöku ökumæla.
Ef verkstæði þarf að taka ökumæli úr til viðgerðar, skal lesið af ökumælinum áður en hann er tekinn úr og annar settur í stað hins bilaða. Tilkynna skal þegar í stað til Vegagerðarinnar ef nýr ökumælir er settur í ökutæki. Ef nýr ökumælir er settur í stað hins bilaða eða breyting hefur orðið á stöðu ökumælis í viðgerð, skal lesið af ökumæli og álestur tilkynntur til Vegagerðarinnar á þar til gerðu eyðublaði. Nú verður því ekki við komið að setja annan ökumæli í ökutæki og er þá heimilt að fenginni heimild Vegagerðarinnar að aka án ökumælis gegn greiðslu dagsgjalds. Heimild skal ekki veitt til lengri tíma en fimm virkra daga. Greiða skal daggjald fyrir þann tíma sem ekið er án ökumælis og skal gjaldið nema sem svarar til a.m.k. 200 km aksturs fyrir hvern dag sem heimildin nær til. Heimilt skal við ákvörðun gjaldsins að miða við raunverulegan akstur, verði því komið við samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.
Verkstæðum, sem ekki hefur verið veitt heimild til ísetningar og úrtöku ökumæla, sbr. 3. gr., er heimilt að rjúfa innsigli ökumæla, ef það er nauðsynlegt vegna viðgerðar á ökutæki. Verkstæði skal skrá í akstursbók ökutækisins stöðu ökumælis, ástæðu þess að rjúfa þurfti innsigli, hvaða dag innsigli var rofið, hvaða dag viðgerð var lokið og nafn verkstæðis, auk þess sem viðgerðarmaður skal rita nafn sitt til staðfestingar á fyrrgreindri skráningu. Eiganda eða umráðamanni er skylt að láta verkstæði er heimild hefur til ísetningar og úrtöku ökumæla, sbr. 3. gr., eða Vegagerðina innsigla ökumæli þegar að lokinni viðgerð. Ef breyting verður á stöðu ökumælis skal færa ökutækið til álestraraðila og láta lesa af ökumælinum.
II. KAFLI
Álestraraðilar.
Álestraraðilar eru skoðunarstöðvar, sem fjármálaráðuneytið hefur samið við um að annast álestur, Vegagerðin og aðrir aðilar sem falið hefur verið að annast álestur.
Álestur telst því aðeins hafa farið fram að mætt hafi verið með ökutæki til álestraraðila. Að öðrum kosti er álestraraðila óheimilt að skrá álestur í álestrarskrá ökumæla.
(1) Aðili sem annast álestur skal óska eftir því við ökumann að hann framvísi akstursbók. Álestraraðili skal lesa af kílómetrastöðu ökurita eða ökumælis og hraðamælis og skrá hana í akstursbókina. Í álestrarskrá ökumæla skal álestraraðili skrá stöðu ökumælis eða ökurita.
(2) Álestraraðili skal við álestur ökutækis athuga:
-
hvort akstur hafi verið færður réttilega í akstursbók,
-
hvort skráningu í akstursbók beri saman við akstur samkvæmt ökurita eða ökumæli og hraðamæli,
-
hvort ökumælir hafi verið óvirkur eða talið of lítið,
-
hvort innsigli hafi verið rofið og
-
önnur þau atriði sem upp eru talin í 16. gr.
(3) Ef akstursbók er ekki framvísað við álestur eða ef einhverjum af framangreindum atriðum er áfátt, skal álestraraðili fylla út skýrslu sbr. 17. gr.
(4) Ökumaður skal aðstoða álestraraðila og eftirlitsmenn við álestur ökumælis með því m.a. að losa hlífar frá ökumæli og hreinsa til umhverfis ökumæli svo hann verði aðgengilegur. Ökumaður skal jafnframt, verði þess óskað, aka ökutækinu svo hægt sé að ganga úr skugga um að ökumælir telji rétt.
(1) Við árlega skoðun ökutækis skal skoðunarmaður athuga þau atriði sem um getur í 1. mgr. 13. gr. Komi í ljós við árlega skoðun ökutækis að einhverju af framangreindum atriðum er áfátt skal skoðunarmaður fylla út skýrslu sbr. 17. gr.
(2) Komi í ljós við aðalskoðun að kílómetragjald sem fallið er í eindaga á skoðunardegi hefur ekki verið greitt skal skoðunarstöð neita um skoðun á ökutækinu og tilkynna lögreglu um það þegar í stað. Eiganda eða umráðamanni bifreiðar er þó ekki skylt að færa sönnur á að hafa greitt gjaldfallið kílómetragjald fyrr en eftir eindaga.
(3) Hafi kílómetragjald ekki verið greitt á eindaga skal lögreglustjóri að kröfu innheimtumanns ríkissjóðs stöðva ökutækið hvar sem það fer og taka skráningarmerki þess til geymslu.
(4) Óheimilt er að afhenda eiganda eða umráðamanni skráningarmerkin fyrr en kílómetragjald hefur verið greitt af ökutækinu.
(5) Óheimilt er að skrá eigendaskipti að ökutæki nema gjaldfallið kílómetragjald hafi verið greitt og lesið hafi verið af ökumæli og kílómetragjald vegna þess álestrar greitt.
(6) Óheimilt er að skipa út ökutæki sem er gjaldskylt nema sannað sé að kílómetragjald hafi verið greitt.
III. KAFLI
Eftirlit.
Hlutverk eftirlitsmanna er að kanna hvort mælabúnaður gjaldskyldra ökutækja, skráning ökumanna á akstri og skráning ökutækisins í ökutækjaskrá sé í samræmi við lög og reglur sem slíkt grundvallast á.
(1) Eftirlitsmönnum er heimilt að stöðva ökutæki og gera þær athuganir á ökutækinu sem taldar eru nauðsynlegar til að staðreyna að ökutæki, mælabúnaður þess og skráning ökumanns á akstri sé í samræmi við skráningu ökutækisins í álestrarskrá ökumæla og lög nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald o.fl. Eftirlitsmönnum er þannig heimilt að:
-
mæla heildarþyngd ökutækis og bera hana saman við gjaldþyngd ökutækis,
-
kanna hvort ökuriti eða ökumælir og hraðamælir telji rétt,
-
kanna skráningarskírteini ökutækis og skráningarblöð ökurita,
-
kanna hvort akstur hafi verið réttilega færður í akstursbók,
-
kanna hvort innsigli hafi verið rofið,
-
kanna hvort ökumælir og ísetning eru í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar.
(2) Eftirlitsmönnum er heimilt að kanna starfsemi verkstæða er hafa heimild til ísetningar og úrtöku ökumæla skv. 3. gr. og athuga hvort þau fullnægi skilyrðum sem þeim eru sett samkvæmt reglugerð þessari.
(3) Eftirlitsmönnum er heimilt að fara til álestraraðila og fylgjast með álestri og kanna hvort álestraraðili fari að þeim reglum sem settar eru fram í reglugerð þessari og benda á leiðir til úrbóta ef einhverju er ábótavant.
(1) Telji eftirlitsmenn, álestraraðilar eða skoðunarmenn að ökutæki eða búnaður þess sé ekki í samræmi við skráningu ökutækisins eða ákvæði reglugerðar þessarar, eða að ökumaður hafi ekki uppfyllt skyldur sínar til skráningar á akstri ökutækisins, skulu þeir tilkynna skriflega um það til ríkisskattstjóra á eyðublaði (skýrslu), í því formi sem hann ákveður. Í skýrslunni skal m.a. greint frá nafni ökumanns, eiganda eða umráðamanni ökutækis, skráningarnúmeri ökutækis, hverju hafi verið ábótavant og öðru því sem máli kann að skipta við ákvörðun á skatti eða viðurlögum.
(2) Að skýrslutöku lokinni skal ökumanni gefinn kostur á að kynna sér efni skýrslunnar. Áður en ökumaður undirritar skýrslu skal hann spurður hvort það sem fært er til bókar sé rétt og honum gefinn kostur á að koma að athugasemdum.
(3) Skýrslan skal undirrituð af eftirlitsmanni og ökumanni. Neiti ökumaður að undirrita skýrsluna skal kallaður til vottur er staðfestir að skýrslutakan hafi farið fram.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 7. mgr. 13. gr. og 3. mgr. 23. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald o.fl., öðlast gildi 1. júlí 2005.
Ákvæði til bráðabirgða með reglugerð nr. 1008/2017
Vegna ákvörðunar kílómetragjalds og sérstaks kílómetragjalds á árunum 2017 og 2018 er ríkisskattstjóra heimilt að gefa út akstursbók, skv. 15. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, í formi eyðublaða. Skráning upplýsinga skv. 13. og 16. gr. reglugerðarinnar á slík eyðublöð telst fullgild skráning í akstursbók. Um aðra skráningu, eftirlit og varðveislu eyðublaðanna gilda eftir því sem við geta átt þær reglur sem við eiga um skráningu, eftirlit og varðveislu akstursbókar.*1)
*1)Ákvæðið öðlaðist þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu kílómetragjalds og sérstaks kílómetragjalds 2017.