Skattalagasafn ríkisskattstjóra 28.3.2024 23:56:04

Lög nr. 94/2019, kafli 6 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=94.2019.6)
Ξ Valmynd

 

VI. KAFLI
Þagnarskylda og upplýsingagjöf.

30. gr.
Þagnarskylda og upplýsingagjöf.

(1) Endurskoðendur, starfsmenn endurskoðenda, eftirlitsaðilar og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu endurskoðenda eða eftirlitsaðila eru bundnir þagnarskyldu um allt það er þeir kunna að komast að vegna starfa sinna og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að skylt sé að veita upplýsingar fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upp­lýs­ingar lögum samkvæmt. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi.

(2) Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er endurskoðendaráði heimilt að láta viðkomandi lögbærum yfirvöldum sem hafa eftirlit með endurskoðendum og endurskoðunarfyrirtækjum í té upplýsingar að því tilskildu að þau yfirvöld uppfylli kröfur um samsvarandi þagnarskyldu í sínu heimalandi.

(3) Með upplýsingar sem eftirlitsaðili fær frá framangreindum erlendum aðilum og tilgreindar eru sem trúnaðarmál eða eru það eðli máls samkvæmt skal fara að hætti 1. mgr.

Fara efst á síðuna ⇑