Skattalagasafn ríkisskattstjóra 24.11.2024 04:19:57

Lög nr. 87/2004, kafli 3 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=87.2004.3)
Ξ Valmynd

III. KAFLI
Kæruheimildir, eftirlit og refsiábyrgð.

[17. gr.]2)
Kæruheimildir.

(1) Ákvörðun ríkisskattstjóra skv. [5. mgr.4) 3. gr., 6., 11. og [14. gr.]3) er kæranleg til hans innan 30 daga frá því að hún var tilkynnt. Kærufrestur reiknast frá póstlagningu tilkynningar um gjaldákvörðun. Við ákvörðun olíugjalds án sérstakrar tilkynningar til kæranda reiknast kærufrestur þó frá gjalddaga uppgjörstímabils, sbr. 11. gr. Innsend fullnægjandi skýrsla skal tekin sem kæra þegar um er að ræða áætlanir skv. 12. gr. Ríkisskattstjóri skal að jafnaði innan tveggja mánaða frá lokum kærufrests kveða upp rökstuddan úrskurð um kæruna og tilkynna hann í ábyrgðarbréfi.

(2) Heimilt er að kæra úrskurð ríkisskattstjóra um kæru skv. 1. mgr. og endurákvörðun skv. [12. og 16. gr.]1) 3) til yfirskattanefndar samkvæmt ákvæðum laga um yfirskattanefnd.

(3) Heimild til endurákvörðunar samkvæmt lögum þessum nær til síðustu sex ára sem næst eru á undan því ári sem endurákvörðun fer fram. Verði skattskyldum aðila eigi kennt um að áðurnefnd gjöld voru vanálögð, og/eða hafi hann látið í té við álagningu eða álestur fullnægjandi upplýsingar og/eða gögn sem byggja mátti rétta álagningu á, er þó eigi heimilt að ákvarða honum gjald nema vegna síðustu tveggja ára sem næst voru á undan því ári sem endurákvörðun fer fram á.
[---]3)
[---]1)

(6) Við endurákvörðun oftekinna gjalda samkvæmt lögum þessum skal greiða gjaldanda vexti, sem skulu vera jafnháir tveimur þriðju hlutum vaxta sem Seðlabanki Íslands ákveður og birtir skv. 1. málsl. 4. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá þeim tíma sem greiðslan átti sér stað og þar til endurgreiðslan fer fram.

(7) Ákvörðun [tollyfirvalda]5) skv. 3. tölul. 1. mgr. 13. gr. er kæranleg til [þeirra]5) innan 30 daga frá gjalddaga. Að öðru leyti skulu ákvæði þessarar greinar gilda um ákvarðanir skv. 3. tölul. 1. mgr. 13. gr. eftir því sem við á, þ.m.t. kærur til yfirskattanefndar.

1)Sbr. 10. gr. laga nr. 136/2005. 2)Sbr. 3. gr. laga nr. 169/2006. 3)Sbr. 6. gr. laga nr. 169/2006. 4)Sbr. 22. gr. laga nr. 59/20175)Sbr. 52. gr. laga nr. 141/2019.

[18. gr.]1)
Eftirlit.

(1) Ríkisskattstjóri annast eftirlit með því að ekki sé notuð lituð olía á skráningarskyld ökutæki og að skráning þeirra og búnaður sé í samræmi við fyrirmæli laga þessara. Jafnframt annast ríkisskattstjóri eftirlit með því að gjaldskyld ökutæki, skráning þeirra og búnaður, svo og skráning ökumanna á akstri, sé í samræmi við fyrirmæli laga þessara, reglur um ökumæla og skráningu ökutækisins í ökutækjaskrá. [Ráðherra]3) er heimilt að fela [Samgöngustofu]4) framkvæmd [tiltekinna þátta]2) eftirlitsins.

(2) Eftirlitsmönnum er heimilt að stöðva ökutæki til að gera þær athuganir sem taldar eru nauðsynlegar til að staðreyna hvort lituð olía hafi verið notuð á skráningarskylt ökutæki andstætt ákvæði 3. mgr. 4. gr., þar á meðal að skoða eldsneytisgeymi og vél ökutækis. Eftirlitsmönnum er heimilt að taka [sýni úr eldsneytisgeymi ökutækis]2). [Einnig er eftirlitsmönnum heimilt að taka sýni úr birgðageymum, að beiðni ríkisskattstjóra.]2) Jafnframt er eftirlitsmönnum heimilt að stöðva ökutæki og gera þær athuganir á því sem taldar eru nauðsynlegar til að staðreyna að ökutæki, mælabúnaður þess og skráning ökumanns á akstri sé í samræmi við skráningu ökutækisins í álestrarskrá ökumæla. Þá er eftirlitsmönnum heimilt að leggja hald á skráningarblöð ökurita og akstursbók. [Ökumanni er skylt að stöðva ökutæki óski eftirlitsmaður þess og heimila eftirlitsmanni að gera nauðsynlegar athuganir til að staðreyna hvort lituð olía hafi verið notuð á ökutækið.]2)

(3) [Ríkisskattstjóri hefur eftirlit með gjaldskyldum aðilum, sem hlotið hafa skráningu skv. 3. gr., og er heimilt að krefjast þess að fá afhent bókhald og bókhaldsgögn, svo og önnur gögn er varða reksturinn. Enn fremur hefur ríkisskattstjóri aðgang að starfsstöðvum og birgðastöðvum. Að öðru leyti gilda ákvæði laga um virðisaukaskatt*1) eftir því sem þau geta átt við.]2)

[(4) [Hafi ríkisskattstjóri grun um skattsvik eða að refsiverð brot á lögum um bókhald*2) hafi verið framin felur hann skattrannsóknarstjóra að ákveða um framhald málsins sem getur lokið með ákvörðun sektar. Máli getur þó lokið án þess að það sé falið skattrannsóknarstjóra enda sé einvörðungu um að ræða brot er varðar refsingu skv. 4. eða 5. mgr. 19. gr., sbr. 4. mgr. 20. gr.]5)]2)

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 169/2006. 2)Sbr. 7. gr. laga nr. 169/2006. 3)Sbr. 390. gr. laga nr. 126/20114)Sbr. 28. gr. laga nr. 59/20135)Sbr. 37. gr. laga nr. 29/2021*1)Sjá lög nr. 50/1988. *2)Sjá lög nr. 145/1994.

[19. gr.]1)
[Refsingar.] 2)

(1) Skýri gjaldskyldur aðili skv. 3. gr. af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi rangt eða villandi frá einhverju því sem máli skiptir um skyldu sína til greiðslu olíugjalds skal hann auk ógreidds gjalds greiða sekt sem nemur allt að tífaldri, og aldrei lægri en tvöfaldri, þeirri fjárhæð sem dregin var undan eða vanrækt var að greiða.

(2) Vanræki gjaldskyldur aðili skv. 3. gr. að halda tilskilið bókhald samkvæmt lögum þessum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim skal hann sæta sektum samkvæmt ákvæðum laga um bókhald.

(3) Vanræki gjaldskyldur aðili að veita upplýsingar eða láta í té aðstoð, skýrslur eða gögn eins og ákveðið er í lögum þessum, eða skýri hann rangt eða villandi frá einhverju sem varðar skyldu til greiðslu eða rétt til endurgreiðslu olíugjalds, þótt upplýsingarnar hafi hvorki haft áhrif á greiðslu hans né viðskiptamanna hans á olíugjaldi, eða brjóti á annan hátt gegn lögum þessum, skal hann sæta sektum enda liggi ekki við brotinu þyngri refsing eftir þessum lögum eða öðrum lögum.

[(4) Sé ökutæki heimildarlaust í umferð án þess að það sé búið ökumæli eða ef ökumælir telur ekki eða akstur er ranglega færður eða ekki færður í akstursbók eða ef heildarþyngd ökutækis með farmi er umfram gjaldþyngd þess varðar það sektum allt að 100.000 kr.

(5) Sé lituð olía notuð á skráningarskylt ökutæki, sbr. 3. mgr. 4. gr., varðar það sektum samkvæmt eftirfarandi töflu:

 Heildarþyngd ökutækis:  Fjárhæð sektar:
 0-3.500 kg.  [300.000 kr.]3)
 3.501-10.000 kg.  [750.000 kr.]3)
 10.001-15.000 kg.  [1.125.000 kr.]3)
 15.001-20.000 kg.  [1.500.000 kr.]3)
 20.001 kg. og þyngri  [1.875.000 kr.]3)

Sektarfjárhæðina skal lækka hlutfallslega þegar fyrir liggur að ekki hafi verið unnt að nota litaða olíu á skráningarskylt ökutæki, sbr. 3. mgr. 4. gr., á tveggja ára tímabili, talið frá þeim tíma er brot liggur fyrir. Sektarfjárhæð skal að hámarki lækkuð um helming. Við ítrekuð brot er heimilt að tvöfalda sektarfjárhæðina. Við sérstakar aðstæður er heimilt að lækka eða fella niður sekt samkvæmt ákvæðinu.

(6) Skráðum eiganda ökutækis verður gerð sekt skv. 4. og 5. mgr. óháð því hvort brot megi rekja til saknæmrar háttsemi hans. Hafi umráðamaður ökutækis gerst sekur um brot skv. 4. og 5. mgr. er hann ábyrgur fyrir greiðslu sektarinnar ásamt skráðum eiganda.]2)

(7) Séu brot stórfelld eða ítrekuð gegn lögum þessum má auk sektar beita fangelsi allt að tveimur árum. Tilraun og hlutdeild í brotum samkvæmt lögum þessum eru refsiverðar skv. III. kafla almennra hegningarlaga.

(8) Gera má lögaðila sekt fyrir brot á lögum þessum óháð því hvort brotið megi rekja til saknæms verknaðar fyrirsvarsmanns eða starfsmanns lögaðilans.
[---]2)

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 169/2006. 2)Sbr. 8. gr. laga nr. 169/2006. 3)Sbr. 3. gr. laga nr. 63/2010.

[20. gr.
Málsmeðferð.

(1) [Skattrannsóknarstjóri leggur á]3) sektir skv. 19. gr. nema máli sé vísað til [---]2) rannsóknar og dómsmeðferðar skv. 2. mgr. [Skjóta má ákvörðun skattrannsóknarstjóra um sektir til yfirskattanefndar og kemur hann fram af hálfu hins opinbera fyrir nefndinni við meðferð málsins.]3) Um meðferð mála hjá nefndinni fer eftir lögum nr. 30/1992, um yfirskattanefnd, með síðari breytingum. [---]3) Úrskurðir nefndarinnar eru fullnaðarúrskurðir.

(2) [Skattrannsóknarstjóri getur vísað máli til rannsóknar lögreglu af sjálfsdáðum.]3)

(3) Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er skattrannsóknarstjóra [---]3) eða löglærðum fulltrúa hans heimilt að gefa sökunaut kost á að ljúka refsimeðferð máls með því að greiða sekt til ríkissjóðs, enda verður brot ekki talið varða þyngri refsingu en sekt, og verður máli þá hvorki vísað til opinberrar meðferðar né sektarmeðferðar hjá yfirskattanefnd. Aðila skulu veittar upplýsingar um fyrirhugaða sektarfjárhæð áður en hann fellst á að ljúka máli með þessum hætti. Sektarákvörðun samkvæmt ákvæði þessu skal lokið innan sex mánaða frá því að rannsókn skattrannsóknarstjóra lauk.

(4) Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er ríkisskattstjóra heimilt að ljúka refsimeðferð með ákvörðun sektar við brotum er varða refsingu skv. 4. eða 5. mgr. 19. gr. enda hafi málinu ekki verið vísað til skattrannsóknarstjóra [---]3) til meðferðar. Sé sekt skv. 1. málsl. greidd innan 14 daga frá ákvörðun hennar lækkar sektarfjárhæðin um 20 af hundraði. Sektarákvörðun ríkisskattstjóra er kæranleg til yfirskattanefndar innan þriggja mánaða frá póstlagningu ákvörðunar. Ríkisskattstjóri kemur fram af hálfu hins opinbera fyrir nefndinni vegna kæru á úrskurði hans.

(5) Skattkröfu má hafa uppi í [sakamáli]2) sem kann að vera höfðað vegna brota gegn lögum þessum.

(6) Sektir fyrir brot gegn lögum þessum renna í ríkissjóð.

(7) Vararefsing fylgir ekki sektarákvörðunum skattyfirvalda. Um innheimtu sekta skattyfirvalda gilda sömu reglur og um innheimtu virðisaukaskatts samkvæmt lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

(8) Sök skv. 19. gr. fyrnist á sex árum. Fari fram rannsókn af hálfu [skattrannsóknarstjóra eða héraðssaksóknara]3] gegn aðila sem sökunaut miðast fyrningarfrestur við upphaf rannsóknar enda verði ekki óeðlilegar tafir á rannsókn máls eða ákvörðun refsingar.]1)

1)Sbr. 9. gr. laga nr. 169/2006. 2)Sbr. 234. gr. laga nr. 88/20083)Sbr. 38. gr. laga nr. 29/2021.

21. gr.

(1) Við aðalskoðun bifreiðar ár hvert skal eigandi hennar eða umráðamaður færa sönnur á að greitt hafi verið af henni kílómetragjald [og sérstakt kílómetragjald]1) sem fallið er í eindaga á skoðunardegi. Að öðrum kosti skal skoðunarmaður neita um skoðun á henni og tilkynna lögreglu um það þegar í stað. Eiganda eða umráðamanni bifreiðar er þó ekki skylt að færa sönnur á að hafa greitt gjaldfallið kílómetragjald [og sérstakt kílómetragjald]1) fyrr en eftir eindaga.

(2) Óheimilt er að skrá eigendaskipti að ökutæki nema gjaldfallið kílómetragjald [og sérstakt kílómetragjald]1) hafi verið greitt og lesið hafi verið af ökumæli og kílómetragjald [og sérstakt kílómetragjald]1) vegna þess álestrar greitt.

(3) Hafi gjöld samkvæmt lögum þessum ekki verið greidd á gjalddaga skal lögreglustjóri að kröfu innheimtumanns ríkissjóðs stöðva ökutækið hvar sem það fer og taka skráningarmerki þess til geymslu.

(4) Skráning bifreiðar skal ekki fara fram nema gjaldfallið kílómetragjald [og sérstakt kílómetragjald]1) hafi áður verið greitt af henni.

(5) Óheimilt er að afhenda skráningarmerki sem afhent hafa verið skráningaraðila til varðveislu nema gjaldfallið kílómetragjald [og sérstakt kílómetragjald]1) hafi áður verið greitt.

(6) Ef gjaldskylt ökutæki er flutt tímabundið úr landi skal ekki greiða kílómetragjald [og sérstakt kílómetragjald]1) vegna þess aksturs sem sannanlega hefur átt sér stað erlendis enda tilkynni eigandi eða umráðamaður ríkisskattstjóra um akstur erlendis og framvísi innflutnings- og útflutningsskýrslu með staðfestingu tollyfirvalda á kílómetrastöðu ökurita eða ökumælis og hraðamælis við útflutning og innflutning.

(7) Óheimilt er að skipa ökutæki úr landi nema greitt hafi verið álagt kílómetragjald [og sérstakt kílómetragjald]1). [Hið sama á við um sektir skv. 4. og 5. mgr. 19. gr.]2)

(8) [Kílómetragjaldi, sérstöku kílómetragjaldi og sektum skv. 4. og 5. mgr. 19. gr. fylgir lögveðsréttur í viðkomandi ökutæki.]1) 2)

1)Sbr. 11. gr. laga nr. 136/2005. 2)Sbr. 10. gr. laga nr. 169/2006.

22. gr.

     Séu gjöld samkvæmt lögum þessum ekki greidd á gjalddaga, sbr. 11. gr., eða eftir atvikum á eindaga, sbr. [14. gr.]1), skal greiða ríkissjóði dráttarvexti af því sem ógreitt er, talið frá og með gjalddaga. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu.

1)Sbr. 11. gr. laga nr. 169/2006.
 

Fara efst á síðuna ⇑