Skattalagasafn ríkisskattstjóra 20.7.2024 13:46:31

Lög nr. 50/1988, kafli 8 (slóđ: www.skattalagasafn.is?log=50.1988.8)
Ξ Valmynd

VIII. KAFLI
Tilhögun bókhalds.

17. gr.

(1) Allir, sem skattskyldir eru samkvćmt lögum ţessum, skulu auk ţess sem fyrir er mćlt í lögum nr. [145/1994]1), um bókhald, haga bókhaldi sínu og uppgjöri til virđisaukaskatts ţannig ađ skattyfirvöld geti jafnan gengiđ úr skugga um réttmćti virđisaukaskattsskila, og á ţađ einnig viđ um ţá sem ekki eru taldir bókhaldsskyldir samkvćmt bókhaldslögum.

(2) [Allar bćkur, uppgjör og gögn, er varđa virđisaukaskattsskil, skal varđveita í sjö ár frá lokum viđkomandi reikningsárs. Ţeim sem nota sjóđvélar er ţó ekki skylt ađ varđveita innri strimla lengur en ţrjú ár frá lokum viđkomandi reikningsárs enda liggi fyrir fullfrágengiđ bókhald og undirritađur ársreikningur.]1)

1)Sbr. 4. gr. laga nr. 40/1995.

18. gr.

(1) Skattskyldir ađilar skulu annađhvort hafa í ađalbókhaldi sínu sérstaka reikninga fyrir ţćr fjárhćđir er fćra skal á virđisaukaskattsskýrslu eđa fćra ţćr í sérstakar undirbćkur eđa yfirlit sem byggđ eru á ađalbókhaldinu. Fćrslum skal ţannig hagađ ađ rekja megi einstakar fjárhćđir á virđisaukaskattsskýrslu til ţeirra gagna sem á er byggt.

(2) Reki ađili, sem er skattskyldur samkvćmt lögum ţessum, margţćtta starfsemi, ţannig ađ sumir ţćttir hennar séu skattskyldir en ađrir undanţegnir skattskyldu, skulu hin skattskyldu og undanţegnu viđskipti greinilega ađgreind bćđi í bókhaldi hans og á virđisaukaskattsskýrslu.

(3) Virđisaukaskattsskyldum innkaupum og ţeim sem undanţegin eru virđisaukaskatti skal halda ađgreindum í bókhaldi.

(4) Í bókhaldi skal og fćra sérstaka reikninga yfir innskatt annars vegar og útskatt hins vegar. Reikninga ţessa má fćra í lok hvers uppgjörstímabils, enda sé hćgt ađ reikna skattfjárhćđirnar beint á grundvelli reikninga bókhaldsins yfir kaup og sölu skattskyldrar vöru og ţjónustu.

(5) [Skattskyldir ađilar, sem ekki fćra bókhald samkvćmt lögum nr. 145/1994, um bókhald, skulu fćra sérstakt bókhald yfir hin skattskyldu viđskipti. [Ráđherra]2) setur nánari reglura) um tilhögun slíks bókhalds.]1)

1)Sbr. 5. gr. laga nr. 40/1995. 2)Sbr. 127. gr. laga nr. 126/2011. a)Reglugerđ nr. 50/1993.

19. gr.

Sala skattskyldra ađila samkvćmt lögum ţessum skal teljast skattskyld ađ ţví marki sem ađilar ţessir geta ekki sýnt fram á međ bókhaldi og gögnum sem ţeim er skylt ađ halda ađ salan sé undanţegin virđisaukaskatti. Vanrćki ađili ađ taka virđisaukaskatt af vöru eđa ţjónustu sem skattskyld er samkvćmt lögum ţessum ber honum eigi ađ síđur ađ standa skil á skattinum.

20. gr.

(1) Viđ sérhverja sölu eđa afhendingu á vöru eđa skattskyldri ţjónustu skal seljandi gefa út reikning, sbr. ţó 21. gr. Á reikningi skal koma fram útgáfudagur, nafn og kennitala kaupanda og seljanda, skráningarnúmer seljanda, tegund sölu, magn, einingarverđ og heildarverđ. Reikningseyđublöđ skulu vera fyrir fram tölusett í samfelldri töluröđ. Reikningur skal bera greinilega međ sér hvort virđisaukaskattur er innifalinn í heildarfjárhćđ hans eđa ekki. Enn fremur skal sérstaklega koma fram hver fjárhćđ virđisaukaskatts er, ellegar ađ virđisaukaskattur sé [19,35%]1) 5) 6) af heildarverđi [eđa [9,91%]4) 6) ţegar um er ađ rćđa sölu skv. 2. mgr. 14. gr.]2) Viđ sölu til skattskylds ađila skal fjárhćđ virđisaukaskatts ćtíđ koma fram.

(2) Sé greitt ađ fullu eđa ađ hluta áđur en afhending fer fram, sbr. 3. mgr. 13. gr., skal móttakandi greiđslu gefa út kvittun til greiđanda í samrćmi viđ ákvćđi 1. mgr. ţessarar greinar eftir ţví sem viđ á.

(3) Ţegar seldum verđmćtum er skilađ til seljanda skal ćtíđ gefa út innleggsreikning (kreditreikning) fyrir hinum mótteknu verđmćtum međ tilvísun til fyrri reiknings. Sama gildir um afslátt sem veittur er eftir ađ reikningur hefur veriđ gefinn út, svo og leiđréttingar á fyrri reikningum.

(4) [Viđ sölu, sem er ađ hluta til skattskyld og ađ hluta til undanţegin skatti, skal halda viđskiptum, sem eru skattskyld, greinilega ađgreindum á reikningi frá öđrum viđskiptum. Jafnframt skal á reikningi ađgreina skattskylda sölu eftir skatthlutföllum, ţannig ađ heildarverđ vöru og ţjónustu ásamt virđisaukaskatti komi sérstaklega fram vegna hvors skatthlutfalls.]2)

(5) Seljandi skal varđveita samrit af reikningum og kvittunum samkvćmt ţessari grein.

(6) Skattskyldur ađili samkvćmt lögum ţessum skal haga bókhaldi sínu og vörslu bókhaldsgagna ţannig ađ hann geti ađ kröfu skattyfirvalda gefiđ upplýsingar um innkaup sín á skattskyldum vörum og ţjónustu frá einstökum skattskyldum ađilum og um sölu sína á skattskyldum vörum og ţjónustu til einstakra skattskyldra ađila samkvćmt lögum ţessum.

(7) Til sönnunar á innskatti skal skattskyldur ađili geta lagt fram reikninga eđa önnur gögn í samrćmi viđ ákvćđi ţessarar greinar. Sömuleiđis skal ađili, sem flytur inn vörur erlendis frá, geta lagt fram greiđsluskjöl frá tollyfirvöldum fyrir virđisaukaskatti sem lagđur er á vörur ţćr er hann flytur inn. Reikningur, ađ fjárhćđ [6.000 kr.]3) eđa minna, frá smásöluverslun eđa ađila, sem nćr eingöngu selur til endanlegs neytanda, telst fullnćgjandi í ţessu sambandi enda ţótt ekki komi fram nafn og kennitala kaupanda.

1)Sbr. 9. gr. laga nr. 119/1989. 2)Sbr. 52. gr. laga nr. 111/1992. 3)Sbr. 6. gr. laga nr. 55/1997 (ţessi fjárhćđ gildir frá 1. júlí 1997). 4)Sbr. 2. gr. laga nr. 14/2007. 5)Sbr. 17. gr. laga nr. 130/2009. 6)Sbr. 1. gr. laga nr. 124/2014.

21. gr.

(1) Viđ stađgreiđslusölu smásöluverslana og hliđstćđra ađila er ekki skylt ađ gefa út reikning skv. 1. mgr. 20. gr. nema salan sé til ađila sem skattskyldur er samkvćmt ákvćđum ţessara laga. Sé reikningur gefinn út í slíkum viđskiptum má víkja frá kröfum 20. gr. um auđkenni á reikningum eftir nánari regluma) sem [ráđherra]2) setur.

(2) [[Ráđherra]2) er heimilt ađ mćla fyrir um í reglugerđa), ţegar sérstakar ađstćđur eru fyrir hendi, ađ taka megi upp ađrar ađferđir viđ tekjuskráningu en kveđiđ er á um í 1. mgr. 20. gr., enda sé í stađ reiknings notađ annađ öruggt skráningar- og eftirlitskerfi.]1)

(3) Ţeir sem taka framleiđslu annarra til vinnslu eđa endursölu skulu gefa út innleggsnótur (afreikninga) eđa móttökukvittanir sem geta komiđ í stađ reikninga skv. 20. gr., og gilda sömu reglur um ţćr og rakiđ er í 20. gr. eftir ţví sem viđ á. Ákvćđi ţessarar málsgreinar gilda međal annars um kaup eđa móttöku samlaga, samvinnufélaga og annarra á framleiđsluvörum bćnda, sjávarafla og hvers konar iđnađarvörum, fullunnum og hálfunnum.

1)Sbr. 21. gr. laga nr. 122/1993. 2)Sbr. 127. gr. laga nr. 126/2011. a)Reglugerđ nr. 50/1993.

22. gr.

(1) Ţeir sem undanţegnir eru skattskyldu mega hvorki tilgreina á reikningum sínum né gefa á annan hátt til kynna á ţeim ađ virđisaukaskattur sé innifalinn í reikningsfjárhćđ.

(2) Nú tekur ađili, sem undanţeginn er skattskyldu, viđ innleggsnótu (afreikningi) ţar sem virđisaukaskattur er tilgreindur eđa ţar sem tilgreint er ađ virđisaukaskattur sé innifalinn í heildarfjárhćđ og skal hann ţá vekja athygli útgefanda innleggsnótu á ţví og endurgreiđa honum skatt sem hann kann ađ hafa tekiđ viđ.

(3) Ţeir sem tilgreina á einhvern hátt á reikningum sínum, ţrátt fyrir 1. mgr., ađ virđisaukaskattur sé innifalinn í heildarfjárhćđ skulu skila skattinum í ríkissjóđ. Sama gildir um skattskylda ađila sem tilgreina á reikningum sínum of háan virđisaukaskatt eđa virđisaukaskatt af viđskiptum sem ekki eru skattskyld. Verđi leiđréttingu komiđ viđ gagnvart kaupanda fellur skilaskylda samkvćmt ţessari málsgrein niđur.

(4) Í upplýsingum um verđ á vöru eđa skattskyldri ţjónustu skal koma greinilega fram ef upp gefiđ verđ er ekki međ virđisaukaskatti.

23. gr.

(1) [Ráđherra]1) getur međ reglugerđa) sett nánari fyrirmćli um sérstakt bókhald, fylgiskjöl ţess og fćrslu, ţar međ taliđ birgđabókhald, fyrir alla virđisaukaskattsskylda ađila og birgđatalningu, notkun sjóđvéla og annarra gagna til sönnunar fćrslum, löggildingu bóka og gagna, svo og geymslu ţeirra.

(2) Í reglugerđ samkvćmt fyrri málsgrein má mćla fyrir um framtalsgögn og skjöl sem ţeim skuli fylgja.

1)Sbr. 127. gr. laga nr. 126/2011. a)Reglugerđir nr. 562/1989, 576/1989, 248/1990 og 50/1993.

Fara efst á síđuna ⇑