Skattalagasafn ríkisskattstjóra 20.7.2024 13:05:03

Lög nr. 50/1988, kafli 5 (slóđ: www.skattalagasafn.is?log=50.1988.5)
Ξ Valmynd

V. KAFLI
Uppgjör skattskyldrar veltu.

13. gr.

(1) Skattskyld velta á hverju uppgjörstímabili, sbr. 24. gr., telst heildarskattverđ allra vara sem afhentar hafa veriđ, svo og heildarskattverđ allrar skattskyldrar vinnu og ţjónustu sem innt hefur veriđ af hendi á tímabilinu.

(2) [Ef gefinn er út reikningur vegna afhendingar telst hún hafa fariđ fram á útgáfudegi reiknings, enda sé reikningur gefinn út fyrir eđa samtímis afhendingu.]2)

(3) Ţegar greiđsla fer fram ađ fullu eđa ađ hluta áđur en afhending á sér stađ teljast [80,65%]1) 4) 5) af hinni mótteknu fjárhćđ til skattskyldrar veltu á ţví tímabili sem greiđsla fer fram [eđa [90,09%]3) 5) ţegar um er ađ rćđa sölu skv. 2. mgr. 14. gr.]2) [---]1)

(4) Vörur, sem afhentar eru til umsýslu- eđa umbođssölu, má annađ hvort telja til skattskyldrar veltu á ţví uppgjörstímabili ţegar afhending fer fram eđa til veltu ţess tímabils ţegar gert er upp viđ umsýslu- eđa umbođsmann. Sé síđarnefnda ađferđin valin má ekki gefa út reikning skv. 20. gr. fyrr en uppgjöriđ fer fram.

(5) Viđ uppgjör á skattskyldri veltu er seljanda heimilt ađ draga frá sem hér segir:

  1. [80,65%]1) 4) 5) ţeirrar fjárhćđar sem hann endurgreiđir viđskiptavinum sínum vegna endursendra vara [eđa [90,09%]3) 5) ţegar um er ađ rćđa sölu skv. 2. mgr. 14. gr.]2)
  2. [80,65%]1) 4) 5) af töpuđum útistandandi viđskiptaskuldum, enda hafi hin tapađa fjárhćđ áđur veriđ talin til skattskyldrar veltu [eđa [90,09%]3) 5) ţegar um er ađ rćđa sölu skv. 2. mgr. 14. gr.]2) Fáist fjárhćđin síđar greidd skulu [80,65%]1) 4) 5) hennar talin međ skattskyldri veltu á ţví tímabili ţegar hún fćst greidd [eđa [90,09%]3) 5) ţegar um er ađ rćđa sölu skv. 2. mgr. 14. gr.]2)
  3. Afslátt sem veittur er eftir ađ afhending hefur átt sér stađ ef hann er veittur ađila sem getur dregiđ virđisaukaskattinn frá sem innskatt í uppgjöri sínu, sbr. 3. og 4. mgr. 15. gr., og skilyrđi til ađ veita afslátt voru ekki fyrir hendi viđ afhendingu. Afsláttur af ţessu tagi til annarra er ekki frádráttarbćr. Frádráttur samkvćmt ţessum töluliđ er háđur ţví ađ gefinn sé út innleggsreikningur (kreditreikningur) fyrir afslćttinum og fjárhćđ skattsins komi ţar einnig fram, sbr. 1. og 3. mgr. 20. gr.

(6) Skattskyld vara og ţjónusta, sem eigandi tekur út úr eigin fyrirtćki, telst til skattskyldrar veltu á ţví uppgjörstímabili ţegar úttektin á sér stađ. Sama gildir um skattskylda vöru og ţjónustu sem fyrirtćki notar í öđrum tilgangi en varđar sölu ţess á skattskyldum vörum og ţjónustu eđa í tilgangi er varđar atriđi sem rakin eru í 3. mgr. 16. gr.

1)Sbr. 7. gr. laga nr. 119/1989. 2)Sbr. 49. gr. laga nr. 111/1992. 3)Sbr. 1. gr. laga nr. 14/2007. 4)Sbr. 14. gr. laga nr. 130/2009. 5)Sbr. 1. gr. laga nr. 124/2014.

Fara efst á síđuna ⇑