Skattalagasafn ríkisskattstjóra 24.11.2024 07:12:51

Lög nr. 4/1995, kafli 3 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=4.1995.3)
Ξ Valmynd

[III. KAFLI

Um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. 
 

[8. gr.

Hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum á grundvelli ákvæða laga, reglugerða og vinnureglna sem settar eru um starfsemi sjóðsins. Þá greiðir sjóðurinn framlög til samtaka sveitarfélaga, stofnana þeirra og annarra aðila í samræmi við ákvæði laga.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 139/2012.

[8. gr. a.]3)

[Tekjur Jöfnunarsjóðs eru þessar:

  1. Framlag úr ríkissjóði er nemi [2,111%]5)7) af innheimtum skatttekjum ríkissjóðs [og tryggingagjöldum]6). [Þar af skal fjárhæð er nemur 0,235% af innheimtum skatttekjum [og tryggingagjöldum]6) renna til málefna fatlaðs fólks.]5) Skal framlagið greiðast Jöfnunarsjóði mánaðarlega.
     
  2. Árlegt framlag úr ríkissjóði er nemi 0,264% af álagningarstofni útsvars næstliðins tekjuárs og skal greiðast Jöfnunarsjóði með jöfnum mánaðarlegum greiðslum.
     
  3. [Hlutdeild í útsvarstekjum sveitarfélaga af álagningarstofni útsvars ár hvert:

    1.     er nemi 0,77% til jöfnunar vegna reksturs grunnskóla,

    2.     er nemi [0,99%]3) til jöfnunar vegna [málefna fatlaðs fólks]4). (1)

    Við skil á staðgreiðslu útsvars til sveitarfélaga samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, skal jafnframt gera Jöfnunarsjóði sveitarfélaga skil á hlutdeild sjóðsins í staðgreiðslu útsvars, sundurliðað skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. þessa stafliðar.]2) (2)
     
  4. Vaxtatekjur.]1

1)Sbr.1. gr. laga nr. 167/2002. 2)27. gr. laga nr. 165/2010. 3)Sbr. 2. gr. laga nr. 139/2012. 4)Sbr. 5. gr. laga nr. 115/2015. 5)Sbr. 9. gr. laga nr. 125/2015. 6)Sbr. 59. gr. laga nr. 126/2016. 7)Sbr. 32. gr. laga nr. 75/2016

9. gr.

[Tekjum Jöfnunarsjóðs skal ráðstafað sem hér segir:

  1. Til greiðslu bundinna framlaga skv. 10. gr.
     
  2. Til greiðslu sérstakra framlaga skv. 11. gr.
     
  3. Til greiðslu jöfnunarframlaga skv. 12. gr.
     
  4. Til greiðslu jöfnunarframlaga vegna reksturs grunnskóla skv. 13. gr.
     
  5. [Til greiðslu jöfnunarframlaga vegna þjónustu við [fatlað fólk]3), sbr. 13. gr. a.]2)]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 167/2002. 2) Sbr. 28. gr. laga nr. 165/2010. 3)Sbr. 5. gr. laga nr. 115/2015.

10. gr.

[Bundnum framlögum skal úthlutað sem hér segir:

  1. Til Sambands íslenskra sveitarfélaga, [1,7%]2)6)7) af tekjum sjóðsins skv. [a- og b-lið og 1. tölul. 1. mgr. c-liðar [8. gr. a.]5)]3), að frádregnum framlögum skv. d-lið 11. gr.
     
  2. Til landshlutasamtaka sveitarfélaga, [1,76%]6) af tekjum sjóðsins skv. a- og b-lið [8. gr. a.]5), að frádregnum framlögum skv. [d-lið]7) 11. gr., sem skiptist jafnt á milli þeirra allra. 
     
  3. [---]2)
     
  4. Til greiðslu útgjalda skv. 4. gr. laga um Innheimtustofnun sveitarfélaga, nr. 54/1971.
     
  5. Til umsjónarnefndar eftirlauna skv. 22. gr. laga um eftirlaun til aldraðra, nr. 113/1994, sbr. 16. gr. og II. kafla sömu laga.
     
  6. Til greiðslu framlaga sveitarfélaga í húsafriðunarsjóð skv. 43. gr. laga um menningarminjar.]4)]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 167/2002. 2)Sbr. 11. gr. laga nr. 136/2004. 3)Sbr. 29. gr. laga nr. 165/2010. 4Sbr. 59. gr. laga nr. 80/2012. 5)Sbr. 3. gr. laga nr. 139/2012. 6)Sbr. 10. gr. laga nr. 125/20157)Sbr. 32. gr. laga nr. 75/2016

11. gr.

[Sérstökum framlögum skal úthlutað sem hér segir:

  1. Til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga, svo sem með þátttöku í kostnaði við undirbúning og framkvæmd sameiningar, framlögum til að mæta tekjutapi vegna lækkunar á jöfnunarframlögum skv. 12. gr. og með framlögum til að stuðla að endurskipulagningu þjónustu og stjórnsýslu í kjölfar sameiningar, þ.m.t. framlögum fyrir allt að 50% stofnkostnaðar grunnskólamannvirkja og leikskóla. Aðstoð má veita í allt að fimm ár frá og með sameiningarári, á grundvelli reglnaa) sem ráðherra setur að fenginni umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, sbr. 98. gr. sveitarstjórnarlaga.
     
  2. Til að greiða úr sérstökum fjárhagserfiðleikum sveitarfélaga, sbr. 75. gr. sveitarstjórnarlaga*1).
     
  3. Til kostnaðarsamra stofnframkvæmda hjá sveitarfélögum með innan við 2.000 íbúa, allt að 10,5% af tekjum sjóðsins skv. a- og b-lið [8. gr. a.]2), að frádregnum framlögum skv. d- og e-lið þessarar greinar, og skal framlögum varið til að greiða hluta af stofnkostnaði sveitarfélaga við grunnskóla, íþróttamannvirki, félagsheimili, vatnsveitur og leikskóla. Einnig er heimilt að greiða árlega allt að 25 millj. kr. vegna stofnkostnaðar við vatnsveitur á vegum eigenda lögbýla þar sem svo háttar til að hagkvæmara er að mati sveitarstjórnar að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga, nr. 81/1991, með síðari breytingum.*2)
     
  4. Til jöfnunar tekjutaps einstakra sveitarfélaga vegna lækkunar fasteignaskattstekna í kjölfar breytingar á álagningarstofni mannvirkja, allt að [30,1%]3) 4) af tekjum sjóðsins skv. a- lið [8. gr. a.]2)
     
  5. [---]4)
     
  6. Til greiðslu framlaga til sérstakra verkefna sem geta haft mikla þýðingu fyrir sveitarfélög og/eða leiða til hagræðingar í rekstri og þjónustu þeirra.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 167/2002. 2)Sbr. 3. gr. laga nr. 139/2012. 3)Sbr. 11. gr. laga nr. 125/2015. 4)Sbr. 32. gr. laga nr. 75/2016*1)Sjá lög nr. 45/1998. *2)Nú lög nr. 32/2004, um vatnsveitur sveitarfélaga. a)Reglur nr. 295/2003.

12. gr.

(1) Jöfnunarframlög skiptast í tvennt, tekjujöfnunarframlög og útgjaldajöfnunarframlög, og skal þeim úthlutað sem hér segir:

  1. Tekjujöfnunarframlögum skal úthlutað til að jafna tekjur sveitarfélaga. Jöfnunin skal miðuð við sambærileg sveitarfélög og fullnýtingu tekjustofna þeirra, þar á meðal framlaga skv. d-lið 11. gr.
     
  2. Útgjaldajöfnunarframlögum skal varið til að mæta mismunandi útgjaldaþörf sveitarfélaga á grundvelli stærðarhagkvæmni og tekna þeirra, að teknu tilliti til þeirra þátta sem áhrif hafa á útgjaldaþörf, svo sem íbúafjölda, fjarlægða, skólaaksturs úr dreifbýli o.fl.

 (2) Til framlaga samkvæmt þessari grein skal verja þeim tekjum sjóðsins skv. a- og b-lið [8. gr. a.]2) sem eru umfram ráðstöfun skv. 10. og 11. gr.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 167/2002. 2)Sbr. 3. gr. laga nr. 139/2012.

13. gr.

(1) [[Tekjum Jöfnunarsjóðs vegna reksturs grunnskóla skv. 1. tölul. 1. mgr. c-liðar [8. gr. a.]3)]2), að frádregnu framlagi til Sambands íslenskra sveitarfélaga skv. a-lið 10. gr., skal varið til þess að jafna launakostnað sveitarfélaga af kennslu í grunnskólum og annan kostnað af flutningi grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga, þ.m.t. kostnað vegna sérþarfa fatlaðra nemenda og innflytjenda, og til greiðslu kostnaðar vegna þjónustusamninga, sbr. 2. mgr. Við úthlutun framlaga skal hafa hliðsjón af auknum útsvarstekjum einstakra sveitarfélaga af yfirfærslu grunnskólans.

(2) Jöfnunarsjóður getur gert samninga við sveitarfélög og stofnanir um kennsluráðgjöf og aðra sérfræðiþjónustu og önnur reglubundin verkefni sem nýtast grunnskólum á landsvísu. Þá skulu eldri samningar um rekstur sérskóla og sérdeilda halda gildi sínu.

(3) Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal vera í bakábyrgð fyrir greiðslum til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins vegna þeirra lífeyrisskuldbindinga sem stofnast vegna kennara og skólastjórnenda við grunnskóla. Til ábyrgðargreiðslu af hálfu sjóðsins skal þó ekki koma fyrr en vanskil sveitarfélags hafa varað í a.m.k. sex mánuði. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal halda eftir af sjóðsframlögum til einstakra sveitarfélaga þeim greiðslum ásamt vöxtum og áföllnum kostnaði sem sjóðurinn hefur greitt Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins vegna starfsmanna grunnskóla eða innheimta slíkar kröfur með öðrum hætti.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 167/2002. 2)Sbr. 30. gr. laga nr. 165/20103)Sbr. 3. gr. laga nr. 139/2012.

[13. gr. a

(1) [Stofnuð skal sérstök deild innan Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna málefna [fatlaðs fólks]3). Tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna [málefna fatlaðs fólks]3) skv. 2. tölul. 1. mgr. c-liðar [8. gr. a.]2) skulu renna í sérdeildina auk framlaga af fjárlögum vegna þjónustu við [fatlað fólk]3).

(2) Tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna [málefna fatlaðs fólks]3) skv. 2. tölul. 1. mgr. c-liðar [8. gr. a.]2) að frádregnum kostnaði tengdum flutningi [málaflokksins og framlagi í fasteignasjóð, sbr. 13. gr. b.]4), að viðbættum beinum framlögum af fjárlögum, skal varið til jöfnunar vegna þjónustu við [fatlað fólk]3) með greiðslu framlaga til einstakra sveitarfélaga og þjónustusvæða. Framlögin skulu reiknuð á grundvelli fjölda einstaklinga og þjónustuþarfa þeirra í hverju sveitarfélagi og á hverju þjónustusvæði og skal kveðið nánar á um útreikning þeirra í reglugerða), sbr. 18. gr. Í reglugerðinni skal leitast við að tryggja að tekjuaukning einstakra sveitarfélaga og þjónustusvæða endurspegli kostnaðarmun vegna ólíks fjölda fatlaðra íbúa. Í reglugerðinni skal jafnframt kveðið á um ráðstöfun framlaga vegna notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, [og ákvörðun á framlagi sérdeildarinnar til fasteignasjóðs, sbr. 13. gr. b.]4).

[---]1)4)

1)Sbr. 31. gr. laga nr. 165/2010. 2)Sbr. 3. gr. laga nr. 139/2012. 3)Sbr. 5. gr. laga nr. 115/2015. 4)Sbr. 1. gr. laga nr. 9/2018. a)Reglugerð nr. 320/2018.

[13. gr. b

(1) Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur það hlutverk að jafna aðstöðu sveitarfélaga við uppbyggingu eða breytingar á fasteignum sem nýttar eru í þjónustu við fatlað fólk með miklar og/eða sértækar stuðningsþarfir [og til úrbóta í ferlimálum fatlaðs fólks, einkum hvað varðar aðgengi að fasteignum, mannvirkjum og útisvæðum á vegum sveitarfélaga]2). Þá fer fasteignasjóðurinn með réttindi og skyldur er tengjast fasteignum í eigu ríkisins sem nýttar voru í þjónustu við fatlað fólk við yfirfærslu á málefnum fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga og er fasteignasjóði heimilt að leigja eða selja þær fasteignir.

(2) Tekjur fasteignasjóðs eru:

  1. Tekjur af sölu og leigu fasteigna.
  2. Tekjur af skuldabréfum í eigu sjóðsins vegna sölu á fasteignum.
  3. Vaxtatekjur.
  4. Framlag af tekjum Jöfnunarsjóðs vegna málefna fatlaðs fólks, sbr. 13. gr. a.

(3) Í samræmi við markmið fasteignasjóðs er Jöfnunarsjóði sveitarfélaga heimilt að úthluta úr fasteignasjóði framlögum til sveitarfélaga til uppbyggingar eða breytinga á fasteignum sem nýttar eru í þjónustu við fatlað fólk [og til úrbóta í ferlimálum fatlaðs fólks, einkum hvað varðar aðgengi að fasteignum, mannvirkjum og útisvæðum á vegum sveitarfélaga]2).

(4) Ráðherra setur í reglugerð nánari reglur um starfsemi fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs í samræmi við hlutverk sjóðsins að fenginni umsögn þess ráðherra er fer með málefni fatlaðs fólks, Sambands íslenskra sveitarfélaga og ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, svo sem um skilyrði og fyrirkomulag úthlutunar framlaga skv. 3. mgr., hvernig leigufjárhæðir skulu ákveðnar og um rekstrarform, stjórnun, leigu og sölu fasteigna.]1) [Ráðherra er heimilt í reglugerð að kveða á um að sveitarfélagi sé heimilt að ráðstafa framlagi úr fasteignasjóði til að auka eða bæta aðgengi fyrir fatlað fólk enda séu framkvæmdir unnar í samstarfi við félagasamtök og aðra aðila sem starfa í þágu almannaheilla.]2)

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 9/20182)Sbr. 5. gr. laga nr. 37/2020.

14. gr.

[Sveitarfélögum, stofnunum þeirra og öðrum opinberum aðilum er skylt að láta Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í té allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til ákvörðunar og úthlutunar framlaga úr sjóðnum samkvæmt þessum kafla.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 167/2002.

15. gr.

[Að afloknum sveitarstjórnarkosningum skipar [ráðherra]2)3) [sjö manna]4) ráðgjafarnefnd til fjögurra ára sem gera skal tillögur til ráðherra um framlög skv. [11.–13. gr. a.]4) [Sex nefndarmenn]4) skulu skipaðir samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga en einn án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar. Varamenn skulu tilnefndir með sama hætti.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 167/2002. 2)Sbr. 213. gr. laga nr. 162/2010. 3)Sbr. 206. gr. laga nr. 126/2011. 4)Sbr. 1. gr. laga nr. 135/2014.

16. gr.

[[Ráðherra]2) hefur á hendi yfirstjórn Jöfnunarsjóðs. Sjóðurinn skal vera í vörslu [ráðuneytisins]2) sem annast afgreiðslu á vegum hans, úthlutun og greiðslu framlaga og bókhald sjóðsins.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 167/2002. 2)Sbr. 213. gr. laga nr. 162/2010.

17. gr.

[Árlega skal semja reikning Jöfnunarsjóðs sem endurskoðaður skal af Ríkisendurskoðun. Ársreikninginn skal birta í B-deild Stjórnartíðinda.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 167/2002.

18. gr.

[[Ráðherra]2) setur í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga reglugerða) með nánari ákvæðum um starfsemi sjóðsins. Jafnframt setur ráðherra reglugerðirb) um úthlutun framlaga samkvæmt einstökum ákvæðum þessa kafla, að fenginni umsögn ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs.]1) [Í reglugerð er heimilt að kveða á um að þau sveitarfélög sem hafa heildarskatttekjur af útsvari og fasteignaskatti sem teljast verulega umfram landsmeðaltal skuli ekki njóta framlaga úr Jöfnunarsjóði skv. d-lið 11. gr. og 1. mgr. 13. gr.]3)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 167/2002. 2)Sbr. 213. gr. laga nr. 162/2010. 3)Sbr. 4. gr. laga nr. 139/2012. a)Reglugerð nr. 960/2010. Reglugerð nr. 578/2012. b)Reglugerðir nr. 105/1996, nr. 80/2001351/2002, 303/2003, 150/2013, 179/2016 og 180/2016.
  

Fara efst á síðuna ⇑