Skattalagasafn ríkisskattstjóra 21.11.2024 18:56:16

Lög nr. 4/1995, kafli 1 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=4.1995.1)
Ξ Valmynd

I. KAFLI

Almenn ákvæði.
1. gr.

(1) Tekjustofnar sveitarfélaga eru þessir:

  1. Fasteignaskattur.
     
  2. Framlög úr Jöfnunarsjóði.
     
  3. Útsvör.

(2) Fer um tekjustofna þessa samkvæmt því er lög þessi ákveða.

2. gr.

(1) Auk tekna skv. 1. gr. hafa sveitarfélög tekjur af eignum sínum, eigin atvinnurekstri og stofnunum sem reknar eru í almenningsþágu, svo sem vatnsveitum, rafmagnsveitum, hitaveitum o.fl., enn fremur ýmsar aðrar tekjur, svo sem af holræsagjaldi, lóðarleigu, leyfisgjöldum o.fl., allt eftir því sem lög og reglugerðir mæla fyrir um.

(2) Sveitarstjórn getur ákveðið að gjalddagar vatnsskatts, holræsagjalds og lóðarleigu skuli vera þeir sömu og gjalddagar fasteignaskatts og jafnframt að innheimtu þeirra verði hagað á sama hátt og innheimtu fasteignaskatts, sbr. 4. gr. [og skal [Þjóðskrá Íslands]2)3) gera nauðsynlegar breytingar á [fasteignaskrá]2) í þessu skyni.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 140/2005. 2)Sbr. 24. gr. laga nr. 83/2008. 3)Sbr. 5. gr. laga nr. 77/2010. 
 

Fara efst á síðuna ⇑