Skattalagasafn ríkisskattstjóra 13.6.2024 07:44:20

Lög nr. 129/2009, kafli 1 (slóđ: www.skattalagasafn.is?log=129.2009.1)
Ξ Valmynd

I. KAFLI

[Kolefnisgjald á kolefni af jarđefnauppruna.
1. gr.

(1) Greiđa skal í ríkissjóđ kolefnisgjald af eldsneyti sem inniheldur kolefni af jarđefnauppruna og notađ er á fljótandi eđa loftkenndu formi eđa í iđnađarferlum ţannig ađ sú notkun leiđi til losunar koltvísýrings í andrúmsloftiđ. Međ eldsneyti sem inniheldur kolefni af jarđefnauppruna á fljótandi eđa loftkenndu formi er átt viđ gas- og dísilolíu, bensín, brennsluolíu og jarđolíugas og annađ loftkennt kolvatnsefni.

(2) Fjárhćđ kolefnisgjalds skal vera [11,75 kr.]1) 2) 3) 4) 5) 6) 7) 8) á hvern lítra af gas- og dísilolíu, [10,25 kr.]1) 2) 3) 4) 5) 6) 7) 8)  á hvern lítra af bensíni, [14,45 kr.]1) 2) 3) 4) 5) 6) 7) 8) á hvert kílógramm af brennsluolíu og [12,85 kr.]1) 2) 3) 4) 5) 6) 7) 8) á hvert kílógramm af jarđolíugasi og öđru loftkenndu kolvatnsefni.

1)Sbr. 15. gr. laga nr. 146/2012. 2)Sbr. 6. gr. laga nr. 140/2013. 3)Sbr. 6. gr. laga nr. 46/2014. 4)Sbr. 35. gr. laga nr. 125/2015. 5)Sbr. 16. gr. laga nr. 126/2016. 6)Sbr. 43. gr. laga nr. 96/20177)Sbr. 1. gr. laga nr. 138/20188)Sbr. 1. gr. laga nr. 133/2020.

Gjaldskyldir ađilar
2. gr.

(1) Gjaldskyldir ađilar samkvćmt lögum ţessum eru:

  1. Allir ţeir sem flytja til landsins vöru sem gjaldskyld er samkvćmt lögum ţessum, hvort sem er til endursölu eđa eigin nota.
  2. Allir ţeir sem framleiđa hér á landi vöru sem gjaldskyld er samkvćmt lögum ţessum, vinna ađ framleiđslu hennar eđa setja saman, hvort sem er til endursölu eđa eigin nota.

[(2) Ađilar sem eiga rétt á endurgreiđslu virđisaukaskatts skv. 10. mgr. 42. gr. laga um virđisaukaskatt, nr. 50/1988, eru undanţegnir gjaldskyldu í samrćmi viđ sérlög eđa ákvćđi alţjóđasamninga eđa tvíhliđa samninga.]1)

(3) Gjaldskyldum ađilum ber ađ standa skil á kolefnisgjaldi viđ tollafgreiđslu ef um innflutning er ađ rćđa en viđ afhendingu í tilviki innlendrar framleiđslu eđa ađvinnslu.*1)

1)Sbr. 23. gr. laga nr. 59/2017. *1)Var áđur 2. mgr. en var breytt međ 23. gr. laga nr. 59/2017.

Álagning, innheimta, eftirlit o.fl.
3. gr.

(1) [Tollyfirvöld]1) annast álagningu og innheimtu kolefnisgjalds samkvćmt lögum ţessum og [hafa]1) međ höndum eftirlit.
 
(2) Gjöld, sem lögđ eru á samkvćmt lögum ţessum, mynda gjaldstofn til virđisaukaskatts.

1)Sbr. 64. gr. laga nr. 141/2019.
 

Ýmis ákvćđi.
4. gr.

(1) Ađ ţví leyti sem eigi er kveđiđ á um gjaldskyldu, álagningu, úrskurđ um flokkun til gjaldskyldu, eftirlit, innheimtu, vörslusviptingu, uppbođ, sektir, viđurlög, refsingar og ađra framkvćmd varđandi kolefnisgjald, skv. I. kafla laga ţessara, skulu gilda ákvćđi tollalaga, nr. 88/2005, [um innfluttar vörur, og ákvćđi laga nr. 50/1988, um virđisaukaskatt, um innlendar framleiđsluvörur]1), eftir ţví sem viđ getur átt, svo og reglugerđa og annarra fyrirmćla settra samkvćmt ţeim.

(2) Ráđherra getur međ reglugerđ sett nánari fyrirmćli um framkvćmd laga ţessara.
 
1)Sbr. 4. gr. laga nr. 124/2014.

Fara efst á síđuna ⇑