Greiða skal í ríkissjóð vörugjald af innfluttum vörum og vörum sem framleiddar eru eða fá einhverja vinnslumeðferð innan lands eins og nánar er ákveðið í lögum þessum.
Gjaldskyldar vörur og framleiðsla.
2. gr.
(1) Gjaldskyldan nær til allra vara, nýrra sem notaðra, sem fluttar eru til landsins eða eru framleiddar, unnið er að eða er pakkað hér á landi og flokkast undir tollskrárnúmer sem talin eru upp [í viðauka I við lög þessi.]1) Vara, sem seld er úr landi, er þó ekki gjaldskyld. [Sala á gjaldskyldri vöru til varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, sbr. lög. nr. 110/1951, telst sala úr landi í skilningi laga þessara.]1)
(2) Við flokkun til gjaldskyldu samkvæmt lögum þessum skal fylgt flokkunarreglum tollalaga, nr. 55/1987*1) [---].1)
1)Sbr. 1. gr. laga nr. 89/1996. *1)Sjá nú tollalög nr. 88/2005.
(1) [Vörugjald skal reiknað með tvenns konar hætti; annars vegar sem tiltekin fjárhæð fyrir hvert kílógramm eða hvern lítra af gjaldskyldri vöru (magngjald), en hins vegar sem tiltekið hlutfall af verðmæti gjaldskyldrar vöru (verðgjald).
(2) Af vörum, sem flokkast undir tollskrárnúmer sem talin eru upp í A-lið í viðauka I, skal greiða tiltekna fjárhæð fyrir hvert kílógramm af vörunni án umbúða, eftir því sem nánar er kveðið á um í viðaukanum.
(3) Af vörum, sem flokkast undir tollskrárnúmer sem talin eru upp í B-lið í viðauka I, skal greiða tiltekna fjárhæð fyrir hvern lítra af vörunni, eftir því sem nánar er kveðið á um í viðaukanum.
(4) Af vörum, sem flokkast undir tollskrárnúmer sem talin eru upp í [C-E-liðum]2) í viðauka I, skal greiða gjald af verðmæti vöru sem hér segir:
-
15% af vörum sem flokkast undir tollskrárnúmer sem talin eru upp í C-lið.
-
20% af vörum sem flokkast undir tollskrárnúmer sem talin eru upp í D-lið.
-
25% af vörum sem flokkast undir tollskrárnúmer sem talin eru upp í E-lið.
-
[---]2)]1) *1)
1)Sbr. 2. gr. laga nr. 89/1996. 2)Sbr. 1. gr. laga nr. 148/1996. *1)Greininni hefur áður verið breytt með 1. gr. laga nr. 95/1988, 4. gr. laga nr. 51/1989, 5. gr. og ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 18/1993 og 47. gr. laga nr. 122/1993.
(1) Skylda til að greiða vörugjald hvílir á þessum aðilum:
-
Öllum þeim sem flytja til landsins vörugjaldsskyldar vörur hvort sem er til eigin nota eða endursölu.
-
Öllum þeim sem framleiða, vinna að eða pakka vörugjaldsskyldum vörum innan lands. [---]1)
-
[Aðilum sem skráðir hafa verið sérstakri skráningu skv. 5. gr.]1)
(2) [Aðilar, sem eru gjaldskyldir skv. 1. mgr., aðrir en þeir sem flytja vörur til landsins til eigin nota, skulu ótilkvaddir og eigi síðar en 15 dögum áður en vörugjaldsskyld starfsemi hefst tilkynna atvinnurekstur sinn eða starfsemi til skráningar hjá [ríkisskattstjóra.]2)]1) Breytingar, sem verða á starfsemi eftir að skráning hefur farið fram, skal tilkynna eigi síðar en 15 dögum eftir að breyting átti sér stað.
1)Sbr. 3. gr. laga nr. 89/1996. 2)Sbr. 46. gr. laga nr. 136/2009.
(1) Aðilar, sem flytja inn eða kaupa innan lands gjaldskyldar vörur til heildsölu, geta fengið sérstaka skráningu hjá [ríkisskattstjóra]2). Skilyrði slíkrar skráningar eru:
-
Að aðili hafi heildsöluleyfi.
-
Að aðili haldi sérstakt birgðabókhald yfir þær vörur sem vegna skráningarinnar lúta sérreglum um uppgjör vörugjalds í samræmi við reglur sem ríkisskattstjóri setur.a)
(2) Aðila, sem fengið hefur sérstaka skráningu, er heimilt að flytja gjaldskyldar vörur inn til landsins eða kaupa gjaldskyldar vörur innan lands af framleiðanda eða af öðrum sérstaklega skráðum aðila án þess að skylda stofnist til greiðslu vörugjalds, sbr. 4. mgr. 9. gr.
(3) Innlendum framleiðendum og aðilum sem fengið hafa sérstaka skráningu er heimil sala eða afhending á gjaldskyldum vörum án vörugjalds til aðila sem skráðir eru samkvæmt þessari grein.
(4) Þegar aðili, sem fengið hefur sérstaka skráningu, kaupir gjaldskyldar vörur án vörugjalds skal tilgreina á sölureikningum það magn eða það verð sem myndar gjaldstofn vörugjalds.]1)
1)Sbr. 4. gr. laga nr. 89/1996 (ný grein). 2)Sbr. 47. gr. laga nr. 136/2009. a)Reglur nr. 358/1996, um birgðabókhald o.fl. vegna sérstakrar skráningar skv. 11. gr. reglugerðar um vörugjald nr. 356/1996 (nú samkvæmt 9. gr. reglugerðar nr. 436/1998, um vörugjald).
[Gjaldstofn verðgjalds.
6. gr.
Gjaldstofn vörugjalds af innfluttum vörum, sem flokkast undir tollskrárnúmer sem talin eru upp í [C-E-liðum]2) í viðauka I, er tollverð þeirra eins og það er ákveðið í 8.-10. gr. tollalaga*2), að viðbættum tollum eins og þeir eru ákveðnir samkvæmt þeim lögum.]1) *1)
1)Sbr. 5. gr. laga nr. 89/1996. 2)Sbr. 2. gr. laga nr. 148/1996. *1)Greininni, sem var áður 5. gr., hefur áður verið breytt með 6. gr. laga nr. 18/1993. *2)Nú V. kafla tollalaga nr. 88/2005.
(1) Gjaldstofn vörugjalds af innlendum framleiðsluvörum, sem flokkast undir tollskrárnúmer sem talin eru upp í [C-E-liðum]2) í viðauka I, er verksmiðjuverð þeirra.
(2) Verksmiðjuverð er söluverð vöru frá framleiðanda, þ.e. það verð sem kaupandi greiðir eða ber að greiða við kaup á vöru af framleiðanda án frádráttar nokkurs kostnaðar eða þjónustugjalds.
(3) Samsvari verksmiðjuverð ekki heildarandvirði vöru, t.d. vegna þess að kaupandi eða annar framleiðandi leggur til hráefni, efnivörur eða annað verðmæti sem vörugjald hefur ekki þegar verið greitt af, skal heildarandvirði vörunnar teljast gjaldstofn til vörugjalds.
(4) Ef framleiðandi er jafnframt heildsali eða smásali vöru eða ef verksmiðjuverð vöru liggur ekki fyrir af öðrum ástæðum skal gjaldstofn vera almennt gangverð á sömu eða sams konar vöru við sölu frá framleiðendum. Ef slíkt almennt gangverð liggur ekki fyrir skal gjaldstofn vera verksmiðjuverð framleiðanda á sömu eða sams konar vöru í sambærilegum viðskiptum við óháða aðila.
(5) Ef framleiðandi og kaupandi eru háðir hvor öðrum í skilningi 2. mgr. 8. gr. tollalaga*2) er skattyfirvöldum heimilt að ákvarða gjaldstofn samkvæmt ákvæðum 4. mgr. Ríkisskattstjóri skal gefa út reglur um mat til verðs samkvæmt þessari málsgrein.]1) *1)
1)Sbr. 6. gr. laga nr. 89/1996. 2)Sbr. 3. gr. gr. laga nr. 148/1996. *1)Greininni, sem var áður 6. gr., hefur áður verið breytt með 7. gr. laga nr. 18/1993. *2)Sjá nú 2. mgr. 14. gr. laga nr. 88/2005.
Innheimta, uppgjörstímabil, gjalddagar o.fl.
[8. gr.
(1) Tollstjórar skulu reikna vörugjald af gjaldskyldum vörum sem aðilar, aðrir en þeir sem skráðir hafa verið skv. 5. gr., flytja til landsins.]1) [[Ríkisskattstjóri]3) annast álagningu vörugjalds vegna innlendrar framleiðslu og innflutnings aðila sem skráðir eru skv. 5. gr. [[---].a)]4)
(2) [Ríkisskattstjóri]3) og framleiðendur vöru geta óskað eftir ákvörðun tollstjóra um tollflokkun vöru samkvæmt ákvæðum 142. gr. tollalaga*2). [Ríkisskattstjóri]3) og framleiðandi geta skotið ákvörðun tollstjóra um tollflokkun vöru til ríkistollanefndar, sbr. 101. gr. tollalaga. Ákvörðun tollyfirvalda um tollflokkun vöru er bindandi fyrir framleiðanda og skattyfirvöld.]2) *1)
1)Sbr. 7. gr. laga nr. 89/1996. 2)Sbr. 1. gr. laga nr. 89/1998. 3)Sbr. 47. gr. laga nr. 136/2009. 4)Sbr. 48. gr. laga nr. 136/2009a)Reglugerð nr. 436/1998, um vörugjald. *1)Greinin var áður 7. gr. *2)Nú 21. gr. laga nr. 88/2005.
(1) [Hvert uppgjörstímabil aðila sem skráðir eru skv. 2. mgr. 4. gr. er tveir mánuðir, janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október, nóvember og desember. Gjalddagi hvers uppgjörstímabils er 28. dagur annars mánaðar eftir lok þess.]2)
(2) Innflytjendur, sem flytja vörur til landsins til endursölu, aðrir en þeir sem jafnframt eru skráðir skv. 5. gr., skulu eigi síðar en á gjalddaga hvers uppgjörstímabils ótilkvaddir greiða innheimtumanni ríkissjóðs vörugjald af gjaldskyldum vörum sem voru tollafgreiddar á uppgjörstímabilinu. Aðilar, sem flytja gjaldskylda vöru til landsins til eigin nota, skulu greiða vörugjald við tollafgreiðslu.
(3) Innlendir framleiðendur skulu eigi síðar en á gjalddaga hvers uppgjörstímabils ótilkvaddir greiða innheimtumanni ríkissjóðs vörugjald af gjaldskyldum vörum sem voru seldar eða afhentar á tímabilinu. Þó skal ekki greiða vörugjald af vörum sem voru seldar án vörugjalds til skráðra aðila skv. 5. gr. [eða til framleiðenda samkvæmt heimild í 10. gr.]2)
(4) Aðilar, sem skráðir eru skv. 5. gr., skulu eigi síðar en á gjalddaga hvers uppgjörstímabils ótilkvaddir greiða innheimtumanni ríkissjóðs vörugjald af þeim vörum sem þeir hafa keypt eða fengið tollafgreiddar á tímabilinu eða voru til staðar í birgðum í upphafi uppgjörstímabils en eru ekki til staðar í birgðum við lok uppgjörstímabils samkvæmt birgðabókhaldi. Þó skal hvorki greiða vörugjald af þeim vörum sem vörugjald hefur þegar verið greitt af né af vörum sem voru seldar án vörugjalds til annarra skráðra aðila skv. 5. gr. [eða til framleiðenda samkvæmt heimild í 10. gr.]2)
(5) Gjaldskyldir aðilar skv. 2. og 3. tölul. 1. mgr. 4. gr. skulu eigi síðar en á gjalddaga hvers uppgjörstímabils skila vörugjaldsskýrslu í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður vegna vara sem greiða ber vörugjald af á uppgjörstímabilinu. Jafnframt skal tilgreina í skýrslunni sölu á gjaldskyldum vörum án vörugjalds til aðila sem eru skráðir skv. 5. gr. [eða til framleiðenda samkvæmt heimild í 10. gr.]2) [Ríkisskattstjóri]3) skal áætla vörugjald af viðskiptum þeirra aðila sem ekki skila skýrslu innan tilskilins tíma, senda enga skýrslu eða ef skýrslu eða fylgigögnum er ábótavant. [Ríkisskattstjóri]3) skal tilkynna innheimtumanni og gjaldskyldum aðila um áætlanir og leiðréttingar sem gerðar hafa verið. [Um málsmeðferð fer eftir ákvæðum laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.]2)
(6) Sé vörugjald ekki greitt á tilskildum tíma skal aðili sæta álagi til viðbótar því vörugjaldi sem honum ber að standa skil á. Sama gildir ef vörugjaldsskýrslu hefur ekki verið skilað eða henni er ábótavant og vörugjald því áætlað, nema aðili hafi greitt fyrir gjalddaga vörugjaldsins upphæð er til áætlunar svarar eða gefið fyrir lok kærufrests fullnægjandi skýringu á vafaatriðum. Álag skal vera 1% af þeirri upphæð sem vangreidd er fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en 10%.
(7) Sé vörugjald ekki greitt innan mánaðar frá gjalddaga skal greiða ríkissjóði dráttarvexti af því sem gjaldfallið er. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir vaxtalögum, nr. 25/1987, með síðari breytingum*2).]1) *1)
1)Sbr. 8. gr. laga nr. 89/1996. 2)Sbr. 2. gr. laga nr. 89/1998. 3)Sbr. 47. gr. laga nr. 136/2009 *1)Greininni, sem var áður 8. gr., hefur áður verið breytt með 2. gr. laga nr. 95/1988 og 8. gr. laga nr. 18/1993. *2)Nú lög nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu.
(1) [[Ríkisskattstjóri]3) skal veita framleiðendum vöru, sem nota í framleiðslu sína hráefni eða efnivöru sem ber vörugjald, heimild til að kaupa af innflytjendum, innlendum framleiðendum og aðilum sem skráðir eru skv. 5. gr. hráefni eða efnivöru án vörugjalds. Slík heimild veitir framleiðanda jafnframt heimild til endurgreiðslu á vörugjaldi af hráefni og efnivöru sem hann hefur sjálfur flutt til landsins í samræmi við ákvæði 2. mgr. Í umsókn til [ríkisskattstjóra]3) skal m.a. tilgreina um hvers kyns framleiðslu er að ræða og til hvaða hráefna eða efnivöru óskað er að heimildin nái.
(2) Innflytjandi getur á gjalddaga hvers uppgjörstímabils fengið endurgreitt vörugjald af vörum sem hann hefur flutt til landsins en hafa á uppgjörstímabili annaðhvort verið seldar án vörugjalds til framleiðanda eða verið nýttar í framleiðslu innflytjanda sjálfs samkvæmt heimild í 1. mgr. Innflytjandi skal tilgreina í sérstakri skýrslu til [ríkisskattstjóra]3) um slíka sölu eða nýtingu, þar með talið til hvaða aðila vara er seld, magn vöru og tegund, svo og fjárhæð vörugjalds. Skýrslu skal skilað eigi síðar en 15 dögum fyrir gjalddaga. Endurgreiðsla skal fara fram á gjalddaga, enda hafi vörugjald vegna viðkomandi tímabils verið greitt.
(3) Heimild samkvæmt þessari grein nær einungis til hráefnis eða efnivöru sem verður hluti af hinni endanlegu framleiðsluvöru. Heimildin nær hvorki til kaupa eða innflutnings á efnivörum til byggingar eða viðhalds á fasteignum né til nýsmíði eða viðgerða á ökutækjum.]1)]2) *1)
1)Sbr. 9. gr. laga nr. 89/1996. 2)Sbr. 3. gr. laga nr. 89/1998. 3)Sbr. 47. gr. laga nr. 136/2009 *1)Greinin var áður 9. gr.
(1) Heimilt er að kæra álagningu vörugjalds innan 30 daga frá gjalddaga gjaldsins. Kæru skal beint til þess tollstjóra eða [ríkisskattstjóra]4). Kæru skal fylgja skriflegur rökstuðningur. Innsend fullnægjandi vörugjaldsskýrsla skal tekin sem kæra þegar um er að ræða áætlanir skv. 5. mgr. 9. gr. Tollstjóri eða [ríkisskattstjóri]4) skal kveða upp skriflegan rökstuddan úrskurð um kæruna og tilkynna hann í ábyrgðarbréfi innan 30 daga frá lokum kærufrests.
(2) Gjaldskyldur aðili og [tollstjórinn í Reykjavík]3) geta skotið úrskurði tollstjóra skv. 1. mgr. til ríkistollanefndar sem kveður upp fullnaðarúrskurð. Um kærufresti og málsmeðferð fer eftir ákvæðum 101. gr. tollalaga*1). [Þó sætir úrskurður tollstjóra um niðurfellingu eða lækkun gjalda, á grundvelli 3. gr., 5. gr. eða 6. gr. tollalaga, nr. 55/1987, kæru til [fjármálaráðherra]3) í samræmi við ákvæði 102. gr. tollalaga.*2)]2)
(3) Gjaldskyldur aðili [getur skotið úrskurði ríkisskattstjóra]4) skv. 1. mgr. til yfirskattanefndar sem kveður upp fullnaðarúrskurð. Um kærufresti og málsmeðferð fer eftir ákvæðum 2.-7. mgr. 29. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.]1)
1)Sbr. 10. gr. laga nr. 89/1996 (ný grein). 2)Sbr. 12. gr. laga nr. 104/2000. 3)Sbr. 20. gr. laga nr. 155/2000. 4)Sbr. 49. gr. laga nr. 136/2009 *1)Nú 118. gr. laga nr. 88/2005. *2)Nú 117. og 118. gr. laga nr. 88/2005.
(1) Að því leyti sem eigi er ákveðið í lögum þessum um gjaldskyldu, álagningu, tilhögun bókhalds, eftirlit, viðurlög og aðra framkvæmd varðandi vörugjald skulu gilda, eftir því sem við geta átt, ákvæði tollalaga [um innfluttar vörur]2) og laga um virðisaukaskatt [um innlendar framleiðsluvörur.]2)]1) *1)
(2) [Ákvæði 3. gr., 5. gr. og 1.-7. og 9.-12. tölul. 1. mgr. 6. gr. tollalaga, nr. 55/1987*2), skulu ná til vörugjalds samkvæmt lögum þessum eftir því sem við getur átt.]3)
1)Sbr. 11. gr laga nr. 89/1996. 2)Sbr. 4. gr laga nr. 89/1998. 3)Sbr. 13. gr. laga nr. 104/2000. *1)Greininni, sem var áður 10. gr., hefur áður verið breytt með 3. gr. laga nr. 95/1988 og 9. gr. laga nr. 18/1993. *2)Nú 4., 6. og 7. gr. laga nr. 88/2005.
[Ráðherra]4) setur í reglugerða) nánari ákvæði um tilkynningarskyldu, gjaldstofn, gjaldskyldu, uppgjörstímabil, gjalddaga og aðra framkvæmd laga þessara. [[---]2)]3)
[[---]1)]3)
1)Sbr. 2. gr. laga nr. 52/1994. 2)Sbr. 12. gr. laga nr. 89/1996. 3)Sbr. 14. gr. laga nr. 104/2000. 4)Sbr. 122. gr. laga nr. 126/2011. a)Reglugerð nr. 436/1998. *1)Greinin var áður 11. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1988. Frá sama tíma falla úr gildi lög nr. 107 30. desember 1978, um sérstakt tímabundið vörugjald, og lög nr. 33 29. maí 1980, lög nr. 80 28. desember 1980, lög nr. 82 28. desember 1981, 7. gr. laga nr. 2 28. febrúar 1983, lög nr. 75 28. desember 1983 og lög nr. 126 31. desember 1984, um breytingu á þeim lögum, lög nr. 77 23. desember 1980, um vörugjald, og 3. gr. laga nr. 12 30. apríl 1981, um breyting á þeim lögum, 54. gr. laga nr. 64 21. maí 1965 og 1. og 2. gr. laga nr. 5 27. febrúar 1982, með síðari breytingum. Reglugerðir, auglýsingar og önnur fyrirmæli, sem sett hafa verið samkvæmt nefndum lögum, falla úr gildi frá sama tíma.
*1)Greinin var áður 12. gr.
Ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 97/1987.
Bráðabirgðaákvæði með lögum nr. 97/1987 eru ekki birt hér.
Ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 95/1988.
Bráðabirgðaákvæði með lögum nr. 95/1988 eru ekki birt hér.
Ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 18/1993.
Bráðabirgðaákvæði með lögum nr. 18/1993 er ekki birt hér.
Ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 89/1996.
Bráðabirgðaákvæði með lögum nr. 89/1996 er ekki birt hér.
Ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 148/1996.
Bráðabirgðaákvæði með lögum nr. 148/1996 er ekki birt hér.
Ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 89/1998.
Bráðabirgðaákvæði með lögum nr. 89/1998 er ekki birt hér.
Ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 4/1999.
Bráðabirgðaákvæði með lögum nr. 4/1999 er ekki birt hér.
Ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 72/2005.
Heimilt er að fella niður eða endurgreiða vörugjald af sérhæfðum varahlutum í vetnisbifreiðar sem fluttar eru inn í rannsóknarskyni. Heimildin gildir til [31. desember 2010]1) 2). [Ráðherra]3) setur nánari reglura) um framkvæmd eftirgjafarinnar.
1)Sbr. 3. gr. laga nr. 175/2008. 2)Sbr. 4. gr. laga nr. 130/2009. 3)Sbr. 122. gr. laga nr. 126/2011. a)Reglugerð nr. 676/2005.
Ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 17/2009.
Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. laganna skal fyrirkomulag gjalddaga vörugjalds, hjá aðilum sem skráðir eru skv. 2. mgr. 4. gr., vegna uppgjörstímabila á árinu 2009 vera sem hér segir:
- Helmingi af vörugjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 9. gr., skal skila eigi síðar en á 28. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
- Helmingi af vörugjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 9. gr., skal skila eigi síðar en á 28. degi þriðja mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
Ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 14/2010
Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. laganna skal fyrirkomulag gjalddaga vörugjalds, hjá aðilum sem skráðir eru skv. 2. mgr. 4. gr., vegna uppgjörstímabilanna janúar og febrúar annars vegar og mars og apríl hins vegar, á árinu 2010 vera sem hér segir:
- Helmingi af vörugjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 9. gr., skal skila eigi síðar en á 28. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
- Helmingi af vörugjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 9. gr., skal skila eigi síðar en á 28. degi þriðja mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
Ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 165/2010
Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. skal fyrirkomulag gjalddaga vörugjalds, hjá aðilum sem skráðir eru skv. 2. mgr. 4. gr., vegna uppgjörstímabilsins nóvember og desember á árinu 2010 vera sem hér segir:
- Helmingi af vörugjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 9. gr., skal skila eigi síðar en á 28. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
- Helmingi af vörugjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 9. gr., skal skila eigi síðar en á 28. degi þriðja mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
Ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 22/2011
Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. skal fyrirkomulag gjalddaga vörugjalds, hjá aðilum sem skráðir eru skv. 2. mgr. 4. gr., vegna uppgjörstímabilsins janúar og febrúar á árinu 2011 vera sem hér segir:
- Helmingi af vörugjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 9. gr., skal skila eigi síðar en á 28. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
- Helmingi af vörugjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 9. gr., skal skila eigi síðar en á 28. degi þriðja mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
Ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 46//2011
Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. laganna skal fyrirkomulag gjalddaga vörugjalds, hjá aðilum sem skráðir eru skv. 2. mgr. 4. gr., vegna uppgjörstímabilanna mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október og nóvember og desember á árinu 2011 vera sem hér segir:
- Helmingi af vörugjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 9. gr., skal skila eigi síðar en á 28. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
- Helmingi af vörugjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 9. gr., skal skila eigi síðar en á 28. degi þriðja mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
Ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 18/2012
Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. laganna skal fyrirkomulag gjalddaga vörugjalds, hjá aðilum sem skráðir eru skv. 2. mgr. 4. gr., vegna uppgjörstímabilanna á árinu 2012 vera sem hér segir:
- Helmingi af vörugjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 9. gr., skal skila eigi síðar en á 28. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
- Helmingi af vörugjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 9. gr., skal skila eigi síðar en á 28. degi þriðja mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.
*2)
[Viðauki I við lög um vörugjald.*1)
*1) Viðaukinn kom inn í lögin með lögum nr. 18/1993. *2)Viðaukanum hefur verið breytt með lögum nr. 89/1998, 4/1999, 103/2000, 104/2000, 70/2009, 79/2009 og 130/2009. og auglýsingum nr. 6/1994, 11/1994, 336/1994, 102/1995, 109/1995, 116/1995, 5/1996, 110/1996, 163/1996, 164/1996, 25/1996, 26/1996, 7/1997, 99/1997, 92/1998, 5/1999, 78/2000, 147/2000, 119/2001, 126/2001, 150/2003 og 175/2007, sem ýmist birtust í A- eða B-deild Stjórnartíðinda.
- [Af vörum í eftirgreindum tollskrárnúmerum skal greiða í vörugjald krónur fyrir hvert kíló af vörunni sem hér segir:
Tollskrárnúmer | kr./kg. | Tollskrárnúmer | kr./kg. | Tollskrárnúmer | kr./kg. |
0813.4001 | 160 | 1806.2005 | 130 | 2008.9209 | 24 |
0813.5001 | 160 | 1806.2006 | 130 | 2008.9901 | 24 |
1701.1100 | 60 | 1806.2009 | 130 | 2008.9909 | 24 |
1701.1200 | 60 | 1806.3101 | 100 | 2101.1100 | 160 |
1701.9101 | 60 | 1806.3109 | 100 | 2101.1201 | 160 |
1701.9102 | 60 | 1806.3201 | 100 | 2101.1209 | 160 |
1701.9103 | 60 | 1806.3202 | 100 | 2101.2001 | 160 |
1701.9104 | 60 | 1806.3203 | 100 | 2101.2009 | 160 |
1701.9105 | 60 | 1806.3209 | 100 | 2101.3001 | 160 |
1701.9106 | 60 | 1806.9011 | 30 | 2106.9021 | 800 |
1701.9107 | 60 | 1806.9012 | 30 | 2106.9022 | 60 |
1701.9109 | 60 | 1806.9019 | 30 | 2106.9025 | 160 |
1701.9901 | 60 | 1806.9023 | 100 | 2106.9026 | 160 |
1701.9902 | 60 | 1806.9024 | 100 | 2106.9039 | 160 |
1701.9903 | 60 | 1806.9025 | 100 | 2106.9031 | 50 |
1701.9904 | 60 | 1806.9026 | 100 | 2106.9041 | 50 |
1701.9905 | 60 | 1806.9028 | 130 | 2106.9042 | 50 |
1701.9906 | 60 | 1806.9029 | 130 | 2106.9048 | 50 |
1701.9907 | 60 | 1806.9039 | 130 | 2106.9049 | 50 |
1701.9909 | 60 | 1901.9011 | 30 | 2106.9062 | 24 |
1702.1100 | 60 | 1901.9019 | 30 | 2106.9063 | 60 |
1702.1900 | 60 | 1905.2000 | 80 | 3003.9001 | 130 |
1702.2000 | 60 | 1905.3110 | 80 | 3004.5004 | 130 |
1702.3001 | 60 | 1905.3120 | 80 | 3004.9004 | 130 |
1702.3002 | 60 | 1905.3131 | 80 | 3302.1021 | 130 |
1702.3009 | 60 | 1905.3139 | 80 | 3302.1030 | 130 |
1702.4001 | 60 | 1905.3201 | 80 | 4011.1000 | 20 |
1702.4002 | 60 | 1905.3209 | 80 | 4011.2000 | 20 |
1702.4009 | 60 | 2006.0011 | 24 | 4011.4000 | 20 |
1702.5000 | 60 | 2006.0012 | 24 | 4011.5000 | 20 |
1702.6000 | 60 | 2006.0019 | 24 | 4011.6100 | 20 |
1702.9001 | 60 | 2006.0021 | 24 | 4011.6200 | 20 |
1702.9002 | 60 | 2006.0022 | 24 | 4011.6300 | 20 |
1702.9003 | 60 | 2006.0023 | 24 | 4011.6900 | 20 |
1702.9004 | 60 | 2006.0029 | 24 | 4011.9200 | 20 |
1702.9009 | 60 | 2006.0030 | 24 | 4011.9300 | 20 |
1703.1002 | 60 | 2007.1000 | 24 | 4011.9400 | 20 |
1703.1009 | 60 | 2007.9100 | 24 | 4011.9900 | 20 |
1703.9009 | 60 | 2007.9900 | 24 | 4012.1100 | 20 |
1704.1000 | 120 | 2008.1101 | 24 | 4012.1200 | 20 |
1704.9001 | 120 | 2008.2001 | 24 | 4012.1900 | 20 |
1704.9002 | 120 | 2008.2009 | 24 | 4012.2000 | 20 |
1704.9003 | 120 | 2008.3001 | 24 | 4012.9000 | 20 |
1704.9004 | 120 | 2008.3009 | 24 | 4013.1000 | 20 |
1704.9005 | 120 | 2008.4001 | 24 | 4013.2000 | 20 |
1704.9006 | 120 | 2008.4009 | 24 | 4013.9000 | 20 |
1704.9007 | 120 | 2008.5001 | 24 | 4016.9922 | 20 |
1704.9008 | 120 | 2008.5009 | 24 | ||
1704.9009 | 120 | 2008.6001 | 24 | ||
1805.0001 | 30 | 2008.6009 | 24 | ||
1805.0009 | 30 | 2008.7001 | 24 | ||
1806.1001 | 130 | 2008.7009 | 24 | ||
1806.1009 | 130 | 2008.8001 | 24 | ||
1806.2001 | 130 | 2008.8009 | 24 | ||
1806.2003 | 130 | 2008.9100 | 24 | ||
1806.2004 | 130 | 2008.9201 | 24 |
- Af vörum í eftirgreindum tollskrárnúmerum skal greiða í vörugjald krónur fyrir hvern lítra af vörunni sem hér segir:
Tollskrárnúmer | kr./l. | Tollskrárnúmer | kr./l. | Tollskrárnúmer | kr./l. |
2009.1110 | 16 | 2009.6123 | 16 | 2202.9037 | 16 |
2009.1121 | 16 | 2009.6124 | 16 | 2202.9039 | 16 |
2009.1122 | 16 | 2009.6125 | 16 | 2202.9041 | 16 |
2009.1123 | 16 | 2009.6126 | 16 | 2202.9042 | 16 |
2009.1124 | 16 | 2009.6129 | 16 | 2202.9043 | 16 |
2009.1125 | 16 | 2009.6190 | 16 | 2202.9044 | 16 |
2009.1126 | 16 | 2009.6910 | 16 | 2202.9045 | 16 |
2009.1129 | 16 | 2009.6921 | 16 | 2202.9046 | 16 |
2009.1190 | 16 | 2009.6922 | 16 | 2202.9047 | 16 |
2009.1210 | 16 | 2009.6923 | 16 | 2202.9049 | 16 |
2009.1221 | 16 | 2009.6924 | 16 | 2202.9091 | 16 |
2009.1222 | 16 | 2009.6925 | 16 | 2202.9092 | 16 |
2009.1223 | 16 | 2009.6926 | 16 | 2202.9093 | 16 |
2009.1224 | 16 | 2009.6929 | 16 | 2202.9094 | 16 |
2009.1225 | 16 | 2009.6990 | 16 | 2202.9095 | 16 |
2009.1226 | 16 | 2009.7110 | 16 | 2202.9096 | 16 |
2009.1229 | 16 | 2009.7121 | 16 | 2202.9097 | 16 |
2009.1290 | 16 | 2009.7122 | 16 | 2202.9099 | 16 |
2009.1910 | 16 | 2009.7123 | 16 | 2203.0011 | 16 |
2009.1921 | 16 | 2009.7124 | 16 | 2203.0012 | 16 |
2009.1922 | 16 | 2009.7125 | 16 | 2203.0013 | 16 |
2009.1923 | 16 | 2009.7126 | 16 | 2203.0014 | 16 |
2009.1924 | 16 | 2009.7129 | 16 | 2203.0015 | 16 |
2009.1925 | 16 | 2009.7190 | 16 | 2203.0016 | 16 |
2009.1926 | 16 | 2009.7910 | 16 | 2203.0019 | 16 |
2009.1929 | 16 | 2009.7921 | 16 | 2204.1011 | 16 |
2009.1990 | 16 | 2009.7922 | 16 | 2204.1012 | 16 |
2009.2110 | 16 | 2009.7923 | 16 | 2204.1013 | 16 |
2009.2121 | 16 | 2009.7924 | 16 | 2204.1014 | 16 |
2009.2122 | 16 | 2009.7925 | 16 | 2204.1015 | 16 |
2009.2123 | 16 | 2009.7926 | 16 | 2204.1016 | 16 |
2009.2124 | 16 | 2009.7929 | 16 | 2204.1019 | 16 |
2009.2125 | 16 | 2009.7990 | 16 | 2204.2111 | 16 |
2009.2126 | 16 | 2009.8010 | 16 | 2204.2112 | 16 |
2009.2129 | 16 | 2009.8021 | 16 | 2204.2113 | 16 |
2009.2190 | 16 | 2009.8022 | 16 | 2204.2114 | 16 |
2009.2910 | 16 | 2009.8023 | 16 | 2204.2115 | 16 |
2009.2921 | 16 | 2009.8024 | 16 | 2204.2116 | 16 |
2009.2922 | 16 | 2009.8025 | 16 | 2204.2119 | 16 |
2009.2923 | 16 | 2009.8026 | 16 | 2204.2131 | 16 |
2009.2924 | 16 | 2009.8029 | 16 | 2204.2132 | 16 |
2009.2925 | 16 | 2009.8090 | 16 | 2204.2133 | 16 |
2009.2926 | 16 | 2009.9010 | 16 | 2204.2134 | 16 |
2009.2929 | 16 | 2009.9021 | 16 | 2204.2135 | 16 |
2009.2990 | 16 | 2009.9022 | 16 | 2204.2136 | 16 |
2009.3110 | 16 | 2009.9023 | 16 | 2204.2139 | 16 |
2009.3121 | 16 | 2009.9024 | 16 | 2204.2911 | 16 |
2009.3122 | 16 | 2009.9025 | 16 | 2204.2912 | 16 |
2009.3123 | 16 | 2009.9026 | 16 | 2204.2913 | 16 |
2009.3124 | 16 | 2009.9029 | 16 | 2204.2915 | 16 |
2009.3125 | 16 | 2009.9090 | 16 | 2204.2916 | 16 |
2009.3126 | 16 | 2105.0011 | 16 | 2204.2919 | 16 |
2009.3129 | 16 | 2105.0019 | 16 | 2204.2931 | 16 |
2009.3190 | 16 | 2105.0021 | 16 | 2204.2932 | 16 |
2009.3910 | 16 | 2105.0029 | 16 | 2204.2933 | 16 |
2009.3921 | 16 | 2106.9011 | 16 | 2204.2935 | 16 |
2009.3922 | 16 | 2106.9019 | 16 | 2204.2936 | 16 |
2009.3923 | 16 | 2201.1011 | 16 | 2204.2939 | 16 |
2009.3924 | 16 | 2201.1012 | 16 | 2204.3011 | 16 |
2009.3925 | 16 | 2201.1013 | 16 | 2204.3012 | 16 |
2009.3926 | 16 | 2201.1014 | 16 | 2204.3013 | 16 |
2009.3929 | 16 | 2201.1015 | 16 | 2204.3014 | 16 |
2009.3990 | 16 | 2201.1016 | 16 | 2204.3015 | 16 |
2009.4110 | 16 | 2201.1019 | 16 | 2204.3016 | 16 |
2009.4121 | 16 | 2202.1011 | 16 | 2204.3019 | 16 |
2009.4122 | 16 | 2202.1012 | 16 | 2205.1011 | 16 |
2009.4123 | 16 | 2202.1013 | 16 | 2205.1012 | 16 |
2009.4124 | 16 | 2202.1014 | 16 | 2205.1013 | 16 |
2009.4125 | 16 | 2202.1015 | 16 | 2205.1014 | 16 |
2009.4126 | 16 | 2202.1016 | 16 | 2205.1015 | 16 |
2009.4129 | 16 | 2202.1019 | 16 | 2205.1016 | 16 |
2009.4190 | 16 | 2202.1091 | 16 | 2205.1019 | 16 |
2009.4910 | 16 | 2202.1092 | 16 | 2205.9011 | 16 |
2009.4921 | 16 | 2202.1093 | 16 | 2205.9012 | 16 |
2009.4922 | 16 | 2202.1094 | 16 | 2205.9013 | 16 |
2009.4923 | 16 | 2202.1095 | 16 | 2205.9015 | 16 |
2009.4924 | 16 | 2202.1096 | 16 | 2205.9016 | 16 |
2009.4925 | 16 | 2202.1097 | 16 | 2205.9019 | 16 |
2009.4926 | 16 | 2202.1099 | 16 | 2206.0031 | 16 |
2009.4929 | 16 | 2202.9011 | 16 | 2206.0032 | 16 |
2009.4990 | 16 | 2202.9012 | 16 | 2206.0033 | 16 |
2009.5010 | 16 | 2202.9013 | 16 | 2206.0034 | 16 |
2009.5021 | 16 | 2202.9014 | 16 | 2206.0035 | 16 |
2009.5022 | 16 | 2202.9015 | 16 | 2206.0036 | 16 |
2009.5023 | 16 | 2202.9016 | 16 | 2206.0039 | 16 |
2009.5024 | 16 | 2202.9017 | 16 | 2208.9071 | 16 |
2009.5025 | 16 | 2202.9019 | 16 | 2208.9072 | 16 |
2009.5026 | 16 | 2202.9031 | 16 | 2208.9073 | 16 |
2009.5029 | 16 | 2202.9032 | 16 | 2208.9074 | 16 |
2009.5090 | 16 | 2202.9033 | 16 | 2208.9075 | 16 |
2009.6110 | 16 | 2202.9034 | 16 | 2208.9076 | 16 |
2009.6121 | 16 | 2202.9035 | 16 | 2208.9079 | 16 |
2009.6122 | 16 | 2202.9036 | 16 | 2209.0000 | 16 |
]1)
1)Sbr. 4. gr. laga nr. 70/2009.
[---]1)
1)Sbr. 1. gr. laga nr. 175/2006.
- Af vörum í eftirgreindum tollskrárnúmerum skal greiða 15% vörugjald:
3918.1001 | 3920.4202]6) | 3920.9401 | 4016.9100 | 4407.9901 |
3918.1002 | 3920.5101 | 3920.9902 | 4016.9918 | 4409.1001 |
3918.9011 | 3920.5901 | 3922.1000 | 4016.9919 | 4409.2001 |
3918.9019 | 3920.6101 | 3922.2000 | 4016.9925 | [4410.1101 |
3918.9021 | 3920.6201 | 3922.9001 | 4407.1001 | 4410.1901 |
3918.9029 | 3920.6301 | 3922.9009 | 4407.2401 | 4410.9001]7) |
3919.9010 | 3920.6901 | 3925.9002 | 4407.2501 | 4411.1101 |
3920.1002 | 3920.7101 | 3926.3001 | 4407.2601 | 4411.1901 |
3920.2001 | 3920.7301 | 4003.0001 | 4407.2901 | 4411.2101 |
3920.3001 | 3920.7901 | 4008.1101 | 4407.9101 | 4411.2901 |
[3920.4101 | 3920.9101 | 4008.2101 | 4407.9201 | 4411.3101 |
4411.3901 | 5805.0000 | 7009.1000 | 8539.3100 | 9007.1900 |
4411.9101 | 5904.1000 | 7014.0001 | 8539.3200 | 9007.2001 |
4411.9901 | [5904.9100 | 7315.9001 | 8539.3900 | 9007.2009 |
4412.1301 | 5904.9200]8) | 7320.1000 | 8539.4100 | 9007.9100 |
4412.1401 | 6702.1000 | 7320.2001 | 8539.4900 | 9007.9200 |
4412.1901 | 6702.9000 | 7320.9001 | 8539.9000 | 9405.1001 |
4412.2201 | 6802.1000 | 7324.1000 | 8540.1100 | 9405.1009 |
4412.2301 | 6802.2109 | 7324.2100 | 8540.1200 | 9405.2001 |
4412.2901 | 6802.2209 | 7324.2900 | 8540.2000 | 9405.2009 |
4412.9201 | 6802.2309 | 7324.9000 | 8540.4000 | 9405.3000 |
4412.9301 | 6802.2909 | 7417.0000 | 8540.5000 | 9405.4001 |
4412.9901 | [---]4) | 7418.2000 | 8540.6000 | 9405.4009 |
4413.0001 | 6802.9109 | 7419.9904 | 8540.7100 | 9405.5000 |
4418.3000 | [---]4) | 7615.2000 | 8540.7200 | 9405.6001 |
4504.1002 | 6802.9209 | 8301.2000 | 8540.7900 | 9405.6009 |
4601.2000 | [---]4) | 8301.4001 | 8540.8100 | 9405.9101 |
4815.0000 | 6802.9309 | 8302.1001 | 8540.8900 | 9405.9109 |
5602.9001 | [---]4) | 8302.3000 | 8540.9100 | 9405.9201 |
5701.1000 | 6802.9909 | 8302.4901 | 8540.9900 | 9405.9202 |
5701.9000 | [---]4) | 8407.3100 | 8544.1100 | 9405.9209 |
5702.1000 | 6803.0009 | 8407.3200 | 8544.1900 | 9405.9910 |
5702.2000 | 6806.2000 | 8407.3300 | 8544.2009 | 9405.9921 |
5702.3100 | 6806.9001 | 8407.3400 | 8544.3000 | 9405.9929 |
5702.3200 | 6806.9009 | 8408.2000 | 8544.4109 | |
5702.3900 | 6807.1001 | [---]3) | 8544.4909 | |
5702.4100 | 6807.9001 | 8481.1000 | 8544.5109 | |
5702.4200 | 6808.0000 | 8481.2000 | 8544.5909 | |
5702.4900 | 6809.1101 | 8481.3000 | 8544.6000 | |
5702.5100 | 6809.1901 | 8481.4000 | 8544.7000 | |
5702.5200 | 6809.9001 | 8481.8000 | 8708.1000 | |
5702.5900 | 6809.9009 | 8481.9000 | 8708.2900 | |
5702.9100 | 6811.2001 | 8507.1001 | [8708.3100]9) | |
5702.9200 | 6811.9001 | 8507.1009 | [8708.3900]11) | |
5702.9900 | 6811.9009 | 8507.2001 | 8708.4000 | |
5703.1001 | 6814.1000 | 8507.2009 | 8708.5000 | |
5703.1009 | 6904.9000 | 8507.3009 | 8708.6000 | |
5703.2001 | 6905.1000 | 8507.4000 | [8708.7000]12) | |
5703.2009 | 6905.9000 | [---]1) | 8708.8000 | |
5703.3001 | 6907.1000 | [8507.8091 | 8708.9100 | |
5703.3009 | 6907.9000 | 8507.8099]2) | [8708.9300]13) | |
5703.9001 | 6908.1000 | [8507.9000]10) | 8708.9400 | |
5703.9009 | 6908.9000 | [---]5) | 8708.9900 | |
5704.1000 | 6910.1000 | 8539.1000 | 8714.1100 | |
5704.9000 | 6910.9000 | 8539.2100 | 8714.1900 | |
5705.0001 | 7007.1101 | 8539.2200 | [---]5) | |
5705.0009 | 7007.2101 | 8539.2900 | 9007.1100 |
1)Sbr. c-lið 5. gr. laga nr. 89/1998. 2)Sbr. d-lið 5. gr. laga nr. 89/1998. 3)Sbr. 1. gr. laga nr. 4/1999. 4)Sbr. 1. gr. auglýsingar nr. 5/1999. 5)Sbr. c-lið 1. gr. laga nr. 103/2000. 6)Nú 3920.4302 og 3920.4902, sbr. 1. gr. auglýsingar nr. 126/2001. 7)Nú 4410.2901, 4410.3201, 4410.3301, 4410.3901 og 4410.9001, sbr. 1. gr. auglýsingar nr. 126/2001. 8)Nú 5904.9000, sbr. 1. gr. auglýsingar nr. 126/2001. 9)Nú 8708.3101 og 8708.3109, sbr. 1. gr. auglýsingar nr. 126/2001. 10)Nú 8507.9001 og 8507.9009, sbr. 1. gr. auglýsingar nr. 169/2002. 11)Nú 8708.3901 og 8708.3909, sbr. 1. gr. auglýsingar nr. 150/2003. 12)Nú 8708.7001 og 8708.7009, sbr. 1. gr. auglýsingar nr. 150/2003. 13)Nú 8708.9301 og 8708.9309, sbr. 1. gr. auglýsingar nr. 150/2003.
- Af vörum í eftirgreindum tollskrárnúmerum skal greiða 20% vörugjald:
7321.1100 | 8418.3001 | 8450.1901 | 8479.6001 | 8516.6002 |
7321.1200 | 8418.4001 | 8450.1909 | 8479.8901 | 8516.6009 |
7321.1300 | 8418.6101 | 8450.9000 | 8511.1000 | 8516.7901 |
7321.8100 | 8418.6901 | 8451.1009 | 8511.2000 | 8516.7909 |
7321.8200 | 8421.1201 | 8451.2100 | 8511.3000 | 8516.8001 |
7321.8300 | 8421.3901 | 8451.3001 | 8511.4000 | 8545.9001 |
7321.9000 | 8422.1100 | 8476.2100 | 8511.5000 | |
8418.1001 | 8433.1100 | 8476.2900 | 8511.8000 | |
8418.2100 | 8433.1900 | 8476.8100 | 8511.9000 | |
8418.2200 | 8450.1100 | 8476.8900 | 8516.5000 | |
8418.2900 | 8450.1200 | 8476.9000 | 8516.6001 |
- Af vörum í eftirgreindum tollskrárnúmerum skal greiða 25% vörugjald:
[---]2) | [8519.8190 | 8520.9003 | 8527.1900 | 8528.1302 |
8518.2109 | 8519.8900]8) | [8520.9009 | 8527.2101 | [8528.1303]6) |
8518.2209 | 8519.9200 | 8521.1021 | 8527.2102 | 8528.1309 |
8518.2900 | 8519.9300 | 8521.1029 | 8527.2109 | 8528.2109 |
[8518.3000]5) | 8519.9901 | 8521.9021 | 8527.2900 | 8528.2209 |
8518.4009 | 8519.9902 | [8521.90227) | 8527.3101 | 8528.3009 |
8518.5009 | 8519.9909 | 8521.9029 | 8527.3102 | 8529.1009 |
8518.9000 | 8520.1000 | 8522.1000 | 8527.3109 | 8529.9009 |
8519.1000 | 8520.2000 | 8522.9000 | 8527.3200 | 8543.8100 |
8519.2100 | 8520.3200 | 8527.1201 | 8527.3900 | 8543.8901 |
8519.2900 | 8520.3300 | 8527.1209 | 8527.9009 | 8543.9001 |
8519.3100 | 8520.3900 | 8527.1301 | 8528.1202 | [[---]2)]3)]1) |
8519.3900 | 8520.9001]4) | 8527.1303 | [8528.1203]6) | |
8519.4000 | 8520.9002 | 8527.1309 | 8528.1209 |
1)Sbr. 1. gr. augl. nr. 26/1997. 2)Sbr. e-lið 5. gr. laga nr. 89/1998. 3)Sbr. d-lið 1. gr. laga nr. 103/2000. 4)Sbr. a-lið 6. gr. augl. nr. 147/2000. 5)Nú 8518.3001 og 8518.3009, sbr. 1. gr. auglýsingar nr. 119/2001. 6)Sbr. 1. gr. auglýsingar nr. 150/2003. 7)Sbr. 1. gr. auglýsingar nr. 175/2007.