Skattalagasafn ríkisskattstjóra 8.5.2024 20:27:19

Lög nr. 90/2003, kafli 9 - álagningarár 2020 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=90.2003.9&alagningarar=2020)
Ξ Valmynd

 Álagningarár:

IX. KAFLI
Framtöl og skýrslugjafir.  
89. gr.

 [---]1)

1)Sbr. 16. gr. laga nr. 136/2009. 

Skattframtöl.
90. gr.

(1) Allir, sem skattskyldir eru skv. I. kafla laga þessara, svo og þeir sem telja sig undanþegna skattskyldu skv. 4. tölul. 4. gr., skulu afhenda [ríkisskattstjóra]2) skýrslu í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður þar sem greindar eru að viðlögðum drengskap tekjur á síðastliðnu ári og eignir í árslok, svo og önnur atriði sem máli skipta við skattálagningu. Skýrslu lögaðila og einstaklinga sem hafa með höndum atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi skal fylgja undirritaður ársreikningur [með sundurliðunum og skýringum]3) í samræmi við ákvæði laga um bókhald eða eftir atvikum laga um ársreikninga, ásamt sérstakri greinargerð um skattstofna í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. [Ríkisskattstjóra er heimilt að ákveða að framtalsskil skuli almennt vera með rafrænum hætti og að málsmeðferð verði jafnframt rafræn, þ.m.t. samkvæmt 94.-96., 98., 99. og 101. gr.]4)

(2) Framtalsskyldan hvílir á hverjum manni. Fjárhaldsmenn skulu telja fram fyrir þá sem ekki eru fjárráða. Erfingjar skulu telja fram fyrir bú sem er undir einkaskiptum. Skiptastjórar skulu telja fram fyrir þrotabú og dánarbú. Skattframtölin skulu undirrituð af þeim sem framtalsskyldan hvílir á. Skattframtal bókhaldsskylds aðila skal undirritað af þeim sem bera ábyrgð á að ákvæðum laga um bókhald sé fullnægt.

(3) Framtalsskyldan hvílir á lögaðila. Sé um bókhaldsskylda aðila að ræða skal framtalinu fylgja ársreikningur, sbr. 1. mgr. Í skráðum félögum er nægilegt að þeir sem heimild hafa til að binda félagið undirriti framtalið.

(4) Skil á skýrslu í tölvutæku formi að fenginni heimild ríkisskattstjóra jafngildir undirritun skýrslunnar skv. 2. og 3. mgr.

(5) Ef skattaðili er búsettur erlendis, dvelur erlendis eða getur af öðrum ástæðum eigi talið fram sjálfur er honum heimilt að veita manni, er lögheimili hefur hér á landi, umboð til að gera framtal og undirrita það og skal þá skriflegt umboð fylgja.

(6) Nú er framtalsskyldur maður að mati [ríkisskattstjóra]2) ófær um að gera framtal sitt sökum hrumleika, sjúkdóms eða annarra hliðstæðra ástæðna og skal þá [ríkisskattstjóri]2) veita honum aðstoð til þess, en framteljandi skal láta í té allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn. Sá er aðstoð veitir skal rita á skattframtalið yfirlýsingu um að hann hafi aðstoðað við gerð þess.

(7) [Hafi framtalsskyldur maður ekki sinnt skyldu sinni skv. 1. málsl. 1. mgr. er [ríkisskattstjóra]2) heimilt að útbúa skattframtal á viðkomandi með fyrirliggjandi framtalsupplýsingum, enda telji [ríkisskattstjóri]2) þær fullnægjandi. Þannig gert skattframtal skal auðkennt sérstaklega og réttaráhrif þess eru þau sömu og áætlunar skv. 2. mgr. 95. gr. Um tilkynningu og kærufresti fer skv. 2. málsl. 1. mgr. 98. gr. og 99. gr.]1)

1)Sbr. 6. gr. laga nr. 164/2008. 2)Sbr. 17. gr. laga nr. 136/2009. 3)Sbr. 3. gr. laga nr. 54/2016. 4)Sbr. 4. gr. laga nr. 50/2018.

91. gr.

(1) Skýrslu lögaðila sem heimild hafa til að semja ársreikning í erlendum gjaldmiðli, sbr. 11. gr. A laga um ársreikninga*1), skal fylgja undirritaður ársreikningur í samræmi við ákvæði laga um ársreikninga, ásamt sérstakri greinargerð, sbr. 1. mgr. 90. gr., um skattstofna í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður og skulu fjárhæðir vera í íslenskum krónum.

(2) Fjárhæðir í greinargerð skv. 1. mgr. skulu umreiknaðar í íslenskar krónur á eftirfarandi hátt:

  1. Tekjur og gjöld á árinu, þar með taldar fyrningar, skulu umreiknuð í íslenskar krónur á meðalgengi reikningsársins.

  2. Eignir, skuldir og eigið fé skal umreiknað í íslenskar krónur á gengi í lok viðkomandi reikningsárs.

  3. Gengismunur sem kann að myndast við umreikning ársreiknings úr erlendum gjaldmiðli í íslenskar krónur skv. a- og b-liðum skal ekki hafa áhrif á tekjur í rekstrarreikningi.

(3) Við umreikning í starfrækslugjaldmiðil skal umreikna fyrningargrunn eigna og fengnar fyrningar, stofnverð ófyrnanlegra eigna og eigna sem ekki hafa verið teknar í notkun á lokagengi þess reikningsárs og skal skattalegt stofnverð ákvarðast í samræmi við þann umreikning. Við sölu á eignarhlutum í félögum sem seljandi hefur eignast fyrir árslok 1996 skal stofnverð ákvarðast í samræmi við ákvæði 2. málsl. 4. mgr. 18. gr. eða 3. mgr. 19. gr. eftir því sem við á í íslenskum krónum en söluverðið skal umreikna í íslenskar krónur á daggengi við sölu. Við sölu eignarhluta í félögum sem seljandi hefur eignast eftir 1996 skal stofnverð þeirra ákvarðað í íslenskum krónum miðað við daggengi við kaup en söluverð skal umreiknað miðað við daggengi við sölu. Fasteignir skal telja til eignar skv. 1. tölul. 73. gr. og eignarhlutir í félögum skulu færðir til eignar skv. 5. tölul. 73. gr. [---]1). Þegar frestaður hluti söluhagnaðar er skattlagður skal fjárhæð hans færð til tekna óbreytt í krónum talið frá því ári sem hann myndaðist. Rekstrartap frá fyrri árum skv. 8. tölul. 31. gr. skal fært til frádráttar rekstrarhagnaði ársins óbreytt í krónum talið frá því sem fram kemur í greinargerðum skv. 1. mgr. á þeim rekstrarárum er tapið myndaðist. Um skattskil lögaðila, sem byggð eru á bókhaldi og ársreikningi í erlendum gjaldmiðli, gilda að öðru leyti sömu reglur og gilda um skattskil lögaðila í íslenskum krónum.

(4) Heimilt er lögaðila, sem færir bókhald sitt í íslenskum krónum auk bókhalds í starfrækslugjaldmiðli, að byggja greinargerð sína skv. 1. mgr. á bókhaldi í íslenskum krónum, en þá skal viðhalda þeirri aðferð í að minnsta kosti fimm ár.

1)Sbr. 23. gr. laga nr. 129/2004. *1)Nú 2. mgr. 7. gr. laga nr. 3/2006


[Ríki-fyrir-ríki skýrsla um skattskil.
91. gr. a.

(1) Skattaðili skv. 2. gr. sem er móðurfélag heildarsamstæðu, sbr. lög um ársreikninga, sem er með heimilisfesti í fleiri ríkjum skal [eigi síðar en 12 mánuðum frá lokum reikningsárs]2) skila ríkisskattstjóra skýrslu með upplýsingum um tekjur og skatta í þeim ríkjum þar sem félög innan heildarsamstæðunnar eiga heimilisfesti (ríki-fyrir-ríki skýrsla um skattskil). Skýrslan skal einnig innihalda lýsingu á atvinnustarfsemi heildarsamstæðunnar í hverju ríki, auk upplýsinga um hvert samstæðufélaga og þá efnahagslegu starfsemi sem félögin hafa með höndum. Skyldan til að skila ríki-fyrir-ríki skýrslu um skattskil gildir ekki ef tekjur heildarsamstæðunnar á síðasta reikningsári voru lægri en 100 milljarðar kr.

(2) Skylda til að skila ríki-fyrir-ríki skýrslu um skattskil skv. 1. mgr. hvílir einnig á öðrum félögum á Íslandi þrátt fyrir að þau teljist ekki vera móðurfélag heildarsamstæðu ef móðurfélag heildarsamstæðu er erlent og:

  1. hinu erlenda móðurfélagi er ekki skylt að skila inn ríki-fyrir-ríki skýrslu um skattskil í heimilisfestarríkinu,
     
  2. heimilisfestarríki hins erlenda móðurfélags hefur ekki gert upplýsingaskiptasamning við Ísland sem kveður á um sjálfvirk upplýsingaskipti á ríki-fyrir-ríki skýrslum um skattskil sem er í gildi við lok reikningsársins skv. 1. mgr., eða
     
  3. ríkisskattstjóri hefur tilkynnt íslenska félaginu að heimilisfestarríki móðurfélagsins hafi ekki gert upplýsingaskiptasamning við Ísland sem um getur í b-lið eða sendir ekki íslenskum skattyfirvöldum af öðrum ástæðum ríki-fyrir-ríki skýrslu um skattskil.

(3) Eigi 1. mgr. við fleiri en einn skattaðila skulu þeir ákveða hver þeirra sé ábyrgur fyrir skilum á ríki-fyrir-ríki skýrslu um skattskil og tilkynna ríkisskattstjóra um þá ákvörðun.

(4) Félag, sem á lögheimili á Íslandi og er hluti af heildarsamstæðu þar sem einu eða fleiri félögum er skylt að skila ríki-fyrir-ríki skýrslu um skattskil skv. 1. og 2. mgr., skal eftir lok reikningsárs tilkynna ríkisskattstjóra hvaða félag í samstæðunni skili ríki-fyrir-ríki skýrslu um skattskil og um heimilisfestarríki þess.

(5) Ráðherra setur með reglugerða) nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar, þar á meðal um efni og form ríki-fyrir-ríki skýrslu um skattskil.]1)

1)
Sbr. 4. gr. laga nr. 112/2016. 2)Sbr. 7. gr. laga nr. 96/2017. a)Sbr. reglugerð nr. 1166/2016.

Launaskýrslur o.fl.
92. gr.

(1) Allir, sem hafa menn í þjónustu sinni og greiða þeim endurgjald fyrir starfa, þar með talin ágóðaþóknun, ökutækjastyrkur, húsaleigustyrkur og hvers konar önnur fríðindi og hlunnindi, eftirlaun, biðlaun og lífeyrir, skulu ótilkvaddir afhenda [ríkisskattstjóra]3) skýrslu um greiðslur þessar ókeypis og í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Sama gildir um greiðslur til verktaka fyrir efni og vinnu. Ef framangreindar greiðslur eru inntar af hendi fyrir milligöngu annars aðila og sá, er unnið var fyrir, getur eigi látið umkrafðar upplýsingar í té, hvílir skýrslugjafarskyldan á milligönguaðilanum.

(2) Allir aðilar, þar með taldir bankar, sparisjóðir og aðrar peningastofnanir, verðbréfamarkaðir og aðrir sem annast kaup og sölu, umboðsviðskipti, [milligöngu]1) og aðra umsýslu með hlutabréf, [skuldabréf og aðra fjármálagerninga],1) skulu ótilkvaddir afhenda [ríkisskattstjóra]3) skýrslu um slík viðskipti og aðila að þeim, ókeypis og í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.

(3) [Bankar, sparisjóðir, önnur fjármálafyrirtæki, [rafeyrisfyrirtæki]5) og aðrir þeir aðilar skv. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 94/1996, sem taka við fjármunum til ávöxtunar skulu ótilkvaddir veita skattyfirvöldum ókeypis og í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður upplýsingar um greidda eða greiðslukræfa vexti á árinu skv. 8. gr. laga þessara og afdregna staðgreiðslu og innstæður í bankareikningum og hvers konar verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum. Sama gildir um hvers konar útlán til viðskiptamanna og vaxtagreiðslur af þeim.]1)

(4) Allir, sem hafa á leigu eða hafa afnot gegn gjaldi af fasteign, námurétti eða veiðirétti, lausafé, einkaleyfi, framleiðslurétti, útgáfurétti eða sérþekkingu, skulu ótilkvaddir afhenda [ríkisskattstjóra]3) skýrslu um greiðslur vegna leigunnar eða afnotanna ókeypis og í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.

(5) Skylt er móttakanda greiðslu samkvæmt þessari grein að sýna greiðanda [persónuskilríki]2), en á greindum skýrslum skal kennitölu móttakanda getið.

(6) Ríkisskattsstjóri getur ákveðið almenna skyldu til að [honum sé afhent skýrsla]3) ókeypis og í því formi sem hann ákveður um önnur atriði sem máli skipta varðandi álagningu skatta samkvæmt lögum þessum [og til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar um upplýsingaskipti á sviði skattamála]4), svo sem um kaup og sölu á hráefnum og afurðum, kaup og sölu á skráningarskyldum ökutækjum, hlutafé og arð, stofnfé og stofnfjárvexti, [skuldabréf og aðra fjármálagerninga sem og [tekjur]4) af þeim]1) og vinninga í happdrætti og keppni.

(7) Skýrslur félaga sem fengið hafa heimild til að færa bókhald og semja ársreikning í erlendum gjaldmiðli skv. 11. gr. A laga um ársreikninga*1) skulu byggjast á upprunalegum fjárhæðum í íslenskum krónum eða umreiknuðum á daggengi.

[(8) Ráðherra skal setja reglugerða) um framkvæmd upplýsingaöflunar sem ráðist er í til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar um upplýsingaskipti á sviði skattamála, m.a. um áreiðanleikakannanir.]4)

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 46/2009, 2)Sbr. 19. gr. laga nr. 128/2009. 3)Sbr. 18. gr. laga nr. 136/2009. 4)Sbr. 12. gr. laga nr. 124/20155)Sbr. 5. gr. laga nr. 112/2016a)Reglugerð nr. 1240/2015. *1)Nú 2. mgr. 7. gr. laga nr. 3/2006.
 

Framtalsfrestur.
93. gr.

(1) Í upphafi hvers árs skal [ráðherra]2) að fengnum tillögum ríkisskattstjóra ákveða með auglýsingu hvenær álagningu skuli vera lokið. Álagningu skal þó vera lokið eigi síðar en tíu mánuðum eftir lok tekjuárs, sbr. 59. gr.

(2) Ríkisskattstjóri skal í upphafi hvers árs ákveða fresti skattaðila til að skila framtali, sbr. 90. gr., og þeim gögnum sem um ræðir í 92. gr. Heimilt er að breyta þeim frestum ef nauðsyn krefur.

(3) Þeir menn sem skattskyldir eru hér á landi skv. 1. tölul. 3. gr. og eru á förum úr landi skulu skila framtali til [ríkisskattstjóra]1) eigi síðar en viku fyrir brottför sína.

1)Sbr. 19. gr. laga nr. 136/2009. 2)Sbr. 377. gr. laga nr. 126/2011.
 

Upplýsingaskylda og eftirlitsheimildir.
94. gr.

(1) Öllum aðilum, bæði framtalsskyldum og öðrum, er skylt að láta skattyfirvöldum í té ókeypis og í því formi, sem óskað er, allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té. Skiptir ekki máli í því sambandi hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða þau skipti annarra aðila við hann er hann getur veitt upplýsingar um og varða skattlagningu þeirra aðila eða eftirlit með eða rannsókn á henni. [Hafi aðili beint eða óbeint minnst helmings eignarhalds eða er með stjórnunarleg yfirráð í dótturfélagi eða útibúi í öðrum ríkjum er honum jafnframt skylt að veita upplýsingar um viðskipti dótturfélags eða útibús við aðila skattskylda skv. I. kafla og félög, sjóði og stofnanir í lágskattaríkjum sem 1. mgr. 57. gr. a laganna tekur til.]1) [Með skattyfirvöldum í þessari grein er átt við ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra ríkisins.]2)

(2) Vegna skatteftirlits samkvæmt lögum þessum getur [ríkisskattstjóri og menn, sem hann felur]2) skatteftirlitsstörf, krafist þess að framtalsskyldir aðilar leggi fram til könnunar bókhald sitt og bókhaldsgögn, svo og önnur gögn er varða reksturinn, þar með talin bréf og samningar. Enn fremur hafa þessir aðilar aðgang að framangreindum gögnum og aðgang að starfsstöðvum framtalsskyldra aðila og birgðageymslum og heimild til að taka skýrslur af hverjum þeim sem ætla má að geti gefið upplýsingar er máli skipta. Sömu heimildir hefur skattrannsóknarstjóri ríkisins vegna rannsókna skv. 103. gr. [Skattrannsóknarstjóri ríkisins getur í þágu rannsóknar máls leitað úrskurðar héraðsdóms um leit og haldlagningu gagna á heimilum og öðrum stöðum sem 2. málsl. tekur ekki til.]3)

(3) Skattyfirvöld hafa enn fremur heimildir þær er um getur í 2. mgr. þessarar greinar gagnvart þeim aðilum sem ekki eru framtalsskyldir.

[(4) Fjármálafyrirtæki, endurskoðendur, lögmenn og aðrir aðilar skulu halda sérstaka skrá yfir þá viðskiptavini sína sem þau veita skattaráðgjöf eða aðra þjónustu, sem snertir umráð eða beina eða óbeina eignaraðild viðskiptavinanna að rekstri félaga, sjóða eða stofnana sem skráð eru erlendis eða eignir þar. Er þeim skylt að láta skattyfirvöldum í té umrædda skrá er þau beiðast þess.

(5) Ákvæði annarra laga um trúnaðar- og þagnarskyldu víkja fyrir ákvæðum þessarar greinar.]1)

(6) Nú verður ágreiningur um skyldu aðila samkvæmt þessari grein og getur ríkisskattstjóri eða skattrannsóknarstjóri ríkisins þá leitað um hann úrskurðar héraðsdóms. Gegni einhver ekki upplýsingaskyldu sinni má vísa máli til [rannsóknar lögreglu]4)

1)Sbr. 4. gr. laga nr. 46/2009. 2)Sbr. 20. gr. laga nr. 136/2009. 3)Sbr. 13 .gr. laga nr. 165/2010. 4)Sbr. 234. gr. laga nr. 88/2008.

Fara efst á síðuna ⇑