Skattalagasafn ríkisskattstjóra 26.4.2024 10:06:00

Lög nr. 90/2003, kafli 7 - álagningarár 2020 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=90.2003.7&alagningarar=2020)
Ξ Valmynd

 Álagningarár:

VII. KAFLI

[Eignir og skuldir.]1)

1)Sbr. 21. gr. laga nr. 129/2004.  

[Framtalsskyldar eignir.]1)
72. gr.

[Framtalsskyldar eignir eru]1) allar fasteignir, lausafé og hvers konar önnur verðmæt eignar­réttindi, með þeim takmörkunum sem um ræðir í 74. gr., og skiptir ekki máli hvort eignirnar gefa af sér arð eða ekki. 

1)Sbr. 11. gr. laga nr. 129/2004.  

73. gr.

Við mat [framtalsskyldra]1) eigna gilda eftirfarandi reglur:

  1. Allar fasteignir, hverju nafni sem nefnast, skal telja til eignar á gildandi fasteigna­mats­verði. Sé fasteignamatsverð ekki fyrir hendi skal eignin talin til eignar á stofnverði, sbr. 2. mgr. 12. gr., að frádregnum fengnum fyrningum, eða á áætluðu fasteignamatsverði sambærilegra eigna, hvort sem hærra er. [Ríkisskattstjóri]3) skal áætla fasteignamatsverð í þessu sambandi með hliðsjón af gildandi ákvæðum um fasteignamat.
    [---]4)
     
  2. Búpening skal telja til eignar svo sem hann væri framgenginn að vori næst á eftir, með verði er ríkisskattstjóri ákveður til eins árs í senn.
     
  3. [Varanlegir rekstrarfjármunir, þ.m.t. skip og loftför, sem nýtast takmarkaðan tíma vegna aldurs, úreldingar eða af hliðstæðum ástæðum, teljast til eignar á stofnverði, sbr. 2. mgr. 12. gr., að frádregnum heimiluðum og notuðum fyrningum.]2) (1)

    Lausafé manna, sem ekki er heimilt að fyrna og ekki er notað í atvinnurekstri eða sjálf­stæðri starfsemi, skal telja til eignar á upphaflegu kaup- og kostnaðarverði. Þó skal ár hvert heimilt að færa niður verð bifreiða um 10% af því verði sem þær voru taldar til eignar hjá framteljanda árið áður. (2)
     
  4. Vörubirgðir verslana og framleiðsluaðila, þar með taldar rekstrarvörubirgðir, svo sem hrá­efni, eldsneyti, veiðarfæri og vörur á framleiðslustigi, skal telja til eignar á kostnaðar- eða framleiðsluverði eða dagverði í lok reikningsárs, að frádregnum afföllum á gölluðum og úreltum vörum. Þó skal heimilt að draga allt að 5% frá þannig reiknuðu matsverði.
     
  5. [Hlutabréf skal telja til eignar á nafnverði nema sannað sé að raunvirði eigna félags að frádregnum skuldum sé lægra en hlutafé þess. Sama gildir um stofnsjóðsinneignir hjá samvinnufélögum, stofnfjárbréf í sparisjóðum og stofnfjáreignir í sameignarfélögum. Hlutabréf skráð í erlendum gjaldmiðli skal færa til eignar á nafnverði, umreiknað með kaupverði miðað við daggengi við kaup, en ef nafnverð er ekki þekkt skulu bréfin færð til eignar á kaupverði. Áhættufjármuni og langtímakröfur, þ.m.t. hvers konar fjármála­gerninga, sbr. 3. mgr. 36. gr. laga um ársreikninga, sem ekki eru skráð á skipulegum verðbréfamarkaði, skal telja til eignar á nafnverði að viðbættum áföllnum vöxtum og verðbótum á höfuðstól sem miðast við vísitölu í næsta mánuði eftir lok reikningsárs. Ef þessar eignir eru skráðar á skipulegum verðbréfamarkaði skal telja þær til eignar á skráðu markaðsverði á virkum markaði í lok reikningsárs. Óefnislegar eignir, sbr. 4. og 5. tölul 33. gr. og 48. gr., teljast til eignar á stofnverði, að frádregnum heimiluðum og notuðum fyrningum skv. 7. og 8. tölul. 37. gr. Skammtímakröfur skal telja til eignar á nafnverði að viðbættum áföllnum vöxtum og verðbótum á höfuðstól sem miðast við vísitölu í næsta mánuði eftir lok reikningsárs, nema sannað sé að þær séu minna virði. Frá þannig töldu verði útistandandi viðskiptakrafna og lánveitinga er þó heimilt að draga allt að 5% og mynda með því mótreikning fyrir kröfum sem kunna að tapast. Útistandandi viðskipta­kröfur og lánveitingar í þessu sambandi teljast kröfur sem stofnast vegna sölu á vörum og þjónustu og aðrar lánveitingar sem beint tengjast atvinnurekstrinum.Útistandandi skuldir á hendur viðurkenndum sjálfseignarstofnunum, sem samhliða veita kröfuhafa íbúðarrétt, má telja til eignar samkvæmt fasteignamati viðkomandi íbúðar.]2)
     
  6. Erlenda peninga, innstæður og kröfur skal telja til eignar á kaupgengi í árslok.
     
  7. Réttindi til stöðugra tekna skal telja til eignar eftir því endurgjaldi sem hæfilegt væri fyrir þau í lok hvers árs. [Ríkisskattstjóri]3) getur metið verð þessara réttinda.
     
  8. Ófyrnanleg réttindi skv. 48. gr. skal telja til eignar á stofnverði, sbr. 2. mgr. 12. gr., að frádregnum fengnum fyrningum og að frádreginni niðurfærslu skv. 6. mgr. 15. gr.

1)Sbr. 12. gr. laga nr. 129/2004. 2)Sbr. 9. gr. laga nr. 166/2007. 3)Sbr. 9. gr. laga nr. 136/2009. 4)Sbr. 10. gr. laga nr. 124/2015.

Hvað ekki telst til eignar.
74. gr.

Til eignar, sbr. 72. gr., telst ekki:

  1. Skilyrt fjárréttindi, svo sem réttur til líftryggingarfjár sem ekki er fallið til greiðslu.
     
  2. Réttur til eftirlauna, lífeyris, framfærslu eða annarra slíkra tímabilsgreiðslna sem bundinn er við einstaka menn.
     
  3. Réttur til leigulauss bústaðar og hliðstæð afnotaréttindi, sbr. þó 2. mgr. 1. tölul. 73. gr.
     
  4. Til eignar hjá mönnum telst ekki fatnaður til einkanota, húsgögn, húsmunir, bækur og munir sem hafa persónulegt gildi.
     
  5. Eigin hlutabréf hlutafélags, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 2. gr.

[Skuldir.]1)
75. gr.

(1) [Á framtali skal gera grein fyrir skuldum skattaðila.]1) Með skuldum í þessu sambandi teljast áfallnar verðbætur á höfuðstól þeirra sem miðast við vísitölu í janúar á næsta ári eftir lok reikningsárs. Skuldir í erlendum verðmæli skal telja á sölugengi í árslok. Til skulda teljast öll opinber gjöld er varða viðkomandi reikningsár, þó ekki þau gjöld sem lögð eru á tekjur [---]1) á næsta ári eftir lok reikningsárs.

(2) [Til skulda aðila sem um ræðir í 4. tölul. 3. gr. má einungis telja skuldir sem beint eru tengdar starfsemi þeirra hér á landi.]1)

(3) [Til skulda aðila sem um ræðir í [5.-9. tölul.]2) 3. gr. má einungis telja skuldir sem á eignum þessum hvíla.]1)

1)Sbr. 13. gr. laga nr. 129/2004. 2)Sbr. 8. gr. laga nr. 70/2009.

76. gr.

[---]1)

1)Með 14. gr. laga nr. 129/2004 var 76. gr. felld á brott.

77. gr.  

[---]1)

1)Með 15. gr. laga nr. 129/2004 var 77. gr. felld á brott.   

[Tímaviðmiðun framtalsskyldu.]1)
78. gr.

[Framtalsskyldar eignir og skuldir skal miða við eignir og skuldir skattaðila í árslok.]1) Þó mega þeir, er með leyfi [ríkisskattstjóra]2) nota annað reikningsár en almanaksár, telja fram eignir sínar í lok þess reikningsárs síns sem er næst á undan skattálagningu.

1)Sbr. 16. gr. laga nr. 129/2004. 2)Sbr. 9. gr. laga nr. 136/2009.

79. gr.

[---]1)

1)Með 17. gr. laga nr. 129/2004 var 79. gr. felld á brott.  

80. gr.

[Hjón sem samvistum eru, sbr. 5. gr., svo og tveir einstaklingar í sambúð sem óskað hafa samsköttunar skv. 3. mgr. 62. gr., skulu telja saman allar eignir sínar og skuldir og skiptir ekki máli þótt um sé að ræða séreign eða skuldir tengdar henni.]1)

1)Sbr. 47. gr. laga nr. 65/2010.

81. gr.

Eignir barns, sem er innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, sbr. 6. gr., teljast með eignum foreldra eða hjá þeim manni sem nýtur barnabóta vegna barnsins, sbr. A-lið 68. gr. [---]1)

[---]1)
1)Sbr. 19. gr. laga nr. 129/2004.

82. gr.

[---]1)

1)Með 32. gr. laga nr. 129/2004 var 82. felld á brott.  

83. gr.

[---]1)

1)Með 32. gr. laga nr. 129/2004 var 83. gr. felld á brott.  

Fara efst á síðuna ⇑