Skattalagasafn ríkisskattstjóra 11.9.2024 00:13:33

Lög nr. 90/2003, kafli 14 - álagningarár 2020 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=90.2003.14&alagningarar=2020)
Ξ Valmynd

 Álagningarár:

XIV. KAFLI

Ýmis ákvæði.
117. gr.

(1) [Ríkisskattstjóra]1), skattrannsóknarstjóra ríkisins og yfirskattanefnd er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra óviðkomandi mönnum frá því er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila. Hið sama gildir um þá er veita þessum aðilum aðstoð við starf þeirra eða á annan hátt fjalla um skattframtöl. Þagnarskyldan helst þótt menn þessir láti af störfum.

(2) Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu skattyfirvöld gefa Hagstofu Íslands skýrslur, í því formi er Hagstofa Íslands ákveður, um framtaldar tekjur og eignir, álagða skatta og önnur atriði er varða skýrslugerð hennar. Þá er skattyfirvöldum heimilt að veita gjaldeyriseftirliti Seðlabanka Íslands upplýsingar er nauðsynlegar eru til eftirlits með gjaldeyrismálum, enda standi ákvæði milliríkjasamninga ekki í vegi fyrir því.

1)Sbr. 33. gr. laga nr. 136/2009.

118. gr.

[Í upphafi hvers árs skal ríkisskattstjóri að fenginni staðfestingu [ráðherra]2) gefa út reglur um mat á hlunnindum, sbr. 7. gr., og öðrum tekjum og frádrætti sem meta þarf til verðs samkvæmt lögum þessum.]1)

1)Sbr. 21. gr. laga nr. 128/2009. 2)Sbr. 377. gr. laga nr. 126/2011.

119 gr.

(1) [Ríkisstjórninni er heimilt að gera samninga við stjórnir annarra ríkja um gagnkvæmar ívilnanir á sköttum erlendra og íslenskra skattaðila sem eftir gildandi skattalöggjöf ríkjanna eiga að greiða skatt af sama skattstofni bæði á Íslandi og erlendis.]1) *1)

(2) Enn fremur er ríkisstjórninni heimilt að gera samninga um gagnkvæm upplýsingaskipti og um innheimtu opinberra gjalda við önnur ríki.*2)

(3) [Ráðherra]4) fer með túlkun samninga sem gerðir eru á grundvelli þessarar greinar. Getur hann sett verklagsreglur um túlkun og framkvæmd þeirra sem önnur skattyfirvöld eru bundin af.

(4) [---]3)

(5) Nú er eigi fyrir hendi samningur við annað ríki um að komast hjá tvísköttun á tekjur [---]1) skv. 1. mgr. og skattaðili, sem skattskyldur er hér á landi skv. 1. og 2. gr., greiðir til opinberra aðila í öðru ríki skatta af tekjum sínum [---]1) sem skattskyldar eru hér á landi og er þá [ríkisskattstjóra]2) heimilt, samkvæmt umsókn skattaðila, að lækka tekjuskatt [---]1) hans hér á landi með hliðsjón af þessum skattgreiðslum hans.

1)Sbr. 30. gr. laga nr. 129/2004. 2)Sbr. 34. gr. laga nr. 136/2009. 3)Sbr. 22. gr. laga nr. 128/2009. 4)Sbr. 377. gr. laga nr. 126/2011. *1)Tvísköttunarsamninga sem í gildi eru og ennfremur þá sem hafa verið undirritaðir en hafa ekki tekið gildi er að finna á upplýsingavefum ríkisskattstjóra og fjármála- og efnahagsráðuneytisins. *2)Sjá samning milli Norðurlandanna um gagnkvæma aðstoð í skattamálum, sbr. lög nr. 46/1990. Með lögum nr. 74/1996 var ríkisstjórninni veitt heimild til að fullgilda Evrópusamning um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum. Samningurinn öðlast gildi á fyrsta degi næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er fimm ríki hafa lýst því yfir að þau vilji vera bundin af samningnum.

120. gr.

[Ráðherra]1)2) er heimilt að breyta tímaákvörðunum og frestum skv. 99. gr. ef nauðsyn krefur.

1)Sbr. 34. gr. laga nr. 136/2009. 2)Sbr. 377. gr. laga nr. 126/2011.

121. gr.

(1) [Ráðherra]2) setur með reglugerða) nánari ákvæði um framkvæmd þessara laga, svo sem um nánari ákvörðun tekna og eigna, störf [ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins]1) og yfirskattanefndar og um framkvæmd skatteftirlits og skattrannsókna.

(2) Ráðherra getur kveðið á í reglugerð um sérstakt bókhald framtalsskyldra aðila, þar á meðal birgðabókhald. Einnig getur hann kveðið á um form reikningsskila og geymslu bókhalds og annarra gagna er varða skattframtöl.

1)Sbr. 35. gr. laga nr. 136/2009. 2)Sbr. 377. gr. laga nr. 126/2011. a)Reglugerð nr. 245/1963. Reglugerð nr. 37/1989. Reglugerð nr. 483/1994Reglugerð nr. 213/2001. Reglugerð nr. 373/2001. Reglugerð nr. 223/2003. Reglugerð nr. 555/2004.

122. gr.

(1) Við mismun, sem í ljós kemur á álögðum tekjuskatti manna og staðgreiðslu samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda*1), sbr. 34. gr. þeirra laga eða laga um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur*2) og við mismun sem í ljós kemur við álagningu fjármagnstekjuskatts lögaðila, sbr. 4. mgr. 71. gr., og stafar af of lágri staðgreiðslu, skal bæta 2,5% álagi. Við mismun, sem rætur á að rekja til of hárrar staðgreiðslu, skal með sama hætti bæta 2,5% álagi.

(2) Um innheimtu, dráttarvexti, innheimtuúrræði og lögvernd álags, sem greiða ber skv. 1. mgr., skulu gilda ákvæði XIII. kafla laga þessara eins og um tekjuskatt sé að ræða.

*1)Lög nr. 45/1987. *2)Lög nr. 94/1996.

123. gr.

[---]1)

1)Sbr. 36. gr. laga nr. 136/2009.

124. gr.

Ákvæði laga þessara um hlutabréf og jöfnunarhlutabréf skulu gilda með sama hætti um samvinnuhlutabréf, sbr. lög um samvinnufélög*1), og stofnfjárbréf í sparisjóðum, sbr. lög um fjármálafyrirtæki*2), eftir því sem við á.

*1)Lög nr. 22/1991. *2)Lög nr. 161/2002.

Fara efst á síðuna ⇑