Skattalagasafn ríkisskattstjóra 10.9.2024 23:11:20

Lög nr. 90/2003, kafli 10 - álagningarár 2020 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=90.2003.10&alagningarar=2020)
Ξ Valmynd

 Álagningarár:

X. KAFLI
Álagning, kærur o.fl.

Álagning.
95. gr.

(1) Þegar framtalsfrestur er liðinn skal [ríkisskattstjóri]2) leggja tekjuskatt [---]1) á skattaðila samkvæmt framtali hans. Þó skal [ríkisskattstjóri]2) leiðrétta augljósar reikningsskekkjur. Enn fremur getur [ríkisskattstjóri]2) leiðrétt fjárhæðir einstakra liða ef þeir eru í ósamræmi við gildandi lög og fyrirmæli skattyfirvalda, svo og einstaka liði framtals ef telja má að óyggjandi upplýsingar séu fyrir hendi, en gera skal skattaðila viðvart um slíkar breytingar. Þá skal [ríkisskattstjóri]2) ákvarða um ívilnanir skv. 65. gr.

(2) Telji skattaðili eigi fram innan tilskilins framtalsfrests, sbr. 93. gr., skal [ríkisskattstjóri]2) áætla tekjur hans og eign svo ríflega að eigi sé hætt við að fjárhæðir séu áætlaðar lægri en þær eru í raun og veru og ákvarða skatta hans í samræmi við þá áætlun, sbr. 108. gr.

1)Sbr. 24. gr. laga nr. 129/2004. 2)Sbr. 21. gr. laga nr. 136/2009.

96. gr.

(1) Komi í ljós fyrir eða eftir álagningu að framtal eða einstakir liðir þess eða fylgigögn séu ófullnægjandi, óglögg eða tortryggileg, eigi skráð á lögmæltan hátt eða ófullnægjandi undirrituð eða [ríkisskattstjóri]1) telur frekari skýringa þörf á einhverju atriði, skal hann skriflega skora á framteljanda að bæta úr því innan ákveðins tíma og láta í té skriflegar skýringar og þau gögn, þar með talið bókhald og bókhaldsgögn, sem [ríkisskattstjóri]1) telur þörf á að fá. Fái [ríkisskattstjóri]1) fullnægjandi skýringar og gögn innan tiltekins tíma leggur hann skatt á eða endurákvarðar skattinn samkvæmt framtali og fengnum skýringum og gögnum, sbr. þó 108. gr. Ef eigi er bætt úr annmörkum á framtali, svar frá framteljanda berst ekki innan tiltekins tíma, skýringar hans eru ófullnægjandi, eigi eru send þau gögn sem óskað er eftir, send gögn eru ófullnægjandi eða tortryggileg eða bókhald og önnur gögn, sem skattframtal byggist á, verða ekki talin nægilega örugg heimild um atvinnurekstur eða starfsemi, skal [ríkisskattstjóri]1) áætla tekjur og eign skattaðila svo ríflega að eigi sé hætt við að fjárhæðir séu áætlaðar lægri en þær eru í raun og veru og ákvarða eða endurákvarða skatta hans í samræmi við þá áætlun, sbr. þó 108. gr.

(2) Hafi skattaðili eigi talið fram til skatts og álagning skatta því byggð á áætlun, en síðar kemur í ljós að áætlun hefur verið of lág, skal áætla honum skattstofna að nýju og reikna skatta hans í samræmi við það. Á sama hátt skal ákvarða eða endurákvarða skattaðila skatt ef í ljós kemur að honum hefur ekki verið gert að greiða skatt af öllum tekjum sínum og eignum eða ef ekki hefur verið lagt á skattaðila. Séu skattar endurákvarðaðir samkvæmt þessari málsgrein skal gæta ákvæða 1. mgr. þessarar greinar, sbr. einnig 108. gr., eftir því sem við á.

(3) Sé framtali breytt fyrir álagningu með stoð í 1. mgr. þessarar greinar skal [ríkisskattstjóri]1) tilkynna skattaðila eða þeim, sem framtalsskyldan hvílir á, skriflega um breytingarnar, þar með talin áætlun, og af hvaða ástæðum þær eru gerðar. Sé ekki kunnugt um dvalarstað skattaðila, framteljanda eða umboðsmanns hans má þó [ríkisskattstjóri]1) gera breytingar án þess að tilkynna um þær.

(4) Sé gerð breyting á framtali eða sköttum eftir álagningu eða fari fram ný skattákvörðun, sbr. 1. og 2. mgr. þessarar greinar, skal [ríkisskattstjóri]1) gera skattaðila eða þeim sem framtalsskyldan hvílir á viðvart um fyrirhugaðar breytingar og af hvaða ástæðum þær eru gerðar og senda tilkynningu um það skriflega. [Ríkisskattstjóri]1) skal veita skattaðila a.m.k. 15 daga frest, frá póstlagningu tilkynningar um fyrirhugaðar breytingar, til að tjá sig skriflega um efni máls og leggja fram viðbótargögn áður en úrskurður er kveðinn upp.

(5) [Ríkisskattstjóri skal innan tveggja mánaða að jafnaði kveða upp rökstuddan úrskurð um endurákvörðun álagningar og senda hann í ábyrgðarbréfi, almennri póstsendingu eða rafrænt til skattaðila eða þess sem framtalsskyldan hvílir á.]1) Tilkynning um skattbreytingu skal send viðkomandi innheimtumanni ríkissjóðs við uppkvaðningu úrskurðar. [---]1)

(6) Hafi [ríkisskattstjóri]1) grun um að skattsvik eða refsiverð brot á lögum um bókhald og ársreikninga hafi verið framin skal hann tilkynna það skattrannsóknarstjóra ríkisins sem ákveður um framhald málsins.

1)Sbr. 22. gr. laga nr. 136/2009.

97. gr.

(1) Heimild til endurákvörðunar skatts skv. 96. gr. nær til skatts vegna tekna og eigna síðustu sex ára sem næst eru á undan því ári þegar endurákvörðun fer fram. [Heimild til að endurákvarða skatt skv. 96. gr. skal þó taka til síðustu tíu ára á undan því ári þegar endurákvörðun fer fram vegna tekna og eigna skattaðila í lágskattaríkjum.]4)

(2) Hafi skattaðili látið í té í framtali sínu eða fylgigögnum þess fullnægjandi upplýsingar, sem byggja mátti rétta álagningu á, er þó eigi heimilt að endurákvarða honum skatt nema vegna síðustu tveggja ára sem næst eru á undan því ári þegar endurákvörðun fer fram þótt í ljós komi að álagning hafi verið of lág.

(3) [Fari fram rannsókn við embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins eða hjá [héraðssaksóknara]2)3) á skattskilum aðila reiknast heimild til endurákvörðunar frá byrjun þess árs þegar rannsókn hófst.]1)

1)Sbr. 25. gr. laga nr. 129/2004. 2)Sbr. 5. gr. laga nr. 82/2011. 3)Sbr. 30. gr. laga nr. 47/2015. 4)Sbr. 6. gr. laga nr. 112/2016.

98. gr.

(1) [Þegar ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu á skattaðila skal hann]2) semja og leggja fram til sýnis eigi síðar en 15 dögum fyrir lok kærufrests skv. 99. gr. álagningarskrá fyrir hvert sveitarfélag [---]2), en í henni skal tilgreina þá skatta sem á hvern gjaldanda hafa verið lagðir skv. lögum þessum. [Birta skal hverjum skattaðila upplýsingar um þá skatta sem á hann hafa verið lagðir og er ríkisskattstjóra heimilt að senda tilkynningu þess efnis rafrænt.]3) Jafnframt skal [ríkisskattstjóri]2) auglýsa rækilega, m.a. í Lögbirtingablaðinu, að álagningu sé lokið svo og hvar og hvenær álagningarskrár liggi frammi. [Hafi skattaðili annað reikningsár en almanaksárið skal [ríkisskattstjóri]2) í stað auglýsingar skv. 3. málsl. senda honum tilkynningu um álagninguna með ábyrgðarbréfi og birta álagninguna í næstu útgáfu á álagningar- og skattskrá.]1) Þá skal [ríkisskattstjóri]2) senda viðkomandi innheimtumanni ríkissjóðs skrá um þá aðila, sem á hafa verið lagðir skattar, svo og samrit til [---]2) ríkisendurskoðanda.

(2) Þegar lokið er álagningu skatta og kærumeðferð, sbr. 99. gr., [skal ríkisskattstjóri]2) semja og leggja fram skattskrá fyrir hvert sveitarfélag [---]2) en í henni skal tilgreina álagðan tekjuskatt [---]1) hvers gjaldanda og aðra skatta eftir ákvörðun ríkisskattstjóra. Skattskrá skal liggja frammi til sýnis í tvær vikur á hentugum stað [---]2). [Ríkisskattstjóri]2) auglýsir í tæka tíð hvar skattskrá liggur frammi. Heimil er opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta, sem fram koma í skattskrá, svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta.

1)Sbr. 26. gr. laga nr. 129/2004. 2)Sbr. 23. gr. laga nr. 136/2009. 3)Sbr. 5. gr. laga nr. 50/2018.

[Kærur til ríkisskattstjóra.]1)
99. gr.

(1) [Nú telur skattaðili skatt sinn eða skattstofn, þar með talin rekstrartöp [og ívilnun skv. 65. gr.]2), ekki rétt ákveðinn og getur hann þá sent rökstudda kæru, skriflega eða rafræna, í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður, studda nauðsynlegum gögnum, til ríkisskattstjóra innan [þriggja mánaða]3)4) frá dagsetningu auglýsingar ríkisskattstjóra um að álagningu skv. 1. mgr. 98. gr. sé lokið.]1) Skattframtal, sem berst eftir lok framtalsfrests, en áður en álagningu er lokið skv. 1. mgr. 98. gr., skal tekið sem kæra til [ríkisskattstjóra]1) hvort sem skattaðili kærir skattákvörðun eða ekki. Innan tveggja mánaða frá lokum kærufrests skal [ríkisskattstjóri]1) hafa úrskurðað kærur. [Úrskurðir ríkisskattstjóra skulu rökstuddir og sendir kærendum í ábyrgðarbréfi, almennri póstsendingu eða rafrænt í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.]1) Breytingar á skatti skal jafnframt senda viðkomandi innheimtumanni ríkissjóðs og samrit til [---]1) ríkisendurskoðanda.

(2) [Úrskurðir skulu uppkveðnir og undirritaðir af ríkisskattstjóra. [---]2)]1)

1)Sbr. 24. gr. laga nr. 136/2009. 2)Sbr. 14. gr. laga nr. 165/2010. 3)Sbr. 13. gr. laga nr. 124/2015. 4)Sbr. 6. gr. laga nr. 50/2018.

Kærur til yfirskattanefndar.
100. gr.

Úrskurðum [ríkisskattstjóra]1) um endurákvörðun skv. 5. mgr. 96. gr. og kæruúrskurðum skv. 99. gr. má skjóta til yfirskattanefndar eftir ákvæðum laga um yfirskattanefnd*1).

1)Sbr. 25. gr. laga nr. 136/2009. *1)Sjá lög nr. 30/1992.

Fara efst á síðuna ⇑