Skattalagasafn ríkisskattstjóra 11.10.2024 22:11:28

Lög nr. 88/1997, kafli 6 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=88.1997.6)
Ξ Valmynd

VI. KAFLI
Ýmis ákvæði.
Ríkisreikningsnefnd.
46. gr.

(1) Fjármálaráðherra skipar ríkisreikningsnefnd er skal vera honum til ráðuneytis um fram¬setningu fjárlaga og ríkisreiknings og annars er þýðingu hefur fyrir það reikningslega kerfi er lögum þessum er ætlað að tryggja.

(2) Ef vafi leikur á um túlkun laga þessara eða framkvæmd þeirra að öðru leyti skal leitað álits ríkisreikningsnefndar áður en ákvörðun er tekin eða reglur settar.
 

Skipun ríkisreikningsnefndar.
47. gr.

     Ríkisreikningsnefnd skal skipuð [fimm]1) mönnum. Í henni skulu sitja ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis, [fjársýslustjóri]2), ríkisendurskoðandi og hagstofustjóri, auk [eins fulltrúa]1) sem fjármálaráðherra skipar eftir tilnefningu Seðlabanka Íslands [---]1). Ráðherra skipar formann nefndarinnar úr hópi nefndarmanna.

1)Sbr. h-lið 2. gr. laga nr. 51/2002.   2)Sbr. 3. gr. laga nr. 95/2002.

[Fjársýsla ríkisins.
48. gr.

(1) Fjársýsla ríkisins er sérstök stofnun sem heyrir undir fjármálaráðherra. Fjársýslustjóri veitir Fjársýslu ríkisins forstöðu og er skipaður af fjármálaráðherra til fimm ára í senn.

(2) Fjársýsla ríkisins hefur yfirumsjón með bókhaldi og ársreikningum ríkisaðila í A-, B- og C-hluta ríkisreiknings. Hún skal gæta þess að samræmi sé við færslu bókhalds og gerð reikningsskila hjá þeim.

(3) Fjársýsla ríkisins skal veita ríkisaðilum aðstoð og ráðgjöf um bókhald og reikningsskil og setja ríkisaðilum í A-, B- og C-hluta ríkisreiknings framkvæmdar- og verklagsreglur ásamt leiðbeiningum sem þýðingu geta haft við færslu bókhalds og gerð ársreikninga.

(4) Fjársýsla ríkisins skal annast gerð ríkisreiknings.]1)

1)Sbr. 4. gr. laga nr. 95/2002.

Ábyrgð á fjárreiðum.
49. gr.

(1) Forstöðumenn og stjórnir ríkisaðila bera ábyrgð á því að fjárhagsráðstafanir þeirra séu í samræmi við heimildir. Þessir aðilar bera jafnframt ábyrgð á því að ársreikningar séu gerðir í samræmi við lög þessi og staðið sé við skilaskyldu á þeim til [Fjársýslu ríkisins].1)

(2) Brot á ákvæðum laga þessara varða skyldur opinberra starfsmanna samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

1)Sbr. 5. gr. laga nr. 95/2002.

50. gr.

     Að öðru leyti en mælt er fyrir um í lögum þessum gilda þau um fjárreiður Alþingis eftir því sem við á. Forsætisnefnd skal, að höfðu samráði við fjármálaráðherra, taka ákvarðanir skv. 2. mgr. 29. gr., 32. gr., 2. mgr. 37. gr. og 39. gr.

 

Fara efst á síðuna ⇑