Skattalagasafn ríkisskattstjóra 6.6.2023 21:56:53

Lög nr. 65/1982 (slóđ: www.skattalagasafn.is?log=65.1982)
Ξ Valmynd

[Lög
nr. 65/1982, um skattskyldu lánastofnana.]1)*1)

1)Sbr. 4. gr. laga nr. 56/1994.
*1)Sbr. lög nr. 51/1984, 99/1988, 48/1992, 56/1994, 153/1994, 129/2004 og 150/2006.

1. gr.

(1) [[[Lánastofnanir aðrar en eignarleigufyrirtæki],3) sbr. þó 2. gr., skulu með þeim takmörkunum, er síðar greinir, skyld til að greiða tekjuskatt af öllum tekjum sínum hvar sem þeirra er aflað [í samræmi við ákvæði laga um tekjuskatt].4)

(2) [---]3)

(3) Lögbundin framlög, sem opinberir fjárfestingarlánasjóðir skv. 1. mgr. fá frá ríkissjóði eða sveitarfélögum, sem og lögbundnar tekjur þeirra aðrar, teljast ekki til tekjuskattsstofns viðkomandi sjóðs.]2)

(4) Skattskyldan tekur til þessara aðila sem lögaðila skv. 2. gr. [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]4) þrátt fyrir undanþáguákvæði 4. gr. sömu laga eða ákvæði annarra laga sem kunna að hafa undanþegið einstakar stofnanir opinberum gjöldum og sköttum.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 99/1988. 2)Sbr. 1. gr. laga nr. 48/1992. 3)Sbr. 1. tölul. og 2. tölul. 1. gr. laga nr. 56/1994. 4)Sbr. 43. gr. laga nr. 129/2004.

2. gr.

[[Til skattskyldra tekna [---]3) skv. 1. gr. teljast þó ekki tekjur [---]3) Byggðastofnunar, Byggingarsjóðs ríkisins, Byggingarsjóðs verkamanna, Framkvæmdasjóðs Íslands, Framkvæmdasjóðs fatlaðra, Framkvæmdasjóðs aldraðra, Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Lánasjóðs sveitarfélaga [ohf.]4) og Lánasjóðs Vestur-Norðurlanda.]2) Séu sjóðir þessir hluti af eða tengdir annarri skattskyldri starfsemi samkvæmt lögum þessum skal fjárhagur þeirra greinilega aðskilinn.]1)

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 99/1988. 2)Sbr. 2. gr. laga nr. 48/1992. 3)Sbr. 44. gr. laga nr. 129/2004. 4)Sbr. 5. gr. laga nr. 150/2006.

3. gr.

(1) [Heimildir til niðurfærslu viðskiptaskulda í [2. málsl. 3. tölul. 1. mgr. 31. gr. og 2. og 3. málsl. 5. tölul. 73. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]2) gilda ekki um skattskylda aðila samkvæmt lögum þessum.

(2) Frá tekjum aðila sem skattskyldir eru samkvæmt lögum þessum má draga þau almennu og sérstöku framlög í afskriftareikning útlána sem gjaldfærð eru í rekstrarreikningi í samræmi við gildandi reglur um ársreikning þessara aðila. Staða afskriftareiknings útlána í árslok dregst frá við uppgjör á [eignum og skuldum]2).

(3) Færsla á tillögum í afskriftareikning innan eigin fjár er ekki heimilt að draga frá tekjum. Þessi eiginfjárreikningur skal ekki dreginn frá við uppgjör á [eignum og skuldum]2)]1).

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 56/1994. 2)Sbr. 45. gr. laga nr. 129/2004.

4. gr.

Sé sparisjóði slitið, þannig að hann sé algjörlega sameinaður öðrum sparisjóði, ríkisstofnun eða hlutafélagi þá skulu slitin sjálf ekki hafa í för með sér skattskyldar tekjur fyrir þann aðila sem við tekur og heldur ekki fyrir þann sem slitið var. Við slíkan samruna skal sá aðili, er við tekur, taka við öllum skattaréttarlegum skyldum og réttindum þess sparisjóðs sem slitið var.

[---]1)

1)Sbr. 46. gr. laga nr. 129/2004. Með 46. gr. laga nr. 129/2004 var 5. gr. felld á brott.

6. gr.

[Lánastofnanir skulu undanþegnar stimpilgjaldi af fjárskuldbindingum sem þær kunna að taka á sig.]1)

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 56/1994.

[7. gr.]1)

Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um framkvæmd laga þessara með reglugerð.

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 48/1992.

Ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 56/1994.

Á því ári þegar lög þessi öðlast gildi skulu viðskiptabankar og sparisjóðir samkvæmt þeim leysa upp og færa til skattskyldra tekna þá upphæð sem stendur á afskriftareikningi útlána sem byggist á ákvæði 3. gr. laga nr. 65/1982, sbr. 2. gr. laga nr. 51/1984. Miða skal tekjufærslu við stöðu reikningsins 31. desember [1994]1). Ákvæði 1. gr. laga þessara skulu síðan gilda um skattaleg reikningsskil viðkomandi skattaðila frá því tímamarki.

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 153/1994.

Fara efst á síđuna ⇑