VI. KAFLI
Skatthlutfall.
(1) [Virðisaukaskattur skal vera [24%]8) 13) og rennur hann í ríkissjóð.]1)
(2) [Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal virðisaukaskattur af sölu á eftirtalinni vöru og þjónustu vera [11%]7) 13):
- [Fólksflutningar sem falla ekki undir ákvæði 6. tölul. 3. mgr. 2. gr. Hér undir falla afnot af búnaði sem skipuleggjandi ferðar leggur farþegum til vegna ferðarinnar.]3) 13)
- Útleiga hótel- og gistiherbergja og önnur gistiþjónusta.
- [Þjónusta ferðaskrifstofa, ferðaskipuleggjenda og ferðafélaga við milligöngu um sölu eða afhendingu á þjónustu sem fellur undir aðra töluliði þessarar málsgreinar eða undir ákvæði 3. mgr. 2. gr.]3) 13)
- [Áskriftargjöld útvarps- og sjónvarpsstöðva.]15)
- [Sala, þ.m.t. áskrift, tímarita, dagblaða og landsmála- og héraðsfréttablaða á prentuðu og á rafrænu formi.]15)
- [Sala bóka, jafnt frumsaminna sem þýddra, þ.m.t. nótnabóka með og án texta, sem og hljóðupptökur af lestri slíkra bóka. Sama gildir um sölu á geisladiskum og öðrum sambærilegum miðlum með bókartexta, sem og sölu á rafrænum útgáfum slíkra bóka.]5) 6) 9)
- Sala á heitu vatni, rafmagni og olíu til hitunar húsa og laugarvatns.]2) *1))
- [Sala á matvörum og öðrum vörum til manneldis eins og skilgreind er í viðauka við lög þessi, [þ.m.t.]14) sala á áfengi.]3) 5) 7)
- [Aðgangur að vegamannvirkjum.]4)
- [Geisladiskar, hljómplötur, segulbönd og aðrir sambærilegir miðlar með tónlist en ekki með mynd. [Sama gildir um sölu á rafrænni útgáfu á tónlist án myndar]9)]7)
- [Getnaðarvarnir sem falla undir vöruliði nr. 3004, 3006, 3926, 4014 og 9021 í tollskrá.]10) 16)
- [Margnota bleiur og bleiufóður sem falla undir tollskrárnúmer 9619.0091. [Sama gildir um barnableiur og laust bleiufóður sem falla undir tollskrárnúmer 9619.0011]12).]11)
- [Aðgangseyrir að baðhúsum, baðstöðum, gufubaðstofum og heilsulindum sem falla ekki undir ákvæði 5. tölul. 3. mgr. 2. gr.]13
- [Ferðaleiðsögn.]14)
- [Tíðavörur sem falla undir vöruliði nr. 3926, 4014, 6211 og 9616 í tollskrá.]16)
1)Sbr. 8. gr. laga nr. 119/1989. 2)Sbr. 50. gr. laga nr. 111/1992. 3)Sbr. 19. gr. laga nr. 122/1993, síðar breytt með 1. gr. laga nr. 149/1996. 4)Sbr. 1. gr. laga nr. 80/1998. 5)Sbr. 1. gr. laga nr. 64/2002. 6)Sbr. 1. gr. laga nr. 145/2003. 7)Sbr. 3. gr. laga nr. 175/2006. 8)Sbr. 15. gr. laga nr. 130/2009. 9)Sbr. 1. gr. laga nr. 121/2011. 10)Sbr. 2. gr. laga nr. 146/2012. 11)Sbr. 2. gr. laga nr. 146/2012. 12)Sbr. 9. gr. laga nr. 139/2013. 13)Sbr. 1. gr. laga nr. 124/2014. 14)Sbr. 20. gr. laga nr. 125/2015. 15)Sbr. 2. gr. laga nr. 59/2018. 16)Sbr. 1. gr. laga nr. 67/2019. *1)Við brottfellingu endurgreiðsluheimildar í 42. gr. laganna var reglugerð nr. 484/1992 felld á brott með reglugerð nr. 923/2011.