Skattalagasafn ríkisskattstjóra 24.6.2024 16:03:34

Lög nr. 50/1988, kafli 10 (slóđ: www.skattalagasafn.is?log=50.1988.10)
Ξ Valmynd

X. KAFLI
Sérstök ákvćđi um landbúnađ.

30. gr.

(1) Skráningarskyldir ađilar, sem stunda landbúnađ, skulu fćrđir á sérstaka skrá, landbúnađarskrá, og skal um virđisaukaskattsskil ţeirra fara eftir ţessum kafla.

(2) Starfsemi, sem fellur undir [flokk 1]1) í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands, önnur en ţjónusta viđ búrekstur, telst landbúnađur í skilningi 1. mgr.

1)Sbr. 7. gr. laga nr. 40/1995.

31. gr.

Ţrátt fyrir ákvćđi 24. gr. skulu ţeir sem um rćđir í 30. gr. skila innheimtumanni ríkissjóđs virđisaukaskatti ásamt virđisaukaskattsskýrslu tvisvar á ári. Skýrslu vegna fyrri hluta árs skal skilađ ásamt virđisaukaskatti í síđasta lagi 1. september ár hvert og vegna síđari hluta árs 1. mars ár hvert. Ađ öđru leyti skulu ákvćđi IX. kafla gilda um virđisaukaskattsskil ţeirra sem stunda landbúnađ eftir ţví sem viđ getur átt, sbr. ţó 32. og 33. gr.

32. gr.

Ţrátt fyrir ákvćđi 31. gr. skulu ţeir, sem um rćđir í 30. gr. og hafa 60% eđa meira af heildaratvinnurekstrartekjum af annars konar starfsemi en landbúnađi, skila virđisaukaskatti ásamt skýrslum á reglulegum skiladögum skv. 24. gr.

33. gr.

(1) Ţrátt fyrir ákvćđi 31. gr. er [ríkisskattstjóra]1) heimilt ađ fallast á beiđni ţeirra sem stunda landbúnađ um aukauppgjör á virđisaukaskatti ef í ljós kemur ađ ţeir eiga kröfu á verulegri endurgreiđslu virđisaukaskatts vegna kaupa á fjárfestingar- og rekstrarvörum. [Ráđherra]2) getur í reglugerđa) sett nánari skilyrđi fyrir ţví hvenćr fallast beri á beiđni um aukauppgjör virđisaukaskatts samkvćmt ţessari grein.

(2) Ef nauđsyn ber til er [ráđherra]2) heimilt ađ setja í reglugerđa) ađrar reglur en kveđiđ er á um í ţessum kafla og IX. kafla um uppgjörstímabil og skil ţeirra bćnda sem fá söluverđ afurđa sinna ekki gert upp međ reglubundnum hćtti a.m.k. sex sinnum á ári. Heimilt er ađ láta reglur ţessar á sama hátt taka til viđskiptaađila ţeirra bćnda sem hér um rćđir. Reglugerđ ţessi skal sett ađ höfđu samráđi viđ [ráđherra er fer međ málefni landbúnađar]2).

1)Sbr. 54. gr. laga nr. 136/2009. 2)Sbr. 127. gr. laga nr. 126/2011a)Reglugerđ nr. 667/1995.
 

Fara efst á síđuna ⇑