Skattalagasafn ríkisskattstjóra 20.7.2024 12:59:47

Lög nr. 50/1988, kafli 1 (slóđ: www.skattalagasafn.is?log=50.1988.1)
Ξ Valmynd

I. KAFLI
Skattskyldusviđ.

2. gr.

(1) [Skattskyldan nćr til allra vara og verđmćta, nýrra og notađra.]1) Međ vörum í ţessu sambandi teljast ekki fasteignir, en hins vegar rafmagn, varmi og önnur orka. Hlutabréf, skuldabréf, eyđublöđ og ađrir slíkir hlutir eru vörur ţegar ţeir eru látnir í té sem prentvarningur. Peningaseđlar, mynt og frímerki eru vörur ţegar ţeir hlutir eru seldir sem söfnunargripir.

(2) Skattskyldan nćr til allrar vinnu og ţjónustu, hverju nafni sem nefnist, sbr. ţó 3. mgr.

(3) [Eftirtalin vinna og ţjónusta er undanţegin virđisaukaskatti:]1)

 1. Ţjónusta sjúkrahúsa, fćđingarstofnana, heilsuhćla og annarra hliđstćđra stofnana, svo og lćkningar, [tannlćkningar, önnur eiginleg heilbrigđisţjónusta og sjúkraflutningar]9).
 2. Félagsleg ţjónusta, svo sem rekstur leikskóla, barnaheimila, skóladagheimila og upptökuheimila og önnur hliđstćđ ţjónusta.
 3. [Rekstur skóla og menntastofnana, svo og ökukennsla, flugkennsla og danskennsla.]1)
 4. [Starfsemi safna, svo sem bókasafna, listasafna og náttúrugripasafna, og hliđstćđ menningarstarfsemi. Sama gildir um ađgangseyri ađ tónleikum, [---]8) listdanssýningum, leiksýningum og leikhúsum, enda tengist samkomur ţessar ekki á neinn hátt öđru samkomuhaldi eđa veitingastarfsemi.]1)
 5. [Íţróttastarfsemi. Ađgangseyrir ađ íţróttamótum, íţróttakappleikjum og íţróttasýningum. Jafnframt ađgangseyrir og ađrar ţóknanir fyrir afnot af íţróttamannvirkjum til íţróttaiđkunar, svo sem íţróttasölum, íţróttavöllum, sundlaugum og skíđalyftum ásamt íţróttabúnađi mannvirkjanna. Enn fremur ađgangseyrir ađ líkamsrćktarstöđvum.]1)9)
 6. [Almenningssamgöngur, ţ.e. fastar ferđir á ákveđinni leiđ innan lands samkvćmt fyrirframbirtri áćtlun, jafnt á landi, í lofti og á legi. Undanţágan nćr einnig til skipulagđrar ferđaţjónustu fatlađs fólks, [skipulagđrar ferđaţjónustu aldrađra]10) og skipulagđs flutnings skólabarna. Sama gildir um akstur leigubifreiđa. Ađ ţví leyti sem fólksflutningar eru undanţegnir samkvćmt ákvćđi ţessu nćr undanţágan til farangurs farţega og flutnings ökutćkja sem er í beinum tengslum viđ flutning farţega.]2)3)9)
 7. [Póstţjónusta vegna bréfasendinga, svo sem móttaka og dreifing á árituđum bréfum, ţ.m.t. póstkortum, blöđum og tímaritum.]4)9)11)
 8. [[Fasteignaleiga og útleiga bifreiđastćđa. Útleiga hótel- og gistiherbergja og útleiga tjaldstćđa er ţó skattskyld, svo og önnur gistiţjónusta ţegar leigt er til skemmri tíma en eins mánađar.]3) Sama gildir um sölu á ađstöđu fyrir veitingar og samkomur ţegar leigt er til skemmri tíma en eins mánađar.]2)
 9. [---]12)
 10. [Sala á og milliganga um fjármálaţjónustu, ţó ekki eignaleigu lausafjár, útleigu geymsluhólfa eđa ráđgjafarţjónustu, tćkniţjónustu og ađra ţjónustu sem ekki er veitt í beinum tengslum viđ sölu fjármálaţjónustu. Undir ákvćđiđ fellur m.a.:
  1. vátryggingastarfsemi og dreifing vátrygginga,
  2. móttaka innlána og annarra endurgreiđanlegra fjármuna frá almenningi,
  3. útlánastarfsemi,
  4. greiđsluţjónusta,
  5. viđskipti og ţjónusta međ fjármálagerninga samkvćmt lögum um verđbréfaviđskipti,
  6. rekstur verđbréfasjóđa og sérhćfđra sjóđa,
  7. útgáfa rafeyris.]12)
 11. Happdrćtti og getraunastarfsemi.
 12. Starfsemi rithöfunda og tónskálda viđ samningu hugverka og sambćrileg liststarfsemi.
 13. [---]2)3)9)
 14. Útfararţjónusta og prestsţjónusta hvers konar.
 15. [---]1)

(4) Undanţágur skv. 3. mgr. ná ađeins til sölu eđa afhendingar vinnu og ţjónustu sem ţar getur, en ekki til virđisaukaskatts (innskatts) af ađföngum til hinnar undanţegnu starfsemi, sbr. 3. og 4. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 16. gr.

(5) [Góđgerđarstarfsemi er undanţegin skattskyldu, enda renni hagnađur af henni ađ öllu leyti til lögađila sem fellur undir 9. tölul. 4. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003. Skilyrđi fyrir undanţágu eru auk ţess ađ starfsemin sé á ábyrgđ og fjárhagslegri áhćttu ađila sem hefur međ höndum góđgerđarstarfsemi og ađ hann hafi fengiđ stađfestingu Skattsins um ađ framangreind skilyrđi séu uppfyllt. Undanţága samkvćmt ţessari málsgrein tekur eingöngu til eftirtalinnar starfsemi:

 1. basarsölu, merkjasölu og annarrar hliđstćđrar sölu, ţ.m.t. sölu í netverslun, enda vari starfsemin ekki lengur en í 5 daga í hverjum mánuđi eđa í 25 daga sé um árlegan atburđ ađ rćđa,
 2. söfnunar og sölu verđlítilla notađra muna, enda sé einungis selt til skattskyldra ađila,
 3. sölu nytjamarkađa á notuđum munum sem seljandi hefur fengiđ afhenta án endurgjalds
 4. sölu listaverka, enda falli listaverkin undir tollskrárnúmer 9701.1000–9703.0000.]13)

(6) [Frumsala tilefnismyntar sem gefin er út af Seđlabanka Íslands er undanţegin skattskyldu, enda ţótt söluverđ sé hćrra en ákvćđisverđi nemur.]6)

(7) [[Ráđherra]8) er heimilt ađ setja í reglugerđ nánari skilyrđi fyrir undanţágum samkvćmt ţessari grein.]1)

1)Sbr. 1. gr. laga nr. 119/1989. 2)Sbr. 46. gr. laga nr. 111/1992. 3)Sbr. 16. gr. laga nr. 122/1993. 4)Sbr. 1. gr. laga nr. 46/1995. 5)Sbr. 1. gr. laga nr. 105/2000. 6)Sbr. 127. gr. laga nr. 126/2011. 7)Sbr. 1. gr. laga nr. 69/2012. 8)Sbr. 1. gr. laga nr. 146/2012. 9)Sbr. 1. gr. laga nr. 124/201410)Sbr. 56. gr. laga nr. 125/2015. 11)Sbr. 43. gr. laga nr. 98/201912)Sbr. 1. gr. laga nr. 141/202013)Sbr. 6. gr. laga nr. 32/2021

Fara efst á síđuna ⇑