Skattalagasafn ríkisskattstjóra 19.3.2024 07:41:30

Lög nr. 45/1987, kafli 8 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=45.1987.8)
Ξ Valmynd

VIII. KAFLI
Álagning skatta og gjalda, uppgjör staðgreiðslu og innheimtu.

Álagning.
33. gr.

Álagningu tekjuskatts og útsvars, sbr. 9. gr., annast [ríkisskattstjóri]2), sbr. [85. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]1) og 24. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga*1).

1)Sbr. 66. gr. laga nr. 129/2004. 2)Sbr. 43. gr. laga nr. 136/2009. *1)Nú 22. gr. laga nr. 4/1995.

Álagningarskrá.
34. gr.

(1) [Þegar ríkisskattstjóri hefur lokið ákvörðun og álagningu tekjuskatts og útsvars, sbr. 9. gr., skal hann útbúa skrá um þessa álögðu skatta og gjöld sem nefnd skal álagningarskrá.]4)

(2) [[Ríkisskattstjóri skal ákveða]4) greiðslustöðu hvers gjaldanda með samanburði á álagningarskrá og skrá um staðgreiðslu á staðgreiðsluárinu, að teknu tilliti til álags skv. [122. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]3) með síðari breytingum.]2)

(3) [Skilafé vegna staðgreiðslu launamanns á tekjuári gengur einungis á móti álagningu tekjuskatts og útsvars á þær tekjur er staðgreiðslan nær til, sbr. 1. gr., óháð annarri greiðslustöðu launamanns hjá ríki, sveitarfélögum eða öðrum gjaldkrefjendum, sbr. þó 2. mgr. 36. gr.]1)

1)Sbr. 16. gr. laga nr. 90/1987. 2)Sbr. 3. gr. laga nr. 139/1995. 3)Sbr. 67. gr. laga nr. 129/2004. 4)Sbr. 44. gr. laga nr. 136/2009.

Innheimtuskrár, þinggjöld og sveitarsjóðsgjöld.
35. gr.

(1) [Ríkisskattstjóri gerir innheimtuskrá yfir þá gjaldendur sem reynast skulda opinber gjöld að lokinni álagningu [---]3). Skráin sýni skatta þeirra og gjöld eftir að tekið hefur verið tillit til skuldajöfnunar milli hjóna samkvæmt ákvæðum [116. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]2), sbr. enn fremur 32. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga*1). Innheimtuskrá skal senda viðkomandi innheimtuaðila.

(2) Skattar er renna til ríkissjóðs nefnast þinggjöld en skattar til sveitarsjóða sveitarsjóðsgjöld. Á innheimtuskrá skal taka þinggjöld og sveitarsjóðsgjöld sem [ríkisskattstjóra]3) ber að leggja á.]1)

1)Sbr. 17. gr. laga nr. 90/1987. 2)Sbr. 68. gr. laga nr. 129/2004. 3)Sbr. 45. gr. laga nr. 136/2009.*1)Nú 30. gr. laga nr. 4/1995.

Endurgreiðsluskrá, skuldajöfnun og dráttarvextir.
36. gr.

(1) [Ríkisskattstjóri gerir endurgreiðsluskrá yfir þá gjaldendur sem reynast eiga inni eftirstöðvar af staðgreiðslu að lokinni álagningu og skuldajöfnun milli hjóna samkvæmt ákvæðum [116. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]3), sbr. enn fremur 32. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga*1).

(2) [Endurgreiðsluskrá skal send Fjársýslu ríkisins sem sér um endurgreiðslu fyrir hönd ríkissjóðs og sveitarfélaga eftir að skuldajöfnun á móti gjaldföllnum sköttum til ríkis og sveitarfélaga hefur farið fram.]2)]1) [Endurgreiðslukröfum sem stofnast samkvæmt lögum þessum vegna tímabila fyrir uppkvaðningu úrskurðar um gjaldþrotaskpti skal skuldajafna á móti vangoldnum sköttum og gjöldum, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 100. gr. og 136. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl.]4)

1)Sbr. 18. gr. laga nr. 90/1987. 2)Sbr. 4. gr. laga nr. 135/2002. 3)Sbr. 69. gr. laga nr. 129/2004. 4)Sbr. 9. gr. laga nr. 50/2018. *1)Nú 30. gr. laga nr. 4/1995.

Innheimta þinggjalda og sveitarsjóðsgjalda.
37. gr.

(1) Um innheimtu þinggjalda, sbr. 2. mgr. 35. gr., og ábyrgð skulu gilda, eftir því sem við geta átt, ákvæði XIII. kafla laga um tekjuskatt [---]2) [og laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda]3) nema öðruvísi sé ákveðið í þessum lögum.

(2) Um innheimtu sveitarsjóðsgjalda, sbr. [2. mgr. 35. gr.]1), skulu gilda, eftir því sem við geta átt, ákvæði VI. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga*1) nema öðruvísi sé ákveðið í þessum lögum.

1)Sbr. 19. gr. laga nr. 90/1987. 2)Sbr. 70. gr. laga nr. 129/2004. 3)Sbr. 22. gr. laga nr. 150/2019. *1)Nú IV. kafli laga nr. 4/1995.

Fara efst á síðuna ⇑