Skattalagasafn ríkisskattstjóra 24.6.2024 17:27:17

Lög nr. 45/1987, kafli 8 (slóđ: www.skattalagasafn.is?log=45.1987.8)
Ξ Valmynd

VIII. KAFLI
Álagning skatta og gjalda, uppgjör stađgreiđslu og innheimtu.

Álagning.
33. gr.

Álagningu tekjuskatts og útsvars, sbr. 9. gr., annast [ríkisskattstjóri]2), sbr. [85. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]1) og 24. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga*1).

1)Sbr. 66. gr. laga nr. 129/2004. 2)Sbr. 43. gr. laga nr. 136/2009. *1)Nú 22. gr. laga nr. 4/1995.

Álagningarskrá.
34. gr.

(1) [Ţegar ríkisskattstjóri hefur lokiđ ákvörđun og álagningu tekjuskatts og útsvars, sbr. 9. gr., skal hann útbúa skrá um ţessa álögđu skatta og gjöld sem nefnd skal álagningarskrá.]4)

(2) [[Ríkisskattstjóri skal ákveđa]4) greiđslustöđu hvers gjaldanda međ samanburđi á álagningarskrá og skrá um stađgreiđslu á stađgreiđsluárinu, ađ teknu tilliti til álags skv. [122. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]3) međ síđari breytingum.]2)

(3) [Skilafé vegna stađgreiđslu launamanns á tekjuári gengur einungis á móti álagningu tekjuskatts og útsvars á ţćr tekjur er stađgreiđslan nćr til, sbr. 1. gr., óháđ annarri greiđslustöđu launamanns hjá ríki, sveitarfélögum eđa öđrum gjaldkrefjendum, sbr. ţó 2. mgr. 36. gr.]1)

1)Sbr. 16. gr. laga nr. 90/1987. 2)Sbr. 3. gr. laga nr. 139/1995. 3)Sbr. 67. gr. laga nr. 129/2004. 4)Sbr. 44. gr. laga nr. 136/2009.

Innheimtuskrár, ţinggjöld og sveitarsjóđsgjöld.
35. gr.

(1) [Ríkisskattstjóri gerir innheimtuskrá yfir ţá gjaldendur sem reynast skulda opinber gjöld ađ lokinni álagningu [---]3). Skráin sýni skatta ţeirra og gjöld eftir ađ tekiđ hefur veriđ tillit til skuldajöfnunar milli hjóna samkvćmt ákvćđum [116. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]2), sbr. enn fremur 32. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga*1). Innheimtuskrá skal senda viđkomandi innheimtuađila.

(2) Skattar er renna til ríkissjóđs nefnast ţinggjöld en skattar til sveitarsjóđa sveitarsjóđsgjöld. Á innheimtuskrá skal taka ţinggjöld og sveitarsjóđsgjöld sem [ríkisskattstjóra]3) ber ađ leggja á.]1)

1)Sbr. 17. gr. laga nr. 90/1987. 2)Sbr. 68. gr. laga nr. 129/2004. 3)Sbr. 45. gr. laga nr. 136/2009.*1)Nú 30. gr. laga nr. 4/1995.

Endurgreiđsluskrá, skuldajöfnun og dráttarvextir.
36. gr.

(1) [Ríkisskattstjóri gerir endurgreiđsluskrá yfir ţá gjaldendur sem reynast eiga inni eftirstöđvar af stađgreiđslu ađ lokinni álagningu og skuldajöfnun milli hjóna samkvćmt ákvćđum [116. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]3), sbr. enn fremur 32. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga*1).

(2) [Endurgreiđsluskrá skal send Fjársýslu ríkisins sem sér um endurgreiđslu fyrir hönd ríkissjóđs og sveitarfélaga eftir ađ skuldajöfnun á móti gjaldföllnum sköttum til ríkis og sveitarfélaga hefur fariđ fram.]2)]1) [Endurgreiđslukröfum sem stofnast samkvćmt lögum ţessum vegna tímabila fyrir uppkvađningu úrskurđar um gjaldţrotaskpti skal skuldajafna á móti vangoldnum sköttum og gjöldum, ţrátt fyrir ákvćđi 1. mgr. 100. gr. og 136. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldţrotaskipti o.fl.]4)

1)Sbr. 18. gr. laga nr. 90/1987. 2)Sbr. 4. gr. laga nr. 135/2002. 3)Sbr. 69. gr. laga nr. 129/2004. 4)Sbr. 9. gr. laga nr. 50/2018. *1)Nú 30. gr. laga nr. 4/1995.

Innheimta ţinggjalda og sveitarsjóđsgjalda.
37. gr.

(1) Um innheimtu ţinggjalda, sbr. 2. mgr. 35. gr., og ábyrgđ skulu gilda, eftir ţví sem viđ geta átt, ákvćđi XIII. kafla laga um tekjuskatt [---]2) [og laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda]3) nema öđruvísi sé ákveđiđ í ţessum lögum.

(2) Um innheimtu sveitarsjóđsgjalda, sbr. [2. mgr. 35. gr.]1), skulu gilda, eftir ţví sem viđ geta átt, ákvćđi VI. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga*1) nema öđruvísi sé ákveđiđ í ţessum lögum.

1)Sbr. 19. gr. laga nr. 90/1987. 2)Sbr. 70. gr. laga nr. 129/2004. 3)Sbr. 22. gr. laga nr. 150/2019. *1)Nú IV. kafli laga nr. 4/1995.

Fara efst á síđuna ⇑