VII. KAFLI
Skipting á innheimtufé staðgreiðslu.
(1) [Ráðherra]3) setur í samráði við [þann ráðherra er fer með málefni vinnumarkaðar]2)3) reglur um uppgjör, skil og skiptingu bráðabirgðagreiðslu opinberra gjalda samkvæmt lögum þessum. [Þrátt fyrir það að innheimtuhlutfall útsvars í staðgreiðslu sé hið sama á öllu landinu, sbr. 1. mgr. 9. gr., skal við skiptingu og skil bráðabirgðagreiðslu útsvars til sveitarfélaga miðað við þann hundraðshluta sem hver sveitarstjórn hefur ákveðið að verði álagningarhlutfall útsvars í sveitarfélaginu, sbr. 26. gr. laga nr. 73/1980*1), með síðari breytingum.]1)
(2) Sveitarfélög skulu greiða ríkissjóði 0,5% af innheimtu útsvari samkvæmt lögum þessum vegna kostnaðar ríkissjóðs við framkvæmd þeirra.
1)Sbr. 2. gr. laga nr. 42/1988. 2)Sbr. 5. gr. laga nr. 162/2010. 3)Sbr. 119. gr. laga nr. 126/2011. *1)Nú 24. gr. laga nr. 4/1995.