Skattalagasafn ríkisskattstjóra 21.11.2024 23:14:53

Lög nr. 45/1987, kafli 6 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=45.1987.6)
Ξ Valmynd

VI. KAFLI
Viðurlög og málsmeðferð.

Álag, dráttarvextir og áætlun.
28. gr.

(1) Séu greiðslur launagreiðanda skv. 20. gr. eigi inntar af hendi á tilskildum tíma skal hann sæta álagi til viðbótar upphæð skilafjárins eða til viðbótar því skilafé sem honum bar að standa skil á. Sama gildir ef skilagrein hefur ekki verið skilað eða henni verið ábótavant og greiðsluskyld fjárhæð því verið áætluð, sbr. 21. gr., nema launagreiðandi hafi greitt fyrir eindaga upphæð er til áætlunar svarar.

(2) Álag á vanskilafé skv. 1. mgr. skal vera sem hér segir:

  1. Einn hundraðshluti (1%) af upphæð vanskilafjár fyrir hvern dag eftir eindaga, þó ekki hærra en tíu hundraðshlutar (10%).
     
  2. [Álag til viðbótar af upphæð vanskilafjár frá og með gjalddaga, hafi ekki verið greitt á 1. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Skal álag þetta vera hið sama og dráttarvextir sem Seðlabanki Íslands ákveður og birtir samkvæmt lögum nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu.]5)

(3) Við útreikning á álagi á áætlaða greiðsluskylda fjárhæð telst eindagi sá sami og eindagi greiðslu þess mánaðar sem áætlað er fyrir. Sama gildir um álag á allar vangoldnar greiðslur fyrri tímabila.

(4) Sendi launagreiðandi fullnægjandi skilagrein [innan 15 daga frá og með dagsetningu tilkynningar]2) [ríkisskattstjóra]6) skv. 21. gr. skal hann greiða upphæð skilafjár samkvæmt skilagreininni ásamt álagi skv. 2. mgr. [Ríkisskattstjóri]6) má breyta fyrri áætlun eftir lok þessara tímamarka ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi.

(5) Komi í ljós að launagreiðanda, sem greiða átti skilafé, hafi ekki verið áætluð gjaldskyld fjárhæð eða áætlun verið lægri en það skilafé sem honum bar að greiða skal hann greiða hið gjaldskylda skilafé auk álags skv. 2. mgr.

(6) Fella má niður álag skv. 2. mgr. ef launagreiðandi færir gildar ástæður sér til afsökunar og metur [ríkisskattstjóri]6) það í hverju einstöku tilviki hvað telja skuli gildar ástæður í þessu sambandi. [---]3)

(7) Heimilt er að áætla gjaldskylda fjárhæð launagreiðanda ef í ljós kemur að skilagrein hans styðst ekki við tilskilið bókhald samkvæmt lögum nr. 51/1968*1) eða ákvæði reglna um sérstakt launabókhald sem settar hafa verið af [ráðherra]7) samkvæmt heimild í 27. gr. Jafnframt er heimilt að áætla gjaldskylda fjárhæð launagreiðanda ef í ljós kemur að færsla á launum í bókhaldi eða aðrir þættir, sem skilagrein á að byggjast á, styðst ekki við þau gögn sem ákvæði reglna, settra skv. 27. gr., mæla fyrir um eða ef bókhald og þau gögn, sem liggja fyrir um gjaldskylda fjárhæð samkvæmt skilagrein, verða ekki talin nægilega örugg. Enn fremur er heimilt að áætla gjaldskylda fjárhæð launagreiðanda ef ekki er lagt fram bókhald eða þau gögn sem skattyfirvöld kunna að biðja um til sannprófunar á skilagreinum, sbr. 25. gr. Ákvæði 2. mgr. eiga einnig við um áætlanir samkvæmt þessari málsgrein.

(8) [Sé skilafé vanreiknað eða laun dregin undan má gera launagreiðanda að greiða vanskilafé sex ár aftur í tímann, talið frá byrjun þess árs þegar endurreikningur fer fram. Fari fram rannsókn við embætti ríkisskattstjóra eða hjá [lögreglu]4) á skilum launagreiðanda nær heimild til endurreiknings til sex ára aftur í tímann, talið frá byrjun þess árs þegar rannsókn hófst.]1)

1)Sbr. 13. gr. laga nr. 90/1987. 2)Sbr. 5. gr. laga nr. 98/1988. 3)Sbr. 2. gr. laga nr. 139/1995. 4)Sbr. 43. gr. laga nr. 90/1996. 5)Sbr. 3. gr. laga nr. 135/2002. 6)Sbr. 43. gr. laga nr. 136/2009. 7)Sbr. 119. gr. laga nr. 126/2011. *1)Nú lög nr. 145/1994, með síðari breytingum.

Innheimta vanskilafjár o.fl.
29. gr.

(1) [Vanskilafé, álag og sektir samkvæmt þessum kafla skal innheimt af innheimtuaðila, sbr. 20. gr., í því umdæmi þar sem skuldari á lögheimili.

(2) Vanskilafé, álag og sektir njóta lögtaksréttar í eignum skuldara. [---]2)

(3) Innheimtuaðili getur látið lögreglu stöðva atvinnurekstur launagreiðanda sem ekki gerir fullnægjandi skil á skilafé eða álagi skv. 28. gr. innan 15 daga talið frá eindaga eða frá úrskurði skattyfirvalda um vanskil og álag, með því m.a. að setja starfsstöðvar, skrifstofur, útibú, tæki og vörur undir innsigli þar til full skil eru gerð. [Jafnframt er ríkisskattstjóra heimilt að láta lögreglu stöðva atvinnurekstur launagreiðanda sem ekki hefur sinnt skyldum sínum skv. 2. mgr. 15. gr. eða 1. mgr. 19. gr. Ekki skal beita þessu úrræði nema eftir ítrekuð tilmæli um úrbætur.]4)

(4) Innheimtuaðili skal senda skilagrein til [ríkisskattstjóra]3) yfir fé er hann hefur móttekið samkvæmt ákvæðum þessa kafla. Innheimtu vanskilafé og álagi skal haldið aðgreindu á sérstökum reikningi þar til sundurliðuð skilagrein berst frá launagreiðanda.]1)

1)Sbr. 14. gr. laga nr. 90/1987. 2)Sbr. 1. gr. laga nr. 78/1989. 3)Sbr. 43. gr. laga nr. 136/2009. 4)Sbr. 2. gr. laga nr. 42/2013.

 Refsingar.
30. gr.

(1) [Skýri gjaldskyldur maður af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi rangt eða villandi frá einhverju því er máli skiptir um staðgreiðsluskil hans skal hann greiða fésekt allt að tífaldri þeirri skattfjárhæð sem vanrækt var greiðsla á og aldrei lægri fésekt en nemur tvöfaldri skattfjárhæðinni. Stórfellt brot gegn ákvæði þessu varðar við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga*1).

(2) Hver sá launagreiðandi sem af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi skýrir rangt eða villandi frá einhverju því er máli skiptir um staðgreiðsluskil sín, hefur ekki haldið eftir fé af launagreiðslum eins og honum bar, hefur ekki afhent skilagreinar á lögmæltum tíma eða ekki innt af hendi þær greiðslur vegna launamanna sem hann hefur haldið eftir eða honum bar að halda eftir skal greiða fésekt allt að tífaldri þeirri skattfjárhæð sem hann vanrækti að halda eftir eða standa skil á og aldrei lægri fésekt en nemur tvöfaldri skattfjárhæðinni nema þyngri refsing liggi við brotinu eftir 247. gr. almennra hegningarlaga*1). [Fésektarlágmark samkvæmt þessari málsgrein á ekki við hafi brot einskorðast við að standa ekki skil á réttilega tilgreindri staðgreiðslu samkvæmt skilagrein staðgreiðslu, enda hafi verið staðin skil á verulegum hluta skattfjárhæðar eða málsbætur eru miklar.]3) [---]4) Stórfellt brot gegn ákvæði þessu varðar við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga*1).

(3) Hafi laungreiðandi af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi vanrækt að halda tilskilið launabókhald varðar það brot við refsiákvæði laga um bókhald, en við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga*1) sé um meiri háttar brot að ræða.

(4) Ef maður af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi vanrækir tilkynningarskyldu sína skv. 19. gr., upplýsingaskyldu skv. 25. gr., misnotar skattkort, vanrækir að veita upplýsingar eða láta í té aðstoð, skilagreinar, skýrslur eða gögn svo sem ákveðið er í lögum þessum skal hann sæta sektum eða [fangelsi allt að 2 árum.]2)

(5) Skýri skilaskyldur maður af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi rangt eða villandi frá einhverju er varðar skilaskyldu hans má gera honum sekt þótt upplýsingarnar geti ekki haft áhrif á skilaskyldu hans eða greiðsluskil. Sömu refsingu varðar það launamann sem lætur greiða sér laun vitandi um að launagreiðandi hans hefur eigi haldið eftir af launum hans þeirri fjárhæð opinberra gjalda sem skylt er samkvæmt lögum þessum eða skýrir rangt eða villandi frá einhverju er varðar skilaskyldu eða greiðsluskil vegna hans þótt upplýsingarnar geti ekki haft áhrif á þessi skil.

(6) Verði brot á 1. eða 2. mgr. ákvæðisins uppvíst við skipti dánarbús skal greiða úr búinu fésekt, allt að fjórfaldri þeirri skattfjárhæð sem vanrækt var greiðsla á og aldrei lægri fésekt en nemur skattfjárhæðinni að viðbættum helmingi hennar. [---]4) Sé svo ástatt sem segir í 5. mgr. má gera búinu sekt.

(7) Hver sá sem af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi lætur skattyfirvöldum í té rangar eða villandi upplýsingar eða gögn varðandi skilaskyldu annarra aðila eða aðstoðar við ranga eða villandi skýrslugjöf til skattyfirvalda skal sæta þeirri refsingu er segir í 1. eða 2. mgr. þessarar greinar.

(8) Tilraun til brota eða hlutdeild í brotum á lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í III. kafla almennra hegningarlaga og varðar fésektum allt að hámarki því sem ákveðið er í öðrum ákvæðum þessarar greinar.

(9) Gera má lögaðila fésekt fyrir brot á lögum þessum óháð því hvort brotið megi rekja til saknæms verknaðar fyrirsvarsmanns eða starfsmanns lögaðilans. Hafi fyrirsvarsmaður hans eða starfsmaður gerst sekur um brot á lögum þessum má auk refsingar, sem hann sætir, gera lögaðilanum sekt og sviptingu starfsréttinda, enda sé brotið drýgt til hagsbóta fyrir lögaðilann eða hann hafi notið hagnaðar af brotinu.]1)

1)Sbr. 2. gr. laga nr. 42/1995. 2)Sbr. 185 gr. laga nr. 82/1998. 3)Sbr. 1. gr. laga nr. 134/2005. 4)Sbr. 14. gr. laga nr. 29/2021. *1)Sjá lög nr. 19/1940.

[30. gr. a

(1) Ef máli er vísað til meðferðar hjá lögreglu verður ekki lagt á álag skv. 30. gr. meðan mál er til rannsóknar eða saksóknar.

(2) Telji héraðssaksóknari ekki tilefni til að ljúka rannsókn máls eða felli hann mál niður að hluta til eða að öllu leyti skal hann endursenda málið til ríkisskattstjóra. Getur ríkisskattstjóri þá lagt á álag skv. 30. gr. óháð því hvort endurákvörðun eftir ákvæðum laga þessara hafi þegar farið fram.

(3) Gefi héraðssaksóknari út ákæru sem leiðir til sýknu eða sakfellingar með endanlegum dómi verður álag ekki lagt á vegna þeirra ákæruatriða sem þar komu fram. Sýkna kemur þó ekki í veg fyrir endurákvörðun skatta og gjalda samkvæmt ákvæðum laga þessara.

(4) Lögregla getur ákveðið að mál sem er til rannsóknar vegna skattalagabrots skuli endursent til skattyfirvalda til meðferðar og ákvörðunar ef ekki eru talin fyrir hendi skilyrði fyrir útgáfu ákæru vegna meintrar refsiverðrar háttsemi.]1)

1)Sbr. 15. gr. laga nr. 29/2021.

Málsmeðferð og [---]7) rannsókn. Fyrningarreglur.
31. gr.

(1) [[[Skattrannsóknarstjóri leggur á sektir skv. 30. gr. nema máli sé vísað til meðferðar hjá lögreglu, sbr. 5. mgr. Skjóta má ákvörðun skattrannsóknarstjóra til yfirskattanefndar og kemur hann fram af hálfu hins opinbera fyrir nefndinni við meðferð málsins. Um meðferð mála hjá yfirskattanefnd fer eftir lögum um yfirskattanefnd. Úrskurðir yfirskattanefndar um sektir eru fullnaðarúrskurðir og fylgir þeim ekki vararefsing.]10)

(2) [[Við ákvörðun sektar skattrannsóknarstjóra skal hafa hliðsjón af eðli og umfangi brota. Sektir geta numið frá 100 þús. kr. til 100 millj. kr. Sektarákvörðun samkvæmt ákvæði þessu skal lokið innan sex mánaða frá því að rannsókn skattrannsóknarstjóra lauk.]10)

[(3) Skattrannsóknarstjóra er heimilt að ákvarða sekt lægri en lágmark sektar skv. 30. gr. ef málsatvik eða aðstæður skattaðila mæla sérstaklega með því, svo sem ef skattaðili hefur leiðrétt skattskil sín, enda hafi verið staðin skil á verulegum hluta skattfjárhæðar eða málsbætur eru miklar.]10)

(4) Vararefsing fylgir ekki ákvörðun skattrannsóknarstjóra ríkisins. Um innheimtu sekta sem ákveðnar eru af skattrannsóknarstjóra gilda sömu reglur og um innheimtu vanskilafjár og álags samkvæmt lögum þessum. Einnig má beita 3. mgr. 29. gr. eftir því sem við á. Senda skal ríkissaksóknara skrá yfir mál sem lokið er samkvæmt þessu ákvæði. Telji ríkissaksóknari að saklaus maður hafi verið látinn gangast undir sektarákvörðun skv. 2. mgr. eða málalok hafi verið fjarstæð að öðru leyti getur hann borið málið undir dómara til ónýtingar ákvörðun skattrannsóknarstjóra.]6)

(5) [---]5) Skattrannsóknarstjóri getur vísað máli til [rannsóknar lögreglu]7) af sjálfsdáðum [---]10).]3)

(6) [Greiðslukröfu má hafa uppi og dæma í sakamáli vegna brota á lögunum.]2) 7)

(7) Sektir fyrir brot gegn lögum þessum renna í ríkissjóð. Um innheimtu sekta, er [yfirskattanefnd]4) úrskurðar, gilda sömu reglur og um innheimtu vanskilafjár og álags eftir lögum þessum. Einnig má beita ákvæðum 3. mgr. 29. gr. eftir því sem við á.

(8) Sök skv. 30. gr. fyrnist á sex árum miðað við upphaf rannsóknar á vegum skattrannsóknarstjóra eða [lögreglu]5) enda verði ekki óeðlilegar tafir á rannsókn máls eða ákvörðun refsingar.]1) [Þó fyrnist sök vegna tekna og eigna í lágskattaríkjum á tíu árum.]8)

1)Sbr. 15. gr. laga nr. 90/1987. 2)Sbr. 19. tölul. 195. gr. laga nr. 19/1991. 3)Sbr. 1. gr. laga nr. 46/1992. 4)Sbr. 2. gr. laga nr. 46/1992. 5)Sbr. 43. gr. laga nr. 90/1996. 6)Sbr. 2. gr. laga nr. 134/2005. 7)Sbr. 234. gr. laga nr. 88/2008. 8)Sbr. 9. gr. laga nr. 112/2016Ákvæðið gildir einnig um brot sem framin eru fyrir gildistöku laga þessara, enda sé fyrningarfrestur þeirra ekki hafinn. 10)Sbr. 16. gr. laga nr. 29/2021*1)Ákvæði 4.-8. mgr. voru áður 3.-7. mgr. en tölusetning þeirra tóku breytingum með 16. gr. laga nr. 29/2021.

[---]1)

1)Sbr. 22. gr. laga nr. 150/2019.
 

Fara efst á síðuna ⇑