Skattalagasafn ríkisskattstjóra 25.4.2024 11:47:06

Lög nr. 45/1987, kafli 5 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=45.1987.5)
Ξ Valmynd

V. KAFLI
Upplýsingaskylda, eftirlit o.fl.

Upplýsingaskylda og eftirlitsheimildir.
25. gr.

(1) Öllum aðilum, bæði framtalsskyldum og öðrum, er skylt að láta skattyfirvöldum í té ókeypis og í því formi sem óskað er allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té. [Skiptir ekki máli í því sambandi hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða þau skipti annarra aðila við hann er hann getur veitt upplýsingar um og varða gjald- og skilaskyldu þeirra aðila. Með skattyfirvöldum í þessari grein er átt við [ríkisskattstjóra og [skattrannsóknarstjóra]7).]4)]2)

(2) Vegna skatteftirlits samkvæmt lögum þessum [og lögum um innheimtu opinberra skatta og gjalda]6) getur [ríkisskattstjóri [---]2) og menn sem hann felur skatteftirlitsstörf]4), krafist þess að framtalsskyldir aðilar leggi fram til könnunar bókhald sitt og bókhaldsgögn, svo og önnur gögn er varða reksturinn, þar með talin bréf og samningar. Enn fremur hafa þessir aðilar aðgang að framangreindum gögnum og aðgang að starfsstöðvum framtalsskyldra aðila og birgðageymslum og heimild til að taka skýrslur af hverjum þeim sem ætla má að geti gefið upplýsingar er máli skipta. Sömu heimildir hefur [skattrannsóknarstjóri]2)7) vegna rannsókna skv. 26. gr. [[Skattrannsóknarstjóri]7) getur í þágu rannsóknar máls leitað úrskurðar héraðsdóms um leit og haldlagningu gagna á heimilum og öðrum stöðum sem 2. málsl. tekur ekki til.]5)

(3) [Skattyfirvöld]2) hafa enn fremur heimildir þær, er um getur í 2. mgr. þessarar greinar, gagnvart þeim aðilum sem ekki eru framtalsskyldir, svo og öllum stofnunum, bönkum, sparisjóðum og öðrum peningastofnunum.

(4) Nú verður ágreiningur um skyldu aðila samkvæmt þessari grein og getur ríkisskattstjóri [eða [skattrannsóknarstjóri]7)]2) þá leitað um hann úrskurðar [héraðsdóms, en farið skal þá eftir reglum laga um meðferð [sakamála]3) eftir því sem á við.]1) Gegni einhver ekki upplýsingaskyldu sinni má vísa máli til [rannsóknar lögreglu]3).

1)Sbr. 93. gr. laga nr. 92/1991. 2)Sbr. 25. gr. laga nr. 111/1992. 3)Sbr. 234. gr. laga nr. 88/2008. 4)Sbr. 41. gr. laga nr. 136/2009.  5)Sbr. 22. gr. laga nr. 165/20106)Sbr. 22. gr. laga nr. 150/20197)Sbr. 12. gr. laga nr. 29/2021

[Skatteftirlit, skattrannsóknir.
26. gr.

(1) [Ríkisskattstjóri annast skatteftirlit samkvæmt lögum þessum. Skatteftirlit tekur til hvers konar könnunar á réttmæti staðgreiðsluskila og samtímaeftirlits með rekstraraðilum, svo og annarra aðgerða sem ætlað er að tryggja að skattaðilar standi skil á lögboðnum skýrslum og upplýsingum um staðgreiðsluskyldu, stofn og afdrátt staðgreiðslu.]3)

(2) Skattrannsóknarstjóri ríkisins getur hafið rannsókn á hverju því atriði er varðar gjald- og skilaskyldu samkvæmt lögum þessum. Hann skal annast rannsóknir í málum sem [ríkisskattstjóri [felur honum]4), sbr. 6. mgr. 96. gr.]3) [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.]2)

(3) Þegar aðgerðir skattrannsóknarstjóra ríkisins gefa tilefni til ákvörðunar eða endurákvörðunar á gjald- og skilaskyldu samkvæmt lögum þessum skal ríkisskattstjóri annast ákvörðunina eða endurákvörðunina[---]2)3).]1) 

1)Sbr. 26. gr. laga nr. 111/1992. 2)Sbr. 65. gr. laga nr. 129/2004. 3)Sbr. 42. gr. laga nr. 136/2009. 4)Sbr. 13. gr. laga nr. 29/2021.

Launabókhald.
27. gr.

[Ráðherra]1) hefur heimild til að setja reglura) um sérstakt launabókhald launagreiðenda.

1)Sbr. 119. gr. laga nr. 126/2011. a)Reglugerð nr. 539/1987.

Fara efst á síðuna ⇑