Skattalagasafn ríkisskattstjóra 24.3.2023 13:06:18

Lög nr. 37/1993, kafli 5 (slóđ: www.skattalagasafn.is?log=37.1993.5)
Ξ Valmynd

V. KAFLI
Birting ákvörđunar, rökstuđningur o.fl.

20. gr.
Birting ákvörđunar og leiđbeiningar.

(1) Eftir ađ stjórnvald hefur tekiđ ákvörđun skal hún tilkynnt ađila máls nema ţađ sé augljóslega óţarft. Ákvörđun er bindandi eftir ađ hún er komin til ađila.

(2) Ţegar ákvörđun er tilkynnt skriflega án ţess ađ henni fylgi rökstuđningur skal veita leiđbeiningar um:

 1. heimild ađila til ţess ađ fá ákvörđun rökstudda,
   
 2. kćruheimild, ţegar hún er fyrir hendi, kćrufresti og kćrugjöld, svo og hvert beina skuli kćru,
   
 3. frest til ţess ađ bera ákvörđun undir dómstóla ef slíkur frestur er lögákveđinn. 

(3) Fylgi rökstuđningur ákvörđun ţegar hún er tilkynnt skal veita leiđbeiningar skv. 2. og 3. tölul. 2. mgr.*1)

(4) Ekki ţarf ţó ađ veita leiđbeiningar skv. 2. og 3. mgr. ţegar ákvörđun er tilkynnt hafi umsókn ađila veriđ tekin til greina ađ öllu leyti.

*1)Í Stjtíđ. A 1993 bls. 183 stendur málsliđurinn „Fylgi rökstuđningur ákvörđun ţegar hún er tilkynnt skal veita leiđbeiningar skv. 2. og 3. tölul. 2. mgr.“ sem síđari málsliđur 3. tölul. 2. mgr. 20. gr. Ef tekiđ er miđ af tilvísunum í málsliđnum í 2. og 3. tölul. 2. mgr. og tilvísunum í 2. og 3. mgr. í lokamálsgrein greinarinnar, sem og af athugasemdum viđ 20. gr. frumvarps ţess sem varđ ađ lögum nr. 37/1993 (Alţtíđ. 1992–93 A, bls. 3301) er augljóst ađ málsliđurinn á međ réttu ađ vera 3. mgr. greinarinnar.

21. gr.
Hvenćr veita skal rökstuđning.

(1) Ađili máls getur krafist ţess ađ stjórnvald rökstyđji ákvörđun sína skriflega hafi slíkur rökstuđningur ekki fylgt ákvörđuninni ţegar hún var tilkynnt.

(2) Ákvćđi 1. mgr. gildir ţó ekki ef:

 1. umsókn ađila hefur veriđ tekin til greina ađ öllu leyti,
   
 2. um er ađ rćđa einkunnir sem veittar eru fyrir frammistöđu á prófum,
   
 3. um er ađ rćđa styrki á sviđi lista, menningar eđa vísinda.

(3) Beiđni um rökstuđning fyrir ákvörđun skal bera fram innan 14 daga frá ţví ađ ađila var tilkynnt ákvörđunin og skal stjórnvald svara henni innan 14 daga frá ţví ađ hún barst.

(4) Úrskurđum í kćrumálum skal ávallt fylgja rökstuđningur.

22. gr.
Efni rökstuđnings.

(1) Í rökstuđningi skal vísa til ţeirra réttarreglna sem ákvörđun stjórnvalds er byggđ á. Ađ ţví marki, sem ákvörđun byggist á mati, skal í rökstuđningnum greina frá ţeim meginsjónarmiđum sem ráđandi voru viđ matiđ.

(2) Ţar sem ástćđa er til skal í rökstuđningi einnig rekja í stuttu máli upplýsingar um ţau málsatvik sem höfđu verulega ţýđingu viđ úrlausn málsins.

(3) Takmarka má efni rökstuđnings ađ ţví leyti sem vísa ţarf til gagna sem ađila máls er ekki heimill ađgangur ađ, sbr. 16. og 17. gr.

(4) Hafi stjórnsýslunefnd ekki samţykkt rökstuđning međ ákvörđun sinni skal formađur fćra rök fyrir henni í samrćmi viđ 1.–3. mgr.
 

Fara efst á síđuna ⇑