Skattalagasafn ríkisskattstjóra 28.11.2022 00:57:36

Lög nr. 3/2006, kafli 2 (slóđ: www.skattalagasafn.is?log=3.2006.2)
Ξ Valmynd

II. KAFLI

Grunnforsendur ársreiknings.
11. gr.

(1) [Semja skal ársreikning miđađ viđ eftirfarandi grunnforsendur:

1.     Gera skal ráđ fyrir ađ félagiđ haldi starfsemi sinni áfram. Leggist starfsemi niđur ađ hluta skal taka tillit til ţess varđandi mat og framsetningu ársreikningsins.

2.     Reikningsskilaađferđum skal beitt međ hliđstćđum hćtti frá ári til árs. Ef ákvćđi laga ţessara, reglugerđa eđa settra reikningsskilareglna kveđa ekki á um beitingu á tilteknum reikningsskilaađferđum skulu stjórnendur nota dómgreind sína viđ val á reikningsskilaađferđ sem er viđeigandi miđađ viđ ţarfir notenda ársreikningsins og áreiđanleg ţannig ađ hún gefi glögga mynd af afkomu félagsins, fjárhagsstöđu ţess og breytingum á handbćru fé.

3.     Viđ mat á einstökum liđum skal gćtt tilhlýđilegrar varkárni og skal ţannig m.a.:

  1. ađeins tilgreina hagnađ sem áunninn er á reikningsskiladegi,
  2. taka tillit til allra skulda sem myndast kunna á reikningsárinu eđa í tengslum viđ fyrri reikningsár, jafnvel ţótt slíkt komi fyrst í ljós eftir lok reikningsárs en áđur en ársreikningurinn er gerđur,
  3. sýna í reikningsskilum allar matsbreytingar sem taka til skerđingar á verđgildi einstakra eigna, sbr. 30. gr., án tillits til ţess hvađa áhrif ţađ hefur á eigiđ fé og afkomu.

4.     Fjárhćđir sem fćrđar eru í efnahagsreikning eđa rekstrarreikning skulu vera reiknađar á rekstrargrunni.

5.     Einstaka ţćtti eigna- og skuldaliđa skal meta til verđs hvern fyrir sig.

6.     Efnahagsreikningur viđ upphaf hvers reikningsárs skal samsvara efnahagsreikningi viđ lok fyrra reikningsárs.

7.     Óheimilt er ađ jafna út eignir á móti skuldum eđa tekjur á móti gjöldum nema slíkt sé sérstaklega heimilađ í öđrum greinum laga ţessara eđa slík jöfnun sé í samrćmi viđ settar reikningsskilareglur.

8.     Einstaka liđi í rekstrarreikningi og efnahagsreikningi skal fćra og setja fram miđađ viđ efni eđa fyrirkomulag viđkomandi liđar.

9.     Ekki ţarf ađ uppfylla skilyrđi laga ţessara um fćrslu, mat, framsetningu og skýringar ef viđkomandi liđur telst ekki einn og sér eđa ásamt öđrum vera mikilvćgur, sbr. 28. tölul. 2. gr.

(2) Uppsetning efnahagsreiknings, rekstrarreiknings og sjóđstreymis, ef viđ á, svo og reikningsskilaađferđir, mega ekki breytast frá ári til árs nema í ţeim undantekningartilvikum ađ međ breytingunni fáist gleggri mynd eđa breytingin sé nauđsynleg til ađ taka upp nýjar reglur í samrćmi viđ breytingar á lögum eđa nýjar eđa breyttar reikningsskilareglur.

(3) Hafi félag breytt uppsetningu efnahagsreiknings, rekstrarreiknings eđa sjóđstreymis, ef viđ á, svo og reikningsskilaađferđum í samrćmi viđ ákvćđi 2. mgr. skal ţađ upplýsa um ástćđu fyrir breytingunni í skýringum1)

1) Sbr. 8. gr. laga nr. 73/2016.

12. gr.

[Ef vikiđ er frá ákvćđi 2. tölul. 1. mgr. 11. gr. skal beita hinni nýju reikningsskilaađferđ afturvirkt, nema viđ breytingu á lögum eđa viđ upptöku nýrra eđa breyttra reikningsskilareglna sé sérstaklega kveđiđ á um ađ ţess ţurfi ekki. Ef ţađ er sérstökum vandkvćđum bundiđ ađ ákvarđa áhrifin af breytingunni á samanburđarfjárhćđir fyrir eitt eđa fleiri tímabil skal beita hinni nýju ađferđ á bókfćrt verđ eigna og skulda í upphafi fyrsta tímabils ţegar notkun ađferđarinnar er gerleg og jafnframt skal leiđrétta viđeigandi liđi á međal eigin fjár og skal ađ lágmarki upplýsa um eftirfarandi atriđi í skýringum:

  1. ástćđu ţess ađ breytt var um reikningsskilaađferđ, í hverju breytingin er fólgin og ástćđu ţess ađ breytingin leiđir til gleggri myndar hafi ástćđur breytinga veriđ ţćr ađ ná fram gleggri mynd,
  2. ef breytingin hefur áhrif á fjárhćđir í ársreikningnum á núverandi reikningsskilatímabili og á fyrri tímabilum skal félagiđ, nema ţađ sé bundiđ sérstökum vandkvćđum, upplýsa um áhrifin á hvern liđ í ársreikningnum sem breytingin hefur áhrif á og
  3. ef ţađ er sérstökum vandkvćđum bundiđ ađ ákvarđa áhrifin á fjárhćđir í ársreikningnum skal greina frá ástćđu ţess.]1)

1)Sbr. 9. gr. laga nr. 73/2016.

13. gr.

(1) [Breyti félag um reikningsskilaađferđ á grundvelli ákvćđa laga, reglugerđa eđa reikningsskilastađla um slíka breytingu skulu ţeir liđir í ársreikningnum, sem ţađ hefur áhrif á, breytast í samrćmi viđ nýja ađferđ. Mismunurinn fćrist á eigiđ fé. Breytast samanburđarfjárhćđir til samrćmis viđ hina nýju ađferđ. Gera skal grein fyrir ţessum breytingum í skýringum.

(2) Ef reikningshaldslegu mati er breytt frá fyrra reikningsári skulu áhrifin koma fram í rekstrarreikningi á ţví tímabili sem matsbreytingin er gerđ á, og á síđari tímabilum, ef viđ á. Samanburđarfjárhćđir fyrri ára haldast óbreyttar.

(3) Ef óljóst er hvort um breytingu á reikningshaldslegu mati eđa reikningsskilaađferđ er ađ rćđa skal flokka breytinguna sem matsbreytingu.

(4) Ef ársreikningur fyrra reikningsárs hefur veriđ rangur í ţeim mćli ađ hann hefur ekki gefiđ glögga mynd skulu áhrif af leiđréttingunni fćrast á eigiđ fé í ársbyrjun og samanburđarfjárhćđir leiđréttast samsvarandi. Gera skal grein fyrir ţessum breytingum í skýringum.]1)

1)Sbr. 10. gr. laga nr. 73/2016.

Fara efst á síđuna ⇑