Skattalagasafn ríkisskattstjóra 27.11.2024 05:00:35

Lög nr. 3/2006, kafli 11 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=3.2006.11)
Ξ Valmynd

XI. KAFLI
Reikningsskilaráð og reikningsskilareglur.

118. gr.

 

[Ráðherra skal skipa fimm sérfróða menn til fjögurra ára í senn í nefnd sem nefnist reikningsskilaráð. Skal einn nefndarmanna tilnefndur af Félagi löggiltra endurskoðenda, annar af samstarfsnefnd háskólastigsins, þriðji af Viðskiptaráði Íslands, fjórði af ársreikningaskrá en einn nefndarmaður skal skipaður án tilnefningar. Ráðherra skipar formann reikningsskilaráðs úr hópi nefndarmanna.]1)
1)Sbr. 70. gr. laga nr. 73/2016.

 

119. gr.

(1) Reikningsskilaráð skal stuðla að mótun settra reikningsskilareglna með útgáfu og kynningu samræmdra reglna sem farið skal eftir við gerð reikningsskila. Ráðið skal gefa álit á því hvað teljast settar reikningsskilareglur á hverjum tíma. Birta skal reglur reikningsskilaráðs í B-deild Stjórnartíðinda.

(2) Ráðið skal starfa í nánu samráði við Félag löggiltra endurskoðenda og hagsmunaaðila. Það getur einnig verið stjórnvöldum til ráðuneytis um ákvæði sem sett eru í lögum eða reglugerðum um reikningsskil.
 

Fara efst á síðuna ⇑