Skattalagasafn ríkisskattstjóra 24.11.2024 05:13:49

Lög nr. 90/2003, kafli 3 - álagningarár 2020 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=90.2003.3&alagningarar=2020)
Ξ Valmynd

 Álagningarár:

 III. KAFLI
Frádráttur frá tekjum. 

Almenn ákvæði.
29. gr.
 
(1) Frá skattskyldum tekjum manns, sem ekki eru tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starf­semi, þar með talið endurgjald skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr., er einungis heimill sá frá­dráttur sem sérstaklega er getið um í þessum kafla.
 
(2) Frá tekjum lögaðila og tekjum manna af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi er heimilt að draga rekstrarkostnað, þ.e. þau gjöld sem eiga á árinu að ganga til að afla teknanna, tryggja þær og halda þeim við. [Óheimilt er í sjálfstæðum afmörkuðum verkefnum sem taka til tveggja eða fleiri tekjuára að draga frá eða mynda tap með slíkum rekstrarkostnaði fyrr en verkefnin byrja að afla tekna eða fyrir liggur með skýrum hætti að ekkert verði af tekjuöfluninni.]1)
 
1)Sbr. 3. gr. laga nr. 110/2011.
 
Frádráttur manna frá tekjum utan atvinnurekstrar.
30. gr.
 
(1) Frá tekjum manna skv. II. kafla laga þessara, sem ekki eru tengdar atvinnurekstri eða sjálf­stæðri starfsemi, má draga:
 
A
  1. Útgjöld að hámarki móttekin fjárhæð ökutækjastyrkja, dagpeninga eða hliðstæðra endur­greiðslna á kostnaði sem sannað er að séu ferða- og dvalarkostnaður vegna atvinnurekanda og eru í samræmi við matsreglur [ráðherra].11) *1) [Útgjöld að há­marki móttekinni fjárhæð ættleiðingarstyrks samkvæmt lögum um ættleiðingarstyrki*3) og má frádráttur þessi aldrei vera hærri en fjárhæð styrksins.]3)

  2. Launatekjur sem greiddar eru embættismönnum, fulltrúum og öðrum starfsmönnum sem starfa hjá alþjóðastofnunum eða ríkjasamtökum, enda sé kveðið á um skattfrelsið í samningum sem Ísland er aðili að. Staðaruppbót sem greidd er vegna starfa erlendis í þjónustu hins íslenska ríkis. Þeir einir teljast starfa erlendis í þessu sambandi sem eru fastráðnir, settir eða skipaðir starfsmenn við sendiráð Íslands, hjá sendiræðismönnum eða eru fastafulltrúar Íslands við alþjóðastofnanir sem Ísland er aðili að [---].6)12)

  3. Tekjur skv. 4. tölul. A-liðar 7. gr. sem skattfrjálsar eru samkvæmt sérlögum eða vinninga í happdrættum sem fengið hafa leyfi [þess ráðuneytis er fer með málefni happdrætta],9)11) enda sé öllum ágóða af þeim varið til menningarmála, mannúðarmála eða kirkjulegrar starfsemi. Sama gildir um happdrætti sem starfa samkvæmt leyfi útgefnu af stjórnvöldum á hinu Evrópska efnahagssvæði, [í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum],1) að sömu skilyrðum fullnægðum.

  4. Iðgjöld launþega til öflunar lífeyrisréttinda samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða*2) að hámarki 4% af iðgjaldsstofni. [Að auki allt að 4% af iðgjaldsstofni samkvæmt ákvörðun sjóðfélaga vegna iðgjalda sem greidd eru til lífeyrissjóða til aukningar lífeyrisréttinda, til aðila skv. [3.-5. mgr.]15) 8. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða*2), eða til starfstengdra eftirlaunasjóða samkvæmt lögum um starfstengda eftirlaunasjóði*4).]4) Skilyrði frádráttar samkvæmt þessum lið er að iðgjöld séu greidd reglulega.

  5. Iðgjöld manna sem vinna við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi vegna öflunar lífeyrisréttinda samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða*2) að hámarki 4% af iðgjaldsstofni. [Að auki allt að 4% af iðgjaldsstofni samkvæmt ákvörðun sjóðfélaga vegna iðgjalda sem greidd eru til lífeyrissjóða til aukningar lífeyrisréttinda, til aðila skv. [3. - 5. mgr.]15)  8. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, eða til starfstengdra eftirlaunasjóða samkvæmt lögum um starfstengda eftirlaunasjóði*4).]4) Skilyrði frádráttar samkvæmt þessum lið er að iðgjöld séu greidd reglulega.

  6. [25% tekna skv. 1. tölul. A-liðar 7. gr. þeirra erlendu sérfræðinga sem skattskyldir eru skv. 1. eða 3. gr., fyrstu þrjú árin frá ráðningu í starf, enda séu eftirfarandi skilyrði uppfyllt:
  1. Erlendur sérfræðingur sé ráðinn til starfa hjá lögaðila sem hefur lögheimili eða fasta starfsstöð hér á landi og er sá sem greiðir hinum erlenda starfsmanni tekjur sem sérfræðingi.
     
  2. Erlendur sérfræðingur hafi ekki verið búsettur eða heimilisfastur hér á landi á fimm ára tímabili næst á undan því almanaksári er hann hóf störf hér á landi.
     
  3. Erlendur sérfræðingur búi yfir þekkingu sem ekki sé fyrir hendi hér á landi nema í litlum mæli. (1)
Skrifleg umsókn um staðfestingu á því að tiltekinn erlendur sérfræðingur uppfylli skilyrði ákvæðisins skal send nefnd, sbr. 3. mgr. Umsókn um staðfestingu ásamt fylgigögnum skal berast eigi síðar en þremur mánuðum eftir að erlendur sérfræðingur hóf störf hér á landi. Vinnuveitandi og/eða starfsmaður skulu senda nefndinni umsókn og skal hún innihalda þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru hlutlægu mati nefndarinnar, sbr. a–c-lið 1. mgr. og 4. mgr. (2)

Ráðherra skipar nefndina sem meta skal hvort skilyrði 1. mgr. fyrir frádrætti frá tekjuskattsstofni séu uppfyllt. Skulu ráðherra sem fer með fjárreiður ríkisins og fjármál og ráðherra sem fer með fræðslumál tilnefna sinn fulltrúa hvor, en sá þriðji skal skipaður án tilnefningar og vera formaður nefndarinnar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. (3)

Nefnd skv. 3. mgr. skal fara yfir þær umsóknir sem berast og meta þær m.a. með tilliti til menntunarstigs, sérþekkingar, reynslu og fjárhæðar launa. Telji nefndin umsækjanda uppfylla skilyrði ákvæðisins skal hún veita umsækjanda staðfestingu á því en hafna umsókn ella. Afrit af staðfestingu umsóknar skal senda ríkisskattstjóra. (4)

Ákvörðun nefndar skv. 4. mgr. er endanleg á stjórnsýslustigi. (5)

Ráðherra er heimilt að setja reglugerðb) sem kveður nánar á um framkvæmd þessa ákvæðis, m.a. um form og skilyrði umsókna, þær kröfur sem erlendir sérfræðingar þurfa að uppfylla, svo sem varðandi menntun, reynslu og fyrri störf, auk ráðningarsamninga, ásamt starfsháttum nefndarinnar og nefndarskipan. (6)]13)

B

  1. [Allt að 50% frá tekjuskattsstofni einstaklings, sbr. 1. og 3. gr., að viðbættum fjármagnstekjum, af fjárhæð sem hann sýnir fram á að sé til komin vegna fjárfestinga í hlutafélagi eða einkahlutafélagi sem uppfyllir skilyrði 2. og 3. mgr., við álagningu opinberra gjalda á árunum 2017, 2018 og 2019 vegna fjárfestinga á árunum 2016, 2017 og 2018. Fyrst skal dregið frá stofni til tekjuskatts og síðan fjármagnstekjuskattsstofni, að teknu tilliti til frítekjumarks vegna vaxta- og leigutekna. (1)

Til þess að einstaklingur geti nýtt sér heimild til frádráttar skv. 1. mgr. þurfa öll eftirfarandi skilyrði að vera uppfyllt:

    1. Fjárfesting einstaklings í félagi nemi að lágmarki 300 þús. kr. á almanaksári.
       
    2. Hver einstaklingur getur nýtt frádráttarheimild vegna heildarfjárfestinga sem nemi að hámarki 10 millj. kr. á almanaksári.
       
    3. Einstaklingur geti sýnt fram á að fjárfesting hafi verið að fullu greidd.
       
    4. Fjárfesting einstaklings sé til komin vegna hlutafjáraukningar í félagi.
       
    5. Félagið skili lista til ríkisskattstjóra yfir þátttakendur hlutafjáraukningarinnar og aukningin sé skráð í hlutafélagaskrá.
       
    6. Einstaklingur sé hvorki tengdur félaginu né félagasamstæðum þess, tveimur árum fyrir og þremur árum eftir skráða hlutafjáraukningu, á eftirfarandi hátt:
      1. Á grundvelli fjárhagslegra hagsmuna tengdra félaginu eða ef einstaklingur á eða mun eiga rétt á, með beinum eða óbeinum hætti, meira en 30% eignarhlutdeild í félaginu eða atkvæðarétti þess. Einstaklingur telst jafnframt vera tengdur félaginu ef viðskipti hans við félagið vegna hlutafjáraukningarinnar eru ekki sambærileg því sem almennt gerist í viðskiptum milli ótengdra aðila.
         
      2. Sem beinn eða óbeinn stjórnarmeðlimur eða starfsmaður félagsins, eða annars félags sem á beint eða óbeint eignarhlutdeild í félaginu. Einstaklingur telst jafnframt vera tengdur félaginu ef hann er tengdur einstaklingi skv. 1. málsl. þessa stafliðar eða a- lið á grundvelli sifjaréttarlegra tengsla, t.d. með hjónabandi eða staðfestri samvist, þeir eru systkini eða skyldir í beinan legg. Það sama á við um viðskiptaleg bönd. (2)

Félag skv. 1. mgr. þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

    1. Félagið sé stofnsett á Íslandi eða innan annars EES-ríkis, aðildarríkis stofnsamnings Fríversl­unar­samtaka Evrópu eða í Færeyjum og með fasta starfsstöð á Íslandi.
       
    2. Hjá félaginu starfi ekki fleiri en 25 starfsmenn og félagið sé með árlega veltu undir 650 millj. kr. og/eða efnahagsreikning undir 650 millj. kr. Ef félag er hluti af félagasamstæðu skal miða við samstæðuna í heild á grundvelli samstæðureiknings.
       
    3. Félagið hafi lokið greiðslu á öllu lágmarkshlutafé vegna stofnunar þess.
       
    4. Félagið hafi ekki verið skráð á skipulegan verðbréfamarkað.
       
    5. Félagið hafi ekki, þegar hlutafjáraukning á sér stað, verið starfandi á markaði lengur en sjö ár frá fyrstu sölu þess í viðskiptalegum tilgangi.
       
    6. Félagið sé rekið í hagnaðarskyni.
       
    7. Félagið eigi ekki í fjárhagsvanda.
       
    8. Íslenska ríkið eigi ekki útistandandi endurgreiðslukröfu á félagið vegna ólögmætrar ríkisaðstoðar.
       
    9. Félagið hafi sent ríkisskattstjóra ársreikning sinn fyrir næstliðið reikningsár sem gerður hefur verið í samræmi við lög um ársreikninga.
       
    10. Félagið sýni fram á að andvirði hlutafjáraukningarinnar verði ráðstafað í þágu viðskiptastarfsemi þess. Ef félagið hefur ekki hafið viðskiptastarfsemi ber að nota að lágmarki 30% af andvirðinu til rannsókna eða þróunar á viðskiptastarfsemi sem hefjast skal innan tveggja ára frá skráningardegi hlutafjáraukningarinnar.
       
    11. Hlutafjáraukning í félagi geti að hámarki numið 2.000 millj. kr. í heild. Ef félag er hluti af félagasamstæðu nær hámarkið til samstæðunnar.
       
    12. Áður en hlutafjáraukning fer fram og árlega eftir það skal félag fá staðfestingu ríkisskattstjóra á því að öll skilyrði þessarar málsgreinar séu uppfyllt. Sækja skal um staðfestinguna á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður og getur hann krafið félagið um öll nauðsynleg gögn vegna hennar. Ríkisskattstjóri skal halda sérstaka skrá yfir þau félög sem hljóta staðfestingu samkvæmt ákvæði þessu og skal hún birt á vefsvæði ríkisskattstjóra. Ákvörðun ríkisskattstjóra má skjóta til yfirskattanefndar eftir ákvæðum laga um yfirskattanefnd. (3)

Eftirtalin starfsemi félags fellur ekki undir ákvæði þetta:

    1. starfsemi sem felst í viðskiptum með fasteignir,
       
    2. starfsemi sem felst í útleigu fasteigna eða lausafjár,
       
    3. starfsemi eignarhaldsfélaga,
       
    4. starfsemi fjárfestingarfélaga,
       
    5. starfsemi eftirlitsskyldra aðila skv. 5. gr. laga um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999,
       
    6. starfsemi sem felst í útseldri þjónustu og ráðgjöf sérfræðinga,
       
    7. starfsemi sem felst í kvikmyndaframleiðslu,
       
    8. starfsemi sem felst í mannvirkjagerð og hvers kyns viðhaldi og endurbótum á mannvirkjum,
       
    9. starfsemi tengd fjárfestingu og/eða rekstri hótela, gistiheimila og veitingastaða,
       
    10. starfsemi sem felst í útflutningi og innflutningi vara sem framleiddar eru og þróaðar af öðrum,
       
    11. starfsemi sem felst í hvers kyns námuvinnslu. (4)

Ef einstaklingur sem notið hefur frádráttar skv. 1. mgr. selur þau hlutabréf sem voru grundvöllur frádráttarins innan þriggja ára frá því að fjárfesting fer fram skal bakfæra upphaflega frádráttinn. Jafnframt skal bakfæra upphaflega frádráttinn ef einstaklingur tekur upp tengsl við félagið skv. 6. tölul. 2. mgr, eða ef félagið eða starfsemi þess uppfyllir ekki lengur skilyrði 3. mgr. eða fellur undir 4. mgr. Bakfærður frádráttur samkvæmt þessari málsgrein skal færast til tekna á söluári viðkomandi hlutabréfa. Auk bakfærslu skal einstaklingur sem notið hefur frádráttar skv. 1. mgr. greiða 15% álag af fjárhæð ofnýtts frádráttar. (5)

Ef frádráttur samkvæmt ákvæði þessu er hærri en tekjuskattsstofn skattaðila að viðbættum fjármagnstekjum á almanaksári færist það sem umfram er milli ára þar til hann er fullnýttur, en þó ekki lengur en næstu þrjú ár. Það sem ónýtt er af frádráttarheimildinni að þremur árum liðnum fellur niður. (6)

Ráðherra er heimilt að setja reglugerða) sem kveður nánar á um framkvæmd þessa ákvæðis, m.a. um þær kröfur sem félög þurfa að uppfylla skv. 3. mgr., gagnsæiskröfur og skilgreiningu á hugtakinu félag í fjárhagsvanda.]14) (7)

 

  1. Nú verður greiðslufall á kröfu sem vextir, sbr. 2. mgr. 8. gr., hafa verið reiknaðir af og frestast þá greiðsla skatts af slíkum vöxtum. (1)

    Heimilt er að mótreikna tapaða vexti við fjármagnstekjur hafi skattur þegar verið greiddur af vöxtunum. Skal það gert á því ári þegar sýnt er að krafa sem vextir voru reiknaðir af fæst ekki greidd og skal gera grein fyrir henni í skattframtali viðkomandi tekjuárs. Með sama hætti fer um aðrar fjármagnstekjur, sbr. 3. mgr. 66. gr. Heimildin nær til fimm ára aftur í tímann frá og með tekjuári. Sé ekki um fjármagnstekjur að ræða á því tekjuári þegar mótreikningur á sér stað yfirfærist mótreikningsheimildin til næsta skattframtals í allt að fimm ár. Heimild samkvæmt þessari málsgrein tekur einungis til fjármagnstekna utan rekstrar hjá einstaklingum og þeirra lögaðila sem ekki hafa með höndum atvinnurekstur. (2)

    Ákvæði 2. mgr. þessarar greinar um heimild til að draga frá beinan kostnað við öflun tekna gilda ekki um leigutekjur, vexti eða aðrar fjármagnstekjur. (3)
     
  2. [[---]10)]8)

(2) Hafi maður beinan kostnað við öflun annarra tekna en tekna skv. 1. tölul. A-liðar 1. mgr. 7. gr., án þess að hún verði talin falla undir atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, skulu ákvæði 1. mgr. 1. tölul. 31. gr. samt sem áður gilda um slíkan kostnað eftir því sem við á, þó ekki ákvæðin um vexti af skuldum, afföll, gengistöp og fyrningu eigna. Kostnaður þessi leyfist eingöngu til frádráttar sams konar tekjum og hann gekk til öflunar á, og má frádráttur hvers árs aldrei nema hærri fjárhæð en sem nemur þeim tekjum sem hann leyfist til frádráttar. [...]4)5)7)15)

[...]15)

 
1)Sbr. 22. gr. laga nr. 108/2006. 2)Sbr. 23. gr. laga nr. 108/2006. 3)Sbr. 3. gr. laga nr. 174/2006. 4)Sbr. 3. gr. laga nr. 76/2007. Ákvæðið kom til framkvæmda við staðgreiðslu opinberra gjalda frá og með 1. júlí 2007 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2008. 5)Sbr. 3. gr. laga nr. 166/2007. 6)Sbr. 2. gr. laga nr. 61/20087)Sbr. 6. gr. laga nr. 128/20098)Sbr. 2. gr. laga nr. 137/2009. 9)Sbr. 176. gr. laga nr. 162/201010)Sbr. 4. gr. laga nr. 165/201011)Sbr. 377. gr. laga nr. 126/2011. 12)Sbr. 14. gr. laga nr. 122/2015. Öðlaðist gildi við birtingu og kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda 2017 vegna fjárfestinga á árinu 2016. 13)Sbr. 3. gr. laga nr. 79/201614)Sbr. 4. gr. laga nr. 79/201615)Sbr. 2. gr. laga nr. 59/2017. a)Sbr. reglugerð nr. 785/2016. b)Sbr. reglugerð nr. 1202/2016. *1)Sjá reglur nr. 1260/2016. vegna tekjuársins 2017. *2)Sjá lög nr. 129/1997. *3)Sjá lög nr. 152/2006. *4)Sjá lög nr. 78/2007.
 
Frádráttur frá tekjum af atvinnurekstri.
31. gr.a)
 
Frá tekjum lögaðila og þeim tekjum manna sem stafa af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi eða eru tengdar slíkum rekstri má draga:
  1. Rekstrarkostnað, þ.e. þau gjöld sem eiga á árinu að ganga til að afla teknanna, tryggja þær og halda þeim við, þar á meðal iðgjöld til öflunar lífeyrisréttinda starfsmanna í lífeyrissjóði sem starfa á grundvelli laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starf­semi lífeyrissjóða*1), vexti af skuldum, afföll, gengistöp, niðurfærslu og fyrningu eigna, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum þessum, og það sem varið er til tryggingar og viðhalds á eignum þeim sem arð bera í rekstrinum. (1)

    Ef eigi hefur verið fullnægt skyldu til að afhenda [ríkisskattstjóra]7) upplýsingar um launa­greiðslur og/eða verktakasamninga vegna vinnu, sbr. 92. gr., að aðgættum ákvæð­um 96. gr., er [ríkisskattstjóra]7) heimilt að synja um frádrátt vegna þeirra greiðslna eða hlunn­inda.(2)

    Til rekstrarkostnaðar telst enn fremur það endurgjald sem manni ber að reikna sér fyrir hvers konar vinnu, starf eða þjónustu sem telja ber til tekna skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. Eigi skiptir máli hvort endurgjaldið hefur verið greitt. Hafi það verið greitt skiptir heldur ekki máli hvort það hefur verið greitt í reiðufé, fært á einkareikning, greitt í fríðu eða í hlunnindum eða með vinnuskiptum. (3)

  2. Einstakar gjafir og framlög til kirkjufélaga, viðurkenndrar líknarstarfsemi, menningar­mála, stjórnmálaflokka og vísindalegra rannsóknarstarfa, þó ekki yfir [0,75%]12) af tekjum skv. B-lið 7. gr. á því ári sem gjöf er afhent. [Ráðherra]11) ákveður með reglugerða) hvaða málaflokkar og stofnanir falla undir þennan tölulið.

  3. Tap á útistandandi viðskiptakröfum, ábyrgðum og lánveitingum, sem beint tengjast atvinnurekstrinum, á því tekjuári sem eignir þessar sannanlega eru tapaðar. (1)

    Útistandandi viðskiptakröfur og lánveitingar, sbr. 1. mgr., í árslok, sbr. 2. mgr. 5. tölul. 73. gr., er heimilt að færa niður um allt að 5% og telja þá fjárhæð til frádráttar skattskyldum tekjum. (2)

  4. Niðurfærslu vörubirgða í lok reikningsárs um allt að 5% af matsverði, sbr. 4. tölul. 73. gr.

  5. [---]5) (1)

    Sannanlega tapað hlutafé í félögum sem orðið hafa gjaldþrota. Sama gildir um hlutafé sem tapast hefur vegna þess að það hefur verið fært niður í kjölfar nauðasamninga sam­kvæmt lögum nr. 21/1991. (2)

    [---]5) (3)

  6. Veittan afslátt af vörum eða þjónustu.

  7. Fé það er innlend vátryggingarfélög færa í árslok í iðgjaldasjóð vegna þess hluta iðgjalda sem fellur á næsta reikningsár og í bótasjóð til að inna af hendi áfallnar skyldur sínar við vátryggingartaka.

  8. Eftirstöðvar rekstrartapa frá síðustu tíu árum á undan tekjuári, enda hafi fullnægjandi grein verið gerð fyrir rekstrar­tapinu og eftir­stöðvum þess á því tekjuári þegar tapið myndaðist. Þó er ekki heimilt að nýta rekstrartap til frádráttar tekjum ef veruleg breyting hefur orðið á þeim rekstri eða starfsemi sem í hlut á, svo sem með breytingu á eignaraðild að lögaðila eða á til­gangi rekstrar, nema sýnt þyki að umræddar breytingar hafi verið gerðar í eðlilegum og venjulegum rekstrartilgangi.

  9. Þá fjárhæð sem hlutafélög, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 2. gr., og félög og samlög sem falla undir 2. [---]4) tölul. 1. mgr. 2. gr. hafa fengið greidda í arð skv. 4. tölul. C-liðar 7. gr. af hlutum og hlutabréfum í félögum er greinir í 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. [---]1), [sbr. XII. kafla laga nr. 2/1995, um hlutafélög, og laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög.]4) [Sama gildir um fjárhæð sem félög í sömu félagaformum sem skattskyld eru skv. 7. tölul. 3. gr. og eru heimilisföst í öðru aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, [aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum]6) hafa fengið greidda í arð.]3) [Ákvæði 1. málsl. skal einnig taka til arðs frá hlutafélögum sem skráð eru erlendis ef það félag sem arðinn fær sýnir fram á að hagnaður hins erlenda félags hafi verið skattlagður með sambærilegum hætti og gert er hér á landi.]4)  Frá­dráttur samkvæmt [3. málsl.]3) er bundinn því skilyrði að það skatthlutfall sem lagt er á hagnað hins erlenda félags sé eigi lægra en almennt skatthlutfall í einhverju aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París (OECD) [eða aðildarríkja Evrópska efna­hags­svæðisins]2) [eða aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum].5) [Ráðherra]11) skal setja nánari reglurb) um framkvæmd þessa ákvæðis.  [---]6)10)
  1. a. [Hagnað af sölu hlutabréfa [---]6) samkvæmt lögum þessum hjá félögum sem falla undir 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. af hlutabréfum í félögum er greinir í 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. Sama gildir um hagnað sem félög í sömu félagaformum sem eru skattskyld skv. 7. tölul. 3. gr. og eru heimilisföst í öðru aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, [aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum]6) hafa fengið af sölu hlutabréfa. Ákvæði þessa töluliðar tekur einnig til hagnaðar af sölu hlutabréfa í félögum sem skráð eru erlendis ef seljandi sýnir fram á að hagnaður af starfsemi hins erlenda félags hafi verið skattlagður með sambærilegum hætti og gert er hér á landi. Frádráttur skv. 3. málsl. er bundinn því skilyrði að það skatthlutfall sem lagt er á hagnað hins erlenda félags sé eigi lægra en almennt skatthlutfall í einhverju aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París (OECD), aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum. (1)

    Tap umfram hagnað af sölu hlutabréfa [---]6), heimilast ekki sem frádráttur frá tekjum og myndar ekki yfirfæranlegt tap. (2)

    [[---]10) ]6) (3)

    [Ráðherra]11) skal setja nánari reglur um framkvæmd þessara ákvæða.]5) (4)

  2. Fjárhæð þá er félög, sem um ræðir í 2. tölul. 1. mgr. 2. gr., greiða félagsaðilum sínum í árslok eða færa þeim til séreignar í stofnsjóði í hlutfalli við viðskipti þeirra á árinu samkvæmt lögum um samvinnufélög*2). (1)

    Hafi félög þessi viðskipti við aðra en félagsaðila sína er sá hluti hreinna tekna, sem svarar hlutfalli viðskipta utanfélagsaðila af heildarviðskiptum, skattskyldur hjá félögunum. Félögum þessum er þó jafnan heimilt að draga frá skattskyldum tekjum arð af viðskiptum við félagsaðila sína á rekstrarárinu er nemi allt að 2/3 hlutum hreinna tekna, enda sé sú fjárhæð greidd félagsaðilum eða færð þeim til séreignar í stofnsjóði í hlutfalli við viðskipti þeirra á árinu. Slíkur arður skal þó aldrei nema meiru en 7% af viðskiptum félagsaðila. (2)

  3. Fjárhæð þá er félög, sem um ræðir í 4. tölul. 1. mgr. 2. gr., greiða félagsaðilum sínum í árslok í hlutfalli við viðskipti þeirra á árinu, þó eigi hærra hlutfall af hreinum tekjum félags en sem svarar hlutfalli viðskipta félagsaðila af heildarviðskiptum þess.
     
  4. [[---]9)]8)
1)Sbr. 2. gr. laga nr. 143/2003. 2)Sbr. 4. gr. laga nr. 174/2006.  3)Sbr. 4. gr. laga nr. 76/2007. 4)Sbr. 4. gr. laga nr. 166/2007. 5)Sbr. 2. gr. laga nr. 38/2008. 6)Sbr. 7. gr. laga nr. 128/2009. 7)Sbr. 1. gr. laga nr. 136/2009.  8)Sbr. 3. gr. laga nr. 137/20099)Sbr. 5. gr. laga nr. 165/2010. 10)Sbr. 2. gr. laga nr. 73/2011. 11)Sbr. 377. gr. laga nr. 126/2011. 12)Sbr. 2. gr. laga nr. 124/2015.  a)Sjá reglugerð nr. 483/1994, með síðari breytingum. b)Reglugerð nr. 297/2003. *1)Sjá lög nr. 129/1997. *2)Sjá lög nr. 22/1991.  
 
Niðurfærsla eigna.
32. gr.
 
(1) [---]1)
 
(2) Eftirtaldar eignir er heimilt að færa niður á því ári sem þær myndast eða með jöfnum fjár­hæðum á fimm árum:
  1. Stofnkostnað, svo sem kostnað við skráningu fyrirtækis og öflun atvinnurekstrarleyfa.

  2. Kostnað við tilraunavinnslu, markaðsleit, rannsóknir og öflun einkaleyfis og vöru­merkja.
(3) Niðurfærsla samkvæmt grein þessari er heimil til frádráttar í fyrsta skipti á því ári þegar eignanna er aflað eða lagt er í kostnað þeirra vegna. Við sölu eigna skv. a- og b-liðum 2. mgr. telst söluverð þeirra að fullu til tekna á söluári að frádregnum þeim hluta sem ekki hefur verið færður niður. [---]1)
 
1)Sbr. 6. gr. laga nr. 165/2010.
Fyrnanlegar eignir.
33. gr.
 
Fyrnanlegar eignir eru varanlegir rekstrarfjármunir sem notaðir eru til öflunar tekna í atvinnurekstri eða í sjálfstæðri starfsemi og rýrna að verðmæti við eðlilega notkun eða aldur. Helstu flokkar þeirra eru þessir:
  1. [Lausafé, þ.m.t. skip, loftför, bifreiðar, vélar, tæki og borpallar til kolvetnisvinnslu.]1)

  2. Mannvirki, þar með talin ræktun á bújörðum og byggingar.

  3. Eyðanleg náttúruauðæfi og keyptur réttur til nýtingar þeirra.

  4. Keyptur eignarréttur að verðmætum hugverkum og auðkennum, svo sem höfunda­réttur, útgáfuréttur, réttur til hagnýtingar upplýsinga, réttur til einkaleyfis og vöru­merkis.

  5. Keypt viðskiptavild. Kaup á ófyrnanlegum réttindum skv. 48. gr. teljast ekki til keyptrar viðskiptavildar.

1)Sbr. 4. gr. laga nr. 110/2011.

34. gr.
 
Fyrningartími eigna hefst við byrjun þess rekstrarárs þegar þær eru fyrst nýttar við öflun tekna.
 
35. gr.
 
Ekki er heimilt að fyrna eign á því rekstrarári þegar nýtingu hennar lýkur vegna sölu eða af öðrum ástæðum, þar með talið ef eign verður ónothæf, nema söluverð eða annað andvirði sé lægra en eftirstöðvar fyrningarverðs, þ.e. bókfært verð til skatts. Er þá heimilt að gjaldfæra mismuninn.
 
Fyrningargrunnur eigna.
36. gr.
 
(1) Verðmæti sem fyrning er reiknuð af hverju sinni telst fyrningargrunnur eigna.
 
(2) Fyrningargrunnur eigna skv. 1. tölul. 33. gr. telst stofnverð þeirra, sbr. 2. mgr. 12. gr., að frádregnum áður fengnum fyrningum. Fyrningargrunnur eigna skv. 2.-5. tölul. 33. gr. telst stofnverð þeirra, sbr. 2. mgr. 12. gr.
 
(3) Fyrningargrunnur eigna, sem skattaðili hefur eignast fyrir lok reikningsársins 2001, og fengnar fyrningar þeirra ákvarðast í samræmi við endurmat stofnverðs við framtalsgerð á árinu 2002.
 
Fyrningarhlutföll.
37. gr.
 
Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 29. gr. og 1. mgr. 1. tölul. 31. gr. skal fyrning vera árlegur hundraðshluti af fyrningargrunni einstakra eigna eða eignarflokks sem hér segir:
  1. Skip og skipsbúnaður [þ.m.t. til notkunar sérstaklega við rannsóknir og vinnslu kolvetnis],2) svo og fólksbifreiðar fyrir færri en níu menn, aðrar en leigu­bifreiðar að lágmarki 10%, að hámarki 20%.

  2. Loftför og fylgihlutir þeirra að lágmarki 10%, að hámarki 20%.

  3. [a.]2) Verksmiðjuvélar og hvers konar iðnaðarvélar og tæki að lágmarki 10%, að hámarki 30%.
    [b. Borpallar, leiðslukerfi og annar búnaður til notkunar sérstaklega við rannsóknir og vinnslu kolvetnis að lágmarki 10%, að hámarki 30%.]2)

  4. a. Skrifstofuáhöld og -tæki að lágmarki 20%, að hámarki 35%.
    b. Vélar og tæki til jarðvinnslu og mannvirkjagerðar, bifreiðar og önnur flutningatæki, svo og annað lausafé sem fellur ekki undir 1. – 3. tölul. og a-lið þessa töluliðar að lágmarki 20%, að hámarki 35%.

  5. Fyrning mannvirkja, þar með talin ræktun á bújörðum og byggingar, skal vera árlegur hundraðshluti af fyrningargrunni einstakra eigna sem hér segir:
a. Af eftirtöldum mannvirkjum skal árleg fyrning vera að lágmarki 1% en að hámarki 3%: 
  1. Íbúðarhúsnæði.
     
  2. Skrifstofubyggingum.
     
  3. Verslunarbyggingum.
 b. Af eftirtöldum mannvirkjum skal árleg fyrning vera að lágmarki 3% en að hámarki 6%: 
  1. Verksmiðjubyggingum.
     
  2. Verkstæðisbyggingum.
     
  3. Vörugeymslubyggingum.
     
  4. Dráttarbrautum.
     
  5. Gisti- og veitingahúsum.
     
  6. Útihúsum á bújörðum.
     
  7. Loðdýrabúum og tilheyrandi girðingum.
     
  8. Lýsis-, olíu- og vatnsgeymum.
     
  9. Ræktun á bújörðum.
     
  10. Hvers konar öðrum mannvirkjum og húsum, notuðum til atvinnurekstrar, sem ekki eru talin annars staðar í þessari grein.
 c. Af eftirtöldum mannvirkjum skal árleg fyrning vera að lágmarki 6% en að hámarki 8%: 
  1. Bryggjum og plönum þeim tengdum.
     
  2. Gróðurhúsum.
 d. Af eftirtöldum mannvirkjum skal árleg fyrning vera að lágmarki 7,5% en að hámarki 10%: 
  1. Borholum.
     
  2. Raflínum.
     
  3. Vinnubúðum, óvaranlegum. (1)

    Ekki skiptir máli í sambandi við ákvörðun fyrningarhlutfalls úr hvaða byggingarefni mannvirki er gert. (2)

  4. Eyðanleg náttúruauðæfi og keyptan rétt til nýtingar þeirra skal fyrna miðað við áætlaða heildarnýtingu og raunverulega nýtingu ár hvert. Áætluð heildarnýting er háð samþykki [ríkisskattstjóra]1). Heildarfjárhæð fyrningar samkvæmt þessum tölulið má aldrei verða hærri en fyrningargrunnur hins fyrnda að frádregnu verðmæti því sem eftir stendur að lokinni nýtingu.

  5. Keyptur eignarréttur að verðmætum hugverkum og auðkennum og aðrar eignir sem um er rætt í 4. tölul. 33. gr., 15-20%. (1) 

    Fyrning eigna samkvæmt þessum tölulið er heimil í fyrsta skipti á því ári þegar eignanna er aflað eða lagt er í kostnað þeirra vegna. (2)

    Þegar sýnt er fram á að notkunartími eigna samkvæmt þessum tölulið er skemmri en 5 ár er heimilt að fyrna þær á notkunartíma. (3)

  6. Keypt viðskiptavild að lágmarki 10% en að hámarki 20%.
1)Sbr. 1. gr. laga nr. 136/2009. 2)Sbr. 5. gr. laga nr. 110/2011.
 
38. gr.
 
Þegar notkun einstakra eigna er þannig háttað að þær falla ekki undir sama fyrningar­hlutfall skal fyrningargrunni þeirra skipt eftir notkun, þó þannig að sé eign notuð að ¾ hlutum eða meira til sömu starfsemi skal eignin í heild háð sama fyrningarhlutfalli. Sé hluti eignar ekki fyrnanlegur, t.d. ef um er að ræða íbúð í fyrnanlegri eign, skal ætíð lækka stofnverð eignarinnar um hinn ófyrnanlega hluta eftir stærðarhlutföllum. Við skiptingu á fyrningar­grunni bygginga skal í þessu sambandi miða við fasteignamat einstakra byggingarhluta eða við rúmmál liggi fasteignamat þeirra ekki fyrir.
 
 39. gr.
 
Þegar kostnaðarverð einstakra eigna eða eignasamstæðna er undir 250.000 kr. er heimilt að færa það að fullu til gjalda á því ári þegar þeirra er aflað.
 
40. gr.
 
Við sölu eigna, sem færðar hafa verið til frádráttar tekjum samkvæmt heimild í 39. gr., telst söluverð þeirra að fullu til tekna á söluári. Sama gildir um tjónbætur eða annað andvirði fyrir afhendingu slíkra eigna.
 
41. gr.
 
Kostnað við viðgerðir eða endurbyggingu fyrnanlegra eigna vegna tjóns má gjaldfæra á því ári þegar viðgerð fer fram, að svo miklu leyti sem kostnaðurinn fer fram úr tjónbótum. Hér er aðeins átt við kostnað við að koma eign í sama ástand og hún var í áður en tjónið varð.
 
42. gr.
 
Eignir skv. 1. og 2. tölul. 33. gr. má aldrei fyrna meira en svo að ávallt standi eftir sem niðurlagsverð eignar 10% af stofnverði hennar, sbr. 2. mgr. 12. gr.
 
Ýmis ákvæði um fyrningar.
43. gr.
 
Við ákvörðun fyrningargrunns eignar, sem yfirtekin er við makaskipti, skal farið eftir ákvæðum 25. gr.
 
44. gr.
 
Verði eigendaskipti að eign við arftöku, þar með talda fyrirframgreiðslu arfs, skal fyrningar­grunnur slíkrar eignar óbreyttur standa í hendi erfingja frá því sem hann var í hendi arfleifanda.
 
45. gr.
 
Á því ári þegar rekstri er hætt, hann seldur eða látinn af hendi á annan hátt er ekki heimilt að fyrna eignir sem við hann voru bundnar. Ákvæði 39. gr. eiga þá ekki við.
 
46. gr.
 
Ríkisskattstjóra er heimilt að gera öllum framtalsskyldum aðilum að halda skrá um fyrnan­legar eignir í því formi og með þeim hætti er hann ákveður.
 
47. gr.
 
Ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi má víkja frá framangreindum reglum um fyrningar­hlutföll og veitir ríkisskattstjóri heimild til slíkra frávika.
 
Ófyrnanleg réttindi.
48. gr.
 
(1) Stofnkostnað við kaup á réttindum sem ekki rýrna vegna notkunar er eigi heimilt að fyrna. Til stofnkostnaðar samkvæmt þessari málsgrein telst m.a. keyptur réttur til nýtingar á náttúruauðæfum, svo sem kaup á varanlegri aflahlutdeild og sambærilegum réttindum.
 
(2) Keypt leyfi til veiða í atvinnuskyni skv. 5. gr. laga nr. 38/1990*1) skal þó heimilt að telja til stofnkostnaðar með því skipi sem það er tengt og fer þá um fyrningar þess skv. 1. tölul. 33. gr., sbr. 1. tölul. 37. gr.
 
(3) Um hagnað vegna sölu á ófyrnanlegum réttindum skv. 1. mgr. fer skv. 5. og 6. mgr. 15. gr. Verðmæti keyptra réttinda sem ekki er heimilt að fyrna er eigi heimilt að færa til frádráttar skattskyldum tekjum. Þó skal heimilt að telja til rekstrarkostnaðar skv. 31. gr. verðmæti þessara réttinda ef þau falla niður eða hlutfallslega ef þau eru skert verulega lögum sam­kvæmt.
 
*1)Nú lög nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.
 
 Vaxtagjöld, afföll og gengistöp.
49. gr.
 
(1) Til gjalda sem vextir, afföll og gengistöp af skuldum, sbr. 1. tölul. 31. gr., teljast:
  1. Vextir af skuldum, föstum og lausum, þar með taldir dráttarvextir. Til vaxtagjalda má og telja lántökukostnað, árlegan eða tímabundinn fastakostnað, þóknanir, stimpilgjöld og þinglýsingarkostnað af lánum. Með vaxtagjöldum í þessu sambandi teljast og áfallnar verðbætur á höfuðstól og vexti.

  2. Afföll af seldum verðbréfum, víxlum og sérhverjum öðrum skuldaviðurkenningum, enda sé kaupandi bréfanna nafngreindur. Afföllin skulu reiknuð til frádráttar með hlut­fallslegri fjárhæð ár hvert eftir afborgunartíma. Sé skuld yfirtekin af öðrum eða falli greiðsluskylda niður áður en afborgunartíma er lokið teljast eftirstöðvar affalla ekki til frádráttar tekjum. Hafi skuld verið yfirtekin í sambandi við eignasölu er seljanda þó heimilt að lækka söluverð eignarinnar um fjárhæð sem nemur eftirstöðvum affallanna, enda hafi hann verið upphaflegur skuldari hinnar yfirteknu skuldar.

  3. Vextir af stofnsjóðsinnstæðum í félögum sem um ræðir í 2. tölul. 1. mgr. 2. gr.

  4. Gengistöp af hvers konar skuldum í erlendum verðmæli á því ári sem gengisbreyting á sér stað og miðast þau við sölugengi viðkomandi erlends gjaldeyris í árslok. (1)

    Frá gengistapi ársins skal draga gengishagnað, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 8. gr., og færa mis­muninn til gjalda sem gengistap [með jafnri fjárhæð á þrjú ár frá og með því reikningsári sem gengistap fellur til.]1) (2)
(2) Gjöld samkvæmt þessari grein eru aðeins frádráttarbær að fullu séu þau tengd atvinnu­rekstri eða sjálfstæðri starfsemi.

1)Sbr. 3. gr. laga nr. 61/2008.
 
Hvað ekki telst rekstrarkostnaður.
50. gr.
 
Til rekstrarkostnaðar skv. 31. gr. eða til frádráttar skattskyldum tekjum á einn eða annan hátt er ekki heimilt að telja:
  1. Gjafir, þó ekki tækifærisgjafir í fríðu til starfsmanna eða viðskiptavina þegar verðmæti þeirra er ekki meira en gerist um slíkar gjafir almennt.

  2. Fjársektir eða önnur viðurlög, hverju nafni sem nefnast, vegna refsiverðs verknaðar skatt­aðila sjálfs, þar með talið verðmæti upptækra eigna eða greiðslur þess í stað. Enn fremur kostnað, hverju nafni sem nefnist, við öflun ólöglegs upptæks hagnaðar eða tengdan saknæmum brotum.

  3. Arð eða vexti af framlögðu fé manns til atvinnurekstrar eða sjálfstæðrar starfsemi, hvort heldur reksturinn er á eigin ábyrgð eiganda eða með ótakmarkaðri ábyrgð í sam­eign með öðrum, sbr. og 2. mgr. 2. gr.

  4. Þær greiðslur vegna fjármögnunarleigu á fólksbifreiðum fyrir færri en níu menn, öðrum en leigubifreiðum, sem eru umfram fyrningar reiknaðar samkvæmt ákvæðum þessara laga að viðbættum reiknuðum vöxtum af fyrningargrunni þegar frá hafa verið dregnar reiknaðar fyrningar fyrri ára. Ríkisskattstjóri setur reglur um reikning fyrninga og vaxta í þessum tilvikum.*1)

  5. Kostnað við rekstur fólksbifreiða, sem látnar eru starfsmönnum atvinnurekstrar í té til eigin afnota, nema að því marki sem hlunn­­indi af notkun viðkomandi fólksbifreiðar hafa verið talin til tekna, samkvæmt matsreglum ríkisskattstjóra, hjá þeim aðila sem heimilt er að hafa hana til umráða í eigin þágu.

  6. Kostnað vegna greiðslna, gjafa eða annars sem ólögmætt er skv. 109. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, til manna sem ráðnir eru eða kjörnir til opinberra starfa á sviði löggjafarvalds, dómsvalds eða stjórnsýslu, hvort heldur er á Íslandi eða í öðrum ríkjum eða hjá alþjóðasamtökum og stofnunum sem þjóðríki, ríkisstjórnir eða alþjóða­stofnanir eru aðilar að.
*1)Sjá árlega auglýsingu ríkisskattstjóra.  
Fara efst á síðuna ⇑