Skattalagasafn ríkisskattstjóra 24.11.2024 12:28:27

Lög nr. 4/1995, kafli 4 (slóð: www.skattalagasafn.is?log=4.1995.4)
Ξ Valmynd

IV. KAFLI

Um útsvör.
19. gr.

Þeir menn, sem skattskyldir eru samkvæmt ákvæðum I. kafla [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]1), skulu greiða útsvar af tekjum sínum til sveitarfélags eftir því sem nánar er kveðið á um í lögum þessum.

1)Sbr. 104. gr. laga nr. 129/2004.

20. gr.

(1) Hver maður, útsvarsskyldur samkvæmt lögum þessum, skal greiða útsvar í einu sveitarfélagi og fellur það óskipt til þess.

(2) Þeir menn, sem um ræðir í 1. gr., sbr. 5. og 6. gr., [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]1), skulu greiða útsvar til þess sveitarfélags þar sem þeir áttu lögheimili [---]2)3) á tekjuárinu. [Hafi einstaklingur átt lögheimili í fleiri en einu sveitarfélagi á tekjuárinu skal leggja á hann útsvar sem skiptist hlutfallslega eftir búsetutíma og skal útsvarshlutfall fyrir hvert búsetutímabil fara eftir því sem viðkomandi sveitarstjórn ákveður skv. 1. mgr. 24. gr. og ef við á 6. mgr. 24. gr.]3)

(3) Þeir menn, sem um ræðir í 3. gr. [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]1), skulu greiða útsvar til þess sveitarfélags þar sem þeir öfluðu mestra tekna sinna á tekjuárinu.

1)Sbr. 105. gr. laga nr. 129/2004. 2)Sbr. 6. gr. laga nr. 140/2005. 3)Sbr. 32. gr. laga nr. 165/2010. 

21. gr.

(1) Stofn til álagningar útsvars skal vera hinn sami og tekjuskattsstofn, sbr. [1. og 3. tölul. 61. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.]1)

(2) Ákvæði [61.-64. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]1) skulu gilda um ákvörðun útsvarsstofns eftir því sem við getur átt.

(3) Lækki [ríkisskattstjóri]2) tekjuskattsstofn skv. [65. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]1) skal útsvarsstofn lækka um sömu fjárhæð.

1)Sbr. 106. gr. laga nr. 129/2004. 2)Sbr. 79. gr. laga nr. 136/2009.

22. gr.

(1) [Ríkisskattstjóri]2) annast álagningu útsvars.

(2) Ákvæði VIII.-XIV. kafla  [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]1) [og laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda]3) gilda um útsvar eftir því sem við á nema öðruvísi sé ákveðið í lögum þessum.

1)Sbr. 107. gr. laga nr. 129/2004. 2)Sbr. 79. gr. laga nr. 136/2009. 3)Sbr. 22. gr. laga nr. 150/2019.

23. gr.

(1) Útsvar skal vera ákveðinn hundraðshluti af tekjum hvers almanaksárs, en má þó eigi vera hærra en [14,52%]3)4)5) og eigi lægra en [12,44%]1)4) af útsvarsstofni og skal sami hundraðshluti lagður á tekjur allra manna í hverju sveitarfélagi.

(2) Útsvar af þeim tekjum barna, sem um ræðir í [2. og 3. mgr. 64. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]2), skal vera 2% af tekjum umfram það lágmark sem tilgreint er í 2. mgr. 67. gr. sömu laga.

1)Sbr. 6. gr. laga nr. 79/1996, sbr. 3. gr. laga nr. 122/1996. 2)Sbr. 108. gr. laga nr. 129/2004. 3)Sbr. 3. gr. laga nr. 173/20084)Sbr. 33. gr. laga nr. 165/2010. 5)Sbr. 12. gr. laga nr. 125/2015.

24. gr.

(1) Sveitarstjórn skal ákveða fyrir 1. desember ár hvert hvaða hundraðshluti verði lagður á tekjur manna á næsta ári, sbr. 1. mgr. 23. gr. þessara laga, svo og 1. mgr. 9. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda.

(2) Ákvörðun sveitarstjórnar skal tilkynna [því ráðuneyti sem fer með tekjuöflun ríkisins]2) eigi síðar en 15. desember á sama ári.

(3) Skil á staðgreiðslufé til sveitarfélagsins skulu vera sami hundraðshluti og álagningarhlutfallið skv. 1. mgr.

(4) Sá hundraðshluti, sem sveitarstjórn hefur ákveðið, skal notaður við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og vera endanlegt álagningarhlutfall útsvars í sveitarfélaginu, sbr. þó 5. og 6. mgr.

(5) Nú kemur í ljós að tekjur sveitarsjóðs hrökkva ekki fyrir útgjöldum og er þá sveitarstjórn heimilt að hækka útsvar frá því er ákveðið var skv. 1. mgr. um allt að 10%. Á sama hátt getur sveitarstjórn lækkað útsvar um allt að 10%.

(6) Ef sveitarfélag kemst í fjárþröng er sveitarstjórn heimilt að leggja sérstakt álag á útsvör ársins, sbr. 90. gr. sveitarstjórnarlaga.*1)

(7) Tilkynning um breytingar á útsvari, sbr. 5. og 6. mgr., skal senda [ríkisskattstjóra]1) eigi síðar en 31. mars á álagningarári.

1)Sbr. 80. gr. laga nr. 136/2009. 2)Sbr. 206. gr. laga nr. 126/2011. *1)Sjá nú VI. kafla laga nr. 45/1998.

25. gr.

(1) Sveitarstjórn er heimilt að taka til greina umsókn manna um lækkun eða niðurfellingu álagðs útsvars þegar svo stendur á sem segir í [1. mgr. 65. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]2) telji hún ástæðu til að veita frekari lækkun en [ríkisskattstjóri]3) veitti við afgreiðslu á umsókn um lækkun útsvarsstofns. Á sama hátt getur sveitarstjórn lækkað eða fellt niður álagt útsvar þeirra sem nutu bóta [skv. III. kafla laga um almannatryggingar og lögum um slysatryggingar almannatrygginga].4) *1)

(2) [Ríkisskattstjóri]3) skal veita sveitarstjórn aðgang að skattframtölum hlutaðeigandi einstaklinga, svo og veita henni þær upplýsingar sem nauðsynlegar teljast. Sveitarstjórn skal tilkynna lækkun útsvars til [ríkisskattstjóra,]3) innheimtuaðila og hlutaðeigandi einstaklings.

(3) Þeim sem sveitarstjórn felur að annast störf þessi er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra óviðkomandi mönnum frá því er þeir komast að í störfum sínum og varðar hagi skattaðila.

1)Sbr. 4. gr. laga nr. 122/1996. 2)Sbr. 109. gr. laga nr. 129/2004. 3)Sbr. 79. gr. laga nr. 136/2009. 4)Sbr. 25. gr. laga nr. 88/2015. *1)Lög nr. 100/2007.

26. gr.

[Ríkisskattstjóri semur skrá um álagt útsvar í hverju sveitarfélagi að lokinni álagningu.]1) Ríkisskattstjóri gerir síðan innheimtuskrá og sendir hana til sveitarstjórnar og innheimtuaðila, sbr. nánar ákvæði VIII. kafla laga um staðgreiðslu opinberra gjalda.

1)Sbr. 81. gr. laga nr. 136/2009.

27. gr.

(1) Sveitarstjórn getur falið sérstökum innheimtuaðila að annast innheimtu útsvara. Réttindi og skyldur sem innheimtumenn sveitarsjóða hafa lögum samkvæmt, svo og allar heimildir sem þeim eru veittar til þess að framfylgja innheimtunni, skulu falla til þessara aðila.

(2) Hver gjaldandi skal á tekjuárinu inna af hendi bráðabirgðagreiðslu upp í útsvar samkvæmt ákvæðum laga um staðgreiðslu opinberra gjalda.

(3) Þeir gjaldendur, sem reynast skulda útsvar að lokinni álagningu opinberra gjalda, sbr. 98. gr. [laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]1), skulu greiða það sem vangoldið er á sömu gjalddögum og eftirstöðvar tekjuskatts, sbr. [4. mgr. 112. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.]1)

(4) Ákvæði [1.-3. mgr. 112. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]1), um fyrirframgreiðslu tekjuskatts, skulu gilda um þann hluta útsvars sem stafar af öðrum tekjum en launatekjum.

(5) Sé útsvar hækkað eftir álagningu fellur viðbótarfjárhæðin í gjalddaga 10 dögum eftir að gjaldanda var tilkynnt um hækkunina.

(6) Þeim erlendu ríkisborgurum eða ríkisfangslausu mönnum, er fengið hafa dvalar- eða landvistarleyfi hér á landi um tiltekinn tíma, er skylt að gera skil á útsvari sínu á sama tíma og kveðið er á um skil á tekjuskatti, sbr. [7. mgr. 112. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.]1)

(7) Áfrýjun útsvarsákvörðunar eða deila um útsvarsskyldu frestar hvorki eindaga útsvars né leysir gjaldanda undan álögum sem beitt er vegna vangreiðslu þess. Ef útsvar er lækkað eða fellt niður með úrskurði eða dómi skal endurgreiðsla þegar fara fram.

1)Sbr. 110. gr. laga nr. 129/2004.

28. gr.

(1) Útsvör skulu greidd á tekjuári samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda eftir því sem við á. Greiðslur á tekjuári eru til bráðabirgða en endanleg álagning fer fram eftir á og getur því komið til endurgreiðslu eða viðbótarkröfu frá sveitarstjórn.

(2) [Ráðuneyti er fer með tekjuöflun ríkisins]2) sér um endurgreiðslu fyrir hönd sveitarfélaga í samræmi við ákvæði laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, en gjaldendur skulu greiða viðbótarkröfu frá sveitarstjórn í samræmi við ákvæði 3.-7. mgr. 27. gr. Ákvæði [2. mgr. 122. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]1), um verðbætur, skulu eiga við um endurgreiðslur og viðbótarkröfur þær sem hér um ræðir.

(3) Um innheimtu, dráttarvexti og innheimtuúrræði gilda ákvæði þessara laga eftir því sem við getur átt, sbr. og 2. mgr. 37. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda.

[---]3)

1)Sbr. 111. gr. laga nr. 129/2004. 2)Sbr. 206. gr. laga nr. 126/20113)Sbr. 22. gr. laga nr. 150/2019. a)Reglugerð nr. 124/2001.

29. gr.

(1) Gjaldandi, sem ofgreitt hefur útsvar til launagreiðanda, getur krafið hlutaðeigandi sveitarstjórn um það sem ofgreitt kann að vera og skiptir ekki máli hvort launagreiðandi hefur staðið skil á fénu eða ekki.

(2) Sveitarstjórn getur ekki krafið gjaldanda um útsvar er launagreiðandi hefur haldið eftir af launum gjaldandans þó að launagreiðandinn hafi ekki staðið skil á fénu til sveitarstjórnar.

30. gr.

Um ábyrgð á greiðslu útsvars gilda ákvæði [116. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.]1)

1)Sbr. 112. gr. laga nr. 129/2004.

31. gr.

Sveitarstjórnir, sem hlut eiga að máli, hafa sama rétt og gjaldendur til að kæra útsvarsálagningu til [ríkisskattstjóra]1) og áfrýja úrskurðum til yfirskattanefndar. 

1)Sbr. 79. gr. laga nr. 136/2009.
 

Fara efst á síðuna ⇑